Morgunblaðið - 30.01.2015, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 2015
BAKSVIÐ
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Að mati Landmælinga Íslands vantar
góð hæðargögn fyrir um 70% landsins
og segir Magnús Guðmundsson, for-
stjóri Landmælinga, að mikil þörf sé á
nákvæmum gögnum til dæmis af mið-
hálendinu. „Það er tímafrekt og
kostnaðarsamt verkefni að afla slíkra
gagna, en á sama
hátt getur það orð-
ið mjög kostn-
aðarsamt að hafa
ekki þessi gögn
þegar á þarf að
halda og bregðast
þarf við til dæmis
vegna yfirvofandi
hamfara,“ segir
Magnús.
Fjallað er um
þessi mál í Kvarð-
anum, fréttabréfi Landmælinga, og
þar segir að eldgosið við Bárðarbungu
minni á að þörfin fyrir nákvæm hæð-
argögn sé veruleg og jafnframt hve
brýnt er að eiga mjög góð gögn af öllu
miðhálendi Íslands, þ.e. vegna flóða-
hættu ef gos hefst undir Vatnajökli.
Nauðsynleg spálíkön
Landmælingar hafa komið að vinnu
sem tengist mati og viðbúnaði vegna
hugsanlegs goss. „Þegar farið er að
gera spálíkan um hvað gæti gerst ef
hamfaraflóð verður eru slík gögn al-
ger forsenda þess að geta spáð fyrir
um hvort til dæmis tiltekin möstur,
virkjanir eða önnur slík mannvirki
skemmist eða fari undir flóð,“ segir
Magnús.
„Ef gögn eru ekki nægjanlega ná-
kvæm verða líkön af því hvað gæti
gerst ekki nógu nákvæm þegar líkt er
eftir flóði. Það verður að viðurkennast
að við erum ekki komnir nógu langt í
samanburði við nágrannaþjóðir í að
afla grunngagna af stórum hluta
landsins og ekki síður að hafa slík
gögn aðgengileg öllum sem þurfa að
vinna í þessu málum án hindrana.
Þarna er verk að vinna og ég lít á
þetta sem samfélagslegt verkefni
sem varðar mörg svið svo sem á sviði
rannsókna, vöktunar, ferðaþjónustu,
öryggis borgara og atvinnulífs.“
Gögn frá bandaríska hernum
Hann segir að stöðugt bætist við
gögn af einstaka svæðum eða bútum í
safn Landmælinga. Kostnaður við
hágæðagögn hafi farið minnkandi
þannig að nú séu að skapast tækifæri
til að gera átak í þessum efnum. Eldri
hæðargögn sem eru notuð eru eink-
um frá bandaríska hernum, en einnig
er í einstaka tilvikum stuðst við enn
eldri dönsk gögn.
Magnús segir að einkaaðilar eigi
nokkuð af hæðargögnum með mis-
munandi nákvæmni og að einka-
markaðurinn þurfi vissulega að koma
að verkefninu til að afla gagnanna
sem líklega þarf að gera með opin-
beru útboði. Mikilvægt sé að gögnin
verði aðgengileg fyrir alla, jafnt
vísindasamfélagið sem almenning.
„Jöklarnir eru orðnir best kort-
lagða svæði landsins, en á síðasta ári
var að mestu lokið við hæðarmæl-
ingar á jöklum landsins í samstarfi
nokkurra opinberra stofnana,“ segir
Magnús. Til þess tíma höfðu jöklarnir
víða ekki haft eiginlegar hæðarlínur
heldur „formlínur“ sem dregnar voru
í framhaldi þekktra hæðarlína á landi
inn á jökul. Verulegar breytingar á
jöklunum bæði í hæð og til jaðranna
höfðu leitt til þess að hæð þeirra var
algjörlega úrelt, segir í Kvarðanum.
Land undan jökli
„Í tengslum við eldgosið í Holu-
hrauni hefur land sigið mjög mikið í
Bárðarbungu og nákvæmar hæðar-
mælingar hafa varpað ljósi á þá þró-
un,“ segir Magnús. „Á jöklunum hafa
orðið miklar breytingar, en þörfin á
upplýsingum snýst ekki aðeins um
hvort þeir hafa lækkað eða horfið
eins og gerst hefur með marga skrið-
jökla.
Þar hafa orðið ótrúlegar breyt-
ingar, en við reynum að halda við
grunngögnum, kortum og hæðar-
línum skriðjöklanna. Þarna hefur
gríðarlega mikið land komið undan
Jöklarnir best kortlagða svæðið
Nákvæm hæðargögn aðeins til af hluta landsins Getur orðið kostnaðarsamt að hafa gögnin ekki
þegar á þarf að halda Vatnajökull skilaði landsvæði á stærð við höfuðborgarsvæðið á sjö árum
Myndir frá Landmælingum Íslands.
