Morgunblaðið - 30.01.2015, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 30.01.2015, Blaðsíða 40
40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 2015 ✝ Benedikt Ja-sonarson kristniboði fæddist í Reykjavík 25. júní 1928. Hann lést á Dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Grund 19. janúar 2015. Foreldrar hans voru Ingibjörg Vil- borg Benjamíns- dóttir, d. 30.9. 1988, og Jason Sigurðsson kaupmaður, d. 15.7. 1985. Syst- ir Benedikts, Jóhanna, fæddist 1927 en dó aðeins 8 mánaða gömul. Hinn 11. sept- ember 1954 kvænt- ist Benedikt eft- irlifandi eiginkonu sinni, Margréti Hróbjartsdóttur, f. 18.2. 1932. Þau misstu sín eigin börn, en Guð gaf þeim yndisleg eþí- ópsk börn. Þau fengu aðeins að ættleiða einn dreng úr þeim stóra hópi og heitir hann Senbeto Ingi Bene- diktsson. Hann er orðinn 24 ára. Benedikt hlaut góða mennt- un á kristniboðsskóla í Ósló í Noregi í sex ár. Að því loknu starfaði hann hjá Sambandi ísl. kristiboðsfélaga hér á Íslandi í nokkur ár þar til þau hjónin voru send til Konsó í Suður- Eþíópíu. Þar voru þau sam- fleytt í fimm ár, sem fyrsta starfstímabil. Starfið fólst í boðun Guðs orðs, fræðslu fyrir börn og fullorðna, hjúkr- unarstörfum og hjálparstörfum margskonar. Þau fóru aftur til Eþíópíu í tvígang í þrjú ár í senn og einnig til Senegal í Vestur-Afríku í þrjú ár. Eftir heimkomuna starfaði Benedikt við ýmis störf bæði hér heima og í Noregi. Hann var vel máli farinn, skáldmæltur og glett- inn. Kom vel fyrir sig orði bæði í ræðu og riti. Útför Benedikts verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag, 30. janúar 2015, kl. 13. Þessi orð skrifa ég í þakklæti fyrir samleiðarspor með Benedikt Jasonarsyni mági mínum. Fyrst kynntist ég Benna eins og hann var kallaður þegar systir mín, Margrét, og hann fóru að draga sig saman. Áður hafði ég þekkt hann af afspurn, þegar hann var á kristniboðsskóla í Nor- egi. Áhugi fyrir kristniboði var þeim sameiginlegur og ung fóru þau utan til þeirra starfa í Eþíóp- íu. Í Konsó var heimili þeirra og starfsvettvangur til margra ára. Ég naut þeirrar gleði að dvelja þar hjá þeim um nokkurn tíma. Þar kynntist ég samfélaginu sem þau lifðu í og starfi þeirra, og fann ég að þar var gott að vera. Benni naut þar sinna bestu hæfileika og kosta með þessu góða fólki. Einn af hans kostum var æðruleysi og rósemi. Hann gat setið langtímum saman á spjalli við heimamenn. Hann var söguglaður og gamansamur grall- ari og brandarakarl og skemmti- legur í samræðum. Hann gaf sér tíma til þess að setja sig inn í að- stæður fólks til að skilja þeirra stöðu og hugsun ásamt því að læra málfar þeirra. Hann var ráðagóður og góðviljaður friðar- sinni og einstaklega góður mála- maður. Það er eiginleiki sem kom sér vel í starfi hans meðal annarra þjóða. Konsómenn kölluðu Benna „Abba Konsó“, það viðurnefni segir meiri sögu en ég kann að segja, en í því felst bæði virðing og viðurkenning. Mér var eitt sinn boðið inn á heimili vina þeirra úti í þorpi upp í fjallshlíðinni í Konsó. Þar hitti ég gamlan mann sem nefndur var Abba Gando. Hann fræddi mig um ýmislegt og meðal annars sagði hann: „Jasonarson kenndi okkur um trúna í friði. Guð sendi fólk frá ykkar þjóð til að færa okk- ur ljósið. Við vorum í andlegu myrkri. Hann útvaldi okkur og sendi ykkar fólk.