Morgunblaðið - 30.01.2015, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.01.2015, Blaðsíða 26
FRÉTTASKÝRING Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Dómur sem féll í NewYork-ríki í Bandaríkj-unum þar sem Microsoftvar gert að afhenta al- ríkislögreglunni aðgang að tölvu- pósti einstaklings sem hýstur er í gagnveri á Írlandi hefur vakið mikla athygli. Írska gagnaverið er í sambærilegu lagaumhverfi og gagnaver á Íslandi. Það viðhorf hef- ur verið útbreitt að hýsingaraðili hafi ekki umboð til þess að veita slíkar upplýsingar hér á landi, en sú flökkusaga á ekki við rök að styðjast. Virkar í báðar áttir Hjördís Halldórsdóttir hæsta- réttarlögmaður sótti sér framhalds- gráðu í lögum um upplýsingatækni frá háskólanum í Stokkhólmi og hún hefur fylgst með málinu. „Kröfu alríkislögreglunnar var beint að Microsoft í Bandaríkjunum en Microsoft ákvað að segja nei þar sem tölvupóstssamskiptin eru ekki vistuð í Bandaríkjunum heldur í gagnaveri sem fyrirtækið rekur á Írlandi,“ segir Hjördís. Í málsvörn sinni hefur Micro- soft bent á það að óeðlilegt sé að bandarísk lögregluyfirvöld geti fengið aðgang að gögnum sem hýst séu í öðru landi. Hefur fyrirtækið einnig bent á það að ef bandarísk yfirvöld telji þetta í lagi, þá geti þau ekki gert athugasemd við það ef erlend stjórnvöld fara inn á skrifstofur bandarískra fyrirtækja staðsett í viðkomandi landi og kraf- ist þess að fá aðgang að töluvupóst- ssamskiptum sem vistuð eru í Bandaríkjunum. Hefur Microsoft ennfremur uppi þau sjónarmið að ef stjórnvöld vilji nálgast gögnin þurfi þau að fara eftir alþjóðlegum samningum og í gegnum dómstóla á Írlandi. Írsk stjórnvöld hafa tekið undir þau sjónarmið. Málinu hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar Bandaríkj- anna. Hver hefur umboð hér á landi Uppbygging gagnavera hefur verið í umræðunni hér á landi. Hjördís segir mikilvægt að huga að íslensku lagaumhverfi í þessu sam- hengi með það að leiðarljósi að átta sig á því hvort hýsingaraðilar hafi umboð til þess að veita upplýsingar sem óskað er eftir, t.a.m. ef beiðni þess efnis kæmi frá Bandaríkj- unum. Í því samhengi bendir hún á að Ísland er aðili að samningi Evr- ópusambandsins, sem innleiddur hefur verið í íslenska löggjöf, um gagnkvæma aðstoð í sakamálum og að sáttmála Evrópuráðsins frá 2001 um tölvuglæpi. Í sáttmála um tölvuglæpi er að finna sérstaka reglu sem nær til að- gangs að gögnum yfir landamæri án samþykkis þess ríkis þar sem gögnin eru staðsett. Þetta á við ef gögn eru öllum aðgengileg, t.a.m. á vefsíðu, eða ef þau eru aðgengileg um tölvukerfi ríkisins og samþykki er fyrir hendi frá hýsingaraðila að því tilskildu að hann hafi umboð til að afhenda gögnin um tölvukerfið. Þetta getur t.d. átt við um tölvupóst einstaklinga sem vistaður er á Ís- landi en beiðni kemur erlendis frá. „Hér getur sú spurning vaknað hver hefur slíkt umboð, og þá sér- staklega hvort hýsingaraðilar hafi hana. Svarið veltur væntanlega á skilmálum viðkomandi hýsinar- aðila,“ segir Hjördís. Sáttmálinn hvorki bannar né heimilar beinan aðgang í öðrum til- vikum. Að sögn hennar virðist hafa þróast nokkuð mismunandi fram- kvæmd eftir ríkjum, sbr. mismun- andi afstöðu bandarískra og írskra yfirvalda í Microsoft-málinu. Öryggi gagna á Íslandi er flökkusaga Gagnaver Dómur sem féll í New York-ríki í Bandaríkjunum hefur vakið at- hygli. Vekur hann spurningar um öryggi gagna sem hýst eru erlendis. 