Morgunblaðið - 30.01.2015, Síða 22

Morgunblaðið - 30.01.2015, Síða 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 2015 STUTTAR FRÉTTIR ● Aðhald peningastefnunnar er of mik- ið um þessar mundir í ljósi þess að árs- verðbólgan hefur lækkað hratt undan- farið og líkur eru á lítilli verðbólgu fram eftir ári, að mati greiningardeildar Arion banka. Ef stýrivextir haldast óbreyttir eru miklar líkur á að raunvextir verði hærri en efnahagshorfur gefa tilefni til. Í Markaðspunktum bankans er því spáð að peningastefnunefnd Seðlabankans muni lækka stýrivexti um 25 punkta á næsta vaxtaákvörðunarfundi 4. febrúar. Telja aðhaldið of mikið ● Stefnt er að útboði á fjármálaþjón- ustu Leifsstöðvar en samningur milli flughafnarinnar og Landsbankans þar um rennur út í lok júní á þessu ári. Tals- maður Isavia segir að til greina komi að útboðið verði bæði opið innlendum og erlendum aðilum, rétt eins og útboðið sem tengdist öðrum rekstri í flugstöð- inni á síðasta ári. Nánar á mbl.is. Útboð á fjármálaþjón- ustu í Leifsstöð Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,71% á milli desember og janúar. Það þýðir að ársverðbólgan helst óbreytt í 0,8% í janúar. Lækkun neysluvísitölunnar var minni en spár greinenda höfðu gert ráð fyrir. Flestir höfðu spáð 0,9% til 1,1% lækkun vísitölunnar, sem hefði þýtt lækkun verðbólgu á milli mánaða. Helst kom á óvart að fargjöld til útlanda hækkuðu um 2,8% en gert hafði verið ráð fyrir lækkun þeirra í janúar í kjölfar 14% hækkunar í desember. Þá sköpuðu breytingar á opinberum gjöldum nokkra óvissu um mælingu á neysluvísitölunni. Samkvæmt Hagstofunni lækkaði fastskattsvísitala neysluverðs um 1,12% í janúar, sem bendir til 0,4 hækkunar á þeim opinberu gjöld- um sem mæld eru í þeirri vísitölu. Mest áhrif til hækkunar hafði verðhækkun mat- og drykkjarvara vegna hækkunar á neðra þrepi virðisaukaskatts í 11%, en sá liður hækkaði um 2,6% á milli mánaða. Hins vegar höfðu útsölur og lækk- un eldsneytisverðs veruleg áhrif til lækkunar á vísitölu neysluverðs. Verðhjöðnun 0,6% án húsnæðis Þrátt fyrir 0,8% verðbólgu er í raun verðhjöðnun á Íslandi ef hús- næðisþáttur neysluvísitölunnar er tekinn út. Þannig hefur vísitala neysluverðs án húsnæðis lækkað um 0,6% síðastliðna tólf mánuði. Húsnæðisliður neysluvísitölunnar hækkaði um 1,2% í janúar og hefur hækkað um 5,0% á undanförnum tólf mánuðum, einkum vegna hækkunar á markaðsverði íbúðar- húsnæðis og reiknaðri húsaleigu. Markaðsgreinendur virðast sammála um að verðbólguþrýst- ingur verði lítill á komandi mán- uðum og spá bæði Íslandsbanki og Landsbankinn 0,8% ársverðbólgu í apríl. Í kjölfarið muni hún hins vegar stíga jafnt og þétt og gerir Íslandsbanki ráð fyrir því að verð- bólga muni mælast í grennd við 2,5% verðbólgumarkmið Seðla- bankans þegar líður að lokum árs- ins. Morgunblaðið/Styrmir Kári Verðbólga Útsölur í janúar hafa áhrif til lækkunar neysluvísitölu. Verðbólgan hélst áfram í 0,8%  Greinendur höfðu gert ráð fyrir lækkun BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Landsbankinn auglýsir nú verktaka- fyrirtækið Ístak öðru sinni til sölu á fimmtán mánuðum. Fyrri tilraunin byggðist á því að selja fyrirtækið í heild sinni en ekkert varð úr þeim áformum í apríl 2014, þegar Lands- bankinn