Morgunblaðið - 30.01.2015, Side 28

Morgunblaðið - 30.01.2015, Side 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 2015 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar Næg bílastæði ERFIDRYKKJUR Perlan • Sími 562 0200 • Fax 562 0207 • perlan@perlan.is Pantanir í síma 562 0200 www.rekstrarland.is Mörkinni 4 | 108 Reykjavík | Sími 515 1100Rekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olísog er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf. Samsettir fjáröflunarpakkar eða sérsniðnir eftir óskum hópsins Öflug fjáröflun fyrir hópinn Hafðu samband við sérfræðinga okkar í Rekstrarlandi í síma 515 1100 eða næsta útibú Olís og leitið tilboða. Morgunblaðinu hefur borist eft- irfarandi athugasemd Víglundar Þorsteinssonar við fréttaskýringu sem birtist á bls. 18 í Morg- unblaðinu 27. janúar sl. undir fyr- irsögninni Innheimtan á ekki að koma neinum á óvart: „Það er fyrst til að taka að eng- in viðskipti um lán eða lánasöfn fóru fram á milli gömlu og nýju bankanna. Það var ekkert selt og því ekki keypt. FME yfirtók hluthafavald í fé- lögunum þrem skv. heimild í neyð- arlögum, flutti sparifé landsmanna yfir í nýja banka sem ríkið stofn- aði með heimild í sömu lögum. Í neyðarlögunum var síðan heimild fyrir FME til að hald- leggja/gera upptækar eignir þ.e. fjárkröfur og tryggingarréttindi undir þeim. Þetta var til að standa undir skuldunum/ innlánunum sem flutt voru. Jafnframt heimild til að láta meta eignirnar til raunvirðis. Allt var þetta gert í samræmi við þessar heimildir. Engin við- skipti við gömlu bankana áttu sér stað. Engin lánsskjöl eða samn- ingar framseldir. FME gaf út sérstakar for- sendur fyrir skiptingu efnahags dags. 14. sbr. 19.10. (aðeins end- urskoðað þá). Það skjal er í gagnapakkanum sem ég hef sent frá mér. Neðst á fyrstu bls. þess- ara forsendna og efst á bls. 2 koma fram ákvarðanir um þessi lánasöfn. Þar segir: útlán eru flutt í hinn nýja banka að teknu tilliti til áætl- aðra afskrifta einstakra útlána. Hér skipta öllu við lögskýringu orðin einstakra útlána. Fram- haldið er síðan lýsing á því hvern- ig vinna skuli að matinu. Niðurstaðan er skýr. Engin við- skipti áttu sér stað heldur ráð- stafanir/haldlagnir/yfirtökur í stjórnvaldsúrskurði sem lýtur reglum stjórnsýslulaga t.d. um breytanleika eða afturkallanleika sem og jafnræði og meðalhóf til viðbótar við reglur neyðarlag- anna.“ Víglundur Þorsteinsson. Það var ekkert selt Klettafjallaskáldið var haldið þrá í heimahaga æskuár- anna í Skagafirði, víðs fjarri í eilífðar útsæ. Engar kaup- skipaferðir voru við Vesturheim á 19. öld og sendibréf óralengi á leiðinni. En nú er beint áætlunarflug meira að segja til Al- berta, heimkynna Stephans G., og tölvupóstur kemst á sek- úndubroti. Ísland og Kanada eru nágrannaþjóðir og félagar í varn- arbandalagi. Ísland markar ytri mörk landvarna þeirra og Banda- ríkjanna og kanadíski flugherinn hefur tekið þátt í loftrýmisgæslu NATO hér. Ráðamenn margir virðast haldnir þeirri tímaskekktu skoð- un, að Ísland sé eitt og sér og til eilífðar óáreitt í útsænum. Sá boðskapur hefur verið í nokkurri hefð í hátíðarræðum, einkum 17. júní, og sagt tengjast sjálfstæð- isbaráttunni. Þegar tryggja skal frjálst og fullvalda Ísland í varnar- og öryggis- samstarfi eða með föstum tengslum við Evrópu í efnahags- samvinnu, er sann- leikanum snúið við og gefið í skyn að ESB eða NATO séu skaðleg hagsmunum okkar. En þessi mál- flutningur, samhliða daðri við Kínverja og Rússa, þjónar þeim tilgangi að fjarlægja