Morgunblaðið - 30.01.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.01.2015, Blaðsíða 4
Hvað vilja VR-félagar leggja áherslu á í kjarasamningum 2015 2013 2010 Beinar launahækkanir Að tryggja kaupmátt Atvinnuöryggi Annað 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% Heimild: Könnun VR 48% 35% 26% 44% 3% 5% 8% 6% 25% 8% 49% 43% Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Traust félagsmanna VR til atvinnu- rekenda og stjórnvalda hefur beðið hnekki, segir á vef VR, en þar er greint frá nýrri viðhorfskönnun meðal félagsmanna um hvaða áherslur þeir vilja í komandi kjara- viðræðum. Var könnunin kynnt á trúnaðarráðsfundi VR í fyrrakvöld. Innan við helmingur svarenda, eða 46%, er hlynntur hugmyndum um þjóðarsátt. Hefur stuðningur við þjóðarsátt innan VR snarminnk- að, miðað við fyrri kannanir. Árið 2010 voru 67% hlynnt þjóðarsátt og 63% árið 2013. Mun færri nefna atvinnuöryggi Könnunin sýnir að tæplega helm- ingur félagsmanna, eða 48%, vill leggja áherslu á beinar launahækk- anir í komandi kjarasamningum. Er það mun hærra hlutfall en í fyrri könnunum. Árið 2010 vildi fjórð- ungur leggja áherslu á beinar hækkanir og rúmur þriðjungur var þeirrar skoðunar fyrir tveimur ár- um. Atvinnuöryggi virðist ekki vera ofarlega í huga VR-félaga þessa dagana. Árið 2010 svöruðu 25% því til að leggja ætti áherslu á atvinnu- öryggi en núna voru aðeins 3% á því að þetta ætti að vera meg- ináhersla félagsins. Í könnuninni 2013 voru 8% þessarar skoðunar. Á vef VR segir að þetta endurspegli stöðuna á vinnumarkaði á þessum tíma. Könnunin var gerð dagana 8. til 15. janúar sl. meðal 3.000 manna úrtaks úr félagaskrá VR. Heild- arsvörun var 37% en minni í ein- staka spurningum. Á vef VR segir að niðurstöðurnar séu samanburð- arhæfar við fyrri kannanir árið 2010 og 2013. Á sama tíma og þverrandi stuðn- ingur er hjá VR við þjóðarsátt þá eru 44% félagsmanna á því að tryggja þurfi kaupmátt í næstu samningum. Í síðustu könnun lögðu 49% áherslu á þann þátt og 43% ár- ið 2010. Kröfur umfram verðbólguspár Í könnuninni nú voru félagsmenn einnig spurðir hvaða leiðir væru bestar til að tryggja kaupmátt og stöðugleika, á skalanum 1 til 5. Sér- stök hækkun lægstu launa var oft- ast í efsta sætinu, næst kom sú áhersla að launakröfur yrðu um- fram verðbólguspár og þar á eftir krafa um krónutöluhækkun launa frekar en prósentuhækkanir. Færri lögðu áherslu á sömu prósentu- hækkun fyrir alla og að auka rétt- indi á kostnað launahækkana. Þá var spurt um aðgerðir til að styrkja stöðu heimilanna. Eins og í fyrri könnunum VR voru flestir á því að hækka þyrfti persónuafslátt og skattleysismörk. Einnig vilja margir afnema virðisaukaskatt af matvöru og afnema verðtryggingu á neytendalánum. Færri vildu leggja áherslu á að fjölga búsetuúr- ræðum. Í könnun VR voru félagsmenn jafnframt spurðir um tiltekin rétt- indamál. Á vef félagsins segir að niðurstaðan hafi verið nokkuð af- gerandi. Vilja VR-félagar að áunnin réttindi fylgi þeim á milli atvinnu- rekenda og að vinnuvikan verði stytt. Voru þessar áherslur einnig ofarlega á blaði árið 2013. Kröfugerð VR liggur að mestu fyrir, að launaliðnum undanskild- um. Eins og fram kom í Morg- unblaðinu í gær telur formaður VR vænlegast að fara blandaða leið krónutölu- og prósentuhækkunar. Millitekjuhópurinn er stærstur inn- an raða VR. Morgunblaðið/Árni Sæberg Verslun Félagar í VR undirbúa nú launaliðinn í kröfugerð fyrir komandi kjarasamninga. Tekið verður m.a. mið af viðhorfskönnun félagsins. Flestir í VR á móti þjóðarsátt  Ný viðhorfskönnun meðal félaga í VR vegna komandi kjaraviðræðna  Minnkandi stuðningur er við þjóðarsátt á vinnumarkaði  Fleiri vilja beinar launahækkanir  44% svarenda vilja tryggja kaupmátt BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað langt umfram verðlag frá ársbyrjun 2011 eins og sýnt er í töflu hér fyrir neðan. Vísitala leigu- verðs hækkaði þannig um tæp 40% frá janúar 2011 til desember 2014 en á því tímabili hækkaði vísitala neysluverðs, sem er mælikvarði á verðlagsþróun, um 16,2%. Viðmælendur Morgunblaðsins eru sammála um að takmarkað framboð hafi þrýst upp leiguverð- inu. Svanur Guðmundsson, löggiltur leigumiðlari og framkvæmdastjóri hjá vefnum húsaleiga.is, áætlar að það vanti 7-8 þúsund íbúðir til að mæta þörf fyrir íbúðir til kaups og leigu á Íslandi. „Framboðið er svo til ekkert. Það hefur lítið breyst á síðustu fimm árum. Það er mikil þörf fyrir ódýrar leiguíbúðir en það hefur lítið sem ekkert verið byggt af