Morgunblaðið - 30.01.2015, Page 38
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 2015
✝ Sturla Eiríks-son fæddist í
Reykjavík 21. októ-
ber 1933. Hann lést
í Reykjavík 19. jan-
úar 2015.
Foreldrar hans
voru Eiríkur Jóns-
son trésmíðameist-
ari, f. í Hafrafells-
tungu í Öxarfirði,
N-Þing., 18.2. 1896,
d. 21.11. 1980, og
Snjólaug Guðrún Jóhann-
esdóttir, húsfreyja, f. á Laxa-
mýri, S-Þing., 13.12. 1903, d.
11.3. 1957. Systkini Sturlu: Jó-
hannes Þórir, f. 6.8. 1930, d.
12.11. 1973, Rósa Jóna, f. 29.10.
1931, Snjólaug Guðrún, f. 26.11.
1935, d. 22.2. 2009.
Eiginkona Sturlu er Solveig
Thorarensen, fædd í Reykjavík
9.9. 1933. Foreldrar hennar:
Óskar Thorarensen, f. á Móeið-
arhvoli, Rang., f. 24.9. 1887, d.
20.9. 1953, og Ingunn Eggerts-
dóttir, f. á Breiðabólsstað í
Fljótshlíð, 7.1. 1896, d. 12.3.
1982. Sturla og Solveig gengu í
hjónaband 4.9. 1954. Börn
þeirra: Snjólaug Guðrún, flug-
freyja, f. 12.1. 1955, d. 21.1.
2000, eiginmaður Ólafur K.
Ólafsson, f. 5.1. 1954, d. 10.10.
1981, sonur þeirra Eiríkur
Sturla, f. 1976, seinni eig-
inmaður, Helmut Maier, f.
íslenskra bókaútgefenda og
kom að stofnun bókaklúbbsins
Veraldar. Hann gegndi einnig
trúnaðarstörfum fyrir Félag ís-
lenskra stórkaupmanna. Árið
1983 stofnaði hann heildsöluna
Fjölval hf. sem sameinaðist Agli
Guttormssyni hf. 1986 og var
Sturla framkvæmdastjóri fé-
lagsins. Penninn sf. og Egill
Guttormsson - Fjölval hf. sam-
einuðust árið 1995 og starfaði
Sturla fyrir sameinað félag til
ársins 2002 er hann settist í
helgan stein. Sturla var list-
rænn, stundaði á sínum yngri
árum myndlistarnám hjá Kurt
Zier og þótti efnilegur mynd-
listarmaður. Hann var áhuga-
maður um ljósmyndun og snjall
skákmaður.
Sturla og Solveig bjuggu alla
tíð í Reykjavík. Þau voru sam-
hent hjón, miklir fagurkerar og
deildu mörgum áhugamálum.
Ferðuðust víða, bæði innan-
lands og utan. Tónlist veitti
þeim mikla ánægju og voru þau
tíðir gestir á tónleikum. Þau
voru félagar í Tónlistarfélagi
Reykjavíkur og styrktarfélagar
Íslensku óperunnar og sóttu
reglulega tónleika Sinfón-
íuhljómsveitar Íslands frá árinu
1955 allt fram á síðasta ár.
Útför Sturlu fer fram frá Frí-
kirkjunni í Reykjavík í dag, 30.
janúar 2015, kl. 15.
18.11. 1956, sonur
þeirra Óskar Jósef,
f. 1985, maki Re-
bekka Júlía Magn-
úsdóttir, f. 10.7.
1980, þeirra dóttir
Eva Lilja, f. 2013;
Ingunn Ósk, söng-
kona, f. 23.12.
1959, gift Birni
Baldurssyni, f. 2.7.
1966, þeirra börn
Baldur, f. 1998,
Snjólaug Ásta, f. 2000; Steinunn
Rósa, flugfreyja, f. 11.2. 1964,
gift Sigurði Ragnarssyni, f.
24.5. 1968, þau skildu, þeirra
sonur Sturla, f. 1992, sonur
hennar og Karls Inga Eyjólfs-
sonar: Styrmir Hrafn, f. 2004;
Óskar, tölvunarfræðingur, f.
9.4. 1966, kvæntur Þorgerði
Jörundsdóttur, f. 24.7. 1969,
þeirra börn: Solveig, f. 1993,
Jörundur, f. 1999, Eiríkur, f.
2002, Dagbjartur, f. 2003,
Sturla, f. 2005.
