Morgunblaðið - 30.01.2015, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.01.2015, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 2015 ✝ MagnúsThorlacius Ein- arsson fæddist í Reykjavík 23. októ- ber 1964. Hann lést 23. janúar 2015 á heimili sínu að Há- túni 10A. Foreldrar hans eru Petrína H. Steinadóttir hús- móðir, f. 27.9. 1926, og Einar Thorla- cius Magnússon, endurskoðandi hjá Eimskipafélagi Íslands, f. 4.1. 1925, d. 7.12. 2005. Systkini Magnúsar eru Elín Einarsdóttir, f. 5.4. 1948, Guð- mundur Thorlacius Einarsson, f. 6.2. 1950, Rósa Einarsdóttir, f. 28.5. 1952, og Steinunn Ein- arsdóttir Egeland, f. 21.3. 1954. Magnús var á yngri árum af- ar hæfileikaríkur. Hann var góður námsmaður, stundaði íþróttir af kappi, var góður skákmaður, las mikið og hafði mikla unun af tónlist. Hann hóf nám við Mennta- skólann við Hamrahlíð en varð frá að hverfa vegna veikinda. Hann fór til Noregs 1983-84 og stundaði nám við Lýðháskólann Rönningen í Ósló. Um tvítugsaldur lögðust þung veik- indi á Magnús þannig að hann átti erfitt með að stunda vinnu. Hann flutti að Hátúni 10A 1994 þar sem hann bjó til æviloka. Á meðan heilsan leyfði stundaði Magnús vinnu við Örtækni. Hann átti sérstaklega gott með að tjá sig á rituðu máli og á meðan hann stundaði nám við MH var hann í stjórn skólablaðs- ins. Seinna skrifaði hann stuttar greinar um þjóðfélagsmál og trúmál sem birtust í dagblöðum. Eftir að hann veiktist sökkti hann sér oft í tónlist á erfiðum stundum. Þá var það Bach sem ómaði mjög oft hjá honum. Hann hafði mikil og sterk tengsl við foreldra sína, systkini og börn þeirra. Hann fylgdist af miklum áhuga með þeim öllum og var í nánu sambandi við þau. Magnús var ókvæntur og barnlaus. Útför Magnúsar fer fram frá Grensáskirkju í dag, 30. janúar 2015, og hefst athöfnin kl. 11. Sit og hlusta á tónlistina, sem bróðir minn elskaði og sótti styrk og huggun til. Bróður, sem lífið fór svo hratt og miskunnarlaust framhjá. Líf, sem enginn óskar sér, líf án drauma, sem geta ræst. Líf einsemdar og næsta vinas- nautt. Líf markað sjúkdómi geð- veikinnar, sem svo miskunnar- laust dæmir menn úr leik. Magnús bróðir minn var glæsi- menni, góðum gáfum gæddur og hæfileikum, sem svo margir gátu öfundað hann af. Afbragðs náms- maður, leikinn knattspyrnumað- ur og einstakur skíðakappi. Vin- sæll og vinamargur. Rökfastur í málflutningi, fyndinn og hlátur- mildur, öflugur skákmaður. Gull- falleg söngrödd. En jafnhratt stúdentsprófi frá MH nálgaðist sjúkdómurinn, sem engan grunaði að leyndist þar handan tímans stutta í lífi hans. Sjúkdómurinn, sem kippti öllum stoðum undan áætlunum hans og okkar allra, sem unnum honum. Við tók baráttan, sem stóð í þrjá áratugi. Að vera vitni að bar- áttu greinds manns við þennan sjúkdóm er átakanlegra en með orðum verði lýst. Að sjá heilann sjálfan lagðan að velli í vonlausri glímu við óskiljanlegar spurning- ar þess sama líffæris, glíma við persónuleikabreytingar og rang- hugmyndir, ekki síst gagnvart sínum nánustu og hinum, sem vildu koma með lækningu. Sjá áhrif lyfjanna deyfa og slæva sjálfið, persónuleikann og hvað- eina. „Mummi bróðir,“ spurði hann upp úr þurru. „Heldur þú að það finnist lækning við þessu?