Klifurárjökull í sunnanverðum Mýrdalsjökli Þrívíddarmyndin er gerð með nýjustu leysitækni eða LIDAR-hæðar-
mælingu, sem er mun nákvæmari en fyrri aðferðir. Lætur nærri að um 16% landsins hafi verið mæld á þennan hátt.
Breytingar Til vinstri er danskt herforingjaráðskort frá 1904 sem sýnir Klifurárjökul fylla dalinn, en til hliðar er
mynd gerð með fullkomnum mæliaðferðum. Á jöklinum má sjá mælipunkt í 713 m hæð sem nú reynist í 537 metrum.
Það þýðir að ísinn hefur horfið úr dalnum og nýtt land komið fram sem aldrei hefur áður verið hæðarmælt.
Magnús
Guðmundsson
537
Benedikt Bóas
Benedikt@mbl.is
„Mér finnst ekki mikill drengskapur
í því að hanna þessa stöð og búa
hana til á ÍNN-launum. Það er það
eina sem ég hef út á þessa stöð að
setja,“ segir sjónvarpsstjóri ÍNN,
Ingvi Hrafn Jónsson, um hina nýju
sjónvarpsstöð Hringbraut sem fer í
loftið um miðjan febrúar.
Framkvæmdastjóri og aðaleig-
andi Hringbrautar er Guðmundur
Örn Jóhannsson en hann var áður
framkvæmdastjóri ÍNN.
Guðmundur hefur fengið marga
fjölmiðla- og stjórnmálamenn til liðs
við sig. Í þeim hópi eru Þorsteinn
Pálsson, Valgerður Sverrisdóttir,
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,
Helgi Hjörvar, Ragnheiður Rík-
harðsdóttir, Vilhjálmur Egilsson,
Margrét Kristmannsdóttir, Daði
Már Kristófersson og Lilja Mós-
esdóttir.
Þetta segir Ingvi Hrafn vera
stórpólitísk tíðindi. „Viðreisn er að
viðra sína vængi og þetta eru fyrstu
skref þeirra í stórveldisdraumum að
koma 10 eða 12 mönnum á þing í
næstu kosningum. Ég er búinn að
sjá Miklagarð koma og fara og
fjöldann allan af stöðvum. Það mega
allir opna sjónvarpsstöð eins og ég
gerði en þessi er öðruvísi en allar
aðrar því hún er beint málgagn
þessarar nýju pólitísku hreyfingar.
Þeir sem standa að stöðinni
reyndu að kaupa ÍNN en það gekk
ekki upp og ég veit alveg á hvaða
forsendum það var. Þarna er fullt af
góðu fólki og ekkert út á það að
setja. Þetta er bara fyrsta skref
Viðreisnar í sinni baráttu,“ segir
Ingvi Hrafn, sjónvarpsstjóri ÍNN.
Meira keyrt á reynslunni
Sigmundur Ernir Rúnarsson,
sjónvarpsstjóri Hringbrautar, segir
að stöðin muni byrja smátt og keyra
á reynslu starfsmanna en auk Sig-
mundar er Elín Sveinsdóttir fram-
leiðslustjóri og tæknistjóri er Sverr-
ir Karlsson.
„Við byrjum smátt og ætlum okk-
ur ekki stóra hluti, en viljum vanda
okkur. Þess vegna eyðum við ekki
miklum fjármunum í byrjun, 15
milljónum í tæki, sem við leigjum
svo af tæknistjóra á 500 þúsund á
mánuði, og tíu milljónir fara í annan
startkostnað. Við ætlum sumsé að
„Viðreisn er að
viðra sína vængi“
Ný stöð 25 milljóna króna verkefni
Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is
Verkfæralagerinn
Strigar, ótal stærðir
frá kr. 295 Olíu/Acrýl/Vatnslitasett
12/18/24x12ml
frá kr. 895
Acryllitir 75ml
555
Þekjulitir/
Föndurlitir
frá kr. 845
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
frá kr.
Allt til listmálunar
Strigar, penslar, olíulitir,
acryllitir, trönur,
pallettur, spaðar,
svampar, lím,
íblöndunarefni,
varnish, þekjulitir,
teikniblokkir,
pappír og arkir
Trönur á gólf
frá kr. 7.995
Límbyssur
frá kr. 595
Frábært úrval af
Kolibri hágæða-
penslum
Heftibyssur
frá kr. 595
Ný
sending af
listavörum
Mikið úrval
af listavörum