Morgunblaðið - 30.01.2015, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.01.2015, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 2015 ✝ Svava Krist-jánsdóttir fæddist á Dunk- árbakka, Hörðu- dal, Dalasýslu, 17. apríl 1921. Hún lést á Dvalarheim- ili aldraða í Stykkishólmi 21. janúar 2015. Foreldrar henn- ar voru hjónin Kristján Helgason, f. 26. apríl 1882, d. 3. ágúst 1971, og Magnhildur Ingiríður Guðmundsdóttir, f. 31. október 1894, d. 11. desember 1962. Systkini Svövu voru: Helgi Kristjánsson, f. 1916, d. 1983. Erlingur Kristjánsson, f. 1919, d. 2002. Ása Kristjánsdóttir, f. 1923, d. 1975. Kristján Krist- jánsson, f. 1925, d. 1944. Guð- mundur Kristjánsson, f. 1927, d. 2012. Gunnhildur Kristjáns- dóttir, f. 1930. 16. maí 1953 giftist Svava Jakobi Jónssyni, f. 1. sept- ember 1921, d. 23. maí 2010. Svava og Jakob eiguðust þrjú börn, sem eru: Kristján Kári Jakobsson, f. 1954, maki Torill Strøm. Börn þeirra eru: Nóra Borghildur, f. 1983, Kolbeinn Jakob, f. 1986, maki Hanne Thomasen. Þórhildur Heba Jakobsdóttir, f. 1955, maki Sig- urður Sívertsen. Dætur þeirra eru: Anna Svava, f. 1981, maki Bæring Árni Logason og eiga þau tvær dæt- ur. Ástrún Eva, f. 1983, maki Ár- mann Veigar Guð- geirsson og eiga þau einn son. Jón Jakob Jakobsson, f. 1962, maki Hulda Birgisdóttir. Börn þeirra eru Jakob Orri, f. 1987, Lilja Rún, f. 1991, Svava Kristín, f. 2000. Svava stundaði nám að hús- mæðraskólanum á Staðarfelli í Dalasýslu árið 1940 til 1941. Vann síðar í Iðnó og síðan mat- ráðskona í Alþýðuhúsinu. Svava og Jakob hófu búskap í Rifgirðingum á Breiðafirði árið 1953. Síðan fluttust þau að Læk á Skógarströnd árið 1972 og síðan að Bíldhóli árið 1974 og stunduðu búskap og ráku þar söluskála. Árið 1985 fluttu þau til Stykkishólms og hafa búið þar alla tíð síðan. Útför Svövu verður gerð frá Stykkishólmskirkju í dag, 30. janúar 2015, og hefst athöfnin klukkan 14. Ömmu í Stykki verður sárt saknað en minnst með virðingu og þakklæti fyrir allar þær minningar sem hún hefur skap- að okkur. Við erum þess full- vissar að afi hefur tekið ein- staklega vel á móti henni ömmu, enda var nærvera hans sterk eftir að hann kvaddi. Þau voru einstaklega náin og falleg hjón. Amma okkar var einstaklega góðhjörtuð, kærleiksrík og skilningsrík. Hún sýndi mikla væntumþykju og hugsaði mikið um líðan og velferð annarra. Hún var síbrosandi eða hlæj- andi og mikil félagsvera. Okkur systurnar kallaði hún gullin sín. Hún flatti út deig með flösku. Stóð svo við eldavélina og bak- aði og bakaði. Hún passaði vel upp á að afi hafði gott nesti með sér í eyjarnar. Hún vildi ekki eiga kökukefli því henni blöskraði hvað sumar konur notuðu það til að lúskra á mönnum sínum. Svo hló hún. Í stofunni heima á Silfurgötu ræktaði hún fegurstu rósir sem um getur. Rósirnar voru svo stórar og fallegar að enginn gat þar líkt eftir. Þær döfnuðu ein- staklega vel og húsið ilmaði dásamlega. Afi sagði okkur að amma væri að passa upp á tvo blómálfa sem hefðu fest sér rætur þarna. Þannig var heim- urinn hjá ömmu og afa. Fullur af orku frá öðrum heimum, draugum, álfum