slíkum íbúðum. Fyrir vikið býr ungt fólk lengur í foreldrahúsum. Það er illa komið fram við þá sem minna mega sín. Það er mikið talað um nýjar byggingarreglugerðir og lög og reglur. Menn vilja ekki koma með neinar bráðabirgðalausnir. Á sama tíma þykir mönnum í lagi að fólk sofi í bílum. Ég sé reglulega fólk sofandi í bílum í bílastæða- húsum í miðborginni,“ segir Svanur. Um 40 þúsund íbúðir leigðar út Svanur segir áætlað að um 30% af alls 130 þúsund íbúðum á Íslandi séu leigð út, eða um 40 þúsund íbúð- ir. Leigumarkaðurinn skiptist í nokkra hluta. Um helmingur til- heyri félagslegum íbúðum, stúd- entaíbúðum og leigufélögum eins og Búseta og Búmönnum. Hinn helm- ingurinn sé leigður út á almennum markaði, alls um 20 þúsund íbúðir. Hildigunnur Hafsteinsdóttir, lög- fræðingur Neytendasamtakanna, segir fyrirspurnum um leigumark- aðinn fjölga stöðugt. Fram kemur í nýrri ársskýrslu Leiðbeininga- og kvörtunarþjónustu Neytenda- samtakanna fyrir árið 2014 að þá voru skráð samtals 8.038 erindi og var það um 27% aukning frá fyrra ári. Af þessum erindum voru 2.017 vegna húsaleigu. Það er 37,5% aukning milli ára. Flest erindin varða viðhald og ástand eignar. Margir vilja í miðborgina „Það er stöðug umframeftirspurn eftir leiguhúsnæði. Við merkjum það á leiguverði og því sem fólk seg- ir okkur. Það á einkum við miðborg Reykjavíkur þar sem margt ungt fólk vill búa. Leigumarkaðurinn hefur lítið verið rannsakaður. Það er því erfitt að segja til um hver um- frameftirspurnin er,“ segir Hildi- gunnur. „Það er haldið utan um leiguverð samkvæmt þinglýstum samningum. Við erum mjög ánægð með það en höldum að það segi ekki alla sög- una. Það er alls ekki öllum leigu- samningum þinglýst. Það þarf ekki að gera það. Það er lítill hvati fyrir leigjendur, ef þeir sjá hvort eð er ekki fram á að eiga rétt á húsa- leigubótum, t.a.m. vegna tekna, til að þinglýsa samningum. Hvatinn fyrir leigusala er enginn, og hvetja þeir raunar sumir til þess að samn- ingum sé ekki þinglýst, enda lík- legra að leiga vegna þinglýsts samnings sé gefin upp til skatts. Þannig að okkur finnst vanta frek- ari hvata til þess að þinglýsa leigu- samningum þannig að þeir séu allir uppi á borðinu,“ segir Hildigunnur. Leigan of há fyrir almenning Jóhann Már Sigurbjörnsson, for- maður Samtaka leigjenda á Íslandi, segir stöðuna á leigumarkaði óbreytta milli ára. Leigufélög séu að hækka leiguverð. „Leiguíbúðir eru orðnar alltof dýrar í verði. Það er mjög lítið framboð af íbúðum sem leigjendur geta staðið skil á. Það er hins vegar nóg framboð af mjög dýrum íbúðum. Leigjendur eru ekki með kaupgetu til að leigja þessar dýru íbúðir,“ segir Jóhann. Í lok apríl 2014 birti Hagstofa Ís- lands skýrsluna Félagsvísar: Leigj- endur á almennum leigumarkaði. Þar kom m.a. fram að árið 2007 leigðu 8,6% einstaklinga á aldrinum 25-34 ára húsnæði á almennum markaði. Hlutfallið varð hæst árið 2012, eða 28%, en lækkaði árið eftir í 23,7%. Upplýsinganna var aflað með könnun og leiddi hún einnig í ljós að 28,9% einstaklinga í lægstu tekjutíundinni voru í leiguhúsnæði 2013, borið saman við 18,5% árið 2008. Hlutfall efnalítils fólks sem leigir húsnæði hækkaði því mikið eftir hrunið. Kolbeinn H. Stef- ánsson, sérfræðingur hjá Hagstof- unni, segir erfiðleika tekjulágra við að kaupa húsnæði eiga þátt í þessari aukningu. Unnið er að uppfærslu þessara gagna og verða þau birt í vor. Ekkert lát á hækkun leiguverðs  Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 40% frá ársbyrjun 2011  Þessi hækkun er langt umfram verðlagsþróun  Sérfræðingar segja skort á íbúðum þrýsta á hækkanir Morgunblaðið/Ómar Reykjavík séð úr Hallgrímskirkjuturni Húsaleiga á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað mikið á síðustu árum. Vísitala leiguverðs íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu Ár Mánuður Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu Breytingar á vísitölu neysluverðs frá janúar 2011 2014 2014 2014 2014 2014 2013 2013 2013 2013 2012 2012 2012 2012 2011 2011 2011 2011 desember október júlí apríl janúar október júlí apríl janúar október júlí apríl janúar október júlí apríl janúar 139,4 139,5 137,7 132,7 128,9 128,3 126,0 121,5 118,7 118,4 117,2 113,0 111,0 108,9 105,5 102,6 100,0 16,2% 16,5% 16,2% 15,9% 14,4% 14,3% 13,5% 13,2% 11,0% 10,3% 9,3% 9,6% 6,5% 5,8% 4,5% 2,9% Heimild: Þjóðskrá Íslands/Hagstofa Íslands 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 2015

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.