okkur frá nágrönn- um og vinaþjóðum. Hvorki þeir né aðrir, nær eða fjær, deila þeirri landafræðikenningu að strategísk staða Íslands sé lítils- verð. Þvert á móti. Okkur er ógnað af feikimikilli hervæðingu Rússa norðan Íslands og ágangi Kínverja að bola sér að um að- stöðu og við vinnslu náttúrugæða á hafsvæði Grænlands og Ís- lands. Hugmyndafræðileg stefna, ef svo skyldi nefna, sem byggir á ranghugmyndum um þýðingu Evrópusamvinnunnar, er sér- staklega hættuleg eins og málum er komið einmitt nú í ársbyrjun 2015. Þjóðarhagsmunir eru í veði að ljúka aðildarsamningnum við Evrópusambandið og tryggja þátttöku í myntbandalagi þess. Við að stíga ábyrg skref í þá átt, yrðu jafnframt til þær aðstæður sem nauðsynlegar eru fyrir haftalaus viðskipti vöru, þjónustu og fjármagns. Þar við bætist að aðeins með aðild að ESB yrði Ís- land aðili að bandalagi þess og Bandaríkjanna um fríverslun og fjárfestingar. Evrópusambandið fjallar um aukna samvinnu gegn hryðjuverkum, einn þátt aukinna sameiginlegra varna. Bandaríkin með Norðurlöndunum mættu stefna að samvinnu um varnir og öryggi á norðurslóðum. Í þeim málum og öðrum um samvinnu þeirra þjóða sem öllu varða fyrir okkur er stefna okkar óljós. Eftir Charlie Hebdo-uppákomu Íslands þarf að staldra við. Mér kemur ekki til hugar að neinn ís- lenskur ráðamaður hefði yfirveg- að viljað sitja heima þegar vina- þjóð var sýnd samstaða vegna hrottafenginnar hryðjuverka- árásar. Það var hins vegar hörmulegt að forsætisráðherra, eða annar ráðherra að honum frágegnum, skyldi ekki hnýta bróðurkeðju með öllum leiðtog- um Evrópu á Place de la Ré- publique hinn 11. janúar. Frá hinu merka landnámi á Nýja-Íslandi fyrir hálfri annarri öld, var farið að fjúka í sporin þegar efnt var til átaks eflingar tengsla um síðastliðin aldamót. Mikil réttlæting þeirrar viðleitni er stuðningur við kynningu ís- lenskrar menningar og tungu. Manitoba-háskóli er einn í Norð- ur-Ameríku um að veita gráðu- töku í íslensku. Eftir frumbyggj- ana liggur merk íslensk ljóðagerð og feikimikið ritað mál og útgáfu- starfsemi. Fyrir stjórnmálamenn okkar er þátttaka í þjóðhátíð- ardeginum á Gimli þeim vafalaust til ánægju. Það mætti ætla að sú sé líka raunin með Norð- urlandaráð enda mikil uppgrip at- vinnu hjá frændþjóðunum. En við stefnum ekki í setu utangarðs í Evrópu þótt þátttaka í gæluverk- efnum sé ljúf leið. Ekkert fær breytt því að við erum rótgróin Evrópuþjóð og erum mörgum þeirra fremur veitendur í sögu- og menningarlegu tilliti. Fjærst í eilífðar útsæ Eftir Einar Benediktsson »En þessi málflutn- ingur, samhliða daðri við Kínverja og Rússa, þjónar þeim til- gangi að fjarlægja okk- ur frá nágrönnum og vinaþjóðum. Einar Benediktsson Höfundur er fv. sendiherra. Fyrir einu ári síðan undirritaði ég samning, með atkvæði mínu, að því að ég hélt, á milli VR, sem hluti vinnumarkaðar og svo hins vegar ríkisins; með forsætis- og fjár- málaráðherra í forsvari. Nú er mér allt ljóst! Ríkið sveik flest eða öll ákvæði samningsins og þess vegna er nú gjá á milli! Mín krafa nú er um samtals 39% hækkun launa á tveimur og hálfu ári! Lágmarkslaun verði 260.000 frá 1.1. 2015. Öll önnur laun hækki þá um 19% og síðan um 10% 1.1. 2016 og svo 10% 1.1. 2017. Samn- ingstímabilið endi svo rétt fyrir kosningar til Alþingis, í maí 2017! Ekki orð við ríkisvaldið á með- an! Halldór Halldórsson, skrifstofumaður í Hafnarfirði. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Baráttan framundan!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.