Morgunblaðið - 30.01.2015, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.01.2015, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 2015 Brynjólfur Þorkelsson Framkvæmdastjóri binni@remax.is Sylvía Walthers Löggiltur fasteignasali sylvia@remax.is Skeifunni 17 Vilt þú vita hvers virði eignin þín er í dag? Pantaðu frítt söluverðmat án skuldbindinga! HRINGDU NÚNA 820 8080 „...virkilega vönduð, lipur og góð þjónusta. Allt sem þau sögðu stóðst. Auðvelt að mæla með Remax Alpha!“ Áslaug og Benni finnst sérlega áhugaverð stefna. Ég hafði gert verkefni um þessa stefnu í háskólanum þegar ég var að læra mannfræði, en í henni er lögð áhersla á að heimilismenn haldi sjálfræði sínu, aðstandendur eru ávallt vel- komnir og hvattir til að taka þátt í daglegu lífi heimilismanna, dýr eru velkomin og reynt að fá börn sem oftast í heimsókn og fleira í þeim dúr,“ segir Bryndís sem frétti af Eden-hjúkrunarheimili fyrir eldri borgara í Suður-Afríku og skellti sér þangað í heimsókn fyrir einu og hálfu ári, til að kynna sér hvernig þau spiluðu úr sínum aðstæðum, sem eru jú talsvert ólíkar því sem við eig- um að venjast á Íslandi. Eina kona gerði gæfumun „Ég upplifði að skortur á fjár- magni og tíma hamlaði mjög innleið- ingu Eden-stefnunar hjá okkur í Mörk, það vantar alltaf eitthvað til að bæta líf heimilisfólksins og líka til að bæta aðstæður starfsfólksins. Ein- mitt þess vegna fannst mér svo áhugavert að í Suður-Afríku væri rekið Eden-heimili þar sem fjár- magn til starfsins er ekki í líkingu við Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Heimilisfólkið hér í Mörkhefur fylgst vel með þeg-ar ég hef verið að segjasögur og fréttir af Eden- heimilinu í Suður-Afríku, þangað sem ég fór í heimsókn. Þegar ég sagði að þau væru að reyna að safna fyrir þvottavél, þá stakk ein heimiliskonan hér upp á því að við tækjum þátt í því með því að halda fjáröflunarkaffi. Við gripum þetta á lofti og síðan hefur allt verið á fullu í undirbúningi. Við höf- um gert þetta saman starfsfólkið og heimilisfólkið, þau biðja börnin sín að baka, heimilin taka þátt og vinnuhóp- ur í iðjuþjálfuninni hefur bakað stans- laust undanfarna daga,“ segir Bryn- dís Hreiðarsdóttir, öldrunar- fræðinemi og starfsmaður á hjúkrunarheimilinu Mörk í Reykja- vík, en þar verður fjáröflunarkaffið nú á sunnudag. Dýr og börn velkomin „Ég fór að vinna hér í Mörk fyrir tveimur árum af því hér er unnið eftir Eden-hugmyndafræðinni, sem mér Svo þau þurfi ekki að handþvo allan þvott Bryndís Hreiðarsdóttir lætur verkin tala, hún ætlar ásamt starfsfólki og heimilisfólki á hjúkrunarheimil- inu Mörk að blása til fjáröflunarkaffis til að safna fyr- ir þvottavél fyrir vini sína á hjúkrunarheimili í Suð- ur-Afríku, þangað sem hún fór í heimsókn. Undirbúningur í Mörk Haraldur og Hreinn Markar setja hafraklatta í poka og merkja fyrir fjáröflunarkaffið. Með þeim er Kristín iðjuþjálfi. Allir hjálpast að Það er mikið að þvo öll föt og lín á 60 manna heimili. Hér er heimilisfólk St. Antonine að létta undir með því að strauja og pressa. Göngugarpurinn og leiðsögumaður- inn Gunnlaugur B. Ólafsson stendur í kvöld fyrir fjórðu göngunni á þess- um vetri í leit að norðurljósum, út- sýni yfir höfuðborgina, tunglsljósi og stjörnubjörtum himni. Hist verður á bílastæðinu fyrir framan Esjustofu við Esjurætur klukkan átta í kvöld. Farin verður hringleið upp úr skóginum við Mó- gilsá, gengið undir hamrabelti við Rauðhól og til baka hefðbundna leið í Esjunni. Þessi hringur tekur um þrjá tíma á eðlilegum gönguhraða en þar sem verið er að taka myndir þá er gert ráð fyrir að fara frekar rólega yfir. Þeir sem ætla að slást í hópinn þurfa að vera vel klæddir því það verður kalt, og þeir sem hafa brodda geta haft þá meðferðis. Æskilegt er að hafa þrífót og myndavélar sem henta. Vert er að taka fram að allir eru velkomnir að rölta með þennan hring og njóta kvöldsins og útiver- unnar, þó þeir ætli ekki að taka myndir. Facebook: Ljósamyndatökur - Esja Veðurspáin lofar góðu Myndatökuganga í leit að norðurljósum og útsýni í kvöld Morgunblaðið/Árni Sæberg Fegurð Norðurljós hafa löngum heillað og eru frábært myndefni. Afríska fjáröflunarkaffið verður nk. sunnudag, 1. febrúar, milli kl. 14 og 16 í hjúkrunarheim- ilinu Mörkinni, Suðurlands- braut 66. Allskonar góðgæti verður á boðstólum, engifer- kökur, hafraklattar ofl. Öllu verður rennt niður með afrísku kaffi í boði Te og kaffi. Þetta verður hlaðborð með afrískri stemningu þar sem afrísk tónlist mun hljóma og afródansari mun kenna nokkur spor. Inn á hlaðaboðrið kostar 2.000 kr. fyrir fullorðna, 1.000 kr. fyrir krakka og 5.000 kr. ef fjölskyldan kemur saman. Nú er lag að fara saman! Afríska fjár- öflunarkaffið KÖKUR, KAFFI, AFRÓDANS Kátur Einn af heimilismönnum á hjúkrunarheimilinu í Suður-Afríku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.