Morgunblaðið - 30.01.2015, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 30.01.2015, Blaðsíða 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 2015 háði honum nokkuð að hann var laglaus. Er ugglaust mörgum Patreksfirðingum í fersku minni er lögin úr söngleiknum Delerí- um Búbónis eftir Jónas og Jón Múla voru flutt á árshátíð leik- félagsins ásamt söguþræði. Þar léku aðalhlutverk Kiddi og annar lagleysingi en undirrituðum var falið það hlutverk að kenna þeim að syngja rétt. Með þrotlausum æfingum tókst að ná þeim ár- angri, að á generalprufunni viku þeir félagar næstum aldrei frá laglínunum. Á sýningunni sjálfri forðuðust þeir hins vegar eins og heitan eld að nálgast þær, en sungu þó báðir af hjartans lyst. Sló þessi sýning rækilega í gegn. Hann var einlægur, heiðarleg- ur og hjartahlýr, húmoristi góð- ur og stutt í bros og hlátur, og það var ætíð gott og gaman að vinna með honum. Báðir fluttum við frá Patreks- firði og við það rofnuðu því mið- ur tengslin. En vináttan var ætíð til staðar, og þegar við hittumst fyrir nokkrum árum fyrir tilvilj- un á Skúlagötunni í Reykjavík, föðmuðumst við það rækilega að báðir duttu. Hann var einn af þeim einstaklingum, sem eignast sess í hjarta manns og halda honum allt til enda. Tobbu og börnum þeirra og Þóru, móður hans, votta ég mína dýpstu samúð. Jósep Ó. Blöndal. Nú er komið að kveðjustund, elsku vinur, mun fyrr enn okkur hefði nokkru sinni grunað. Ég man svo vel þegar við hittumst fyrst haustið 1992. Leiðir okkar lágu saman í Mjólkurbúi Flóa- manna þar sem við unnum sam- an í um tuttugu ár. Við urðum fljótt góðir vinir þrátt fyrir að vera ólíkir á vissan hátt. Í gegnum árin hélst þessi góði vinskapur og það var alltaf svo gott að leita til þín hvort sem það var í leik eða starfi. Hvatning þín og góð ráð í gegnum námið mitt og lífið sjálft hefur verið mér ómetanlegt og mun fylgja mér um ókomna tíð. Þegar árin liðu og ég eignaðist fjölskyldu varð samgangurinn meiri á milli okkar og fjölskyldna okkar. Þið hjónin voruð höfðingj- ar heim að sækja og alltaf vorum við svo velkomin. Þú varst mikil ástríðukokkur og sælkeri og nut- um við oft góðs af því. Þú gafst mér mörg góð ráð þegar kom að matargerð og þá sérstaklega grillmennsku, „manstu Gústi, aldrei að nota álpappír þegar þú grillar lambalæri“. Það var í raun alveg sama hvort mann vantaði uppskrift að sósu eða góð ráð í barnauppeldinu, alltaf hafð- ir þú svör á reiðum höndum. Þú varst skilningsríkur með eindæmum og barst mikla virð- ingu fyrir öðrum. Þú lifðir lífinu til fulls og náðir að njóta hvers augnabliks. Þrátt fyrir veikindi þín þá léstu þau ekki stoppa þig í að láta drauma þína rætast. Elsku vinur, á stundu sem þessari fara margar minningar í gegnum hugann. Öll matarboðin, þorrablótin á Sunnuveginum, sumarbústaðaferðirnar, ferðin vestur á Hlaðseyri og Danmerk- urferðin eru ofarlega í huga. Góðar minningar frá þessum stundum munu lifa með okkur og hjálpa okkur í gegnum þennan erfiða tíma. Við áttum margt eft- ir ógert en það bíður betri tíma eða þar til við hittumst á ný. Hafðu þökk fyrir ómetanlega vináttu og allar góðu stundirnar. Minning þín lifir um ókomna tíð. Elsku Sammý, Rebekka, Gabríel, Björgvin og Alexander. Við sendum ykkur okkar innileg- ustu samúðarkveðjur og allan þann styrk og stuðning sem í okkar valdi stendur. Einnig sendum við öðrum að- standendum Kidda okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Guð blessi ykkur öll. Ágúst Þór, Hulda, Stefán Þór og Ágúst Jón. ✝ Jón Þór Jóns-son fæddist á Ísafirði 8. desember 1942. Hann lést á Líknardeild Land- spítalans 21. janúar 2015. Foreldrar hans voru Jón B. Jóns- son, f. 19. apríl. 