Sturla lauk samvinnuskóla-
prófi árið 1953. Fyrstu árin
starfaði hann fyrir W.C. Hend-
rick á Keflavíkurflugvelli og
síðan Svein Björnsson og Ás-
geirsson hf. Árið 1960 gekk
Sturla til liðs við Egil Guttorms-
son hf. Hann stofnaði bókaút-
gáfuna Fjölva hf. 1966 í félagi
við mág sinn og vin, Þorsteinn
Thorarensen, sat í stjórn Félags
Laugardagskvöld í Hjallaland-
inu. Lambalærið, svo listilega
kryddað af pabba, mallar í ofn-
inum. Hvítlauksilmur fyllir vitin.
Öll fjölskyldan samankomin og
við hjálpumst að við að leggja á
borð. Þegar kjötið er tilbúið, tek-
ur pabbi það út, sker niður og
raðar á fat. Síðan hóar hann í alla
og sest er til borðs. Pabbi, kvikur
í hreyfingum, skenkir rauðvín í
glösin. Fólk situr lengi við mat-
arborðið og ræðir allt milli him-
ins og jarðar, stjórnmál, fjöl-
skyldumál og listviðburði. Pabbi
finnur gjarnan spaugilegu hlið-
arnar á málunum og mikið er
hlegið og fíflast. Hann er stríðinn
og ekki þýðir að vera hörundssár
við þetta veisluborð. Ekkert er
heilagt þegar pabbi „djókar“.
Eftir að hafa borðað á sig gat er
þakkað fyrir sig. Þá réttir pabbi
út höndina og segir: „Það gera
tíu og fimmtíu. Borga strax!“ En
það gerir ekkert til þó maður eigi
ekki pening. Hann setur það bara
á reikninginn. Pabbi rukkar
gjarnan fyrir mat og not á „toj-
lettinu“. Það er einskær heppni
að hann heldur sig ávallt við
sama verð. Tíu og fimmtíu.
Fjölskyldan kemur ekki sam-
an án þess að hlustað sé á fallega
tónlist. Pabbi velur hana oft og
hrífst stundum svo af, að andlit
hans flóir í tárum. Hann er ekki
feiminn við að sýna tilfinningar.
Móður okkar langaði víst oft að
sökkva niðrí jörðina þegar þau
sóttu tónleika og pabbi sýndi
hrifningu sína með því að stappa
niður fótum og hrópa bravó full-
um raddstyrk.
Það er vetur. Snjórinn er svo
mikill að ekki er hægt að hreyfa
bílinn. Pabbi deyr ekki ráðalaus.
Hann setur yngstu krakkana á
snjóþotu og dregur þau alla leið
frá Háaleitisbraut í Fossvoginn.
Hann þarf aðeins að huga að hús-
inu sem hann er að byggja.
Nokkrum vikum síðar flytur fjöl-
skyldan öll í kjallarann á stóra
húsinu. Það er svo kalt að heita
vatnið frýs. En mamma og pabbi
eiga ráð undir rifi hverju. Klæða
okkur í föðurland og við hjúfrum
okkur hvert upp að öðru.
Það er sumar. Krökkunum er
hlaðið inn í bíl og brunað í ferða-
lag. Mamma hefur smurt ótelj-
andi samlokur og ekki má
gleyma góða kartöflusalatinu
sem er ómissandi. Pabbi vílar
ekki fyrir sér að keyra Kjölinn á
lítilli Cortinu. Við förum yfir
hverja ána á fætur annarri og
pabbi leggur mikið uppúr að
finna notalegt tjaldstæði. Það
getur verið erfitt því það verður
að vera úr alfaraleið. Á meðan
hann leitar að flottasta tjaldstæð-
inu syngjum við fyrir hann um
Skraddarann og húsið hans. Þeg-
ar við loks leggjumst til hvíldar í
svefnpokunum eru okkur sagðar
sögur af draugum og forynjum
sem búa í hólum og hömrum í
næsta nágrenni.
Örvingluð unglingstúlka
stendur í forstofunni. Enginn
skilur hana. Allra síst pabbi og
mamma. Hún rífur upp hurðina
og öskrar að hún sé farin að
heiman og að þau muni aldrei sjá
hana aftur, skellir hurðinni og
hleypur burt. Nokkrum klukku-
stundum síðar snýr hún aftur.
Hún er svöng. En hvað blasir við
þegar hún opnar hurðina? Ferða-
töskur og pabbi sposkur á svip.
Hann spyr hvort hún sé ekki
örugglega að flytja að heiman.
Hann sé allavega búinn að pakka
fyrir hana.