hafnaði öllum þeim fimmtán tilboðum sem borist höfðu í fyrir- tækið. Í kjölfar þess brá Landsbank- inn á það ráð að skipta fyrirtækinu upp í tvo hluta, þann sem sinnir verkefnum á Íslandi, Grænlandi og í Færeyjum annars vegar og í Noregi hins vegar. Hluturinn sem Lands- bankinn hefur nú auglýst til sölu tengist starfsemi fyrirtækisins í þremur fyrrnefndu löndunum. PwC í Noregi hefur nú þegar tekið Nor- egshluta starfseminnar í söluferli en ekki er komin niðurstaða í því. Væntanlegir bjóðendur verða að senda fyrirtækjaráðgjöf Landsbank- ans erindi fyrir 12. febrúar næst- komandi og fá í kjölfarið almennt yf- irlit um rekstur fyrirtækisins. Hafi fjárfestar í kjölfarið áhuga á frekari gögnum til nákvæmari skoðunar verða þeir að geta sýnt fram á fjár- festingagetu sem nemur að lágmarki hálfum milljarði íslenskra króna. Kristján Kristjánsson, upplýsinga- fulltrúi Landsbankans, ítrekar í samtali við Morgunblaðið að krafan um tiltekna fjárfestingagetu segi í raun ekkert til um það verð sem bankinn vilji fá fyrir eignina, þarna sé aðeins um að ræða ákveðið lág- marksviðmið sem eðlilegt sé að hafa þegar verið sé að meta getu bjóð- enda til þess að taka við fyrirtækinu. Sömuleiðis telur Landsbankinn nauðsynlegt að bjóðendur hafi reynslu af fjárfestingum og að þeir leggi fram hugmyndir um framtíð- arsýn fyrir fyrirtækið. Kristján segir að vandað sé til ferlisins í alla staði og að nú sé í boði fyrirtæki sem ekki búi við þann for- tíðarvanda sem fylgdi með í kaup- unum þegar það var í heild sinni boð- ið til kaups í árslok 2013 og einnig skipti það máli að verkefnastaða þess sé þokkaleg. „Það skiptir miklu máli hvernig fyrirtækinu reiðir af í kjölfar sölunnar, ekki aðeins vegna þess að Landsbankinn er stór lán- veitandi Ístaks heldur einnig vegna þess að þarna starfar fjöldi starfs- fólks sem bankinn telur sig bera ákveðna ábyrgð gagnvart,“ segir Kristján. Eigendaskipti 2013 Forsaga þess að Ístak komst í eigu Landsbankans er sú að danska fyrirtækið Pihl & Søn varð gjald- þrota í ágúst 2013 en það var móður- félag Ístaks. Við gjaldþrotið keypti Landsbankinn 99,9% hlutabréfa fyr- irtækisins, með það í huga að forða enn frekara fjártjóni félagsins sem orðið hefði ef bankinn hefði ekki gripið inn í. Eins og Morgunblaðið hefur áður greint frá tókst um leið að flytja átta af níu verksamningum, sem gerðir voru í nafni móðurfélags- ins, til Ístaks sem var framkvæmda- aðili þeirra. Vonir standa til að sölu- ferlinu geti lokið á fyrri hluta þessa árs. Önnur tilraun gerð til sölu Ístaks á Íslandi  Ríkar kröfur gerðar til þeirra sem hyggjast bjóða í fyrirtækið Fyrirtæki Ístak er 45 ára og hefur komið að mörgum stórframkvæmdum hérlendis. Nú standa vonir til þess að nýir eigendur taki við keflinu. Morgunblaðið/Árni Sæberg                                    ! "# !"$ ! $ !  #% #%"%  ""$ %$ &'()* (+(    ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5  !" ! % ! " $! % #%!  $ "$$ %!% # ! % !% ! $$ $% " #%##  ""  %!% !$%#! Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Eignir verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfestasjóða námu alls 635,8 milljörðum króna í árslok. Á síðasta ári jukust eignir sjóða um 17,8 milljarða. Eignir í verðbréfa- sjóðum námu 202,5 milljörðum og drógust saman um 36,2 milljarða í fyrra. Eignir jukust hins vegar um 46,3 milljarða í fjárfestingar- sjóðum og námu 165,8 milljörðum króna í árslok. Loks voru eignir í fagfjárfestasjóðum 267,5 millj- arðar og jukust um 7,6 milljarða króna á síðasta ári. Í lok desember var heildarfjöldi sjóða 157, þar af 52 verðbréfasjóðir, 46 fjárfestingarsjóðir og 59 fagfjár- festasjóðir. Þetta má lesa út úr nýj- um hagtölum á vef Seðlabankans. Eignir í sjóðum jukust um 18 milljarða króna í fyrra Morgunblaðið/Árni Sæberg VINNINGASKRÁ 39. útdráttur 29. janúar 2015 600 14055 23664 29899 41097 48600 59733 70174 769 14264 23709 29908 41292 49500 59743 71340 1039 14280 23850 30083 41571 50753 59932 71381 2281 14323 23884 30360 41714 51568 60339 72630 2616 14358 24272 30539 41776 51569 61115 73203 2908 14971 24390 30763 42253 52853 61339 73743 3763 15048 24532 30778 42353 52898 61551 74231 4219 15250 24549 32045 42427 53088 61629 74725 4612 15276 24879 32851 42478 53206 61833 76273 4748 15289 24992 33098 42659 53455 61983 76630 4946 15564 25036 33257 42668 53554 62058 77056 7010 15619 25159 33414 42862 53884 62186 77092 7282 15775 25169 33532 43080 54203 63096 77172 7917 15795 25231 34086 43134 54637 63136 77181 7929 16326 25318 34329 43183 54740 63397 77326 8714 16647 25338 35544 43993 55342 63486 77749 9137 16694 25781 35820 44471 55910 63743 77886 9372 17043 25943 35843 44585 55929 64300 78832 9577 17142 25997 35852 44614 56076 64393 78980 9880 17215 26041 36543 45206 56095 64930 79052 9956 17958 26827 36939 46038 56333 65688 79167 11002 19224 26850 37117 46053 56424 66428 79467 11360 19369 27055 37391 46890 56444 66945 79482 11364 19457 27128 37896 46973 56501 67300 79505 11769 20675 27269 38123 47156 56566 67343 79592 12137 21377 27290 39717 47248 56889 67398 79976 12271 21536 27716 40017 47558 57033 67721 12617 21776 27790 40299 47925 57760 68351 12937 22024 28569 40504 48137 58031 68722 13100 23040 29118 40615 48139 58761 68766 13516 23363 29299 40710 48400 59099 68843 13909 23394 29672 40796 48406 59690 69029 19 11006 19986 29904 41585 51842 60027 71966 631 11377 20260 30116 41831 51907 61364 73469 1457 12567 22204 30236 42196 52456 63789 75316 1898 13192 22385 30739 45184 53157 64083 75537 4613 13540 23163 30915 45347 53899 66135 75752 5389 13796 23264 31512 45687 54625 66278 78410 6798 14600 23608 32747 45715 55572 68018 78528 8849 17054 24791 32989 46481 55763 68757 78530 8925 18522 25634 34235 48522 56163 69712 79433 9628 18531 26573 34906 49325 56503 70370 10100 18536 27260 36567 49482 57320 71020 10651 18903 28345 39836 50632 58105 71157 10874 19790 29221 40364 51446 59233 71641 Næstu útdrættir fara fram 5. feb, 12. feb, 19. feb & 26. feb 2015 Heimasíða: www.das.is Vinningur Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 20.000 Kr. 40.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 327 10211 24473 43575 Vinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 6428 20998 31326 47784 69949 76744 14210 23972 36836 48288 70278 77694 16152 28795 37561 53245 71459 78075 18530 29871 37586 68213 73578 79028 Aðalv inningur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 4 9 6 9 0

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.