“ Fullorðna gamla andlitið hans ljómaði þegar hann stóð upp og kvaddi mig um leið og hann sagði: „Skilaðu kveðju til þeirra sem sendu okkur Guðs orð.“ Þau voru send Magga og Benni og nú hefur Benni verið kallaður heim. Eftir langan og góðan ævi- dag kveð ég mág minn, Benna Jas., í hjartans þakklæti. Elsku kæra systir mín, við Kalli sam- hryggjumst þér. Megir þú finna „að Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjálp í nauðum.“ Þín elskandi systir Helga Steinunn. Kveðja frá kirkjunni í Konsó Kristið fólk í Konsó kom saman til að minnast Benedikts Jasonar- sonar um síðustu helgi. Hann kvaddi í skyndi, hann Benedikt, sem var faðir Konsó, kennari, pré- dikari, andlegur leiðtogi, sálgætir, vinur og traustur bróðir sem við áttum að. Við þekkjum ekki alla vegi Guðs en þökkum honum fyrir að kalla þjón sinn heim til sín. Hann barðist trúarinnar góðu baráttu hér á meðal okkar og með lífi sínu öllu. Nú er allt orðið miklu betra hjá honum en sorgin fyllir Margréti, fjölskylduna og okkur öll. Megi friður Guðs fylla okkur þegar sorgin sækir á. Við biðjum fyrir ættingjum og vinum. Góður Guð huggi okkur og fylli af friði Drott- ins sem er æðri öllum skilningi. Engida Kusia. Benedikt Jasonarson kristni- boði hefur kvatt okkur. Kallið kom snöggt þótt hann hafi lengi glímt við heilsubrest. Með Benna er farinn góður drengur og hæfi- leikaríkur maður á mörgum svið- um. Ungur að árum fékk hann köllun til að gerast kristniboði. Hann fór ásamt félögum sínum til Noregs og lagði þar stund á nám í guðfræði og kristniboðsfræðum. Alls staðar kepptist Benni við að ná sem bestum tökum á tungu- málinu og talaði þau betur en flestir aðrir. Hann var sem Eþíópi á meðal Eþíópa. Umfram allt var hann kristniboði sem bar frelsara sínum vitni með orðum sínum, af- stöðu og verkum. Benedikt og Margrét voru vígð sem kristniboðar og héldu til starfa í Konsó í Eþíópíu árið 1957, á upphafsárum starfsins þar. Húsakostur var lítill og lélegur, svæðið mjög einangrað frá um- heiminum þar sem vegakerfið var lítið og lélegt, ekki síst þegar tók að rigna. Starfið var á byrjunar- reit og krefjandi og það gerði þeim enn erfiðara fyrir að þurfa að hella sér út í starfið án þess að læra tungumál heimamanna áður. Starfstímabilin urðu fleiri í Eþíópíu og m.a. kenndi Benni á biblíuskólanum í Gídole en á með- an sinnti Margrét hjúkrunar- störfum og fleiru. Eitt starfstíma- bil voru þau í Senegal. Síðast störfuðu þau í Konsó á tíunda ára- tugnum sem var jafnframt síð- ustu árin sem kristniboðar voru á staðnum, þar með var starfið al- farið komið í hendur heima- manna. Það fór vel á því, enda fékk Benni á sínum tíma viður- nefnið „faðir Konsó“ vegna þess hve mikinn þátt hann átti í því að ryðja brautina og leggja grunninn að nýrri framtíð, framtíð í nafni Jesú Krists meðal þjóðflokks sem tilbað Satan og var á margan hátt í fjötrum hins illa. Fjöldi fólks snerist til kristinnar trúar vegna þess að það sá með eigin augum að Jesús er sterkari en