Morgunblaðið - 30.01.2015, Page 6

Morgunblaðið - 30.01.2015, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 2015 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Verkefnisstjórn um vernd og orku- nýtingu landsvæða forgangsraðar þannig vinnu sinni við 3. áfanga rammaáætlunar að hún mun ein- beita kröftum sínum að 26-30 orku- kostum af alls 88 sem tilkynntir hafa verið til mats. Fram kom á opnum kynningarfundi verkefnisstjórnar- innar í gær að hún hefði hvorki tíma né fjármuni til að meta alla kostina. Stefán Gíslason, formaður verk- efnisstjórnarinnar, fór yfir verkefnið á fundinum. Verkefnisstjórnin var skipuð í mars 2013 og rennur skip- unartími hennar út í mars 2017. Þá kveða lögin á um að gera þurfi rammaáætlun til fjögurra ára. Eftir að verkefnisstjórnin skilar af sér sín- um tillögum þarf ráðherra ráðrúm til að leggja fram endanlega tillögu og Alþingi að fjalla um málið þannig að verkefnisstjórnin telur sig þurfa að ganga frá drögum til að setja í opið umsagnarferli sem gert er ráð fyrir í lögunum ekki seinna en í mars 2016. Þá verði hægt að skila tillögum til ráðherra á haustmánuðum. Þessi vetur fer í vinnu faghópanna tveggja sem skipaðir hafa verið og jafnvel þess þriðja, rannsóknir þurfa að fara fram í sumar og úrvinnsla faghópa fer fram á haustmánuðum og fram að áramótum. Þá tekur verkefnisstjórnin sjálf við og vinnur tillögu til ráðherra úr vinnu faghóp- anna. Nauðsynlegt að forgangsraða Þessi tímarammi og þeir fjármun- ir sem til ráðstöfunar eru gera það að verkum að verkefnisstjórnin hef- ur ákveðið að forgangsraða vinnu við matið. Lögð verður áhersla á þá kosti sem orkufyrirtækin leggja fram en frekar látnir bíða þeir orku- kostir sem Orkustofnun sendi inn að eigin frumkvæði. Þá verða ekki tekn- ir til endurmats þeir kostir sem í síð- asta áfanga rammaáætlunar voru flokkaðir í verndar- og nýtingarflokk nema forsendur fyrir þeim hafi veru- lega breyst. Kom fram að fyrri flokk- un muni halda sér að þessu leyti. Áherslan verður því á þá kosti sem síðast voru í biðflokki og á nýja kosti sem orkufyrirtæki leggja fram, 26 til 30 orkukosti. Stefán sagði þó mögu- legt að bæta við kostum, ef það væri talið nauðsynlegt til að fjölga í meng- inu sem raðað verður og auka fjöl- breytni. Heimild til mismununar? Á fundinum vakti Skúli Thorodd- sen, lögfræðingur Orkustofnunar, athygli á því að raforkuframleiðslan væri í samkeppnisumhverfi og það torveldaði nýjum aðilum aðgang að markaðnum ef aðeins yrðu metnar hugmyndir starfandi orkufyrir- tækja. Spurði hann um lagaheimildir sem verkefnisstjórnin hefði til að mismuna orkukostum eftir því hverjir legðu þá fram. Stefán Gíslason sagði að þótt vinnu við matið væri forgangsraðað þýddi það ekki að kostirnir væru úti- lokaðir. Þar sem ekki væri tími eða peningar til að meta alla kosti þyrfti að forgangsraða og sú aðferð sem verkefnisstjórnin hefði valið væri sú eina rökrétta. Lagði hann áherslu á að ekki væri verið að sniðganga til- lögurnar heldur að fresta umfjöllun um þær. Vinnan héldi áfram, ný rammaáætlun tæki við af þeirri sem nú er unnið að. Síðar sagði Stefán, þegar hann var spurður að því hvort kostirnir væru nógu margir og fjölbreyttir, að þrjá- tíu kostir ættu að vera nóg til að eðli- leg röðun færi fram. Síðan mætti bæta við kostum, ef þess þyrfti. Nefndi Austurgilsvirkjun sem hugs- anlegt