26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á www.mbl.is/mogginn/leidarar Sviptingar síð-ustu daga áevrusvæðinu hafa valdið nokkr- um áhyggjum um framtíð þess. Sem dæmi um það má nefna við- brögð grískra markaða við nýrri ríkisstjórn þar í landi, sem virðast benda til þess að menn telji þar litlar líkur á að sú stjórn muni halda vel á spöð- unum í viðræðum sínum við er- lenda lánardrottna. Þá eru menn ekki á einu máli um það hversu vel hin „magnbundna íhlutun“ evrópska Seðlabank- ans muni reynast, og gæti al- veg eins komið til þess að frek- ari inngrip muni þurfa til þess að evran haldi sjó. Nú síðast varaði Mark Car- ney, bankastjóri Englands- banka, við því að evrusvæðisins biði „týndur áratugur,“ ef ríkin styddu ekki betur við evruna, en vandi evrunnar hefur nú staðið yfir í nærri því átta ár. Hugtakið vísar upphaflega til Japans, þar sem verðhjöðnun og stöðnun léku efnahaginn grátt í rúmlega áratug og jafn- vel lengur í kjölfar gjaldeyris- kreppu þar í landi. Hafa orð Carneys verið túlk- uð sem dulin gagnrýni á Þýska- land, sem hefur talað fyrir auknum niðurskurði og aðhaldi í ríkisfjármálum sem lausn á evruvandanum. Sagði Carney að ef evrusvæðið væri ríki hefði það stutt mun betur við efna- hag lands síns, en hættan væri sú að því lengur sem drægist að finna lausn á vandanum þeim mun erfiðara yrði að koma efnahagnum aftur af stað. Af orðum Carneys mátti skilja að helsta leiðin út úr vandanum væri frekari sam- runi, þar sem ríkin á svæðinu tækju upp náið samstarf um ríkisútgjöld og á sviði ríkisfjár- mála. Carney er langt í frá sá fyrsti sem hefur bent á það hversu illa það gengur upp að mörg ólík ríki noti sama gjaldmiðil án þess að þau gangi í takt, en ræða hans minnir á þau varnaðarorð sem höfð voru uppi þegar við stofn- un evrusvæðisins í upphafi þessarar aldar. Þá var bent á að evran gæti orðið að „múr- brjóti“ sem myndi greiða leið- ina að nánara samstarfi ríkja Evrópusamstarfsins. Margir höfðu áhyggjur af þeirri full- veldisskerðingu sem þessu myndi fylgja, en sumum þótti þetta reyndar kostur og í þeirra huga var þetta dulinn tilgangur evrunnar. Væntanlega hafa þó fáir von- ast til að svo óhönduglega tæk- ist til við hagstjórn hins sam- eiginlega gjaldmiðils að menn yrðu nauðbeygðir til þess að samþykkja frekari samruna eða hætta á efnahagshrun og hrun evrusvæðisins ella. Það virðist þó vera það sem kann að stefna í, og er nýjasta dæmið það að Seðlabanki Evrópu hef- ur nú heimildir til þess að dæla fjármagni inn á evrusvæðið og senda aðildarríkjunum reikn- inginn fyrir því ef illa gengur. Erfitt er að sjá hvernig slíkt getur gengið til lengdar áður en kjósendur í þeim ríkjum sem verst verða úti fara að for- dæmi Grikkja og kjósa til valda flokka sem andsnúnir eru frek- ari samruna. Þeir flokkar yrðu ekki endi- lega allir mjög geðslegir, en væru afleiðing þeirrar stefnu sem samrunaöflin í Evrópu- sambandinu hafa rekið mis- kunnarlaust árum saman. Og það sem hlýtur að valda íbúum Evrópusambandsins, sem og íbúum umsóknarríkja eins og Íslands, þungum áhyggjum, er að þrátt fyrir reynsluna hafa samrunaöflin hvergi slakað á klónni. Bíður „týndur áratugur“ evrunnar?} Múrbrjóturinn Aðildarviðræðurvið ESB voru hafnar án þess að spyrja þjóðina. Það var beinlínis fellt. Látið var í veðri vaka að ekki væri endilega stefnt að aðild með viðræðun- um! Stuðningsmenn ESB gáfu til kynna að þetta væri nánast eins og páskaeggjaleit. „Kíkja í pakkann-viðræður“ kölluðu þeir það, eins og frægt varð. Fyrir réttum tveimur árum setti Össur Skarphéðinsson við- ræðurnar á ís án þess að spyrja þingið sem ákveðið hafði þær, hvað þá þjóðina sem aldrei var höfð með í ráðum. Svo kom ný rík- isstjórn byggð á samstarfi tveggja flokka sem höfðu tæra stefnu í mál- inu. Skrípaleiknum skyldi formlega hætt. En sú rík- isstjórn virðist telja að forræði Össurar í málinu sé enn fyrir hendi. Hann sé bara á ís eins og málið sjálft og bíða verði þess að þiðni. Enn hefur ekki tekist að ná í nokkurn mann til að upplýsa hvernig á þessum aulalega vandræðagangi ríkisstjórn- arinnar