og huldufólki. Amma elskaði að spila og hafði keppnisskap. Hún spilaði við okkur kvöld eftir kvöld og var svo áhugasöm að læra ný spil. Svo þegar við spiluðum þjóf og náðum að stela af henni bunkanum hló hún mikið að þessu nýja spili okkar. Hún hafði líka gaman af því að fylgjast með strákunum okk- ar í handboltanum og var mikill aðdáandi og missti nánast ekki úr leik, ekki einu sinni þegar sjónvarpið hennar varð bleikt – þá var samt horft á alla leikina. Það var líka betra að passa sig að hringja ekki í hana á meðan handboltinn var. Amma og afi voru mikið æv- intýrafólk. Þau ákváðu að halda búskap í eyju á Breiðafirði sem nefnist Rifgirðingar. Ólu þar upp börnin sín á sumrin og kynntu okkur barnabörnunum eyjalífið. Amma kom ekki oft með út í eyjar á efri árum en heima á Silfurgötunni var hún alltaf búin að kveikja á talstöð- inni klukkan sjö til að heyra í afa og fylgdist vel með gangi mála þegar hann var úti í Rif- girðingum. Elsku besta amma okkar, þú varst frábær fyrirmynd og góð- ur vinur. Takk fyrir allar góðu stundirnar, guð blessi þig og varðveiti. Þínar, Anna Svava og Ástrún. Svava Kristjánsdóttir móður- systir mín lést að kvöldi mið- vikudags 21. janúar sl., 93 ára. Vil ég minnast hennar hér í fá- einum orðum. Ég fór í mína fyrstu ferð í Rifgirðingar á Breiðafirði með móður minni Ásu Kristjáns- dóttur þegar ég var fjögurra ára árið 1961. Þá höfðum við mæðgur komið innan úr Hörðu- dal í Dölum með mjólkurbílnum inn að Dröngum á Skógar- strönd. Þar var Jakob mættur til að sækja okkur. Svava hafði sent með honum gæruskinn- súlpur svo okkur yrði nú ekki kalt í bátnum á leiðinni inn í eyjar. Í minningunni var þetta mikil ævintýraferð. Sjórinn var svo tær og hreinn, marglyttur sveimuðu í sjónum og fiskar og fjölbreyttur sjávargróður sást greinilega og fuglar flugu allt um kring. Okkur var tekið með kostum og kynjum þegar inn í eyjar var komið. Salka Valka, minkahundurinn, hafði eignast hvolpa. Kýrin Svala Sveins rölti á beit um eyjuna með svartan blett á tungunni en skrökvaði þó aldrei. Svava sá um að mjólka kúna þrisvar á dag. Fyrstu árin bjuggu Svava og Jakob allt árið í eyjunum. Þeg- ar elstu börnin Kári og Þórhild- ur byrjuðu í skóla settust þau að í Stykkishólmi yfir vetrar- tímann en dvöldu í eyjunum á sumrin. Síðar fluttu þau suður til Reykjavíkur þegar börnin fóru í framhaldsskóla og Jón sá yngsti byrjaði í Austurbæjar- skólanum. Svava hugsaði um börn og bú af natni og eljusemi. Hún var snilldarkokkur og bakari og af- ar flink að búa til góðan mat úr fiski, fugli og öðrum afurðum úr eyjum. Steikta lúðan hennar var hreinasta sælgæti að öðrum réttum ólöstuðum, að ég tali nú ekki um gómsæta steikta gæs matreidda að hennar hætti. Svava var hannyrðakona og margt til lista lagt. Það sást á þeim verkum sem hún hafði unnið þegar hún var á hús- mæðraskólanum á Staðarfelli. Hún hafði græna fingur og rós- irnar hennar voru býsna fal- legar þegar best lét. Hún hlúði vel að bæði mönnum og skepn- um og var alltaf að hugsa um fólkið í kringum sig og að allir fengju veitingar og færu mettir