Morgunblaðið - 30.01.2015, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.01.2015, Blaðsíða 19
jökli á síðustu 20-30 árum og sem dæmi má nefna að Vatnajökull minnkaði um samtals 83 ferkílómetra á árabilinu 2000-2006 og ný ókortlögð svæði komu í ljós. Stærð þess svæðis er svipuð og allt höfuðborgarsvæðið eða flatarmál Holuhrauns eins og það er núna. Annað dæmi sem má nefna er við sunnanverðan Mýrdalsjökul, en þar hafa orðið til 150 metra djúpir dalir sem til skamms tíma voru huldir tungum skriðjökla. Jöklarnir hafa þó ekki bara dregist saman heldur hafa þeir lækkað mikið því við sjáum hæð- artölur með miklum breytingum frá eldri gögnum.“ Hæð fjallstoppa gæti breyst Í Kvarðanum er rifjað upp að fyrir nokkrum árum lækkaði Hvannadals- hnjúkur um níu metra með nýrri mælingu og er nú mældur 2110 metr- ar. Tvennt kom þar til, annars vegar hafði snjóþekjan á hnjúknum lækkað, og einnig var stuðst við nákvæmari mælingu en áður. Ekki hefur Magnús á hraðbergi upplýsingar um breytingar á fleiri einstaka toppum, en segir efalaust að hæðir margra þeirra myndu breytast með nýrri, nákvæmri mælingu. Í ein- hverjum tilvikum sé enn byggt á landmælingum danska herforingja- ráðsins frá 1900-1944. FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 2015 Landmælingar og nákvæmni hæðargagna koma víða við sögu, enda er allt landið undir í orðsins fyllstu merkingu. Magnús for- stjóri nefnir dæmi: „Hæðargögn eru grundvöllur undir mjög margt, til dæmis nauðsynlegar upplýsingar um vatnafar eða rennsli í ám og lækjum og til að meta hættu á flóðum og skriðu- föllum. Við Íslendingar þurfum líka að taka okkur á og hafa mun betri og nákvæmari upplýsingar um eignarmörk á landi þar sem þarf að byggja á nákvæmum gögnum. Þar er víða byggt á gömlum heimildum, jafnvel gömlum landamerkjabréfum frá því um 1880.“ Vatnafar og eignarmörk ÞURFUM AÐ TAKA OKKUR Á keyra þetta meira á reynslunni en peningum.“ Sigmundur segist telja að pláss sé fyrir Hringbraut á sjónvarps- markaðnum enda séu þau öðruvísi en það sem fyrir er. „Við teljum vera pláss fyrir víðsýna og upplýs- andi talsmálsstöð, studda af fjöl- þættum vef, sem er opin fyrir öllum möguleikum Íslands, heimilum og fyrirtækjum til framdráttar, með reynslumiklu fagfólki við stjórnvöl- inn. Við finnum mikla velvild innan úr viðskiptalífinu og stjórnmálunum, svo og úr fjölmiðlum. Fólk hefur trú á hugmyndinni. Stöðin verður ekki í samkeppni við eina stöð fremur en aðra og raunar viljum við öðru fremur vinna með öðrum fjölmiðlum til að styrkja fjölmiðlun og lýðræði í landinu.“ ÍNN orðin átta ára Ingvi Hrafn segir að ÍNN sé ekki mikið að velta fyrir sér nýjum stöðvum. Stöðin sé nýbúin að semja við Skessuhorn og fótbolta.net um þætti. „Við verðum átta ára í mars. Við erum keikir og erum alltaf að bjóða upp á fjölbreyttari dagskrá.“ Sigmundur Ernir Rúnarsson Ingvi Hrafn Jónsson Golfklúbbur GKG undirritaði í gær samning við sveitarfélögin Garðabæ og Kópavog um byggingu nýrrar íþróttamiðstöðvar GKG. Nýja húsið verður norðan við Vífilsstaði í Garðabæ. Það verður um 1.400 fer- metrar að stærð og skiptist í al- menna félagsaðstöðu og æfingaað- stöðu. Æfingaaðstaðan verður m.a. búin fullkomnum sveiflugreining- artækjum, golfhermum auk pútt- og vippaðstöðu. Agnar Már Jónsson, fram- kvæmdastjóri GKG, sagði löngu orðið tímabært að ráðast í fram- kvæmdirnar. Hann sagði að golf- klúbburinn þjónaði um 1.500 al- mennum félagsmönnum og auk þess sæktu um 900 börn og unglingar námskeið og reglulegar æfingar hjá félaginu. GKG hefur verið til húsa í göml- um söluskála sem fluttur var á svæði klúbbsins fyrir 16 árum. Sem kunnugt er nær golfvöllurinn frá Garðabæ og yfir í Kópavog. Agnar Már sagði að nýja húsið mundi valda byltingu í starfi klúbbs- ins. Áformað er að hefja fram- kvæmdir í febrúar næstkomandi og er áætlað að nýja húsið verði vígt í mars á næsta ári. gudni@mbl.is Bygging íþróttamiðstöðvar GKG hefst í febrúar Ljósmynd/Agnar Már Jónsson Undirritun Guðmundur Oddsson, formaður GKG, með bæjarstjórunum. Laugavegi 29 • sími 552 4320 • www.brynja.is • brynja@brynja.is Opið virka daga frá 9-18 og laugardaga frá 10-16 Verkfærin fyrir skólana og handverksfólkið fást hjá okkur Slípivél osm 100, kr. 41.800 Auðveldar þér verkin, pússar þar sem þú átt erfitt með að ná til. Tenging fyrir ryksugu - heilnæmara loft. 6 mismunandi kefli fylgja með. Bandsög Basa 1, kr. 53.700 Sögunarhæð 100 mm Sögunarbreidd 195 mm Þykktarhefill/afréttari WoodStar pt 85, kr. 69.800 Afréttari 737 x 210 mm Þykktarhefill 120 x 204 mm Tifsög deco-flex, kr. 39.700 Tekur bæði blöð með takka og án. Barki fyrir bora o.þ.h. fylgir. Fræsari hf 50 kr. 59.300 Borð 610x360 mm Stiglaus hraði 8000-24000 sn/mín 1500 W Bandsög Basa 3 kr. 191.900 Sögunarhæð 205 mm Sögunarbreidd 306 mm Slípivél BD7500 kr. 22.900 25 mm belti 125 mm skífa Rennibekkur dm 460t kr. 73.400 Bil milli odda 457 mm hæð yfir stöngum 152 mm Slípivél bts 800 kr. 44. 300 100 mm belti 150 mm skífa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.