Pabbi grúfir sig brúnaþungur
yfir skák í eldhúskróknum. Prins
Albert krumpaður á borðinu.
Hann setur í brýnnar og tottar
pípuna af áfergju því nú skal
sýna meistaratakta. Þykkur
mökkurinn liggur yfir öllu og
inniskórnir tromma á parketinu.
Skák og mát. Kötturinn hjúfrar
sig upp að honum og öðru hvoru
segir pabbi við hann sínum blí-
ðasta rómi „Hattur minn, á ég að
taka niðrum þig feldinn, flengja
þig á beran bossann og snúa upp
á rófuna á þér.“ Kötturinn lygnir
augum malandi til samþykkis.
Gamlárskvöld hjá Sturlu og
Solveigu. Fastur punktur hjá vin-
um og ættingjum. Ómissandi
fögnuður hjá öllum. Hæsta
jólatré sem fundist gat stendur í
stofunni. Það hefur verið skreytt
eftir kúnstarinnar reglum. Helst
eiga bara að vera bláar jólakúlur.
Pabbi er úti á svölum með vindil
og kveikir í óteljandi flugeldum
við mikinn fögnuð. Því hærri sem
hvellurinn er, því betra. Eftir
miðnætti safnast stórfjölskyldan
saman. Allir fá hatta og ýlur.
Fullorðna fólkið skálar í kampa-
víni og mamma reiðir fram æv-
intýralegt hlaðborð eins og fyrir
galdur. Síðan sest hún við píanóið
og allir taka undir í söng. Þegar
við krakkarnir eldumst bætist
enn meira í stuðið og vinir okkar
vilja ekkert frekar en mæta á
staðinn og taka þátt. Pabbi heill-
aði alla, með glaðværð sinni.
Minningarbrotin streyma
fram. Sístarfandi vinnuforkurinn
pabbi, sem rak okkur á lappir á
morgnana og þoldi ekki slen og
leti. Strangheiðarlegi bisness-
maðurinn pabbi sem hafði ímu-
gust á hverskyns undirferli og
svindli.
Sjarmatröllið pabbi sem tók
upp tal við bláókunnugt fólk
þannig að það varð hlæjandi
greiðviknin ein. Myndasmiðurinn
pabbi sem skrásetti líf fjölskyld-
unnar af natni.
Óbærilegur harmur steðjar að
fjölskyldunni. Elskuleg dóttir
glímir við ólæknandi sjúkdóm.
Jarðarfarardagur Lólu systur að
kvöldi kominn. Pabbi stendur í
stofunni og horfir út í nóttina,
mamma leggur hönd yfir öxl
hans. Þau gráta. Það er gegn lög-
máli lífsins að jarða barnið sitt.
Nú kveðjum við föður okkar
hinsta sinni. Við erum þakklát
fyrir hann sem hlustaði með
hjartanu og sá hið fagra í lífinu.
Við erum þakklát fyrir að hafa
átt ástríka foreldra sem studdu
okkur í hverju því sem við tókum
okkur fyrir hendur og gáfu hvort
öðru rými til að vera þau sjálf.
Hugurinn hvílir hjá móður
okkar sem sér nú á bak eigin-
manni sínum, besta vini og sálu-
félaga. Hvíl í friði, elsku pabbi.
Ingunn, Rósa og Óskar.
Nú til hvíldar leggst ég lúinn,
lát mig, Drottinn, sofa rótt;
hvílan faðminn breiðir búin,
blessuð kom þú draumanótt.
Vef mig þínum ástararmi,
englar guðs mér vaki hjá;
friðardagsins blíði bjarmi,
bráðum ljómar himni á.
(Guðmundur Finnbogi Helgason)
„Ekki láta pabba slá þig út af
laginu, hann getur verið soldið
stríðinn stundum.“ Þetta sagði
Ingunn Ósk, kona mín, við mig
þegar við renndum upp að húsi
foreldra hennar í Hjallalandinu
fyrir röskum 20 árum. Hún var á
leið með mig í matarboð hjá for-
eldrum sínum, þar sem tengda-
sonurinn tilvonandi skyldi nú
sýndur hið fyrsta sinni. Mér varð
ekki um sel, en harkaði þó af mér,
ég hlyti nú að halda út eitt mat-
arboð. Þegar heim til foreldranna
kom tóku á móti mér Stúlli, til-
vonandi tengdapabbi, Solveig,
kona hans, og allur systkinahóp-
urinn, allir urðu að fá að berja
bóndann að vestan augum. Svo
var tekið til matar síns, spurt var
frétta að vestan, fjallað um bú-
fjáráburð, hver væri nú eiginlega
munurinn á taði og skán, það var
sjálfsögð kurteisi að umræðuefn-
ið væri eitthvað sem gesturinn
þekkti. „Ætlarðu að klára allt
kjötið, maður?“ „Nei, Böddi minn
bara að grínast, endilega fáðu
þér meira,“ sagði hann kíminn.
