Morgunblaðið - 30.01.2015, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 30.01.2015, Blaðsíða 43
ÍSLENDINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 2015 Maríu Björnsdóttur, í Tryggvagötu, og skúraði á Rigshospitalet í Kaup- mannahöfn. Sigríður innritaðist í guðfræði við HÍ haustið 1996, en varð svo veik á fyrstu meðgöngunni að hún þurfti að taka sér ársleyfi. Mætti síðan aftur haustið 1997 með frumburðinn, mán- aðar gamla stúlku, og útskrifaðist með embættispróf í guðfræði 2003. Sama ár giftu þau sig, hún og eigin- maðurinn. Sigríður var í nokkur ár æskulýðs- fulltrúi Fella- og Hólakirkju, var síð- an verkefnisstjóri á Biskupsstofu í verkefni sem heitir Lífsleikni Þjóð- kirkjunnar, og síðan framkvæmda- stjóri Æskulýðssambands Þjóð- kirkjunnar. Sigríður vígðist sem prestur í Egilsstaðaprestakalli 1.9. 2013 og er nú prestur í víðfeðmasta prestakalli landsins. Hún býr á Seyðisfirði og hefur þar skyldum að gegna sem prestur: „Seyðfirðingar eru frábær- ir. Hér er gott samfélag, mikið um að vera og hin fallega kirkja er hér mikið kennileiti og stolt bæjarbúa. Við erum þrjú sem þjónum í presta- kallinu. Með mér þjóna Þorgeir Ara- son sóknarprestur og Ólöf Margrét Snorradóttir. Það voru ótrúlega lítil viðbrigði fyrir okkur hjónin að flytja austur Eiginmaðurinn hafði aldrei búið annars staðar en í Reykjavík og ég er miðborgarbarn í mér. En við kunnum mjög vel við okkur og hér er gott að vera með börn. Öll börnin eru svo frjáls hér, örugg og ham- ingjusöm, eins og börn eiga að vera. Það eina sem við söknum er fjöl- skylda og vinir í Reykjavík. Við er- um mikið fjölskyldufólk og njótum þess að vera með fjölskyldunni. Hjá mínu fólki gengur allt út á að elda og borða góðan mat. Við hjónin fórum í fyrsta sinn á ævinni á þorra- blót í fyrra, vorum strax tekin í þessa mikilvægu þorrablótsnefnd, höfum verið á fullu í þorrablótsvinnu í janúar en þorrablót Seyðfirðinga var haldið síðustu helgi. Það er alveg ný upplifun að taka þátt í svona verkefni, afar skemmtilegt og eykur samheldni.“ Fjölskylda Eiginmaður Sigríðar er Ingvi Örn Þorsteinsson, f. 1.8. 1976, hár- greiðslumaður og nú sjálfstætt starfandi digital-hönnuður. For- eldrar hans: Elfa Þórðardóttir, fulltrúi hjá Ríkisskattstjóra, og Thorsteinn LaVoque, búsettur í Flórída. Börn Sigríðar og Ingva Arnar eru Ísold Gná Ingvadóttir, f. 3.8. 1997, nemi í MH og nú skiptinemi í ME til að vera hjá fjölskyldunni; Mikael Nói Ingvason, f. 13.1. 2002; Úlfur Elí Ingvason, f. 5.11. 2007, og Tryggvi Hrafn Ingvason, f. 28.1. 2012. Systkini Sigríðar: Guðrún Ásta Tryggvadóttir, f. 13.5. 1980, kennari í Hagaskóla, býr í Reykjavík; Katrín Sif Michaelsdóttir, f. 28.9. 1971, byggingafræðingur, býr í Reykja- vík; Höskuldur Tryggvason, f. 17.3. 1971, viðskiptafræðingur í Reykja- vík og Berlín; Edda Tryggvadóttir, f. 6.1. 1967, búsett í Reykjanesbæ; Haukur Tryggvason, f. 19.3 1962, smiður í Reykjanesbæ; Ari Tryggva- son, f. 29.1. 1960, búsettur í Mos- fellsbæ, og Kristín Tryggvadóttir, f. 9.12. 1958, húsfreyja á Akureyri. Foreldrar Sigríðar: Elín Margrét Tryggvadóttir, f. 26.9. 