Morgunblaðið - 30.01.2015, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 30.01.2015, Blaðsíða 49
MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 2015 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Í liðinni viku tóku kvikmyndagerð- armenn að safnast saman í snjó- þungum Siglufirði og hófu þar tök- ur á Ófærð, viðamestu framhaldsþáttaröð sem gerð hefur verið hér á landi fyrir sjónvarp. Áð- ur munu tökur hafa farið fram í Reykjavík og nágrenni fyrir jól en samkvæmt upplýsingum frá framleiðslufyrirtækinu, RVK Stud- ios, eru tökudagar um 85. Gerðir verða tíu tæplega klukkustund- arlangir þættir og mun kostnaður við verkið nema um milljarði króna. Fjórir leikstjórar stjórna upp- tökum, þeir Baltasar Kormákur, Baldvin Z., Óskar Axelsson og Börkur Sigþórsson, en með aðal- hlutverkin fara Ólafur Darri Ólafs- son, Ilmur Kristjánsdóttir og Ingv- ar E. Sigurðsson. Handritið skrifa Sigurjón Kjartansson, Clive Brad- ley, Ólafur Egilsson og Jóhann Æv- ar Grímsson en Sigurjón er í veiga- miklu hlutverki við þáttagerðina, er það sem kallast „showrunner“, maðurinn með yfirsýnina á vett- vangi. Margir koma við sögu „Jú, það gengur mikið á,“ segir Sigurjón þegar hann er ónáðaður á tökustað. Um sjötíu tæknimenn og leikarar eru komnir til Siglufjarðar en milli fjörutíu og fimmtíu leikarar koma við sögu í þáttunum. „Hlutverkin skipta tugum. Þetta er tíu þátta sería þannig að margir koma við sögu, þó þetta gerist í litlum bæ. Segja má að í heildar- samhenginu sé lítið hlutverk í þess- ari seríu nokkuð stærra en ef það væri í bíómynd. Allt í allt er þessi sería yfir 500 mínútur að lengd; þó að hlutverk sé ekki stórt þá er það samt stórt,“ segir hann og hlær. „Útisenur eru teknar á Siglufirði og líka á Seyðisfirði en innisenur tökum við í Reykjavík að mestu. Við sjáum fram á að vera hér út mars. Við förum til Seyðisfjarðar í millitíðinni. Smá angi er eyrna- merktur þeim bæ, tengist ferjunni og höfninni.“ – Er nægilega mikil ófærð? „Það er svo sannarlega mjög mikil ófærð núna. Allt sem við þurf- um er hér núna. Við höfum fengið allt sem við þurfum. Blindbyl, skaf- renning, snjókomu og slyddu. Í dag erum við að taka senu þar sem ver- ið er að búa til snjókarl og það er ekta sjókarlaveður. Það er eins og veðurguðirnir hafi lesið handritið.“ – Er þetta sakamálasaga? „Já, þetta er krimmi. Glæpur er framinn og hver er sá seki? Við er- um líka að kafa dýpra, inn í kvik- una á samfélagi sem er að einherju leyti smækkuð mynd af samfélag- inu sem við búum öll í … Sagan er líka að einhverju leyti pólitísk. Glæpahöfundar segja stundum að besta leiðin til að spegla samfélag sé í gegnum glæp, því glæpur af- hjúpar það sem aflaga hefur farið.“ Allir saman í hljómsveitinni Þegar Sigurjón er spurður að því hvort tökur mótist mikið af því að fjórir leikstjórar koma að verkinu, segir hann verkinu stýrt þannig að samhengi sé í verki hvers og eins. „Einn leikstjórinn er oft víða út um heim að gera allskonar mynd- ir,“ segir hann og vísar í störf Balt- asars Kormáks. „Hann er búinn að vera hérna í einn dag og svo kemur hann aftur til að klára sína þætti. Allir eru að gera sitt og við tökum tillit til ýmiskonar aðstæðna.