Morgunblaðið - 30.01.2015, Síða 12

Morgunblaðið - 30.01.2015, Síða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 2015 Kauptúni 3 / Garðabæ / Sími: 564-3364 kíktu í heimsókn Lifandi veslun af sjávarfiskum í öllum regnbogans litum. Komdu og skoðaðu ljónsfiskinn, Dóru, Nemó og alla hina fiskana. Mikið úrval af kóröllum. Frábæ r tilboð á fiskabú rum og fylg ihlutum NÝ SENDING SVIÐSLJÓS Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Menningar- og safnanefnd Akraness leggur til að forstöðumanni Byggða- safnsins í Görðum verði falið að gera áætlun um að taka Kútter Sigurfara niður og fjarlægja hann af safn- asvæðinu. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri, segir að ekkert hafi endanlega verið ákveðið í þessum efnum. Á fundi bæjarráðs Akranes í gær var fjallað um málið. Í bókun segir að bæjarráð samþykki „að fela bæj- arstjóra að leita eftir formlegu sam- starfi við þjóðminjavörsluna, forsæt- isráðuneytið og menntamála- ráðuneytið varðandi framhald málsins“. Þá segir í bókuninni að kanna þurfi hvort styrkveiting frá forsætisráðuneytinu, sem var upp á fimm milljónir, geti falið í sér vinnu við gerð verndunaráætlunar fyrir skipið að hluta eða í heild. Slík vinna yrði unnin undir forystu Þjóðminja- safnsins. Regína segir að hún hafi rætt stöðu málsins við þjóðminjavörð og Minja- stofnun og segist eiga von á því að það verði unnið áfram í sameiningu. Hún segir Kútter Sigurfara mjög illa far- inn og það sé ekki á færi bæjarfélags- ins að annast eitt viðgerð á skipinu. Fleiri þyrftu að koma að verki „Við fengum fimm milljóna út- hlutun úr græna hagkerfinu og sá styrkur var skilyrtur til viðgerða og endurbóta á skipinu,“ segir Regína. „Nauðsynlegar endurbætur kosta hins vegar miklu meira og þetta er verkefni af þeirri stærðargráðu að sveitarfélagið getur ekki staðið eitt undir því. Í raun og veru þyrftu fleiri aðilar að koma að því að gera kútt- erinn upp, en svo má hugsa sér að gera hann upp að hluta þannig að sög- unni yrðu gerð skil. Það eru alls konar hugmyndir í gangi, sem þarf að ræða áfram. Menningar- og safnanefndin taldi sig hins vegar ekki geta þegið styrkinn og skuldbundið bæinn um leið til að leggja fram tugi milljóna ef ekki meira til að gera skipið upp.“ Mætti vernda skipið að hluta Regína segir að í áætlunum sem menn hafi velt á milli sín sé talið að það kosti á annað hundrað milljónir að gera skipið upp. Ef gera eigi kútt- erinn sjófæran verði kostnaður enn þá meiri. Auk þess hafi verið rætt um að byggja yfir skipið og teikn- ingar gerðar af slíku húsi. Kostn- aðaráætlun hafi verið um 130 millj- ónir fyrir tveimur árum. Regína segist ekki hafa nákvæm- ar tölur um hversu mikið Akranes- kaupstaður og Hvalfjarðarsveit, sem á 10% í byggðasafninu, hafi lagt í skipið frá því að það kom í Garða 1975. Hún áætlar þó að sá kostnaður geti verið á bilinu 20-30 milljónir króna þegar allt komi til alls, enda rúm 40 ár síðan skipið kom til Akra- ness. Spurð um áhuga á að vernda skip- ið segir Regína að þó að þarna sé ekki um sjálfan Kútter Harald að ræða, þá hafi kútterinn ákveðna til- vísun í söguna enda sé þetta eini kútterinn, sem sé til á landinu. Þeirri sögu megi hugsanlega gera skil með því að vernda hluta skipsins svo kostnaður verði ekki svona gríð- arlegur. 60 milljónir skiluðu sér ekki Í nýlegri bókun menningar- og safnanefndar Akraness segir að á árinu 2007 hafi verið skrifað undir samkomulag við menntamálaráðu- neytið um samstarf við endurbætur á Kútter Sigurfara og hafi ráðu- neytið veitt 60 milljónum króna til endurbótanna. „Sú fjárhæð hefur aldrei komið til greiðslu þrátt fyrir ítrekaðar óskir forsvarsmanna Akraneskaupstaðar þar að lútandi. Menningar- og safna- nefnd telur fullreynt að fá ríkisvaldið til að styðja við endurgerð Kútters Sigurfara og á meðan heldur ástand skipsins áfram að versna og er nú svo komið að af því stafar hætta. Menningar- og safnanefnd óskar því eftir að bæjarstjóranum á Akra- nesi verði falið fyrir hönd