1942, verka- kona í Reykjavík, og Tryggvi Krist- vinsson, f. 20.9. 1929, d. 2.1. 1982, yfirlögregluþjónn á Húsavík. Úr frændgarði Sigríðar Rúnar Tryggvadóttur Sigríður Rún Tryggvadóttir Þuríður Halldórsdóttir húsfr. í Ásgarði í Hvammssveit Sveinn Klemensson b. í Ásgarði Tryggvi Sveinsson b.á Ytri-Skógum í Kolbeinsstaðahr. Guðrún Þórðardóttir húsfr. í Litlu Hlíð í Barðst.s. og í Syðri-Hraundal á Mýrum Elín M. Tryggvadóttir verkak. í Rvík Jónfríður Jónsdóttir húsfr. á Hofsstöðum Þórður Jónsson b. á Hofsstöðum í Gufudalssveit Sigurlaug Helga Sveinsdóttir húsfr. í Enniskoti Jóhannes Bjarnason b. í Enniskoti Sigríður Jóhannesdóttir húsfr. í Enniskoti og ráðskona hjá Kristófer Péturssyni silfursmið á Kúludalsá Kristvin Sveinsson b. í Enniskoti í V-Hún. S. Tryggvi Kristvinsson yfirlögregluþjónn á Húsavík Sigurrós Sæmundsdóttir húsfr. í Stóruhlíð Sveinn Einarsson húsm. í Staðarfellssókn, af Ormsætt Afmælisbarnið Sigríður Rún. Björg fæddist í Vesturhóps-hólum 30.1. 1874, dóttir Þor-láks S. Þorlákssonar, hrepp- stjóra þar, og Margrétar Jónsdóttur húsfreyju. Bróðir Bjargar var Jón Þorláks- son, landsverkfræðingur, forsætis- ráðherra og borgarstjóri. Björg lauk námi frá Kvennaskóla Húnvetninga, stundaði nám við kennslukonuskóla fröken Natalie Zahle í Kaupmannahöfn og lauk kennaraprófi 1900, sótti um leyfi til að fá að taka stúdentspróf við Lærða skólann en var hafnað, enda skólinn ekki ætlaður stúlkum. Hún lauk því stúdentsprófi í Höfn 1901 og cand.phil.-prófi við Kaupmanna- hafnarháskóla 1902. Björg giftist Sigfúsi Blöndal bóka- verði 1903 og vann ötullega með honum í tæp tuttugu ár að Íslensk- dönsku orðabók þeirra þó það stór- virki sé einungis við hann kennt. Hún ritaði fjölda greina, m.a. um kvenréttindi og þýddi verk þekktra höfunda Norðurlanda, s.s.. Selmu Lagerlöf, sem var vinkona hennar. Björg og Sigfús skildu 1923. Hún fékk styrk úr sjóði Hannesar Árna- sonar, hóf nám við Sorbonne- háskóla 1921, og lauk doktorsritgerð 1926, fyrst norænna kvenna: Le Fondement Physiologique des In- stincts: Des Systemes Nutritif, Neuromusculaire et Genital. Rit- gerðin fjallar um lífeðlisfræðilegan grunn þriggja hvata, samþróun lík- ama og sálar og er heimspekilegt framlag til smættarefnishyggju. Björg fékk hvorki embætti við Háskóla Íslands né Kaupmanna- hafnarháskóla, skorti fastar tekjur, átti við alvarleg veikindi að stríða og dvaldi á hæli í Frakklandi árið 1930. Hún dvaldi í Kaupmannahöfn næstu árin en heimsótti Ísland nokkrum sinnum, hélt áfram fræðistörfum, birti greinar og hélt fyrirlestra. Sigríður Dúna Kristinsdóttir skrifaði ævisögu þessarar merku fræðikonu, árið 2001, og gaf út rit um verk hennar ári síðar. Félag íslenskra háskólakvenna lét steypa brjóstmynd Ásmundar Sveinssonar af Björgu sem stendur við Odda við Háskóla Íslands. Björg lést 23.2. 