Morgunblaðið - 30.01.2015, Side 15

Morgunblaðið - 30.01.2015, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 2015 Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is Sterling-málið svokallaða hélt áfram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær en þar kom meðal annars fram að sér- stakur saksóknari teldi hæfilegt að Hannes Smárason yrði dæmdur í tveggja til þriggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt. Hannes er ákærður fyrir að hafa án heimildar stjórnenda FL Group látið millifæra fjármuni sem námu 2,87 milljörðum króna af reikningi félagsins í Kaupþing Lúx- emburg á reikning eignarhalds- félagsins Fons árið 2005. Hannes var þá starfandi stjórnarformaður FL Group. Þá kom fram í málflutningi ákæruvaldsins að óyggjandi væri að Hannes Smárason hefði látið milli- færa fjármunina. Leynt fyrir stjórnendum „Hann og enginn annar kom til leiðar þessari millifærslu til Fons,“ sagði Finnur Þór Vilhjálmsson sak- sóknari í málflutningi sínum. Þetta sýndi bæði framburður vitna og skjalleg gögn fram á. Gögn málsins og framburður vitna sýndi að sama skapi fram á að Pálmi Haraldsson, eigandi Fons, og Hannes ráðgerðu að FL Group kæmi að kaupum Fons á lággjaldaflugfélaginu Sterling. Millifærslan hefði verið hlutur FL Group í þeim viðskiptum. Samþykki fyrir því hefði hins vegar ekki legið fyrir af hálfu stjórnar FL Group og málinu beinlínis haldið leyndu fyrir stjórnendum félagsins. Finnur sagði ákæruvaldið ekki ætla að fullyrða að þessi viðskipti hefðu verið geirnegld en þau hefðu í það minnsta verið langt komin. Hins vegar væri alveg ljóst að millifærslan hefði átt sér stað og að Hannes hefði haft forræði á því máli og verið drif- krafturinn að baki þess. Starfsmenn Kaupþings í Lúxemborg hefðu stað- fest það og starfsmenn og stjórnend- ur FL Group sem reynt hefðu að fá upplýsingar um reikninginn og stöðu hans hefði verið neitað um þær. Fjárdráttur og umboðssvik Eftir að peningarnir hefðu verið komnir á reikning FL Group í Lúx- emburg hefði vitneskju starfsmanna og stjórnenda félagsins um málið þannig lokið. Enginn stjórnandi FL Group hefði þannig vitað annað en að fjármunirnir hefðu verið um kyrrt á reikningnum í Kaupþing Lúxem- borg. Upplýsingar hefðu hins vegar kvisast út og einstakir stjórnendur þrýst á Hannes vegna málsins sem hefði orðið til þess að fjármununum var að lokum skilað með vöxtum um tveimur mánuðum eftir að þeir voru millifærðir á reikning Fons. Endur- greiðslan hefði verið fjármögnuð með láni frá Kaupþingi í Lúxemborg og Hannes gengist í persónulegar ábyrgðir vegna lánsins. Finnur sagði að þannig héldi eini maðurinn sem hefði mátt fá upplýs- ingar um reikning FL Group, það er Hannes, því fram að hann vissi ekk- ert um málið. Gögn málsins og fram- burður vitna sýndi hins vegar fram á annað. Ákæruvaldið fer fram á að Hannes verði sakfelldur fyrir fjár- drátt og gerð refsing auk þess að vera dæmdur til að greiða máls- kostnað. Til vara að hann verði sak- felldur fyrir umboðssvik. Segir skjöl ekki liggja fyrir „Hvað gerðist þarna í bankanum er algerlega órannsakað. Það var bara ákveðið að fara á eftir mínum umbjóðanda,“ sagði Gísli Hall hrl. um umbjóðanda sinn, Hannes Smárason. Málflutningur Gísla byggðist á því að ekki hefði verið sýnt fram á að slík millifærsla hefði átt sér stað með lagalega bindandi hætti og ef svo væri hefði Hannes hvergi komið þar nærri. Til þess að millifærslan hefði átt sér stað hefðu ýmis skjöl þurft að liggja fyrir lögum samkvæmt sem hvergi hefðu fundist. Svo virtist sem starfsmenn Kaup- þings í Lúxemborg hefðu gerst sekir um lögbrot í tengslum við málið. Það væri þeirra að upplýsa hvað hefði gerst í bankanum en ekki umbjóð- anda hans. Það hefði hins vegar ekki verið rannsakað. Hannes hefur staðfastlega hafnað því að hafa látið millifæra fjármunina og ennfremur lýst því yfir að hann kannist ekki við gögn tengd málinu sem bera undirskrift hans enda sé langt liðið síðan meint brot hafi átt að eiga sér stað. Gísli lagði áherslu á að það eina sem máli skipti í raun í þessu sambandi væri hvort lagalega bindandi fyrirmæli hefðu verið gefin af hálfu Hannesar um að fram- kvæma millifærsluna. Brotið á mannréttindasáttmála Þá gagnrýndi Gísli rannsókn máls- ins harðlega. Bæði hefði rannsóknin tekið langan tíma, sem væri brot á mannréttindasáttmálanum, auk þess sem ákæruvaldið hefði gerst sekt í september 2010 um að leka gögnum til þriðja aðila í tengslum við húsleit hjá Hannesi. Gögnin hefðu síðan rat- að í fjölmiðla. Tilgangurinn með því hefði verið að skapa „rétta stemn- ingu“ í kringum málið. Líkti Gísli því við lekamálið svokallað þó ekki væri um nákvæmlega eins mál að ræða og sagði að um skýrt lögbrot hefði verið að ræða. Fór Gísli fram á að Hannes yrði sýknaður eða málinu vísað frá og málskostnaður felldur á ríkissjóð. Morgunblaðið/Þórður Ákæra Hannes er ákærður fyrir millifærslu upp á 2,87 milljarða króna. Segir tveggja til þriggja ára fangelsi hæfilegt  Ákæruvaldið er sakað um lögbrot

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.