“ – Er ekki flókið fyrir „show- runner“ að púsla þessu saman? „Aðrir eru í að púsla saman töku- planinu. Vissulega getur þetta verið flókið og þarf að líta í ýmis horn en þessi maskína hefur gengið mjög vel, þessi vél er vel smurð. Hér er besta fagfólk sem við höfum á land- inu allt saman komið, meira og minna, og við erum að prófa þessa starfsaðferð í fyrsta sinn, að búa til seríu þar sem eru fleiri en einn leikstjóri og eitt höfuð yfir þessu, tengt handritsvinnunni. Þá reynir á að ég hafi mjög skýra sýn á verkið. En ég er líka opinn fyrir öllum hugmyndum sem koma frá leik- stjórum, leikurum og öðrum. Ég gæti alls samræmis og að allt sé eins og lagt var upp með, en inn- an þess ramma sem ég set er svig- rúm þar sem menn geta leikið sér. Ég hef ekki heyrt annað en að allir séu ánægðir með þetta fyrir- komulag.“ Sigurjón segir að í þessu ferli hafi leikstjórarnir ákveði frelsi. „Þeir bera ekki eins mikla ábyrgð og ef þeir væru að gera bíómyndina sína. Þeir eru að spreyta sig hér við að leikstýra, sjá um að leikurinn sé góður, og auðvitað koma þeir með sínar hugmyndir um myndvinnsl- una, í góðu samráði við mig, töku- menn og aðra. Allir erum við sam- an í þessari vinnu. Þetta er samvinna og allir eru saman í hljómsveitinni.“ Sigurjón segir þeim hafa verið afar vel tekið á Siglufirði, allir virð- ist vera ánægðir með að hafa þenn- an stóra hóp þar við störf. Þá muni eitthvað vera um að heimamenn lendi fyrir framan tökuvélina. Eins og veðurguðir lesi handritið  Um sjötíu manns vinna við tökur á sjónvarpsþáttaröðinni Ófærð á Siglufirði  „Það er svo sann- arlega mjög mikil ófærð núna,“ segir Sigurjón Kjartansson Fjórir leikstjórar koma að verkinu Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Höfuðpaurinn Sigurjón Kjartansson á tökustað á Siglufirði. „Okkur er tekið einstaklega vel hérna,“ segir hann. Tomasz Dabrowski, verðlaunaður trompetleikari og tónskáld, heldur tónleika í menningarhúsinu Mengi í kvöld kl. 21. Dabrowski leikur bæði á trompet og gamalt hljóðfæri sem hann kallar balkanskt horn, segir í tilkynningu. Sterkt og auðþekkj- anlegt hljóð hans og svipmikil spila- mennska sé innblásin af frjálsum djassi, austur-evrópskri þjóðlaga- tónlist og framúrstefnutónlist. Tomasz telst til frumlegustu tromp- etleikara og tónskálda Póllands sem og hinnar evrópsku djasssenu, segir í tilkynningu. Hann hafi gefið út þrjár sólóplötur og 14 plötur í samstarfi við aðra auk þess að leika víða um Evrópu og Kanada. Frumlegur Tomasz Dabrowski. Tomasz Dabrowski leikur í Mengi Sanctuary – Griðastaður er yf- irskrift hádegistónleika Íslenska flautukórsins sem haldnir verða í dag kl. 12.10 í Listasafni Íslands og vísar hún í málverkið „Sanc- tuary“ eftir Jón Óskar sem sjá má á sýningu hans í safninu. Á tónleikunum flytja Emilía Rós Sigfúsdóttir flautuleikari og Ást- ríður Alda Sigurðardóttir píanó- leikari franska tónlist, verk eftir C. Saint-Saëns, G. Fauré og F. Poulenc. Flytjendur Ástríður og Emilía. Griðastaður í Listasafni Íslands 48 RAMMA STÆRSTA OPNUNAR- HELGI ALLRA TÍMA Á ÍSLANDI! E.F.I -MBL VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG! 2 VIKUR Á TOPPNUM! BRÁÐSKEMMTILEG GAMANMYND www.laugarasbio.isSími: 553-2075 SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á LAUGARASBIO.IS OG MIDI.IS - bara lúxus

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.