1934. Merkir Íslendingar Björg C. Þorláksson 80 ára Árný Ólafsdóttir Jón Viðar Þórmarsson Oddný Þorkelsdóttir 75 ára Agnar J. Levy Ásta Einarsdóttir Gunnlaugur Geirsson Rannveig Jóhannesdóttir Sigríður Tómasdóttir 70 ára Dagmar Kaldal Lára Halldórsdóttir Sigríður Jóhanna Sigfúsdóttir Sigrún Ólafsdóttir Steindór Ingimundarson 60 ára Edda Margrét Jensdóttir Guðlaug Guðmundsdóttir Halldór Ingólfur Hjálmarsson Haukur Gunnlaugsson Herjólfur Hafþór Jónsson Janusz Stanislaw Zynda Kári Ísaksson Kolbrún Jarlsdóttir Pálmi Vilhjálmsson Sigríður I. Baldursdóttir Steina Kristín Kristjónsdóttir 50 ára Aðalsteinn Hákonarson Anna Margrét Bragadóttir Birgir Engilbertsson Gunnlaugur Jóhannesson Gyða Árnadóttir Hafsteinn H. Hafsteinsson Ingibjörg Sveinsdóttir Jack Hrafnkell Daníelsson Kurt Josef Kohler Sigrún Heiðarsdóttir Sigurður Bjarki Guðbjartsson Sigurður B. Sigurðsson Sólborg Sigurðardóttir Valdimar Tómas Þorvaldsson 40 ára Alfreð Liljar Guðmundsson Árni Freyr Jóhannesson Ásdís Elva Rögnvaldsdóttir Brynjólfur Jósteinsson Dagbjartur Hilmarsson Erla Berglind Antonsdóttir Guðfinna Sif Helgadóttir Heiða Björg Jónsdóttir Ivo Christer Corda Kjartan Þór Kjartansson Óskar Örn Kjerúlf Þóroddsson 30 ára Andrea Sif Jónsdóttir Hauth Elva Rut Ólafsdóttir Erlingur Fannar Jónsson Ewa Kieczen Hafþór Már Hjartarson Jennylyn Monilar Asmundsson Kevin Thanasak Sonklin Mai Linnéa Julia Maria Maansson Phatharawadee Saithong Sebastian Mlynarczyk Tomas Jaudegis Til hamingju með daginn 30 ára Marinó ólst upp í Reykjavík, býr þar, lærði bílamálun og er deildar- stjóri hjá Rúmfatalagern- um. Maki: Tinna Berg Rúnars- dóttir, f. 1984, leikskóla- kennari. Uppeldissonur: Gylfi Val- ur, f. 2008. Foreldrar: Guðmundur Marinósson, f. 1955, starfsm. Bílanausts, og Guðbjörg Anna Magn- úsdóttir, f. 1957, húsfr. Marinó M. Guðmundsson 30 ára Emilía ólst upp í Garðabænum, býr þar, lauk B.Ed.-prófi frá HÍ og er nú að ljúka meistara- námi í náms- og starfs- ráðgjöf við HÍ. Maki: Kristján Helgason, f. 1985, starfsmaður hjá Eimskip. Sonur: Jökull, f. 2012. Foreldrar: Guðrún Elías- dóttir, f. 1954, sjúkraliði í Garðabæ, og Agnar Kofo- ed Hansen, f. 1956, verk- fræðingur í Reykjavík. Emilía Björg Kofoed Hansen 30 ára Helga Rós býr í Varmahlíð, lauk B.Ed.- prófi frá HÍ og er kennari í Varmahlíðarskóla. Maki: Sigurður Óli Ólafs- son, f. 1981, nemi við HR. Börn: Kolbrá Sigrún, f. 2012, og Mikael Máni, f. 2014. Foreldrar: Sigfús Helga- son, f. 1939, fyrrv. bóndi á Stóru-Gröf syðri, og Guð- rún Gunnsteinsdóttir, f. 1949, starfar við heimilis- hjálp. Helga Rós Sigfúsdóttir Hægt er að sendamynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinni mbl.is/islendingar eða á netfangið islendingar@mbl.is 30 ÁRA Frábær merino ullarnærföt sem henta í alla útivist: Göngur, hlaup, veiði, fjallgöngur, skíði, hjólreiðar, útilegur. og allt hitt líka. Útsölustaðir: Hagkaup • Afreksvörur – Glæsibæ • Bjarg – Akranesi • Fjarðarkaup – Hafnarfirði Jói Útherji – Reykjavík • JMJ – Akureyri • Icewear – Akureyri • Hafnarbúðin – Ísafirði • Kaupfélag V-Húnvetninga Kaupfélag Skagfirðinga • Nesbakki – Neskaupsstað • Skóbúð Húsavíkur – Húsvík • Blossi – Grundarfirði • Efnalaug Dóru – Hornafirði Efnalaug – Vopnafjarðar • Siglósport – Siglufirði • Heimahornið – Stykkishólmi • Grétar Þórarinsson – Vestmannaeyjum Höfðabakka 9, 110 Reykjavík • Sími 561 9200 • run@run.is • www.run.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.