Morgunblaðið - 30.01.2015, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 30.01.2015, Blaðsíða 39
Þannig urðum við Sturla þátt- takendur í svokölluðum bóksa- lapartíum sem haldin voru ár- lega. Þá bauð einhver bóksali öðrum úr bransanum heim til sín eða í sumarbústað sinn. Þarna átti ég ógleymanlegar stundir í félagsskap Lárusar Blöndal, Jón- asar í Rofabænum, Óla í Penna- viðgerðinni, Böðvars bóksala í Hafnarfirði, Olivers Steins í Hafnarfirði, Halla og Óla á Akra- nesi, Marteins í Keflavík, Jón- steins í Máli og menningu og Sturlu. Þá leiddist engum. Seinna fórum við Sturla að vinna saman , þegar Penninn keypti Heildverslun Egils Gutt- ormssonar og Fjölval. Var sú samvinna í alla staði ánægjuleg. Sturla var góðum gáfum gæddur, fagmaður í starfi og mjög vel liðinn. Solveigu og börnum þeirra sendum við Þórdís hugheilar samúðarkveðjur, Gunnar B. Dungal. Það var aldrei nein lognmolla í kringum Stúlla. Hann bar með sér ferskan andblæ og hressi- leika hvar sem hann kom. Sturla Eiríksson var kvæntur föðursystur okkar Solveigu, Dol- lýju, eins og hún er kölluð. Þau voru sérlega glæsileg hjón og alltaf gaman að hitta þau og sækja þau heim. Þar standa upp- úr í minningunni áramótaveisl- urnar í Hjallalandi sem voru engu líkar. Það var sungið, spilað og trallað af hjartans lyst langt fram eftir nóttu. Það var ætíð mikill samgangur á milli fjölskyldna okkar, krakkar á sama reki og sérstakur vin- skapur á milli foreldra okkar. Um árabil unnu þeir saman, Stúlli og Þorsteinn faðir okkar, við rekstur á bókaútgáfunni Fjölva. Það var farsælt samstarf þar sem eiginleikar beggja nutu sín, pabbi sá um útgáfuhliðina en Stúlli um rekstur fyrirtækisins með miklum myndarbrag. Á þessum árum var Stúlli tíður gestur í Njörvasundinu, heimili foreldra okkar, þar sem pabbi sat í kjallaranum og skrifaði bækur. Það lifnaði yfir öllu þegar hann birtist eins og stormsveipur og margar fjörugar umræður áttu sér stað í eldhúskróknum yfir kaffibolla. Okkur eru sérlega minnisstæðar pólitískar rökræð- ur sem hann átti við móður okk- ar, Sigurlaugu. Þau höfðu ekkert ólíkar skoðanir á málunum en Stúlli hafði þó sérstakt yndi af að hleypa samræðunum upp, fá svo- lítið fútt í þær, en alltaf í mesta bróðerni enda voru mamma og hann mestu mátar. Þó Stúlli væri alltaf kátur á yf- irborðinu og aldrei langt í stríðn- ina vissi maður að undir niðri bjó viðkvæm sál sem ekkert aumt mátti sjá. Þegar faðir okkar veiktist skyndilega og missti heilsuna var Stúlli sá sem vitjaði hans hvað oftast og það var aug- ljóst hvað hann tók veikindi vinar síns nærri sér. En alltaf gat hann slegið á létta strengi. Síðustu árin átti Stúlli við heilsubrest að stríða. En það var aðdáunarvert hvað hann, með stuðningi Dollýjar og barnanna sinna, var duglegur að njóta lífs- ins eins og kraftar leyfðu. Þegar við systurnar heimsóttum frænku okkar fyrir nokkru, talaði hún um hve heppin hún hefði ver- ið að eignast svona góðan og skemmtilegan mann. Þau ferðuð- ust saman heimshorna á milli, sóttu listsýningar og Sinfóníu- tónleika af einlægum áhuga – þau voru fagurkerar sem kunnu að njóta lystisemda lífsins. Og nú er hann horfinn okkur þessi mikli öðlingur. Dollý frænka hefur misst sinn góða lífsförunaut sem alltaf bar hana á höndum sér. Við vottum henni, börnum þeirra Ninnu, Rósu og Óskari og fjölskyldum