“ Svar- aði einhverju, sem ég man ekki. Kunni ekki að svara. „Nei, ekki ég heldur,“ heyrði ég hann svara. Gaf sér túlkun orða minna. Þeir Guð voru bestu vinir. Höfðu kynnst þegar Magnús var barn. Þau foreldrar okkar báðu með honum kvöldbænir eins og okkur miklu eldri systkinum hans öllum. Samband þeirra Magnúsar og Guðs var einstakt. Og hann sagði hverjum, sem heyra vildi að án hans hefði hann gefist upp fyr- ir löngu. Líklega er Magnús besta vitni sem ég þekki um góðan Guð, beri líf manna því vitni. Magnús var alltaf blíður. Ein- stakt ljúfmenni. Vorkenndi sér aldrei, en samfagnaði velgengni og sigrum samferðafólks af ein- stakri einlægni. Brosið hans, hlýi lófinn hans, sem strauk kinnar urðu einkenni hans og markaði fas hans allt. Þeir, sem önnuðust bróður minn í veikindum hans áttu virð- ingu hans og aðdáun alla. Sagði okkur af Grétari lækninum sín- um, eins og um besta vin væri að ræða. Af heimahjúkruninni, eins og aðrir tala um engla. Þegar þessu fólki er þakkað verða orð fátæk. Magnús vitnaði oft í Prédikar- ann, Gamla testamentisins. Sagð- ist bíða eftir fullnustu orðanna: „Ég þekkti þig af afspurn, en nú hefur auga mitt litið þig.“ Sagðist hlakka til þegar hann fengi að spyrja og Guð að svara. Ég trúi því að sú stund sé nú runnin upp. Guð blessi Magnús, bróður minn. Guðmundur Thorlacius Einarsson. Það ríkti mikil tilhlökkun hjá fjölskyldunni í Hvassaleiti 119 haustið 1964. Við vorum þá fjögur systkinin 10-16 ára og von var á því fimmta. Hinn 23. október fæddist svo Magnús litli bróðir okkar. Eins og við var að búast var hann umvafinn mikilli ástúð for- eldra og systkinanna fjögurra. Magnús gekk í Hvassaleitis- skóla þar sem hann var mjög far- sæll og átti marga góða vini. Um fermingu tók hann þátt í kirkju- starfi og í félagsskapnum Ungt fólk með hlutverk. Þá var hann virkur í íþróttum og góður skíða- maður. Hann átti mjög gott með allt nám, var góður penni og slyngur skákmaður. Á þessum ár- um las hann mikið og sökkti sér niður í ýmsar kenningar um lífið og tilveruna og hafði gaman af djúpum hugsunum um tilgang lífsins. Hann hóf nám við MH og lét þar til sín taka í félagsmálum, skrifaði greinar í skólablaðið og í fleiri blöð. Eftir tvö ár í MH var eins og hann missti tökin og okk- ur sem næst honum stóðum fór að gruna að hann glímdi við miklu erfiðari hugsanir en nokkurn ór- aði fyrir. Lagt var til að Magnús tæki sér hvíld frá náminu og færi í Lýðháskóla í Noregi. Hann stundaði nám við Rönningen í Ósló og eignaðist þar marga góða vini og þó einn sérstaklega, Hans Kristian, sem hefur haldið góðu sambandi við Magnús fram til þessa. Sú vinátta hefur verið Magnúsi ómetanleg. Orð fá ekki lýst þeirri óvissu sem ríkti innan fjölskyldunnar eftir að Magnús kom heim frá Noregi 1984. Þá grunaði okkur að Magnús gengi ekki heill til skóg- ar. Á þessum árum átti ég og fjöl- skylda mín heima á Blönduósi. Það varð úr að Magnús flutti til okkar haustið 1985 og bjó með okkur þar um tíma. Þetta var erf- iður tími en oft skemmtilegur líka þar sem við spjölluðum mikið og náið. Magnús var afar barngóður, hjartahlýr og gefandi og tengdist öllum dætrum mínum sterkum böndum. Það er sárara en orð fá lýst hvernig sjúkdómur Magnús- ar lagði alla hans starfsgetu að velli. Vegna sjúkdómsins átti hann erfitt með að umgangast fólk, en því mikilvægari var fjöl- skyldan honum. Mjög náin og góð tengsl átti hann við öll börn okkar systkina sem nú eru 14 talsins. Þau tengsl gat hann ræktað í gegnum síma og nú síðustu árin í gegnum netið. Á erfiðum stundum átti Magn- ús athvarf í tónlist og í sinni bjargföstu trú á Guð. Þá hljómaði oftast Bach í litlu íbúðinni hans. Hann fylgdist náið með okkur öllum í fjölskyldunni og sam- gladdist alltaf þegar vel gekk. Aldrei var hann bitur en sýndi ótrúlegt æðruleysi gagnvart hlut- skipti sínu. Innilegt samband Magnúsar við yngri systur sínar, þær Rósu og Steinunni, var honum afar dýr- mætt. Þrátt fyrir að Steinunn búi í Noregi hafa böndin þeirra ávallt verið órofin. Hún hefur stutt hann dyggilega þrátt fyrir fjarlægðina. Nánasti vinur Magnúsar var þó móðir