1908, d. 20. desem- ber 1997 og Helga Engilbertsdóttir, f. 3. mars 1912, d. 23. mars 2005. Systkini hans eru Ingbjörg, f. 30.11. 1932, var gift Oddi J. Bjarnasyni, Hulda, f. 23.7. 1934, var gift Jóni Kristmannssyni, Vignir Örn, f. 31.8. 1935, kvænt- ur Láru Helgadóttur, drengur, f. 20.4. 1939, andvana, Margrét, 25.1. 1951, gift Guðna Geir Jó- hannessyni. 1960 kvæntist Jón Þór Herdísi B. Halldórsdóttur, f. 1.7. 1942, d. 13.2. 2004. Þau skildu. Foreldrar Herdísar voru Halldór M. Ólafs- son, f. 1.8. 1921, d. 30.6. 2004, og Elísabet S. Jónsdóttir, f. 21.7. 1917, d. 24.1. 2009. 1964 kvæntist Jón Þór Odd- fríði Lilju Harðardóttur, f. 23.12. 1941, d. 16.2. 2013. Þau skildu. Foreldrar Lilju voru Hörður Guðmundsson, f. 7.5. 1918, d. 9.2. 1999, og Steinunn Kristjáns- dóttir f. 5.4. 1916, d. 29.6. 2008. ea Þ. Guðnadóttir, f. 10.3. 1983. Dætur þeirra eru Íris Harpa, f. 14.7. 2003, og Hekla Rakel, f. 23.11. 2008. Jón Þór ólst upp og lauk prófi frá Gagnfræðaskólanum á Ísa- firði. Hann vann ýmis störf eftir gagnfræðapróf allt þar til hann flutti til Reykjavíkur 1961. Þar vann hann við afgreiðslustörf. Hann nam framreiðslu á Hótel Sögu og lauk því 1969. Í kjölfarið vann hann ma á Sögu, Holti, Borginni og Gullfossi þar til hann tók við veitingasölu og hús- vörslu í Árnesi ásamt þáverandi eiginkonu sinni. 1978 opnuðu þau Hannyrðabúðina á Ísafirði og var Jón Þór þar við af- greiðslustörf ásamt því að leysa af sem kokkur á Júlíusi Geir- mundssyni. Á níunda áratugnum starfaði hann á ýmsum stöðum við framreiðslu, en síðar starfaði hann hjá ÍTR, m.a. í Sundhöll Reykjavíkur. Hann var við heim- ilisþrif ásamt eiginmanni sínum þar til heilsubrestur gerði hon- um ókleift að stunda vinnu. Jón Þór var ættrækinn og mikil fé- lagsvera. Hann stundaði fé- lagsvist hin síðari ár og spilaði við ættingja og vini í heima- húsum. Hann var hann- yrðamaður og eftir hann liggja mörg verk sem prýða mörg heimili. Jón Þór verður jarðsunginn frá Digraneskirkju í dag, 30. jan- úar 2015, og hefst athöfnin kl. 15. 1972 kvæntist Jón Þór Guðrúnu St. Haraldsdóttur, f. 25.2. 1943. Þau skildu. Foreldrar Guðrúnar voru Har- aldur Georgsson, f. 14.1. 1909, d. 19.10. 1992, og Guðrún Stefánsdóttir, f. 19.3. 1914, d. 25.2. 1943. Árið 1990 hóf Jón Þór búskap með Guðmundi Inga Guðnasyni, f. 12.1. 1953 í Reykja- vík. Foreldrar hans voru Guðni Ágúst Guðjónsson, f. 19.8. 1915, d. 19.7. 1992, og Sesselja Júníus- dóttir, f. 29.4. 1917, d. 14.5. 1978. Jón Þór og Guðmundur giftu sig 29.4. 2008. Sonur Jóns Þórs og Herdísar er Þórir Engilbert, f. 23.12. 1960, eiginkona Marianne B., f. 29.9. 1957. Dóttir þeirra er Sarah, f. 7.2. 1995. Sonur Jóns Þórs og Lilju er Hörður, f. 9.11. 1964, eiginkona Guðrún B. Birg- isdóttir, f. 11.8. 1958. Synir þeirra eru Birgir Þór, f. 2.7. 1989, og Emil Örn, f. 14.8. 1990. Börn Jóns Þórs og Guðrúnar eru Margrét Ásta, f. 3.4. 1973, eig- inmaður Sigurður F. Kristjáns- son, f. 20.11. 1966. Börn þeirra eru Kristjón, f. 12.7. 1997, og Stefanía, f. 3.7. 2001. Jón Benja- mín, f. 5.1. 