frá hennar garði. Hún var góð búkona. Þegar hún var ung stúlka heima á Dunkárbakka vildu bræður hennar helst hafa hana með þegar þurfti að leita kinda og sinna öðrum bústörfum og gátu helst ekki án hennar verið. Síðar fluttu Svava og Jakob að Bílduhóli á Skógarströnd og hófu þar búskap. Þar var mikill gestagangur hjá þeim. Á árun- um 1983 – 1985 dvöldum við Skúli á Reykhólum við kennslu. Á ferðum okkar til Reykjavíkur og til baka var alltaf komið við á Bílduhóli. Okkur var alltaf tekið opnum örmum af hlýju og gestrisni af þeim hjónum. Sest var inn í eldhús og þjóðmálin rædd yfir kaffisopa og veiting- um. Síðar fluttu þau í Stykkis- hólm og bjuggu á Silfurgötunni þar til þau fóru á Dvalarheim- ilið. Jakob lést árið 2010 og var það mikill missir fyrir Svövu. Ég er ævarandi þakklát fyrir að hafa fengið að dvelja sum- arlangt í eyjum sem stelpa við leik og störf hjá Svövu og fjöl- skyldu og kynnast ævintýrum eyjanna. Hafi hún þökk fyrir allt og allt. Blessuð sé minning hennar. Ég og fjölskylda send- um Kára, Þórhildi, Jóni og fjöl- skyldum þeirra innilegar sam- úðarkveðjur. Dagný Jónsdóttir. Þegar ég frétti lát vinkonu minnar Svövu Kristjánsdóttur rifjuðust upp margar góðar minningar frá þeim árum þegar við áttum báðar heima við Breiðafjörðinn, hún í Rifgirð- ingum og ég á Dröngum á Skógarströnd. Svava var gift Jakobi fósturbróður móður minnar og því var náinn sam- gangur á milli fjölskyldnanna og börn okkar hjóna eru á sama aldri og börn þeirra Svövu og Jakobs. Það var alltaf hátíð í bæ þegar sást til bátsins úr Rif- girðingum koma að landi með fjölskyldun,a þá var alltaf gam- an, þau voru svo hress og kát. Ég minnist þeirra hjóna eins og þau voru þá, Svava mín með ljósa liðaða hárið og bláu augun sín alltaf brosandi og blíð og Jakob með rauða hárið sitt sem alltaf var eins og þyrill í vindi. Jakob sagði skemmtilegar sögur og Svava og við öll hlóg- um að þeim. Allar mínar minn- ingar um þau eru góðar og aldrei bar þar skugga á. Eftir að Jakob dó var Svava mín alltaf að bíða eftir honum og ég veit að nú er hún glöð að vera komin til hans. Elsku Þórhildur, Jón og Kári, við hjónin og börn okkar og fjölskyldur vottum ykkur og ykkar fjölskyldum innilega samúð við lát elskulegrar mömmu og ömmu. Ég læt hér fylgja ljóð sem ég gerði í minningu móður minnar og gæti eins verið um móður ykkar. Man ég þig móðir, mild þín gætti hönd mín um æskudaga, flutti minn hug um fjarlægustu lönd söngur þinn og saga blíðlega ætíð þú bættir öll mín sár, brosin þín ljóma um mín æskuár, ást þín mér yljar alla ævidaga. Blessuð sé minning Svövu. Emma frá Dröngum. Svava Kristjánsdóttir Í lok símtals okkar fyrir nokkr- um dögum sagðist ég myndi hringja á afmælisdaginn, að venju. Já, sagði hún, 86 ára, ég kann varla að segja þetta, mér finnst það svo hár aldur. Ég taldi hana ekki þurfa að hafa áhyggjur af því, svona spræk og glæsileg kona, þetta vendist allt saman. En það gekk ekki eftir, lífs- göngu hennar lauk að morgni af- mælisdagsins. Nanna var fædd á Eskifirði og ólst þar upp. Hún sagði mér að oft hefði verið þröngt í búi