þeirra, okkar einlægu samúð. Ingunn, Björn og Björg Thorarensen. MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 2015 Okkar bestu þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför SIGURÐAR JÓNSSONAR frá Garði II, Kelduhverfi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Skógar- brekku fyrir góða umönnun. Fyrir hönd aðstandenda, . Jóhanna Ólafsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, INGI KRISTINSSON, fyrrverandi skólastjóri, Tómasarhaga 34, sem lést laugardaginn 24. janúar, verður jarðsunginn frá Neskirkju mánudaginn 2. febrúar og hefst athöfnin kl. 13.00. . Hildur Þórisdóttir, Þórir Ingason, Þorbjörg Karlsdóttir, Kristinn Ingason, Bergdís H. Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir, tengdamóðir, amma og langamma okkar, MARGRÉT ÁSGEIRSDÓTTIR, Eiðismýri 30, Seltjarnarnesi, andaðist á hjúkrunarheimilinu Grund að kvöldi mánudagsins 26. janúar. . Inga Hersteinsdóttir, Ástríður Pálsdóttir, Anna Margrét Kornelíusdóttir, Hersteinn Pálsson, Páll Ragnar Pálsson, Sigmundur Kornelíusson og fjölskyldur. ✝ Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar ástkæra SIGTRYGGS JÓNSSONAR frá Samkomugerði. Halldóra J. Jónsdóttir, Halla Lilja Jónsdóttir, Sigfús Jónsson, Ólafur Jóhann Borgþórsson. ✝ Elskuleg amma okkar, langamma, langalangamma og systir, GUÐRÚN STEFÁNSDÓTTIR, Melhaga 18, Reykjavík, andaðist fimmtudaginn 22. janúar. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 6. febrúar kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Barnaspítalasjóð Hringsins. Stefán G. Einarsson, Eydís Eyjólfsdóttir, Ari Einarsson, Ása Guðmundsdóttir, Andri Freyr Stefánsson, Ásthildur Ósk Brynjarsdóttir, Júlía Sif Andradóttir, Tristan Einarsson, Einar Þór Stefánsson, Guðrún Mjöll Stefánsdóttir, Sindri Þrastarson, Lovísa Íris Stefánsdóttir, Tómas Elí Stefánsson, Fríða Kristín Aradóttir, Guðrún Aradóttir, Brynhildur Aradóttir, Gunnhildur Aradóttir, Ágústa Stefánsdóttir Gary. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA KATRÍN JÓNSDÓTTIR, Blómvallagötu 13, Reykjavík, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund sunnudaginn 25. janúar. Útför hennar fer fram frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 3. febrúar kl. 13.00. Guðrún Anna Antonsdóttir, Kristbjörg Antonsdóttir, Sigfús Jónsson, Hörður Agnarsson, Haukur Agnarsson, Kolbrún Benediktsdóttir, Emilía Rós Sigfúsdóttir, Atli Rafn Björnsson, Anna Katrín Sigfúsdóttir, Gísli Örn Kjartansson og langömmubörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir, tengdamóðir og amma, SÓLRÚN ÁSTÞÓRSDÓTTIR, Jöklaseli 11, lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi að kvöldi mánudagsins 19. janúar í faðmi ástvina sinna. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug á þessum erfiðu stundum. Fyrir hönd aðstandenda, Jón Sigurðsson. ✝ Ósk Sigurð-ardóttir fædd- ist 18. apríl 1920, á Kirkjuskarði á Lax- árdal í Engihlíð- arhreppi, A.-Hún. Hún lést þann 29. desember 2014 á Egilsstöðum Ósk var dóttir Sigríðar Bergs- dóttur og Sigurðar Þorfinnssonar. Hún missti móður sína þegar hún var á öðru ári og var þá tekin í fóst- ur af Guðrúnu föðursystur sinni og Jósafat Jónssyni á Brands- stöðum í Blöndudal, A.