Svo var bóndinn beðinn að fram-
leiða hin og þessi hljóð úr hinni
vestfirsku draumaveröld, lunda-
hljóð, kolluhljóð, gott ef ég var
ekki látinn baula líka. Þetta
reyndi nú töluvert á feimna bónd-
ann, en mér varð fljótt ljóst að
feimni væri óþörf þarna. Óhætt
er að segja að mér hafi verið tek-
ið vel allt frá fyrsta degi og frá
hendi Stúlla minnist ég aldrei
annars en hlýju og alúðar. Stúlli
var gestrisinn og höfðingi heim
að sækja, bóngóður og hjálpsam-
ur þeim sem eftir því leituðu.
Samviskusamari og duglegri
maður er vandfundinn, hann vildi
standa sína plikt óaðfinnanlega
og vænti þess að aðrir gerðu slíkt
hið sama, heiðarlegur og drengur
góður. Hann var mikill húmoristi
og átti það til að koma með
hnyttnar athugasemdir um ýmis
málefni og það sem var efst á
baugi hverju sinni. Alls kyns
fíflagangur var honum einnig
mjög að skapi. Vakti það oft
mikla lukku hjá barnabörnunum
þegar hann var að fíflast í þeim
eins og honum þótti svo gaman.
Hann unni góðri tónlist og allt
fram á það síðasta sóttu þau
hjónin tónleika, þrátt fyrir að
veikindi hans gerðu honum mjög
erfitt um vik. Stúlli hafði átt við
langvinn veikindi að stríða sem
ágerðust með árunum en hann
var ekki fyrir það að kvarta. Síð-
ustu árin dvaldi hann á hjúkrun-
arheimili og stóð Solveig kona
hans við hlið hans sem klettur, í
blíðu og stríðu, allt þar til yfir
lauk, og einkenndist samband
þeirra af mikilli ást og gagn-
kvæmri virðingu.
Nú er hann laus úr viðjum
veikinda sinna og ég veit að hann
á góða heimkomu á æðra tilveru-
stig, nú þegar hann er genginn á
vit feðra sinna. Ég vil þakka hon-
um allar yndislegu og góðu
stundirnar í gegnum árin.
Elsku Solveig, Ninna, Rósa,
Óskar og ykkar fólk, góður mað-
ur er hniginn til foldar. Ég votta
ykkur innilega samúð mína og
megi Guð styrkja ykkur í sorg-
inni. Farðu í Guðs friði, kæri
tengdapabbi.
Björn Baldursson.
Afi Stúlli var æðislegur afi og
ekki get ég ímyndað mér betri
afa en hann var. Hann var með
æðislegan húmor og reyndi alltaf
að gleðja alla, og honum tókst
það alltaf. Þegar ég og bróðir
minn vorum yngri, fóru afi og
amma alltaf með okkur í sund
þegar við komum til Reykjavík-
ur. Svo fórum við alltaf í Bak-
arameistarann og fengum okkur
einhvað að borða eftir sundið.
Þegar ég og fjölskylda mín
keyrðum suður hlakkaði ég alltaf
svo mikið til að hitta afa og ömmu
þvi við fórum alltaf strax til
þeirra. Þá voru þau alltaf búin að
kaupa Cocoa Puffs handa okkur
systkinunum. Elsku afi, ég á eftir
að sakna þín mjög mikið. Guð
geymi þig að eilífu.
Snjólaug Ásta.
„Jæja, Balli minn. Eigum við
ekki skella okkur í sund?“ Þetta
voru orðin sem vöktu mig á
hverjum morgni þegar ég dvaldi í
Logafoldinni hjá ykkur ömmu.
Alltaf var jafn gaman að heyra
þau og tilhlökkunin jafn mikil í
hvert skipti. Þeir voru ófá sund-
tökin og bíltúrarnir sem við tók-
um saman, elsku afi minn. Þú
gerðir allt til þess að gleðja aðra.
Þú varst alltaf klár í slaginn,
sama hvað það var.
Söknuðurinn er gríðarlegur en
ég er mjög þakklátur fyrir þessar
stundir sem við höfum átt saman.