dæmi um það en á fundinum kom fram ábending um að hún væri eini orkukosturinn á Vestfjörðum sem gerð hefði verið tillaga um. Orkustofnun færði fram þau rök fyr- ir að taka þennan kost upp á sinn lista að þörf væri á að bæta raforku- öryggi á Vestfjörðum. Metur aðeins 26 til 30 orkukosti  Verkefnisstjórn rammaáætlunar lætur virkjanakosti sem Orkustofnun sendir inn að eigin frumkvæði bíða  Ekki er tími eða peningar til að meta þá 88 kosti sem tilkynnt er um  Vinna faghópa að hefjast Morgunblaðið/Eggert Kynningarfundur Þóra Arnórsdóttir, stjórnandi umræðna, lagar hljóðnem- ann fyrir Stefán Gíslason, formann verkefnisstjórnar rammaáætlunar. Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra Samkeppniseftirlitsins, við þeim upp- lýsingum sem koma fram hér að ofan. Í skriflegu svar frá Páli Gunnari seg- ir: „Til svars við fyrirspurninni vísa ég til fréttar á heimasíðu Samkeppn- iseftirlitsins frá 17. október sl. Þar kemur fram að Samkeppniseftirlitið hafi þann sama dag beint erindi til ríkissaksóknara þar sem farið var fram á opinbera rannsókn á því hvað- an og hvernig trúnaðarupplýsingum um efni kæru Samkeppniseftirlitsins til embættis sérstaks saksóknara hafi verið miðlað til óviðkomandi aðila. Var þetta gert í tilefni af umfjöllun Kastljóss um rannsókn á tveimur flutningafélögum. Samkvæmt fram- angreindu er málið nú í höndum op- inberra rannsóknaraðila. Þar sem málið er í þeim eðlilega farvegi getur Samkeppniseftirlitið ekki upplýst um stöðu þeirrar rannsóknar.“ FRÉTTASKÝRING Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur að undanförnu rannsakað lek- ann sem varð, þegar gögnum var sl. haust lekið til Kastljóss Sjónvarpsins um rannsókn Samkeppniseftirlitsins á Eimskip og Samskipum og kæru Samkeppniseftirlitsins (SKE) á svo- nefndum ellefumenningum Eimskips og Samskipa til sérstaks saksóknara. Eimskip kærði þann leka til lög- reglu, eins og Morgunblaðið greindi frá í október 2014. Samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins hefur rann- sókn lögreglu m.a. leitt til þess að hún lagði hald á ákveðin tölvugögn í Samkeppniseftirlitinu, og við rann- sókn þeirra gagna hefur einn starfs- maður Samkeppniseftirlitsins hlotið réttarstöðu grunaðs manns. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, sagði í frétta- samtali við Morgunblaðið, sem birtist hinn 17. október sl. þegar honum var sagt að staðhæft væri við blaðamann að útilokað væri að nokkur annar en Samkeppniseftirlitið hefði getað lek- ið kærunni til Kastljóssins: „Samkeppniseftirlitinu er ekki kunnugt um hvaðan upplýsingarnar bárust Kastljósi. Eðlilega verðum við núna að ganga úr skugga um það að upplýsingarnar hafi ekki borist frá okkur …“ Bað um opinbera rannsókn Á mbl.is hinn 17. október 2014 birt- ist svo frétt þar sem m.a. sagði: „Samkeppniseftirlitið hefur í dag beint erindi til ríkissaksóknara þar sem farið er fram á opinbera rann- sókn á því hvaðan og hvernig trún- aðarupplýsingum um efni kæru Sam- keppniseftirlitsins til embættis sérstaks saksóknara hafi verið miðl- að til óviðkomandi aðila.