-Hún, en Guðrún var þá ráðskona hjá honum. Ósk ólst upp hjá þeim við gott atlæti til fullorðinsára. Albróðir Óskar var Þórir og hálfbróðir, samfeðra, var Pétur. Ósk var einn vetur í mennta- skólanum á Akureyri en varð að hætta námi sökum erfiðra veik- inda. Hún fluttist til Reykjavík- ur og bjó lengst af í Barmahlíð 49. Hún vann allan sinn starfsaldur við verslun og þjón- ustustörf, þar af lengi hjá Silla og Valda og Slát- urfélagi Suður- lands. Síðustu árin dvaldi Ósk hjá dótt- ir sinni á Egils- stöðum. Ósk á eina dóttir, Guðrúnu Sigríði, með fyrri manni sínum Gunnari E. Jakobsyni. Seinni maður hennar var Jóhann Þorvaldsson. Ósk var um árabil í sambúð með Ingimar Urban en hann lést 2001. Guðrún Sigríður er gift Pétri Reyni Elissyni og þeirra börn eru Valgeir Óskar, Elis Jó- hann , Aníta Sigrún og Halldóra Malin. Barnabörn Óskar eru orðin sjö. Útför Óskar fór fram í kyrr- þey. Ég kynntist Ósk Sigurðardótt- ur þegar ég flutti á hæðina fyrir ofan hana í Barmahlíð 49 árið 1998. Þá bjó hún þar með Ingimar Urban sem lést fáum árum seinna. Ég áttaði mig fljótt á að þar sem Ósk fór var mikill karakt- er á ferðinni. Hún var Húnvetn- ingur og stóð til boða að ganga menntaveginn en vegna veikinda hvarf hún úr Menntaskólanum á Akureyri á öðrum vetri. Ósk var afburðagreind. Hún gat lesið þéttskrifaða örk á örskotsstund og fór létt með að fylgjast með tveimur sjónvörpum í einu til þess að tryggja eftir föngum að ekkert færi fram hjá henni. Hún gat á hinn bóginn verið hvatvís og hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og lét engan eiga neitt hjá sér. Ósk var mikill dýravinur og það var eiginlega henni að þakka að ég ákvað að kaupa í Barmahlíð- inni því hún var svo ánægð með að okkur fylgdi hundurinn Snati, enda urðu Ósk og Snati frá fyrstu stundu perluvinir. Hann sótti til hennar við öll tækifæri og fékk að launum smurða mjólkurkexköku í fjórum bitum, alltaf eins, því Ósk sagði að Snati kynni að telja. Ósk passaði líka vel uppá köttinn sinn og fuglarnir í nágrenninu gátu reitt sig á að finna eitthvað í bak- garðinum þegar veturinn fór að þrengja að. Áhugamálin voru fjöl- mörg og hún fylgdist með á mörg- um sviðum. Mér er til að mynda minnisstætt þegar hún sat hrókur alls fagnaðar í miðjum hópi unga fólksins í stúdentsveislu sonar míns og ræddi um nýjustu bylgj- ur í jaðartónlist. Þá var hún mikil áhugamanneskja um Formúlu I þar sem Schumacher var hennar maður og öðrum ekki vandaðar kveðjurnar ef þeir gerðu eitthvað á hans hlut í keppninni; enda varð „helvítið hann Montoya“ að orða- tiltæki í húsinu. Ósk var eins og ætla má af því sem hér kemur fram mjög sjálf- stæð kona. Hún vildi sjá um sig sjálf meðan stætt var: Moka tröppurnar niður til sín, fara út til fuglanna hvernig sem viðraði og rölta í búðina. Óhjákvæmilega kostaði þetta nokkrar skrokks- kjóður í snjó og hálku en alltaf stóð Ósk upp aftur. Brákað bein og marðir vöðvar var ekkert sem stöðvaði hana. Það kom þó að því að hún gat ekki lengur búið ein og flutti til dóttur sinnar austur á Egilsstaði. Þar naut hún góðs at- lætis síðustu árin en óneitanlega fór hún með verulegan hluta af karakternum í Barmahlíð 49 með sér. Stundum er það þannig að ná- grannar til langs tíma standa manni nánast jafn nærri og fjöl- skyldan. Þannig var það með Ósk. Við vorum jú sama hyskið í hinni fornu og jákvæðu merkingu þess orðs. Við Jóhannes og Ólafur þökkum fyrir samfylgdina um leið og við sendum Gússý og fjöl- skyldu