1978, eiginkona Andr- Það var ekki endilega einfalt að vera sonur hans eða dóttir. Pabbi var ekki mjög orðmargur um eigin tilfinningar eða eigið líf. En hann var áhugasamur um okkur og okkar hagi. Við fundum fyrir væntumþykjunni. Hann vildi vita hvað makar okkar og börn höfðu fyrir stafni. Hann náði með einhverj- um hætti þessum upplýsingum frá okkur án þess að gefa mikið færi á sjálfum sér. Var laginn við að eyða umræðu um eigin líðan og hag. En við fundum að hann vildi vera í tengslum við okkur, sérstaklega hin síðari ár og vildi að við héldum tengslum innbyrðis. Hann færði fréttir á milli landa frá Íslandi til Nor- egs þar sem Þórir býr með sinni fjölskyldu og frá Noregi til okkar hinna á Íslandi. Hann var á stundum ekkert sérstaklega auðveldur í sam- skiptum. Hann hafði auðvitað sínar ástæður og á tímabilum gaf verulega á bátinn í lífi hans. Við fundum fyrir því og stund- um fengum við að vera til stað- ar fyrir hann og stundum ekki. En á sama hátt gat hann verið hvers manns hugljúfi, verulega gefandi og skemmtilegur og þá fengum við að vera með. For- sendurnar voru hans. Eftir að pabbi hóf sambúð með Gumma jukust samskiptin og urðu reglubundnari. Skata á Þorláksmessu, matarboð í kringum afmælið hans pabba og ýmislegt fleira var notað til að ná fjölskyldunni saman. Þetta var þeirra aðferð til að halda sambandi við börn og barna- börn og til þess að við hittum fleiri úr stórfjölskyldunni. Og oftast var Gunna Har með, enda hluti af stórfjölskyldunni. Fyrir þetta þökkum við, þetta voru ómetanlegar stundir í minningabankann. Við leiðarlok komum við systkinin saman til að kveðja pabba okkar um leið og við þökkum fyrir samfylgdina með honum. Hún hefði verið snöggt- um fátækari og litlausari hefði Gumma ekki notið við síðast- liðin 25 ár. Far vel, pabbi minn, farðu í friði, við skulum sjá um Gumma. Þórir, Hörður, Margrét Ásta og Jón B. Elsku afi. Nú ertu orðinn engill á himnum, eftir baráttu við sjúkdóm. Alltaf var gott að koma til þín og Gumma. Þú byrjaðir yfirleitt að bjóða okkur gos og nammi eða kökur og kruðerí, einnig bauðstu okkur kringum jól og þá var möndlu- grautur og var spennan þvílík eftir því hver fengi möndluna. Þú varst mikill fagurkeri svo það var alltaf spennandi hvað afmælis- og jólagjafir innihéldu frá ykkur. Ekki var leiðinlegt þegar þú bauðst okkur í spil eða bingó, það gat verið bæði heima hjá ykkur og úti í bæ. Við höldum að þú sért sestur hjá langafa og langömmu að spila. Kristjón hefur heyrt það frá mömmu og pabba að hann var mikið hjá þér og Gumma þegar hann var lítill og ekki skorti hann neitt þá. Hann náði að vefja ykkur um sig. Stefanía fór oft með mömmu til þín síðustu vikur hvort sem þú varst heima eða á spítalan- um og er glöð að hafa sýnt þér myndir af fermingarkjólnum og skónum sínum sem eru enn á leiðinni. Einnig komst hún að því hver uppáhalds liturinn þinn væri, þegar hún var að ræða hvaða liti sig langaði í sem þemaliti hjá sér í ferming- arveislunni í sumar. Hún veit að þú verður í huga hennar þann daginn eins og flesta aðra daga. Ég elska þig, afi minn, í hjarta mínu sofnar. Allt sem þú gafst í senn, gleymist ei né dofnar. (Stefanía Sigurðardóttir) Við þökkum þér fyrir allt og eigum góðar minningar um þig. Biðjum við Guð að styrkja Gumma og okkur sem eftir eru í sorginni. Þín barnabörn, Kristjón og Stefanía. Elsku tengdapabbi og afi, Efalaust að einhvern tíma, almenningur skilja kann, að lífið það er tákn hvers tíma og tilveran er lífsins glíma í ljósi sannleikans. (Sigurður H. Þórðarson) Það er með söknuði en hlýju í hjarta sem við minnumst sam- verustundanna