Morgunblaðið - 30.01.2015, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.01.2015, Blaðsíða 14
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fyrirhuguð byggð á svonefndum Kirkju- sandsreit í Reykjavík var kynnt í gær þegar Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslands- banka, og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri undirrituðu samning um uppbyggingu, skipu- lag og skiptingu reitsins. Þar eiga að rísa 300 íbúðir. Dagur segir aðspurður erfitt að tímasetja hvenær framkvæmdum ljúki. Áhersla verði lögð á að uppbyggingin gangi hratt fyrir sig. „Formlegt skipulagsferli er að hefjast. Því lýkur vonandi um mitt ár. Þá er eftir hönnun. Þannig að við bindum vonir við að framkvæmdir hefjist næsta vetur. Við munum gera það sem í okkar valdi stendur til að tryggja að uppbyggingin gangi fljótt og vel.“ Spurður hvað borgin hyggist setja margar íbúðir á leigumarkað segir Dagur að það hafi ekki verið ákveðið. Borgin hefur ráðstöfunar- rétt yfir 180 af 300 íbúðum á reitnum og segir Dagur að „meirihluti þeirra verði nýttur til að efla leigumarkað og auka fjölbreytni á hús- næðismarkaði“. Um er að ræða heildarskipulag fyrir lóð- irnar Kirkjusand 2, þar sem höfuðstöðvar Ís- landsbanka eru nú og Borgartún 41, á svo- kallaðri Strætólóð. Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn er í vinnslu og verður það kynnt hags- munaaðilum og almenningi á næstunni, sam- hliða formlegu auglýsingarferli. Reitnum verður skipt upp í nokkrar lóðir og er byggingarmagn áætlað 75-85 þúsund fermetrar. Verður hér til einföldunar vísað til einnar lóðar. Íslandsbanki stækkar með viðbyggingu Um helmingur byggingarmagns verður at- vinnuhúsnæði, skrifstofur og þjónusta. Allar núverandi byggingar á reitnum, fyrir utan aðalskrifstofuhúsnæði Íslandsbanka, munu víkja til að rýma fyrir uppbyggingu. Hyggst Íslandsbanki sameina alla starfsemina í nú- verandi skrifstofuhúsnæði og 7.000 fermetra viðbyggingu. Áætlað er að framkvæmdir við viðbyggingu hefjist í árslok og taki um tvö ár. Páll Gunnlaugsson, arkitekt hjá ASK arki- tektum, segir að í aðalskipulagi Reykjavíkur sé gert ráð fyrir að á lóðinni rísi blönduð byggð með áherslu á fjármálaþjónustu. Páll tekur fram að um frumdrög sé að ræða og að á næstunni verði unnið deiliskipulag fyrir svæðið. „Í aðalskipulaginu segir að byggðin skuli vera 6-10 hæðir. Við höfum leitast við að hafa byggðina heldur lægri. Hún verður þó hærri á einum stað og yrði það því ákveðið kenni- leiti,“ segir Páll um frumdrög hverfisins. Með því vísar hann til þess að í drögunum er gert ráð fyrir 10 hæða skrifstofuturni vest- ast á lóðinni. Á þeim reit er gert ráð fyrir þjónustu og á það sama auðvitað við um Ís- landsbankahúsið og fyrirhugaða viðbyggingu við bankann. Þá verður þjónusta á jarðhæð á hluta lóðar. „Það er lögð áhersla á að hafa lágreista byggð næst íbúabyggðinni við Laugarnesveg, tveggja til fjögurra hæða, og eingöngu íbúð- ir,“ segir Páll og bendir á að bílakjallarar verði undir nýjum húsum á lóðinni, ef undan er skilið íbúðarhúsnæði austast á lóðinni. Kemur til greina að þar verði bílastæði ofanjarðar. Miðsvæðis á lóðinni verður bíla- kjallari undir torgi sem verður fyrir alla íbúa og starfsemi á svæðinu. Nýtt hverfi rís á Kirkjusandi  Íslandsbanki og Reykjavíkurborg undirrita samkomulag um uppbyggingu á Kirkjusandsreit  Uppbyggingin hefst í lok árs  Gert ráð fyrir 300 íbúðum og skrifstofum  Hönnun er á frumstigi Ný byggð við sjóinn Byggðin verður undir 6 hæðum með þeirri undantekningu að vestast á lóðinni eru hugmyndir um 10 hæða skrifstofuturn. Tölvuteikningar/ASK arkitektar Morgunblaðið/Ómar Kirkjusandsreitur Á lóðinni eru Kirkjusandur 2, þar sem höfuðstöðvar Íslandsbanka eru nú og Borgartún 41, eða svokölluð Strætólóð. Páll Gunnlaugsson 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 2015 Hinn 11. apríl 2007 sagði Morgun- blaðið frá því að sænska arkitekta- stofan Arkitekthuset Monarken í Stokkhólmi hefði orðið hlutskörp- ust í samkeppni um tillögu að nýj- um höfuðstöðvum fyrir Glitni og mótun tillagna að nýju deiliskipu- lagi fyrir lóðirnar Kirkjusand 2 og Borgartún 41. Daginn eftir sagði í Morgun- blaðinu að ætla mætti að fjögur þús- und starfsmenn myndu fá vinnuað- stöðu á svæðinu. Að auki gætu um 100 manns búið á þeim hluta svæð- isins sem er næst Laugarnesvegi. Kynna átti úrslit í samkeppni um nýjar höfuðstöðvar Landsbankans við Geirsgötu í Reykjavík um miðj- an október 2008. Líkt og hjá Glitni voru þau áform lögð til hliðar. Tölvuteikning/Arkitekthuset Monarken Stórbrotin áform Allt að fjögur þúsund manns áttu að starfa á svæðinu. Nýjar höfuðstöðvar Glitnis áttu að rísa á Kirkjusandi Tölvuteikning/Arkitekthuset Monarken Sænsk hönnun Þessi byggð hefði sett svip á strandlengjuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.