Morgunblaðið - 30.01.2015, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.01.2015, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 2015 Samband ís- lenskra sveit- arfélaga og Stofnun stjórn- sýslufræða og stjórnmála halda opið síð- degismálþing föstudaginn 30. janúar kl. 15.00-17.30, í Norræna hús- inu. Heiti mál- þingsins er: Er íbúalýðræði leiðin til betri stjórnhátta í íslenskum sveitarfélögum? Málþingið er haldið í tilefni af útkomu nýrrar bókar dr. Gunn- ars Helga Kristinssonar: Hin mörgu andlit lýðræðis – Þátttaka og vald á sveitarstjórnarstiginu Frummælandi verður Gunnar Helgi Kristinsson prófessor. Við erindi hans og niðurstöðum bók- arinnar bregðast bæjarstjórarnir Gunnar Einarsson, Garðabæ, Regína Ásvaldsdóttir, Akranesi og Róbert Ragnarsson, Grinda- vík. Fundarstjóri verður Halla Sig- ríður Steinólfsdóttir varafor- maður Sambands íslenskra sveit- arfélaga og varaoddviti sveitarstjórnar í Dalabyggð. Að málþinginu loknu er gestum boðið til móttöku á annarri hæð í Odda, Sæmundargötu. Ræða íbúðalýðræði í Norræna húsinu Gunnar Helgi Kristinsson Félagar í Lionsklúbbi Seltjarna- ness afhentu nýlega vistheimilinu Bjargi á Seltjarnanesi tvö Philips sjónvörp, það stærra 50 tommur, þurrkara fyrir þvott og 11 sængur og kodda. Gjafirnar voru afhentar á Bjargi kl. 17.30 sama dag og Ísland spil- aði á HM. Náðist að tengja stærra tækið fyrir leikinn og var mun- urinn mikill, því fyrir var gamalt túpu-tæki. Var þetta því alger bylting í sjónvarpsmálum fyrir vistmenn. Þáðu Lionsmenn vöfflur og rjóma með kaffinu á eftir af- hendingu. Vistheimilið Bjarg er heimili fyrir langtímageðfatlaða ein- staklinga og er rekið af Hjálpræð- ishernum. Það hefur verið starf- rækt á Skólabraut 10 síðan 1968 og eru 11 einstaklingar búsettir þar núna. Ljósmynd/JónPáll Gátu horft á leikinn í nýja sjónvarpinu STUTT Nú þegar lántakar hafa fengið nið- urstöðu sinna mála kemur eitt og annað upp úr dúrnum. Morgunblaðið fékk ábendingu um hjón á lands- byggðinni sem sóttu um leiðréttingu vegna sinnar fasteignar, sem þau hafa búið í og greitt af láni í 13 ár. Þau ráku upp stór augu er niðurstaða leið- réttingarinnar lá fyrir. Leiðréttingarfjárhæðin var þá sett inn á lán af íbúð í Hafnarfirði sem konan á 20% hlut í á móti 80% hlut bróður síns og sambýliskonu hans. Tvö lán hvíla á þeirri íbúð. Leiðrétt- ingin fór inn á stærra lánið, sem er á 1. veðrétti eins og lánið af húsi hjónanna. Bróðir konunnar er greiðandi að láninu í Hafnarfirði og sótti ekki um leiðréttingu, enda lánið tekið á síðasta ári. Eru hjónin 3. og 4. skuldarar á því láni. Fengu þau því enga niðurfærslu á því láni sem sótt var um út á. Eru þau mjög ósátt við þetta, þar sem þau eru ekki greiðendur að því láni sem leiðréttingin rann til. Telja þau lögin gloppótt hvað þetta varðar. Bróðir konunnar kærir sig heldur ekki um það að verið sé að greiða inn á það lán sem hann borgar af, með peningum sem hann á ekki. Inn á hæsta lán umsækjanda Í svari frá embætti ríkisskattstjóra kemur fram að það sé lögbundið hvert leiðréttingarfjárhæðinni sé ráð- stafað og vitnað til laga um leiðrétt- ingu verðtryggðra fasteignalána, nr. 35/2014. Ekki sé hægt að ráða því inn á hvaða lán leiðréttingin fari. Lögin eru þannig að leiðrétting- unni er ráðstafað inn á lán sem hvílir á fremsta veðrétti á fasteign umsækj- anda. Ef það klárast fer afgangurinn á lán á öðrum veðrétti og síðan koll af kolli. Ef tvö lán hvíla á fremsta veð- rétti umsækjanda er ráðstafað inn á það