hans. Mamma hefur staðið eins og óhagganlegur klett- ur við hlið hans alla tíð. Líkam- legri heilsu Magnúsar hrakaði mikið síðustu árin og vissi hann hvert stefndi. Hann bað þess af heilum hug að fá að fara á undan mömmu, því án hennar gat hann ekki hugsað sér að lifa. Nú hefur hann fengið hvíldina og kominn til Drottins síns sem hann fól allt sitt líf. Guð blessi minninguna um Magnús bróður minn. Elín systir. Mig langar að skrifa nokkur orð og minnast Magnúsar frænda míns. Þegar ég hugsa til Magga frænda koma upp í hugann marg- ar góðar minningar. Við frænd- systkinin komum í heiminn á sama sjúkrahúsi með eins dags millibili, hann deginum á undan mér. Það var alltaf dálítið sér- stakt hjá okkur Magga að eiga næstum því sama fæðingardag. Við vorum greinilega vinsælt myndefni á bernskuárunum og myndaalbúmin geyma fjölda góðra minninga um samveru- stundir okkar við mörg tilefni. Í jólaboðum, afmælisveislum, sunnudagsboðum og lautarferð- um. Þær eru ófáar æskuminning- arnar um skemmtilegar stundir heima hjá Petu frænku í stóra húsinu þeirra í Hvassaleitinu. Þar var alltaf mikið fjör og frænd- systkinahópurinn stór. Þegar við eltumst urðu sam- verustundirnar færri. Í mennta- skóla lágu leiðir okkar þó saman aftur þar sem við áttum góðar stundir með sameiginlegum skólafélögum. Þó að við hittumst sjaldnar í seinni tíð var frændsystkinakær- leikurinn alltaf til staðar. Oftar en ekki heyrðumst við í síma á af- mælum okkar. Alltaf fann ég fyrir hlýju og vinsemd frá Magga og hann sendi mér og fjölskyldu minni margar fallegar kveðjur á fésbókinni. Ég á eftir að sakna þessa góða frænda míns, sem nú hefur kvatt þennan heim. Ég er þess fullviss að nú er Maggi frændi minn á góðum stað. Kæra Peta frænka og fjöl- skylda, ég votta ykkur innilega samúð. Elín Helgadóttir. Það segir svo margt um ein- staklinginn að þegar hann fellur frá þá þjóta um hugann allar góðu minningarnar sem maður á um hann. Þannig er það um Magga frænda minn. Ótal minningar um hjartgóðan mann sem átti ekki alltaf auðvelt líf. Hann var svo hlýr og góður við mig á mínum uppvaxtarárum. Ég man svo vel eftir græna golfinum hans. Hann vissi hvað ég var hrif- inn af honum þannig að hann leyfði mér oft að þvo og bóna hann með sér í Hvassaleitinu og launin voru alltaf þau sömu – far heim í flotta bílnum, stoppað í sjoppu fyrir kókflösku og mars. Upp- hefðin algjör fyrir mig og hann naut þess líka. Á háskólaárunum var gaman að ræða við hann um bókmenntir og heimspeki vegna þess að mað- ur kom aldrei að tómum kofanum. Hann gerði aldrei lítið úr þeim pælingum sem maður hafði en reyndi á leiðbeinandi hátt að lyfta þeim á hærra plan. Þannig var hann, tillitssamur og nærgætinn. Þegar Magnús veiktist þá breyttist margt en það gerir það í lífinu hvort eð er þannig að maður aðlagaði sig að þeim raunveru- leika sem blasti við. Hann flutti í Hátúnið og þangað heimsótti ég hann reglulega, aðallega til að ræða tvö náskyld umræðuefni – knattspyrnu og trúmál. Báðir gallharðir Liverpoolmenn og minnisstæðastir eru leikirnir við Newcastle þar sem við trúðum því báðir að það hefði áhrif á leikinn á Englandi ef við horfðum á hann saman í stofunni hjá honum. Við hlógum mikið að þessari vitleysu í okkur. Eitt af því sem einkenndi heim- sóknir mínar í Hátúnið var þessi botnlausa hlýja sem mætti manni. Það lá auðvitað ekki alltaf vel á honum en þá var gagnkvæmur skilningur um að hafa heimsókn- ina stutta. Hann passaði alltaf upp á að hringja seinna til að þakka fyrir innlitið. Ef okkur sinnaðist þá leið aldrei langur tími þangað til hann hringdi til að biðj- ast fyrirgefningar. Honum leið ekki vel í ósætti og vildi alltaf sættast eins fljótt og auðið var. Hann erfði heldur ekki hlutina við mann ef sökin var mín og ég þurfti að biðjast fyrirgefningar. Það vita þeir sem þekkja til að innilegra bjarnarfaðmlag fékk maður ekki en þegar maður hringdi dyrabjöllunni heima hjá Magga. Dóttir mín þriggja ára sagði við mig þegar ég útskýrði að nú væri Maggi frændi hjá Jesú: „Pabbi, ég ætla að knúsa Magga frænda þegar hann kemur frá Jesú.