Satan. Benedikt og Margrét boðuðu heimamönnum hinn krossfesta og upprisna frelsara Jesú Krist sem brýtur hlekki og leysir fjötra. Í þeim umbreytingum og þeirri trúarvakningu sem varð í Konsó féll það í hlut Benna m.a. að tryggja framtíð kirkjunnar og starfsins almennt. Hann var ekki kominn til að byggja hús heldur lifandi kirkju. Hann skipulagði starfið og lagði grunninn að vexti og viðgangi kirkjunnar á komandi árum auk þess sem sýn hans var skýr á mikilvægi uppfræðslu og þjálfunar heimamanna. Hann var kominn til að efla þá og styrkja til starfa. Alltaf hafði Benni tíma til að ræða við samstarfsfólk, nem- endur og aðra sem vildu fræðast og fá að vita meira eða geta spurt. Slíkur eiginleiki er afar dýrmæt- ur í Afríku og endurspeglar hversu mikils hann mat sam- ferðafólk sitt í framandi menn- ingu. Hér heima var Benedikt öflug- ur talsmaður kristniboðsins og góður fræðari og prédikari. Hann sat um tíma í stjórn Salts ehf. út- gáfufélags, m.a. með undirrituð- um, og tengdist útgáfu nokkurra bóka, enda bókamaður mikill. Stjórn Kristniboðssambandsins og vinir kristniboðsstarfsins þakka þjónustu hans á kristni- boðsakrinum og á Íslandi. Megi vitnisburður hans um Jesú lifa áfram meðal okkar. Drottinn blessi minningu Benedikts. Ragnar Gunnarsson. Ég kynntist fyrst þeim hjón- um, Möggu og Benna, eins og þau voru alltaf kölluð á okkar heimili, þegar þau komu sem gestir for- eldra okkar systkinanna á ferðum sínum á vegum Kristniboðssam- bandsins til að segja frá kristni- boðinu í Konsó á samkomum í Zíon á Akureyri á ofanverðum 6. áratugnum. Magga, þessi glæsi- lega kona, sem söng svo fallega, og Benni svo glettinn við okkur systkinin voru ávallt aufúsugestir hjá okkur og alltaf tilhlökkunar- efni að fá þau í heimsókn. Á 7. áratugnum komu þau af og til líka norður og einhvern veginn, þrátt fyrir tiltölulega lítil kynni, urðu tengslin sterk. Kristið fólk finnur þetta svo vel þegar það kemur saman, þennan sérstaka kærleika sem heldur gegnum þykkt og þunnt. Ég fylgdist síðan með þeim úr fjarlægð í langan tíma, en alltaf var þessi þráður þarna. Og þá sjaldan við hittumst á mannamót- um fundum við þetta svo vel. Benni hafði 17 ára að aldri ver- ið einn af stofnfélögum Gídeon- félagsins árið 1945. Ári síðar fór hann ásamt Felix Ólafssyni til náms við kristniboðsskólann á Fjellhaug í Noregi, þar sem þeir námu í fjögur ár. Í sumarfríum sýndi Benni þá trúmennsku við félagið að mæta á fundi þess og hafði þá jafnvel með sér erlenda gesti, t. d. Íslandsvininn Trygve Bjerkrheim skáld, ritstjóra og síðar kennara við Fjellhaug skol- er. Að námi loknu starfaði hann fyrir Kristniboðssambandið, m.a. sem ferðaprédikari þar til þau hjónin fóru út sem kristniboðar til Konsó í Eþíópíu. Samkvæmt reglum Gídeon- félagsins, sem er leikmannafélag, varð Benedikt að hætta sem fé- lagi þegar hann var vígður til kristniboða, en þegar hann hafði lokið störfum gekk hann aftur til liðs við félagið og var félagi þess til dauðadags. Trygve Bjerkrheim kynnt- umst við fjölskyldan líka lítillega þegar við vorum veturlangt á Fjellhaug þar sem foreldrar okk- ar stunduðu nám veturinn 1959- 60. Þar