heima. Átti hún þá skjól á heimili vinkonu sinnar, þar kom hún oft við og fékk að borða með henni hafra- graut áður en haldið var í skólann. Þetta lýsir vel samheldninni sem skapaðist á kreppuárunum í þessu litla samfélagi. Það hefur eflaust gerst víðar um land við sambærilegar aðstæður og er vert að minnast þess með virð- ingu og þökk. Við Nanna kynntumst eftir að ég gekk til liðs við Sam-frímúr- araregluna, en þar voru þau hjón- in félagar. Við tengdumst vel, m.a. vegna upprunans, að ég held, báð- ar Eskfirðingar og áttum auðvelt með að deila minningum „að heiman“ eins og við orðuðum það. Alltaf var einstakur ljómi yfir henni þegar staðurinn okkar var til umræðu, t.d. eftir síðustu ferð þeirra hjóna austur, sem farin var fyrir tveim árum. Sú heimsókn veitti henni einstaka ánægju. Að standa á Hólmahálsi og horfa yfir fjörðinn var ólýsanlegt. Ham- ingjusvipnum þegar hún sagði frá ferðinni er best lýst með tilvitnun í kvæði eftir Pétur Jónsson skó- smið, frá Eskifirði. Gæti það verið hennar hinsta kveðja heim: Stattu við um stund á Hólahálsi og horfðu yfir fjörð og byggð og sæ, og lít þú á, hve fjallahringur frjálsi í faðmi sínum lykur sérhvern bæ. – – – Á brúðarslæður Bleiksárfossar minna, sú bæjarprýði af höndum Drottins gjörð. Ég bið svo fyrir boð til vina minna. Með bestu hjartans kveðju á Eskifjörð. Árið sem Nanna átti að fermast veiktist hún af berklum og var lögð inn á spítala á Seyðisfirði. Missti hún þar með af ferming- unni, sem hún hafði þó undirbúið ásamt skólasystkinunum. Eftir spítalavistina tók við vinna og í fyllingu tímans stofnun heimilis með eiginmanninum Kristjáni Fr. Guðmundssyni. Tíminn rann áfram og það var loks fyrir fáum árum að í Vídalínskirkju í Garða- bæ var haldið námskeið fyrir full- orðna í fermingarfræðslu undir leiðsögn sóknarprestsins Jónu Hrannar Bolladóttur. Í lok þess var boðið upp á fermingu ef ein- hverjir vildu og þáði Nanna þá at- höfn. Að henni lokinni voru veit- ingar fram bornar í safnaðar- heimilinu, „fermingarveisla,“ og talaði Kristján þar fallega til konu sinnar, „fermingarbarnsins“. Samvera okkar í Frímúrara- reglunni leiddi til þess að Nanna, sem naut þess heiðurs að vera fal- ið að stofna stúku innan reglunn- ar, bauð mér að taka þar sæti, sem ég þáði með þökkum og varð þá enn nánari samgangur okkar á milli eftir að svo skipaðist málum. Það var mikið heillaspor fyrir mig að starfa þar undir hennar leið- sögn. Hún hvarf til hins eilífa austurs 16. janúar síðastliðinn. Ég þakka allar góðar stundir, bið henni ljóss og fjölskyldunni styrks. Kristín Hólm. Það er komið að kveðjustund og langar mig að kveðja yndislega vinkonu og mágkonu með fáum orðum. Við Nanna kynntumst fyrst vorið 1947. Við fengum báðar sumarvinnu í bakaríi sem ungar stúlkur og vorum nánar vinkonur frá fyrsta degi. Við hliðina á bak- aríinu var kjötbúð og þar vann Kiddi bróðir. Það var sameigin- legt kaffihorn fyrir báðar búðirn- ar og þar kynntust þau verðandi hjónin og má segja að þau hafi drukkið sitt kaffi saman síðan. Sumarið eftir, fórum við vin- konurnar sem kaupakonur í