“ Svo var svo gaman að eiga fyndna sögu uppi í erminni þegar maður heimsótti hann vegna þess að hann hló svo hátt og innilega að það smitaði. Oftar en ekki ræddum við trú- mál og fannst honum nauðsynlegt að spyrja stórra heimspekilegra spurninga og láta þannig reyna á það sem almennt er viðurkennt í þessum málum. Það gat verið krefjandi að ræða við hann og þagnirnar stundum langar á milli tilsvara hjá okkur en rótin og grunnurinn endaði alltaf á sama stað. Jesús er vegurinn, sannleik- urinn og lífið. Þess vegna er það huggun þessum harmi gegn að vita það að í dag er hann kominn til frelsara síns. Ég er þakklátur fyrir allar góðu minningarnar um hann frænda minn og bið Guð að blessa minningu hans. Fyrra Pétursbréf 1. kafli 3.-9. vers. Baldur Hallgrímur Ragnarsson. Magnús frændi hefur kvatt þennan heim fimmtugur að aldri. Faðir hans, Einar Th. Magnús- son, féll frá árið 2005. Móðir hans er Petrína Helga Steinadóttir, systir mín. Samband Magnúsar og foreldra hans var mjög náið og eftir að Einar féll frá héldu Magn- ús og Peta áfram sambandi dag- lega. Var gagnkvæmur stuðning- ur þeirra þeim mikils virði. Þau áttu hvort sitt heimili en Magnús var flinkur bílstjóri og var alltaf reiðubúinn að skutlast í búðir og annast matarinnkaup. Kristin trú var þeim haldreipi í sameiginlegri sorg. Magnús og Elín dóttir mín komu í heiminn með dags millibili. Með þeim urðu varanleg vináttu- bönd sem byrjuðu í stigunum að Hvassaleiti 119 þar sem þau léku sér saman. Samband Magnúsar og Elínar slitnaði aldrei. Leiðin lá saman í menntaskóla og áttu þau þar marga vini. Samband okkar Magnúsar hélst líka. Magnús var víðlesinn og Biblíufróður. Bænin var honum alltaf hugleikin og sjálfsögð. Hann var mikill hugs- uður og stundum spakur. Þegar við skruppum ungir í sund saman er mér hugstætt hvað hann var efnilegur sundmaður. Á yngri ár- um var hann grannur og stæltur og man ég varla eftir að hafa séð fallegra skriðsund. Báðir áttum við það sameiginlegt að vera mikl- ir bílistar. Magnús átti stundum við þunglyndi að stríða en spekin og frumlegar hugsanir yfirgáfu hann aldrei. Trúartraustið var kjölfesta í lífi hans. Þau mæðginin áttu saman margar bænastundir. Það var fallegt að sjá hvernig þau studdu hvort annað. Það var stutt í spakyrðin: Fátt væri nú verra en kaffi án súkkulaðis. Síðar reit hann Bænin er guðs eyra sem var athugasemd hans við orð sr. Sig- urvins Jónssonar „Besta vega- nesti sem hægt er að gefa barni er að biðja með því“. Ég hnaut um orðin „með því“. Foreldrum er gjarnt að hugsa hlýtt til barna sinna og biðja fyrir þeim. En það er mikill munur á að biðja fyrir börnum sínum eða með þeim. Það getur gert gæfumun. Frá Magn- úsi skein ávallt vinsemd og hlýja. Hann reit eitt sinn á Facebook: Nú er ég klæddur og komin á ról, Kristur Jesús veri mitt skjól, í guðsóttanum gefðu mér, að ganga í dag, svo líki þér. (Höf. ók.) Þannig vildi Magnús frændi lifa lífinu. Á mæðradaginn 2014 skrifaði Magnús til móður sinnar: Elsku mamma. Til hamingju með daginn. Þú ert ljós á vegi og vin í eyðimörk, ég fæ seint full- þakkað að eiga þig að og vera þinn sonur, stoltur af þér. Guð blessi þig alltaf og megi vegur þinn vera með Drottni Jesú svo þú fáir notið náðar hans. Þinn