Morgunblaðið - 30.01.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.01.2015, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 2015 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Félag kvenna í atvinnulífinu, FKA, afhenti sínar árlegu viðurkenningar í Hörpu í gær og heiðraði þrjár konur. Guðbjörg Magnea Matthíasdóttir, einn aðaleigandi Ísfélags Vestmannaeyja, hlaut FKA-viðurkenninguna 2015, María Rúnarsdóttir, einn stofnenda Mint Sol- utions, var sæmd hvatningarviðurkenningu félagsins og Guðný Guðjónsdóttir, eigandi Mokka-Kaffis, fékk þakkarviðurkenningu FKA 2015. Þrjár konur heiðraðar Þökk Guðný Guðjónsdóttir og Oddný Guðmundsdóttir, dóttir hennar. Morgunblaðið/Árni Sæberg FKA-viðurkenningin 2015 Guðbjörg Magnea Matthíasdóttir ávarpar gesti í Hörpu. Hvatning María Rúnarsdóttir. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Landsbankinn tilkynnti í gær að fækkað yrði um 30 manns á flestum sviðum í höfuðstöðvum bankans. Einnig hefur ráðningarsamningum 13 fastráðinna starfsmanna í af- greiðslu Landsbankans í Flugstöð Leifs Eiríkssonar verið sagt upp. Bankinn segir að uppsögn starfs- manna í flugstöðinni sé varúðarráð- stöfun og verði afturkölluð haldi bankinn áfram að sinna þar fjármála- þjónustu. Þjónustusamningi við bankann var sagt upp í fyrra og átti að bjóða fjármálaþjónustuna út. Af því varð ekki og var þjónustusamn- ingurinn framlengdur þannig að af- greiðsla bankans verður opin til 30. júní nk. Friðbert Traustason, fram- kvæmdastjóri Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF), sagði að svo virtist sem uppsagnir bankafólks virtust engan enda ætla að taka. Hefur fækkað um þriðjung „Frá árinu 2008 hefur rúmlega 2.300 manns verið sagt upp hjá fjár- málafyrirtækjunum. Það voru stórar uppsagnir 2008 og 2009. Svo kom smá hlé 2010 og 2011. Frá 2012 hafa verið uppsagnir nánast í hverjum einasta mánuði,“ sagði Friðbert. Félagsmenn SSF eru nú rúmlega 4.000 talsins og hefur félagsmönnum því fækkað um rúmlega þriðjung frá 2008. Þeir eru m.a. starfsmenn viðskiptabankanna, Seðlabankans, sparisjóðanna, Reikni- stofu bankanna, Lífeyrissjóðs banka- manna og kortafyrirtækjanna. Nokk- ur hópur vinnur enn við að gera upp bú gömlu bankanna sem féllu. Vitað er að þau störf eru tímabundin. Friðbert sagði að uppsagnir hefðu verið til skiptis hjá stóru bönkunum. Litlu bankarnir hefðu líka fækkað starfsfólki. Uppsögnin hjá Lands- bankanum nú var það stór að hún var tilkynningarskyld. Friðbert sagði al- gengara að 4-8 starfsmönnum væri sagt upp í hverjum mánuði hjá hinum ýmsu fjármálafyrirtækjum og þær þyrfti ekki að tilkynna. „Svona ástand veldur svo miklum óróa. Enginn starfsmaður er öruggur um framtíðina. Mjög stór hópur sem hefur komið inn í bankana undanfar- inn áratug er mjög vel menntaður, með háskólagráður. Fólkið taldi sig vera komið í gott og öruggt starf,“ sagði Friðbert. Hann sagði að trún- aðarmaður væri yfirleitt viðstaddur uppsögn vildi starfsmaðurinn það. Uppsagnarfrestur starfsmanna fjármálafyrirtækja er þrír mánuðir. Eftir tíu ára starf eða þegar starfs- maður er orðinn 45 ára lengist upp- sagnarfrestur í sex mánuði. Í tilvikum hafa bankarnir boðið betur en þetta þegar gerðir eru starfslokasamning- ar. Í öllum tilvikum þurfa starfsmenn- irnir að yfirgefa vinnustaðinn strax við uppsögn. Uppsögn starfsfólksins í Leifsstöð er þó undantekning á því, að sögn Friðberts. Landsbankinn sagði upp 43  Uppsögn 13 starfsmanna varúðarráðstöfun sem kann að snúast við  Upp- sagnir bankafólks virðast engan enda ætla að taka, segir framkvæmdastjóri SSF „Svona ástand veldur svo miklum óróa.