sveit á Mýrar og áttum gott sumar saman. Við hjónin, Nanna og Kiddi og við Jón, fórum oft saman á tón- leika, ferðuðumst saman og áttum góðar stundir á heimilum okkar. Það var ekki langt á milli símtala hjá okkur Nönnu, oft bara til að heyra hvernig hin hefði það. Það var ósjaldan sem það kom fyrir að mér varð hugsað til hennar og þá leið ekki langur tími þar til hún hringdi. Nanna var glæsileg og allt svo fallegt sem hún gerði og gott að vera með henni en fyrst og fremst var hún mér yndisleg vinkona. Elsku Nanna, ég þakka þér vinskapinn í gegnum tíðina og mun sakna þín þar til við getum hist aftur í nýjum heimkynnum. Ég votta Kidda bróður og börn- unum, þeim Helgu, Guðmundi, Guðný Björgu og Smára, barna- börnum og öðrum ættingjum inni- lega samúð mína. Ragnhildur G. Guðmundsdóttir (Ragna). Kveðja frá Kvenfélagi Garðabæjar Hinn 30. janúar verður kvödd hinstu kveðju Nanna Ingibjörg Helgadóttir, fyrrum formaður Kvenfélags Garðabæjar. Nanna var fljótt kosin til ábyrgðarstarfa innan félagsins, fyrst sem ritari 1964, sem varaformaður 1965- 1967 og loks sem formaður 1967- 1969. Öllum þessum störfum sem og almennum félagsstörfum sinnti hún af stakri prýði og prúð- mennsku, en það var hennar að- alsmerki. Hún var ötul í starfi og þótti afar vænt um félagið. Það var mjög ánægjulegt að sjá Nönnu koma og taka aftur þátt í starfi félagsins hin síðari ár og rifja þar upp gömul kynni og ekki síst mynda ný, eftir að Helga dótt- ir hennar var gengin í félagið, en það var fyrir tilstilli og hvatningar Nönnu að hún gerði það. Til gam- ans má geta þess að Helga gegndi einnig formennsku um tíma. Á kveðjustund þökkum við Nönnu fyrir störf hennar í þágu Kvenfélags Garðabæjar og vott- um eftirlifandi eiginmanni, börn- um og ástvinum öllum samúð okk- ar. Blessuð sé minning Nönnu Ingibjargar Helgadóttur. Heiðrún Hauksdóttir, formaður. Hvílík gæfa það er að kynnast góðu fólki á lífsleiðinni og njóta samveru við það og vináttu. Við kynntumst Nönnu þegar hún að- stoðaði okkur á heimili okkar á Kjartansgötunni fyrir áratugum. Hún var falleg kona, með geisl- andi bros, hæglát og hafði ynd- islega nærveru. Að ræða við hana var mannbætandi. Nanna varð fljótt vinur okkar og ein amman í viðbót fyrir börn- in. Hún mundi eftir viðburðum í lífi þeirra, færði þeim góðgæti með mjólkinni þegar komið var heim úr skólanum, pönnukökur eða kökur sem hún hafði bakað. Nanna var einstaklega ljúf og elskuleg í framkomu. Hún hafði traust grunngildi og leiðbeindi á sinn ljúfa og ákveðna hátt. Eftir að Nanna hætti að að- stoða okkur héldum við sambandi við öðlingshjónin Nönnu og Krist- ján. Það var jólahefð í okkar fjöl- skyldu að heimsækja þau, stund- um með börnum eða barnabarni. Alltaf tóku þau einstaklega fal- lega á móti okkur, veitingarnar heitt súkkulaði og meðlæti. Síð- asta heimsóknin var nú fyrir jólin. Ekki hvarflaði að okkur að þetta yrði í síðasta skiptið sem við hitt- um Nönnu. Við kveðjum yndislega konu með þakklæti í hug, sendum Kristjáni og fjölskyldu hans inni- legustu samúðarkveðjur og geymum í minningunni mynd af yndislegri