sonur Magnús. Magnús hafði miklar mætur á Gísla frá Uppsölum: Þegar raunir þjaka mig, þróttur andans dvínar, þegar ég á aðeins þig, einn með sorgir mínar. Gef mér kærleik, gef mér trú, gef mér skilning hér og nú. Ljúfi drottinn lýstu mér, svo lífsins veg ég finni láttu ætíð ljós frá þér ljóma í sálu minni. (Gísli á Uppsölum.) Magnús sagði um ljóðið: Hvílíkur tímalaus skilningur á lífinu. Blessuð sé minning Magnúsar og megi ljós Drottins fylgja hon- um áfram. Drottinn styrki móður hans og fjölskyldu. Helgi V. Guðmundsson. Elsku Maggi frændi hefur sagt skilið við þennan heim og við líf sem oft á tíðum reyndist honum erfitt. Maggi var yngsti bróðir henn- ar mömmu. Á unglingsárunum var hann á fullu í fótbolta, hafði ákveðnar skoðanir, hreif fólk með sér og átti stóra drauma um fram- tíðina. Lífið beið eftir þessum myndarlega unga manni en svo fór geðrænn vandi að skyggja á líf hans. Sem börn áttum við von um að honum myndi batna, okkur langaði að honum liði vel og það gladdi okkur að heyra hann hlæja. Eftir að veikindin gerðu vart við sig flutti Maggi frændi inn á heimili okkar um tíma. Það var sárt að horfa upp á frænda glíma við þessi veikindi en einnig dýr- mætt að fá að kynnast honum bet- ur og njóta samvista við hann. Við ræddum lífið og tilveruna, fórum í fjöruferðir og spiluðum á spil. Alltaf var lítil frænka velkomin í fangið á honum og oftar en ekki dró hann fram myndasögubæk- urnar um Hin fjögur fræknu og náði þannig að kenna henni að lesa. Veikindin tóku af honum mik- inn toll og komu í veg fyrir að margir af hans draumum gætu ræst. En hann var áfram hugljúf- ur og góður með risastórt hjarta. Hann ræddi oft við okkur draum- inn um að eignast konu og börn. Þegar hann sá þennan draum rætast hjá okkur systrunum þá gladdist hann innilega fyrir okkar hönd, bæði þegar við fundum okk- ur maka og þegar við eignuðumst börnin okkar. Og aldrei þreyttist hann á því að mæra þau, fyrir honum voru þau öll guðsgjöf og sólargeislar í lífinu. Hann átti auðvelt með að vera þakklátur – fyrir foreldra sína, fyrir pabba sinn, hann Einar afa sem nú hefur tekið á móti honum á himnum og fyrir hana elsku mömmu sína, hana Petu ömmu. Sambandið milli Magga og ömmu var einstakt, hann talaði um að hún væri kletturinn í lífi sínu. Þau vildu hvort öðru allt það besta. Á síðasta ævikvöldi sínu átti hann símtal við mömmu okkar þar sem hann hafði áhyggjur af því að ömmu liði ekki nógu vel og bað hana að líta við hjá henni. Þetta lýsir honum vel – hann vildi allt það besta fyrir ömmu. Hann átti góða vini sem glæddu líf hans, fyrir það erum við þakklátar. Einnig starfsfólkinu frá heima- hjúkruninni sem bar honum líka vel söguna og hafði orð á því hvað hann var hrósgjarn, hann var allt- af að hrósa þeim og þau töluðu um að þau ættu eftir að sakna hans. Þau eru óteljandi öll góðu, skemmtilegu og áhugaverðu sam- tölin sem við áttum, þau voru dýr- mæt. Við minnumst langra sím- tala þar sem þemað var leitin að tilgangi lífsins. En það var í trúnni á Guð og Jesú sem Maggi fann tilgang með lífinu, hann átti einlæga trú sem gaf honum svo mikið. Eftir því sem hann ræktaði samband sitt við Guð varð full- vissan um að lífið væri þess virði að lifa því sterkari. Að lokum var það stóra hjartað hans sem gaf sig. Við kveðjum elsku Magga frænda með orðum sem hann hélt mikið uppá, „Love is all you need“, og minnumst alls þess góða sem hann gaf okkur. Dóra Guðrún, Anna Kristín og Laufey Fríða. Magnús Thorlacius Einarsson Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi lið- ur, „Senda inn minningar- grein,“ valinn úr felliglugg- anum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.