stendur. Óskiljanlegur málatilbúnaður étur upp allt traust} Á ís með óbragði F yrir þingkosningarnar 2007 sagði Samfylkingin við kjósendur að sótt yrði um inngöngu í Evrópu- sambandið kæmist hún til valda að þeim loknum. En þrátt fyrir skýra ályktun landsfundar flokksins sem og yfirlýsingar frambjóðenda hans í þá veru varð þó ekkert úr því enda samdi Samfylkingin um stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn sem var ekki tilkippilegur í þann leiðangur. Þar með sveik Samfylkingin væntanlega kosningaloforð sitt miðað við málflutning þingmanna flokksins í dag um meint svik Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu kosningar. Þar var þó aðeins um að ræða yfirlýsingar ein- staka frambjóðenda flokksins. Stefna hans, mótuð á landsfundi, var og er hins vegar skýr: Umsóknarferlinu við Evrópusambandið skal hætt og þá stefnu stendur til að framkvæma. Það er einu sinni ekkert nýtt að stjórnmálaflokkar sjái sér ekki fært að framkvæma allt það sem boðað er fyrir kosningar að þeim loknum. Hvort það tekst ræðst oftar en ekki af því hvort þeir komizt í ríkisstjórn og hvernig til tekst í stjórnarmyndunarviðræðum. Þetta ættu allir að vita. Ekki sízt þeir sem sjálfir hafa lagt fyrir sig stjórnmálastarf. Svo ekki sé talað um þá sem verið hafa í nákvæmlega þessum sporum. Flestir gera sér væntanlega grein fyrir því að umræð- an um meint loforðasvik einstakra frambjóðenda Sjálf- stæðisflokksins fyrir síðustu kosningar snýst í raun ekki um lýðræði eða heilindi stjórnmálamanna heldur einfaldlega pólitík. Málið snýst um það eitt að reyna að halda umsókninni um inn- göngu í Evrópusambandið á lífi þrátt fyrir að forsendur þess séu engan veginn fyrir hendi. Þeir sömu og hafa gagnrýnt Sjálfstæð- isflokkinn gerðu enga athugasemd við fram- göngu forystumanna Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs á sínum tíma sem sögðu fyrir kosningar að ekki yrði sótt um inngöngu í Evrópusambandið á þeirra vakt í samræmi við stefnu flokksins. Það jafnvel kvöldið fyrir kosningadag. Örfáum dögum síðar var sam- þykkt að sótt yrði um inngöngu. Fullyrt hefur jafnvel verið af ein- staklingum sem til þekkja að samið hafi verið um það við Samfylkinguna vel áður en kosn- ingarnar fóru fram að sótt yrði um inngöngu í Evrópusambandið. Forysta VG hefur vitanlega aldrei viðurkennt hið augljósa. Að tilgangurinn hafi verið sá einn að vera áfram í ríkisstjórn með Samfylkingunni. Málið var þess í stað sagt snúast um lýðræði. Þjóðin fékk engu að síður ekki að kjósa um það hvort sótt yrði um inngöngu í Evrópusambandið eftir að póli- tísk ákvörðun um það lá fyrir. Það mátti heldur ekki eftir að umsóknarferlið var farið af stað. En núna þegar rík- isstjórn er við völd sem ætlar ekki að halda ferlinu áfram vilja sömu einstaklingar hins vegar ólmir að þjóð- aratkvæðagreiðsla fari fram um málið. Það hentar þeim pólitískt núna. hjortur@mbl.is Hjörtur J. Guðmundsson Pistill Hentar þeim pólitískt núna STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Að sögn Hjör- dísar gengur sú flökkusaga að gögn sem hýst séu hér á landi séu í mjög öruggu rétt- arumhverfi. „Það er í sjálfu sér ekk- ert öðruvísi hér en annars staðar,“ segir Hjördís. „Í Danmörku, og hér á landi, virðist vera litið svo á að ef hægt er að nálgast upplýsing- arnar þá sé beinn aðgangur heimilaður, án tillits til þess hvar upplýsingarnar eru geymdar. Þjóðverjar nálgast þetta öðru- vísi, og þannig telja þýsk yfirvöld sig ekki geta fengið beinan að- gang að upplýsingum sem geymdar eru erlendis, óháð því að tæknilega sé hægt að nálgast þær um tölvukerfi í Þýskalandi, nema á grundvelli alþjóðasamn- inga,“ segir Hjördís. Ólík nálgun yfirvalda GEYMSLA GAGNA Hjördís Halldórsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.