eignaraðila að afþakka styrkinn frá Minjavernd. Áætlun um að taka skipið niður og fjarlægja liggi fyrir 1. mars næst- komandi. Baggi á byggðasafninu  Bæjarráð Akraness fól bæjarstjóra að leita eftir formlegu samstarfi um fram- tíð Sigurfara  Safnanefnd vildi fá áætlun um að fjarlægja kútterinn Ljósmynd/Anna Leif Elídóttir Safnasvæðið í Görðum á Akranesi Kútter Sigurfari var smíðaður í Englandi árið 1885 og þarfnast mikilla og kostnaðarsamra lagfæringa og viðgerða. Á heimasíðu Byggðasafnsins á Görðum má finna eftirfarandi upplýsingar um Kútter Sigur- fara: „Kútter Sigurfari er tví- mælalaust eitt helsta tákn Safnasvæðisins, 86 smálesta eikarseglskip sem var smíðað árið 1885 í Englandi og notað við handfæraveiðar við Ís- landsstrendur til ársins 1919 og síðan af Færeyingum til ársins 1970. Sigurfari þótti ágætt sjóskip, happasælt og var í mörg ár meðal aflahæstu þilskipa á Faxaflóasvæðinu. Skipið hefur verið fært í upprunalegt horf og er eini kútterinn sem hefur verið varðveittur úr fyrri tíðar þilskipastóli Íslendinga. Ástand Kútters Sigurfara er nú orðið mjög bágborið, svo slæmt í raun að hættulegt er orðið að fara um borð. Nú er því bannað að fara um borð í Kútterinn.“ Gott sjóskip og happasælt EINI KÚTTERINN Það var um 1970 sem Jón M. Guðjónsson, sóknarprestur á Akranesi, hóf að vinna að því að fá keyptan hingað til lands ein- hvern hinna gömlu íslensku kúttera sem seldir voru til Fær- eyja fyrr á öldinni. Leiddi það til þess að félagar í Kiwanis- klúbbnum Þyrli á Akranesi stóðu fyrir kaupum á Sigurfara vorið 1974, en þá hafði skipið legið ónotað í höfninni í Klakks- vík í þrjú ár. 7. júlí 1974 lagðist Sigurfari að bryggju á Akranesi, þar sem skipið var afhent Byggðasafn- inu á Görðum til eignar. Í lok apríl 1975 var kútterinn settur á vagn og mánuði síðar dreginn af bíl gegnum kaupstaðinn og áleiðis upp að Görðum. Keyptur frá Klakksvík KOM FYRIR 40 ÁRUM Áætlað er að skíðasvæðið í Skála- felli verði opnað í um helgina, í fyrsta skipti á þessu ári. Búist er við ágætu veðri og að sögn Gunnars Kristins Björgvinssonar, rekstr- arstjóra Skálafells, er ekkert að vanbúnaði. „Við stefnum að því að opna á laugardagsmorgun og erum að leggja lokahönd á snjótroðslur og annan undirbúning,“ segir Gunnar. Hann segir að undanfarna vetur hafi verið góð mæting eftir að Skálafell hefur verið opnað. „Það er gríðarlega mikill snjór hérna núna, í öllum troðnum skíðaleiðum. Við vonum bara að það komi góð snjógusa og hér verði púðursnjór um helgina,“ segir Gunnar. Einnig er stefnt að því að opið verði í Blá- fjöllum um helgina. Að sögn Gunn- ars hefur aðsókn verið góð í vetur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Skálafell Unnið er að undirbúningi fyrir opnun skíðabrekkna í Skálafelli. Ætla að opna Skála- fell um helgina STUTT Íslenskir og erlendir fræðimenn fjalla um aðdraganda bankahruns- ins og eftirköst í greinasafninu „Gambling Debt: Iceland’s Rise and Fall in the Global Economy“ sem nýverið kom út. Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands efnir til hádegisfundar föstudaginn 30. janúar kl. 12-13 í stofu 101 í Odda í tilefni af útgáfu bókarinnar. Í tilkynningu segir að bókin fjalli um bankahrunið á Íslandi í mun víðara samhengi en gert hafi verið hingað til. Hún hafi m.a. að geyma greinar um notkun vík- ingaminnis og sagnfræði á tímum útrásarinnar, ábyrgð fræða- samfélagsins, fjölmiðla og stjórn- málamanna í aðdraganda hrunsins, rannsóknir á búsáhaldabyltingunni og uppgangi Besta flokksins ásamt áhrifum efnahagshrunsins á skóla- starf og atvinnuhorfur innflytj- enda. Á fundinum í dag munu Gísli Pálsson, Guðni Th. Jóhannesson, Vilhjálmur Árnason, Már Wolf- gang Mixa, Jón Gunnar Bernburg, Guðný S. Guðbjörnsdóttir og Unn- ur Dís Skaptadóttir flytja örstutt erindi um einstakar greinar bók- arinnar og í lokin verður efnt til umræðna. Fundarstjóri verður Margrét S. Björnsdóttir. Fundað um nýja bók um bankahrunið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.