hennar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ragnheiður Ólafsdóttir. Ósk Sigurðardóttir Í dag er borin til grafar ömmusystir mín Guðbjörg Guð- bjartsdóttir, eða Guja frænka, eins og hún var ævinlega kölluð. Hún er síðust í röðinni, nú hafa þau öll systkinin frá Hjarðarfelli kvatt. Guja er órjúfanlegur hluti af minni bernsku og margs er að minnast þegar hugurinn reikar til baka. Hún og hennar maður, Helgi J. Halldórsson, sem ævin- lega gekk undir nafninu Helgi pabbi, spiluðu stórt hlutverk í fjöl- skyldu minni og áttu eftir að hafa mikil áhrif á bernsku mína. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að dvelja sem einn af fjölskyldunni á þeirra heimili vetrarpart þegar ég missti föður minn, þá sex ára gömul. Mamma stóð ein uppi með tvær ungar dætur og hafði ekki unnið utan heimilis árum saman. Allt sem maður þekkti lá undir og nýir og ókunnir tímar framund- arn. Mamma þurfti að leita sér að vinnu, þetta voru erfiðir tíma fyrir hana og okkur ekki síður, en hjálpin var ekki langt undan, hjálp sem svo sannarlega er vert að muna og þakka fyrir alla tíð. Guja og Helgi buðust til að hafa mig hjá sér á daginn, ég gekk í skóla í hverfinu. Þarna kom ég daglega inn á heimili þar sem ég var svo inni- lega velkomin og þekkti alla. Ég varð strax eins og heima hjá mér og fékk aftur að upplifa öryggi og festu sem allt hafði svolítið átt undir högg að sækja. Það var dekrað við mig á allan hátt og má með sanni segja að ég hafi eign- aðist annað sett af ömmu og afa. Ekki höfðu dæturnar á heimilinu Guðbjörg Guðbjartsdóttir ✝ Guðbjörg Guð-bjartsdóttir 17. október 1920. Hún lést 3. janúar 2015. Útför Guðbjargar var gerð 23. janúar 2015. minni áhrif á mig. Í mínum huga voru þær ótrúlega spenn- andi. Þær voru í krefjandi námi sem þær auðvitað fóru létt með, kunnu að spila á hljóðfæri og sungu eins og engl- ar. En kannski var það sem stóð upp úr að þær voru bara svo góðar við mig. Með Guju fékk ég að vasast við flestallt það sem hún tók sér fyrir hendur. Fór með henni í búðar- ferðir, hún kenndi mér að ryksuga og búa til kleinur, sauma ösku- poka og hekla. En best var að hún átti svo mikinn tíma sem hún var óspör á að gefa mér. Þau kynntu mig fyrir klassískri tónlist, forn- sögum og íslenskum þjóðsögum, kynntu mig fyrir nægjusemi og háttsemi að ógleymdum Þjóðvilj- anum sem þau sögðu að væri ómissandi þáttur í lestrarkennslu og gæfi góða sýn á íslenska al- þýðu. Ég eignaðist á þessum ár- um ekki bara mitt annað heimili í Vatnsholtinu hjá þeim Guju og Helga, heldur kynntu þau mig fyrir fjölskyldunni á hæðinni fyrir ofan, Benedikt og Katrínu, og þau tóku mér opnum örmum. Var ég ófáar stundir hjá þeim að leika við dæturnar á heimilinu. Ár hafa liðið og margar ár runnið til sjávar síðan ég dvaldi hjá Guju og Helga, en þegar horft er til baka get ég með sanni sagt að þessir mánuðir sem ég dvaldi hjá þeim hjónum séu án efa einn besti tími bernsku minnar. Þau náðu að snúa erfiðum aðstæðum sem einkenndu líf mitt og minna í einstakar gæðastundir. Væntum- þykju, hlýju og samúð er ekki hægt að meta til fjár, en þessa eig- inlega áttu þau í ríkari mæli en flestir aðrir. Ég er því ríkari fyrir lífstíð fyrir það eitt að hafa fengið að þekkja þau og notið samvist- anna við þau. Jóhanna Gunnarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.