um helgar, á Sæbólsbraut og seinna Álfhóls- vegi, með ykkur Gumma. Þú sýndir skólanum og fimleikun- um áhuga og spurðir okkur reglulega hvernig gengi. Þér fannst svo gaman að spila og áttir það til að grípa í þau með okkur. Sérstaklega fannst okk- ur skemmtileg jólabingóin sem þú hélst fyrir okkur. Við minn- umst veikindanna sem þú barð- ist svo hetjulega við og hvað ekki var langt í brosið þó þér liði ekki alltaf vel. Það voru líka góðar og eftirminnilegar stund- irnar á spítalanum og upplifun fyrir okkur að vera með þér þar. Elsku afi, þakka þér fyrir allt. Við trúum því að þú sért kominn á betri stað. Elsku Gummi, hugur okkar er hjá þér á þessum erfiðu tímum. Andrea, Íris Harpa og Hekla Rakel. Í dag kveð ég elsku bróður minn sem lést eftir langa og erfiða baráttu við illvígan sjúk- dóm. Þvílíkur baráttujaxl sem þú varst búinn að vera, elsku bróðir, alltaf að koma okkur á óvart í þínum veikindum og aldrei kvartaðir þú. Við höfum alltaf verið mjög náin systkinin. Það var alltaf mikill samgangur á milli okkar og erum við búin að fara saman með mökum okkar í margar ferðir innanlands sem og utan. Þessar ferðir hafa allar verið mjög skemmtilegar og ógleym- anlegar. Margs er að minnast og var oft mikið hlegið og látið eins og okkur einum var lagið. Til dæmis þegar þú plataðir mig í stórt tæki í Tívólí í Kaup- mannahöfn og ég hélt að ég myndi deyja úr hræðslu en þú hafðir gaman af og hlóst mikið að mér með þínum smitandi hlátri því þú varst ekki hrædd- ur við neitt. Einnig verð ég að minnast á okkar mörgu spilakvöld, það var alltaf svo gaman hjá okkur, makar okkar höfðu það oft á orði að við værum spilafíklar. Ég á eftir að sakna þín mik- ið, elsku bróðir, hvíl í friði, þín, Margrét (Gréta) systir. Eitt andartak situr í minninu umfram önnur. Gleðigangan rennur hjá, fyrir áratugi eða svo, það er mikið karnival í gangi, óbeislaður fögnuður eins og vera ber yfir nýfundnu rými og réttindum, mannréttindum. Gangan er í regnbogans litum – gulur, rauður, grænn og blár, svartur . . . já, hún rennur hjá þar til að ber miðaldra karl- menn í svörtum leðurfötum, Jón Þór einn þeirra, glaðbeittur og keikur og býður heiminum birginn. Við skynjuðum þetta hlaðna andartak, það sagði svo margt því Jón Þór tilheyrði kynslóð manna sem mátti glíma við mikla fordóma fyrir kynhneigð sína, kynslóð sem dirfðist lengi vel ekki að stíga út í það öldu- rót að koma út úr skápnum af ótta við fjandskap samfélagsins og hið gagnkynhneigða forræði. Það hefur sjálfsagt ekki auð- veldað Jóni Þór glímuna við hneigð sína að alast upp í litlum bæ úti á landi, enda hleypti hann heimdraganum tiltölulega ungur, einungis 19 ára. Jón Þór hafði átt þrjú hjónabönd að baki og eignast fjögur mann- vænleg börn áður en hann taldi óhætt að gangast við kynhneigð sinni opinberlega. Hann lærði til þjóns og rak um tíma hann- yrðaverslun á Ísafirði. Ein af ástríðum hans var að sauma út, krosssaumsmyndir og aðrar myndir, og fengum við hin að njóta verka hans á yfirlitssýn- ingum á sl. ári. Vöktu þau og handbragð hans verðskuldaða athygli. Krosssaumsspor lífsins. – Jón Þór var vinsæll maður, kvikur og glaðlyndur, en samt á skjön við það sem rétttrúnaðar- samfélagið ímyndaði sér lengi vel að væri líðandi. Það var sú saga og sá tollur sem var í bak- grunni gleðigöngu Jóns Þórs og félaga eins og við sáum hana. Þarna hafði þeim samt tekist að venda sínu kvæði í kross og losna úr álögum samfélags