lán sem hefur hæstu eftirstöðvar á samþykktardegi leiðréttingarinnar. Tryggvi Þór Herbertsson, verkefn- isstjóri um framkvæmd leiðrétting- arinnar, segir lögin skýr hvað þetta varðar. Leiðréttingin fari inn á það lán sem er með hæstu eftirstöðvar og umsækjendur eru skráðir fyrir, óháð því hvort viðkomandi séu greiðendur af því láni. Áfrýja má til úrskurðarnefndar „Það eru engin tengsl á milli þess sem sótt er um og hvar er borgað inn á. Ef fólkið hefur með einhverjum hætti framvísað láninu til annars þá er þetta í raun orðið lánsveð og er orðið uppgjör sem verður að fara fram á milli þeirra,“ segir Tryggvi. Hann bætir því við að sé fólk ósátt við niðurstöðu leiðréttingarinnar sé hægt að áfrýja til úrskurðarnefndar sem skipuð var til að fjalla um ágrein- ingsmál er upp kunna að koma. Að sögn Tryggva hefur nefndin fengið innan við 100 mál til sín en leiðrétt- ingin nær til um 105 þúsund ein- staklinga. bjb@mbl.is Lán fært niður sem ekki var sótt um fyrir  Leiðréttingin skilar sér ekki alltaf á þau fasteignalán sem sótt er um Morgunblaðið/Ómar Fasteignir Ekki eru allir á eitt sátt- ir um niðurstöðu leiðréttingarinnar. Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Fjármálastofnanir eru langt komnar með framkvæmd á leiðréttingu fast- eignalána sinna viðskiptavina. Sam- kvæmt upplýsing- um frá Ríkis- skattstjóra er búið að birta ríf- lega 99 þúsund einstaklingum niðurstöðurnar og ríflega sex þúsund bíða birtingar. Alls hafa um 64% þeirra sem geta samþykkt leiðréttinguna gert það nú þegar, en tæpir tveir mánuðir eru enn til stefnu fyrir flesta umsækjendur. Mikið er um það að lántakar hafi samband og forvitnist um greiðslu- byrði lána eftir skuldaleiðréttingu. Þannig hefur símtölum í þjónustuver Íbúðalánasjóðs fjölgað um nærri 50% eftir áramótin. Sjóðurinn sá ástæðu til að vekja at- hygli lántaka á því að fyrsti gjalddagi eftir leiðréttingu væri ekki dæmi- gerður vegna greiddra vaxta og verð- bóta á útreiknuðum gjalddaga. Mun annar gjalddagi gefa betri mynd varðandi greiðslubyrðina til framtíð- ar. „Of gott til að vera satt“ „Fyrstu tölur voru of góðar til að vera sannar,“ segir Sigurður Erlings- son, forstjóri Íbúðalánasjóðs, ÍLS, en upphæð fyrsta gjalddaga fer eftir því hvenær lántakar samþykktu leiðrétt- inguna. Kemur þar til fjöldi vaxta- daga og hve langt er í hefðbundinn gjalddaga. Sigurður segir útreikningana ganga vel. Búið sé að laga hnökra sem komu upp í byrjun í upplýsingakerfi og nú gangi þetta greiðar fyrir sig. „Það er mikið hringt til okkar og spurt, einkum varðandi stöðu lánanna og greiðslubyrði á næsta gjalddaga. Við munum ljúka þessari úrvinnslu á næstu vikum,“ segir Sigurður. Muni allir lántaka staðfesta leið- réttinguna og samþykkja þá þarf ÍLS að reikna út um 40 þúsund lán og verða þau færð niður um 36-38 millj- arða króna. Engin uppgreiðslugjöld verða rukkuð við leiðréttingu lána hjá sjóðnum en eingöngu Arion banki tekur uppgreiðslugjald er séreignar- sparnaður er notaður til að greiða inn á höfuðstól íbúðalána. Morgunblaðið/Golli Skuldaleiðrétting Mikið annríki hefur verið hjá Íbúðalánasjóði við að svara fyrirspurnum lántakenda. 64% hafa samþykkt skuldaleiðréttinguna  Mikið hringt í Íbúðalánasjóð og spurt um greiðslubyrðina Sigurður Erlingsson JEPPADEKK Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | 540 4900 | www.arctictrucks.is Vönduð og endingargóð vetrardekk sem koma þér örugglega hvert á land sem er

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.