kynntumst við m.a. þeim sálmi hans, sem síðan hefur verið í uppáhaldi hjá mér: „Det er makt i de foldede hender“, sem hann samdi árið 1955. Þennan sálm þýddi Benedikt fljótlega: „Bæn er máttur í magnþrota höndum“, og ég man þegar ég heyrði hann sunginn fyrst á íslensku. Þetta er að mínu mati einn af bestu bæna- sálmum sem til eru á íslenska tungu og leyfi ég mér að birta hér þriðja erindið og kór: Bæn er máttur, af Guði þér gefinn hann mun grátinn þér þerra af brá. Burtu hrakinn sé óttinn og efinn. Treystu orðum hans, svar muntu fá. Að hann gleymir þér ei muntu senn fá að sjá. Brátt mun svarið hans berast til þín. Því hans tállausu loforð þú treyst getur á og hans trúfesti er aldregi dvín. Fyrir hönd Gídeonfélagsins á Íslandi þakka ég Benedikt Jason- arsyni trúmennsku hans og stuðning öll þessi ár, bæði meðan hann var og mátti vera fé- lagsbundinn og líka þann tíma sem hann þurfti að standa utan fé- lagsins. Við systkinin, Ingibjörg og Margrét, þökkum einnig hin góðu kynni. Jafnframt færum við eftirlifandi eiginkonu hans, Mar- gréti Hróbjartsdóttur, syni þeirra, Senbeto Inga Benedikts- syni, og öðrum aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Böðvar Björgvinsson framkvæmdastjóri Gídeonfélagsins á Íslandi. Sjá, hvítir bíða akrar, en vantar verkamenn, sem vilja Guði hlýða, því kall hans hljómar enn. Það kjósa flestir fremur að fylgja eigin þrá, þótt deyi dýrar sálir, sem Drottinn vildi ná. Þannig orti Benedikt Jasonar- son kristniboði til íslenskrar æsku, um ákall til kristniboðs- starfa. Sjálfur svaraði Benedikt þessu kalli fyrir meira en sextíu árum í orðunum: Minn lausnari og Drottinn, ég fús og glaður fer, æ fyll mig þínum anda, ég boðberi þinn er. Ég þrái heitt, ó, herra, að hlýðnast einum þér, svo fleiri lof þér ljóði, því lof þér einum ber. Þau hjónin Benedikt og Mar- grét Hróbjartsdóttir hjúkrunar- fræðingur voru meðal frumkvöðla að kristniboðsstarfi Íslendinga í Konsó í Eþíópíu um miðja síðustu öld. Svo sannarlega syngja marg- ir Konsómenn Guði lof í ljóði fyrir störf þeirra hjóna. Benedikt hafði hlotið grundvallaða og fjalltrausta uppfræðslu á kristniboðsskólan- um á Fjellhaug í Ósló um sex ára skeið. Má nærri geta að maður með slíkan bakgrunn hafi haft af miklu að miðla, sem auðvitað reyndist líka raunin. Benedikt var skarpgreindur, víðsýnn, fróður og víðlesinn svo að af bar, auk þess að vera geysimik- ill málamaður. Benedikt sáði Guðsorði í gljúp hjörtu Konsómanna í orði, athöfn og með veru sinni og í bæn, með blessunarlega miklum árangri. Hann náði vel til tilheyrenda með sinni fallegu og ómþýðu rödd. Þau hjónin voru svo sannarlega samhent í þessu starfi sínu og létu deigan aldrei síga, en Margrét var margra manna maki í vinnu og farsælu hjúkrunarstarfi þar úti. Að upplagi og eðlisfari voru þau gædd umhyggju og væntum- þykju fyrir fólki almennt og ekki síst fyrir smælingjunum og þeim sem minna máttu sín á einhvern hátt. Kristniboðsvinir og fylgjendur Krists kveðja í dag einn af sínum mikilhæfu sonum. Blessuð sé minning Benedikts Jasonarsonar kristniboða og megi Guð vaka yfir ávextinum af starfi þeirra hjóna í bráð og lengd. Bjarni Árnason og Björn G. Eiríksson. Benedikt Jasonarson Ýmislegt 2 NÝIR LITIR - gamalreynt snið Teg. 11001 - í stærðum 80-95 CDE á kr. 5.700 - buxur við á kr. 1.995. Teg. 11007 - vel fylltur, stækkar þig um númer! Fæst í 70-85B og 75-85C á kr. 5.700 - buxur við á kr. 1.995. Teg. 11008 - laufléttur í 70-85B og 75-85C á kr. 5.700 - buxurnar í stíl á kr. 1.995. Póstsendum. Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10–18, laugardaga 10–14. Þú mætir – við mælum og aðstoðum. www.misty.is – vertu vinur ÚTSALA - ÚTSALA - ÚTSALA! 20-70% AFSLÁTTUR TIL DÆMIS ÞESSIR: .....OG MARGIR FLEIRI! Nú er útsala í Misty-búðunum. Fullt að vönduðum skóm á frábæru verði: 3.500 og 5.500. Komið og gerið góð kaup! Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími 551 2070. Opið mán.-fös. 10–18, laugardaga 10–14. Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf. www.mistyskor.is Erum einnig á Facebook. Smáauglýsingar Húsnæði íboði ÍBÚÐ Á ARNARNESI - GARÐABÆ Ca. 80 fm 2ja herbergja glæsileg íbúð á jarðhæð við sjávarsíðuna. Sérinngangur og bílastæði. Leigist rólegum og reyklausum einstaklingi eða pari (ekki börn). Gæludýr ekki leyfð. Leigist á 160 þús. kr. á mán., rafmagn og hiti innifalið. Húsgögn geta fylgt. Uppl. í síma 867 4822 og 554 5545. Okkar kæri móðurbróðir, Sig- tryggur, eða Diddi eins og hann var ævinlega kallaður, hefur nú kvatt okkur tæplega 85 ára gamall. Diddi ólst upp og bjó lengstum í Samkomugerði II í Eyjafjarðarsveit þar sem hann tók við búi af afa okkar og ömmu, Jóni og Rósfríði. Hann var bóndi í Samkomugerði allt þar til hann seldi býlið og flutti ásamt Jóhönnu konu sinni til Akureyrar fyrir um 15 árum. Aðeins er rétt um ár liðið síðan Jóhanna lést. Við systkinin höfðum sterka tengingu við sveitina og þær voru ófáar ferðirnar í barn- æsku sem við fórum til Didda, afa og ömmu í sveitinni. Hauk- ur var auk þess kaupamaður í mörg sumur og samskipti þeirra því mikil á þeim tíma. Diddi frændi var hæglátur maður og traustur frændi sem við minnumst með hlýhug. Hann kom fram við alla, menn og málleysingja, af sömu virð- Sigtryggur Jónsson ✝ SigtryggurJónsson fædd- ist 22. mars 1930. Hann lést 16. jan- úar 2015. Útför Sigtryggs var gerð 26. janúar 2015. ingu. Allir voru velkomnir í Sam- komugerði og gestagangur var mikill. Hann var afskaplega þolin- móður við okkur krakkana og leið- beindi okkur við sveitastörfin af kostgæfni. Nokkur af systkinabörnun- um voru í sveit hjá Didda, jafnvel árum saman. Síðustu búskaparárin var son- arsonur Jóhönnu, Ólafur Jó- hann, hjá þeim í sveit á sumrin og ávallt voru miklir kærleikar með þeim. Við sendum innilegar sam- úðarkveðjur til mömmu okkar og systkina hennar. Einnig hjartans þakkir og samúðar- kveðjur til Svölu, systurdóttur hans og Ólafs Jóhanns sem voru hans stoð og stytta síð- ustu árin. Sæludalur, sveitin best, sólin á þig geislum helli, snemma risin seint þú sest, sæludalur, prýðin best. Þín er grundin gæðaflest, gleðin æsku, hvíldin elli. Sæludalur, sveitin best, sólin á þig geislum helli. (Jónas Hallgrímsson) Haukur, Sigurbjörn, Rósa og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.