konu. Rannveig, Tryggvi, Gunnar Páll og Sólveig Lísa. Kveðja frá Alþjóða-Sam- Frímúrarareglunni Horfin er til hins eilífa austurs kær systir og góður frímúrari, horfin sjónum okkar en minningin lifir. Minning um þroskaða, hlýja og heilsteypta manneskju. Að rækta sinn innri mann, að fága hann og fegra mannkyni til heilla er hluti af því að vera frímúrari. Betri fyrirmynd í því en reglu- systir okkar Nanna Helgadóttir er vandfundin. Nanna vígðist í Sam-Frímúr- araregluna ásamt eiginmanni sín- um í apríl 1964 og var því búin að starfa óslitið af miklum heilindum í rúmlega hálfa öld þegar kallið kom, að flestu leyti óvænt. Að minnast Nönnu kallar líka á að minnast Kristjáns, svo samhent voru þau hjón í einu og öllu. Mörg störf voru Nönnu falin, bæði ým- iss konar embættisstörf og stjórn- un. Öllu er hún tók að sér gegndi hún af trúmennsku við hugsjónir frímúrara og af einstakri fágun og þekkingu á siðrænum störfum og þýðingu þeirra. Á þennan hátt var hún okkur fyrirmynd. Þeir sem sáu Nönnu í hlutverki siðameist- ara gleyma því seint. Nanna var falleg kona. Fram- koma hennar einkenndist af mildi, festu en hlýrri nærveru. Að leita til hennar eftir aðstoð eða fá ráð- leggingar var ævinlega auðsótt mál. Þar var heldur ekki komið að tómum kofa. Með styrkri hendi og virðingu fyrir formfestu siðanna í félagsskap okkar leiddi hún þann óreynda áfram. Hún kunni þá list að hrósa þegar vel var unnið en líka að halda áfram að leiðbeina, ef með þurfti, uns settu marki var náð. Margir eiga Nönnu þökk að gjalda í þessum efnum. Þá er ónefnt að hún var í yfirstjórn regl- unnar um skeið. Framlag hennar þar var eins og annað, unnið af fórnfýsi, góðvild og yfirvegun. Hafðu þökk fyrir allt, kæra systir. Við munum reyna að halda áfram í þínum anda með hógværð og sanngirni að leiðarljósi í störf- um okkar. Það var gott að eiga þig að vini. Kristjáni, börnum og fjölskyld- um þeirra eru fluttar innilegar samúðarkveðjur. Kristín Jónsdóttir. Við viljum kveðja kæra systur okkar, Nönnu I. Helgadóttur, sem hefur verið okkur svo hjart- fólgin um áraraðir. Nönnu ásamt Kristjáni Fr. Guðmundssyni, manni hennar, var falið að und- irbúa stofnun nýrrar stúku í Sam- Frímúrarareglunni og vorið 1992 var stúkan Sindri stofnuð. Nanna var stúkunni mikil stoð. Til hennar var ávallt hægt að leita ráða og hún og Kristján lögðu grunninn að starfinu í stúkunni. Hún var eins og kærleiksrík móð- ir sem kennir börnum sínum með styrkri leiðsögn og ást og hennar er sárt saknað. Við systkinin í stúkunni Sindra ætlum að heiðra minningu Nönnu með því að leggja rækt við starfið og vanda til verka. Við vottum manni hennar og bróður okkar Kristjáni Fr. Guð- mundssyni, börnum þeirra, barnabörnum og öðrum ættingj- um samúð okkar og kveðjum Nönnu með þessum ljóðlínum Stefáns frá Hvítadal: Guð er eilíf ást, engu hjarta‘ er hætt. Ríkir eilíf ást, Sérhvert böl skal bætt. Lofið Guð, sem gaf, þakkið hjálp og hlíf. Tæmt er húmsins haf, allt er ljós og líf. Fyrir hönd systkinanna í stúk- unni Sindra, Lárus Vilhjálmsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.