“ Friðbert Traustason Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is Þjónustukönnun Capacent meðal íbúa var lögð fram í borgarráði í gær- morgun en þar kemur meðal annars fram að af samanburði á þjónustu nítján stærstu sveitarfélaga landsins þykir þjónustan við íbúa vera síst í Reykjavík. Samkvæmt þjónustu- könnun Capacent fær borgin lökustu einkunn í svörum við átta spurning- um af tólf og er í öllum tilfellum und- ir meðaltali í þessum samanburði. Þegar spurt er um ánægju með sveitarfélagið sem stað til að búa á eru einungis Borgarbyggð, Reykja- nesbær og Árborg með lakari nið- urstöðu. 79% aðspurðra voru ánægð með sveitarfélagið sem stað til þess að búa á, þar af 26% mjög ánægð. Árbæingar sáttastir við umhverfið Spurt var út í þjónustu Reykjavík- ur í tíu hverfum en könnunin var framkvæmd í desember árið 2014. Í niðurstöðum könnunarinnar kemur meðal annars fram að íbúar Grafar- holts/Úlfarsárdals eru hvað síst ánægðir með hverfið sitt sem stað til að búa á en íbúar Laugardals voru ánægðastir. 31% Reykvíkinga kvaðst ánægt með skipulagsmál í sveitarfélaginu en 37% voru óánægð. 52% þeirra kváðust þó ánægð með skipulagsmál í sínu eigin hverfi. Þá skorar Reykja- vík lægst þegar kemur að ánægju með gæði umhverfis í nágrenni við heimili svarenda en Árbæingar voru sáttastir með sitt hlutskipti í þeirri spurningu þegar litið er til sérstakra hverfa Reykjavíkur. Reykjavík skor- ar einnig lægst þegar kemur að þjón- ustu við barnafjölskyldur, þjónustu leik- og grunnskóla og þjónustu við eldri borgara. Ánægja minnkað eilítið á milli ára Einu liðirnir þar sem Reykjavík rak ekki lestina voru spurningar um sveitarfélagið sem stað til þess að búa á, skipulagsmál í sveitarfélaginu, hvernig sveitarfélagið sinnir menn- ingarmálum og ánægju í tengslum við sorphirðu. Ánægja með sveitar- félagið sem stað til þess að búa á hef- ur minnkað lítillega frá því árið 2013 sem og ánægja með þjónustu við fatl- að fólk í sveitarfélaginu en annað hefur staðið í stað. Þá voru sam- göngu- og umhverfismál þeir tveir liðir sem Reykvíkingum þótti mest þörf á að bæta auk endurvinnslu- og sorphirðumála. Reykjavík rekur lestina Morgunblaðið/Ómar Könnun Íbúar Laugardals voru ánægðastir innan Reykjavíkur með hverfi sitt sem stað til þess að búa á. Íbúar Grafarholts/Úlfársdals óánægðastir.  Capacent bar saman nítján sveitarfélög Þjónustukönnun Capacent » 79% aðspurðra voru ánægð með Reykjavík sem stað til þess að búa á. » Seltirningar eru ánægðastir með gæði umhverfisins í ná- grenni við heimili og þjónustu við eldri borgara. » Garðbæingar eru ánægðastir með þjónustu við grunnskóla. » Íbúar Norðurþings eru ánægðastir með þjónustu við fatlað fólk. Samkvæmt nýju stjórnarfrum- varpi um með- ferð elds og varnir gegn gróðureldum verður óheimilt að kveikja í bál- kesti nema með skriflegu leyfi sýslumanns að fengnu samþykki slökkviliðsstjóra og starfsleyfi heil- brigðisnefndar. Ekki þarf þó leyfi til að kveikja bál sem inniheldur minna en rúmmetra af eldsmat. Greinin um bálkesti er nýmæli í lögum, samkvæmt skýringum við frumvarpið. Tekið er mið af leið- beiningum um vinnutilhögun og leyfisveitingar vegna bálkasta og brenna frá árinu 2000. Bannað að kveikja bál í leyfisleysi Frumvarp Lög um brennur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.