“ Og í Morgunblaðinu hinn 18. októ- ber, sagði Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari í skriflegu svari til blaðamanns að það væru vissulega vísbendingar um að refsivert brot hefði verið framið þegar kæru Sam- keppniseftirlitsins til sérstaks sak- sóknara á hendur ellefumenningun- um hjá Eimskip og Samskipum, var lekið til Kastljóss. Tveimur dögum síðar tilkynnti svo ríkissaksóknari að ætluð brot vegna leka trúnaðargagna yrðu tekin til rannsóknar. Í frétt á mbl.is hinn 24. október 2014 um málið sagði m.a.: „Ríkissaksóknari ætlar að taka til rannsóknar ætluð brot vegna leka trúnaðargagna um samkeppnis- mál til Kastljóss.“ Ríkissaksóknari fól síðan lögregl- unni á höfuðborgarsvæðinu að ann- ast rannsóknina. Þrýstingur á að fá niðurstöðu Morgunblaðið hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að þrýstingur sé á að fá niðurstöðu í rannsókn lögregl- unnar og að sömu starfsaðferðir verði viðhafðar og í öðru og frægara lekamáli. Málið á sér langan aðdraganda, því rannsókn Samkeppniseftirlitsins á meintum brotum Eimskips og Sam- skipa á samkeppnislögum hefur stað- ið yfir á sjötta ár. Eimskip hefur í þrí- gang kært til áfrýjunarnefndar samkeppnismála að hafa ekki fengið þau rannsóknargögn sem óskað var eftir frá SKE og í þriðja úrskurði nefndarinnar ítrekar hún að gögnun- um verði komið til Eimskips. Svo gerðist það í fyrrahaust, rúmri viku eftir að Samkeppniseftirlitið tapaði í Hæstarétti máli sem það hafði rekið gegn Vífilfelli í sjö ár vegna ásakana um misnotkun á markaðsráðandi stöðu, að SKE réðst aftur inn í húsleit hjá Vífilfelli til þess að ná sínu fram þrátt fyrir úrskurð hæstaréttar. Ýmsir viðmælendur Morgunblaðs- ins sögðu í fyrrahaust, að þessi rann- sókn og síðar leki, væri í beinu fram- haldi af því að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefði greint frá því að stefnt yrði að sameiningu ákveð- inna ríkisstofnana til þess að ná fram sparnaði og hagræðingu í opinberum rekstri, sem meðal annars hefði get- að þýtt breytt hlutverk Samkeppn- iseftirlitsins og breytt stjórnskipu- lag. Morgunblaðið leitaði viðbragða Lögreglan skoðar tölvubréf  Starfsmaður Samkeppniseftirlitsins grunaður um að hafa lekið trúnaðargögnum um kæru SKE til sérstaks saksóknara í máli ellefumenninganna hjá Eimskip og Samskipum til Kastljóss Sjónvarps Morgunblaðið/Eggert Kæran Tæpt ár er liðið frá því að Samkeppniseftirlitið kærði ellefumenningana hjá Eimskip og Samskipum til sérstaks saksóknara fyrir meint brot á samkeppnislögum. Eimskip kærði svo lekann til Kastljóss í október 2014. „Meira en hálft ár er liðið frá því að Samkeppniseftirlitið beindi kæru á hendur ellefumenningunum hjá Eimskip og Samskipum til embættis sér- staks saksóknara, líkt og greint var frá í Morgunblaðinu í gær. Þar hefur kæran legið í á áttunda mánuð, án þess að rannsókn embættisins á mál- inu væri hafin.“ Þannig hófst fréttaskýring blaðamanns í Morgunblaðinu, hinn 17. októ- ber 2014, og er því tæpt ár nú liðið frá því að Samkeppniseftirlitið beindi kærunni til sérstaks saksóknara. Í sömu fréttaskýringu var rætt við Ólaf Þór Hauksson, sérstakan sak- sóknara, sem sagði þar m.a. að ákveðnir verkferlar væru hjá embættinu, þegar því bærust kærur. „Það eina sem við höfum staðfest, eins og Morg- unblaðið hefur greint frá, er að við fengum í marsmánuði kæru frá Sam- keppniseftirlitinu og hún er til meðferðar.“ Skömmu síðar vísaði embætti sérstaks saksóknara kærunni til rík- issaksóknara, eins og fram kemur í meginmáli hér að ofan. Vísaði kæru til ríkissaksóknara SÉRSTAKUR SAKSÓKNARI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.