sem hafði tekið sér bessaleyfi til að útskúfa þeim sem hneigðust til sama kyns. Seinni hluta ævinnar tókst honum að skapa sér rými ásamt eiginmanni sínum, rækta tengslin við börnin sín og lifa því góða lífi sem við eigum öll skilið. Um leið kenndi hann okkur dýrmæta lexíu um mann- legt líf, jafnvel án þess að við áttuðum okkur almennilega á því. Guðrún og Rúnar Helgi. Jón Þór Jónsson Jóhönnu kynntist ég er hún hóf búskap með Sigmundi Frið- rikssyni sem er fósturbróðir Sigurðar mannsins míns. Urð- um við vinkonur og áttum eftir að ferðast saman með mökum okkar og börnum. Einnig pass- aði hún fyrir mig börnin mín. Jóhanna var hjálpsöm öllum sem til hennar leituðu. Sig- mundur og Jóhanna gengu í hjónaband 16. ágúst 1980. Sig- mundur Friðriksson er fæddur 11. september 1946, þau eign- uðust ekki börn en ættleiddu hins vegar Kolbrúnu Dögg Sig- mundsdóttur þegar hún var 5 ára. Kolbrún Dögg er fædd þann 28. október 1986 og á hún Jóhanna Sigur- björg Kristinsdóttir ✝ Jóhanna Sig-urbjörg Krist- insdóttir fæddist í Reykjavík 16. ágúst 1946. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Patreks- fjarðar 12. sept- ember 2014. Útför Jóhönnu fór fram frá Bíldu- dalskirkju 20. september 2014 þrjá syni með fyrri manni sínum, Sigmundi Frey Karlssyni, og eina dóttur með manni sínum, Markúsi Jónssyni. Þá á hún tvær stjúpdætur. Þeir sem til þekkja vita hvað mikla hamingju Kolbrún veitti þeim Jóhönnu og Sigmundi. Kærleikur og vænt- umþykja voru aðalsmerki Jó- hönnu og nutu ástvinir hennar þess í ríkum mæli, eiginmaður, dóttir, barnabörnin, systkina- börnin og öll þau börn sem hún laðaði að sér. Jóhanna greindist með krabbamein í mars og var það hörð barátta sem hún tók með jafnaðargeði. Hennar er sárt saknað. Þó í okkar feðra fold falli allt sem lifir enginn getur mokað mold minningarnar yfir. (Bjarni Jónsson frá Gröf) Urður Ólafsdóttir. ✝ Ingibjörg ÓlöfFriðriksdóttir fæddist 10. desem- ber 1947 á Bíldu- dal. Hún lést 8. jan- úar 2014 í Reykjavík. Hún var annað barn hjónanna Friðriks Ólafssonar og Gíslínu Bjarn- eyjar Guðmunds- dóttur frá Bíldudal. Friðrik Ólafsson var fæddur 2. september 1918, dó 23. sept- ember 1983, og Gíslína Bjarney Guðmundsdóttir var fædd 13. apríl 1920 og dó 15. október 1991. Systkini Ingi- bjargar eru fóst- urbróðir, Sigurður Bjarnason, fæddur 26. júlí 1941 og dó 20. júní 1983. Sig- mundur Frið- riksson, fæddur 11. nóvember 1946. Guðmundur Frið- riksson, fæddur 4. maí 1954. Viðar Friðriksson, fædd- ur 24. október 1956. Helga Frið- riksdóttir fædd 23. ágúst 1961. Ingibjörg Ólöf var jarðsungin frá Fossvogskapellu 15. janúar 2014. Ingibjörgu kynnist ég ungri er ég hóf búskap með Sigurði fóst- urbróður hennar. Ingibjörg gift- ist Agnari Hávarðarsyni og átti með honum eina dóttur, Bylgju Agnarsdóttur. Agnar og Ingi- björg slitu samvistum. Bylgja á fjóra syni Agnar Friðrik, Guð- laug Hákon, Arnór og Þorra. Ingibjörg mágkona mín var skemmtileg ung kona, greind, með háðskan húmor sem hélst fram á seinasta dag. En veikindi settu fljótt mark sitt á líf hennar og átti hún í mörg ár erfitt. Sein- ustu 4 árin bjó Ingibjörg á hjúkr- unarheimilinu í Mörkinni og eru starfsfólkinu þar færðar þakkir fyrir umönnun og hlýtt viðmót. Þó í okkar feðra fold falli allt sem lifir engin getur mokað mold minningarnar yfir. (Bjarni Jónsson frá Gröf) Urður Ólafsdóttir. Ingibjörg Ólöf Friðriksdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.