Morgunblaðið - 30.01.2015, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.01.2015, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 2015 Nýherji skilaði 259 milljóna króna hagnaði á árinu 2014 í samanburði við 1.608 milljóna tap árið 2013. Hagnaður fyrir fjármagnsliði og af- skriftir, EBITDA, nam 827 millj- ónum og fór milli ára úr 2,8% af veltu í 7,2% . Þá jókst vöru- og þjón- ustusala fyrirtækisins um 632 millj- ónir milli ára og var 11,5 millj- arðar. Framlegð félagsins var 3.012 milljónir og hækkaði úr 22,2% í 26,0% milli ára. Í tilkynningu til Kauphallar segir að öll félög sam- stæðunnar hafi skilað jákvæðri rekstrarafkomu. Arðsemi eiginfjár á árinu 2014 var 31% en Finnur Oddsson, for- stjóri Nýherja, segir þó að eigið fé fyrirtækisins sé enn of lágt. „Á und- anförnum árum hefur rekstur Ný- herja markast af miklum sveiflum sem torvelda samanburð milli ára. Engu að síður er ljóst að síðasta rekstrarár er eitt það besta í ríflega 20 ára sögu félagsins.“ Þá segir hann einnig að umtalsverð vinna sé eftir til að treysta afkomu og bæta eiginfjárstöðu félagsins. Fjórði ársfjórðungur jákvæður Síðustu þrír mánuðir rekstrarárs- ins 2014 voru félaginu hagfelldir og var hagnaður þess tímabils 110 milljónir eða 42% af heildarhagnaði ársins. Þá jókst sala fyrirtækisins á fjórða ársfjórðungi um 263 millj- ónir milli ára og var 3.315 milljónir. EBITDA fyrir tímabilið nam 7,3% af veltu. Nýherji snýr tapi í hagnað Morgunblaðið/Kristinn Uppgjör Finnur Oddsson segir að bæta þurfi eiginfjárstöðu Nýherja. Alls var fluttur út makríll fyrir 21,6 milljarða króna á fyrstu ellefu mán- uðum síðasta árs. Það er 1,9 millj- örðum meira en á sama tíma árið 2013 þegar flutt var út fyrir 19,7 milljarða. Meðalverð hefur lækkað um 5% á milli ára sem er minna en búast mátti við þegar horft er til efnahagsástandsins í Rússlandi, en þar er stærsti markaður Íslands fyrir makríl. Hlutdeild Rússa í heildarmagni útflutningsins hefur minnkað milli ára og er nú 31% en var 38% á árinu 2013. Útflutt magn af makríl hefur einnig aukist milli ára og var um 119 þúsund tonn á síðasta ári, sem er 15% aukning frá árinu 2013. Fiskur Meira magn af makríl selt milli ára eða um 15% aukning. Makríll fyrir 22 milljarða Á fjórða árs- fjórðungi 2014 voru að með- altali 7.700 manns án vinnu og í at- vinnuleit eða 4,1% vinnuafls- ins. Atvinnu- leysi mældist 3,9% hjá kon- um og 4,3% hjá körlum. Sam- anburður fjórða ársfjórðungs 2014 við sama ársfjórðung 2013 sýnir að atvinnulausum fækkaði um 700 og hlutfallið lækkaði um 0,4 prósentu- stig. Af þeim sem voru atvinnulausir á fjórða ársfjórðungi 2014 voru að jafnaði 4.100 manns búnir að vera atvinnulausir í 2 mánuði eða skem- ur eða 2,2% vinnuaflsins. Sami fjöldi og hlutfall hafði verið at- vinnulaus í 2 mánuði eða skemur á fjórða ársfjórðungi 2013. Lang- tímaatvinnulausum fækkar einnig verulega eða úr 1,1% í 0,5%. Atvinnulaus- um fækkar Reiðufé í umferð í lok síðasta árs nam 44 milljörðum króna og jókst um 2,4 milljarða á síðasta ári eða um 5,8%. Þetta kemur fram í nýj- um hagtölum á vef Seðlabanka Ís- lands. Nýja 10 þúsund króna seðlinum sem settur var í umferð í október 2013 hefur verið vel tekið en í árs- lok nam verðmæti slíkra seðla í um- ferð alls 13,2 milljörðum króna. Hlutdeild 10 þúsund króna seðilsins var því 28% af heildarverðmæti seðla í umferð í árslok. Vinsælir tíuþúsund- kallar Morgunblaðið/Kristinn Tíuþúsund Þriðjungur reiðufjár. Rafmagnað samband við áskrifendur Þann 20. febrúar kemst einn heppinn áskrifandi Morgunblaðsins í samband við Volkswagen e-Golf. Vinnur þú straumabílinn?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.