Þeim mun ég aldrei gleyma. Sá
dagur mun ekki líða sem ég
hugsa ekki til þín með bros á vör.
Annað er ekki hægt. Að lokum vil
ég fá að segja þrjú orð í kveðju-
skyni. Þau orð eru „Billi, balli,
bú“.
Guð geymi þig, ástkæri afi
minn.
Baldur.
Minningar sem eru tengdar
bæði lífsins gleði og sorg streyma
um hugann við fráfall föðurbróð-
ur míns, Sturlu Eiríkssonar, sem
ég kallaði ávallt Stúlla frænda.
Mikilvægir einstaklingar í lífi
sérhvers manns eiga hlutdeild í
öllum þáttum lífsins, gleði þess
og sorg. Minningar geta verið
fagrar og dýrmætar þrátt fyrir
að tengjast ekki einungis lífsins
gleðistundum. Það á svo sannar-
lega við þegar ég staldra við
minningarnar um Stúlla frænda,
því hann var til staðar þegar til-
efni var til að fagna einhverjum
mikilvægum atburði en ekki síð-
ur þegar þörf var á styrk og
stuðningi. Hversdeginum má
ekki heldur gleyma því í honum
leynast einnig dýrmætar minn-
ingar.
Hugurinn leitar inn í stofuna
hans Eiríks afa á Grenimelnum,
þar sem pabbi og Stúlli frændi
sátu skellihlæjandi að hlusta á
hljómplötu sem Rósa systir
þeirra hafði komið með frá Ja-
maica. Sjálf hafði ég ekki aldur til
að skilja hvað var svona fyndið
enda skipti það ekki máli heldur
minningin í huga mínum um þá
bræður saman á góðri stundu.
Mér þykir vænt um þessa minn-
ingu þar sem pabbi dó ungur svo
að slíkar minningar á ég fáar.
Þeir voru nánir bræður og miklir
vinir og syrgi ég þá tengingu sem
ég hafði við föður minn í gegnum
Stúlla ekki síður en að missa ynd-
islegan frænda.
Margar minningar eru tengd-
ar Hjallalandinu þar sem Stúlli
og Solveig kona hans byggðu sér
hús og bjuggu lengst af. Hvort
sem það var í næturgistingu hjá
Ninnu dóttur þeirra, kaffispjall í
yndislega borðkróknum eða í
einni af þeim fjölmörgu veislum
sem þau hjónin héldu af alls kyns
tilefni, alltaf var gott að koma í
Hjallalandið. Heimili þeirra bar
vott um að þar bjuggu miklir fag-
urkerar og listunnendur. Þegar
þau hjónin ákváðu að minnka við
sig fyrir um áratug og fluttu í
Logafoldina, tókst þeim að skapa
sama yfirbragð í nýja húsinu og
hafði verið svo einkennandi fyrir
gamla heimilið. Mér var falið að
hanna nýjar innréttingar í nýja
húsið og var það afskaplega
skemmtilegt og gefandi verkefni.
Það er með þakklæti í huga,
sem ég kveð núna föðurbróður
minn, fyrir að hafa átt hann að í
lífi mínu. Þakkirnar ná einnig til
Solveigar, eftirlifandi eiginkonu
hans, því varla er hægt að nefna
Stúlla frænda án þess að hún sé
nefnd í sömu andránni, svo ná-
tengd voru þau hjónin.
Ég og fjölskylda mín færum
Solveigu, Ninnu, Óskari og Rósu
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur, sem og fjölskyldunni allri.
Snjólaug G. Jóhannesdóttir.
Sturla Eiríksson var einn af
mínum elstu og albestu vinum og
okkur hjónunum finnst afar sárt
að geta ekki fylgt honum síðasta
spölinn og vottað þannig virðingu
okkar og þakklæti fyrir árin sem
við áttum hvað nánust samskipti.
Það var fljótlega eftir ég kom
til Íslands 1965, að við Sturla,
frændi minn, kynntumst og vin-
átta á milli okkar og eiginkvenna
okkar, Sólveigar og Svölu, varð
sterk og einlæg. Margar kvöld-
stundir áttum við á heimili
þeirra, allt var þar rætt milli him-
ins og jarðar, gleðin var í háveg-
um höfð, mikið hlegið og gest-
risnin þeim báðum í blóð borin.
Tónlistin var ríkur þáttur í lífi
þeirra og ógleymanlegar eru
stundirnar, sem við áttum kring-
um Sólveigu við píanóið, syngj-
andi allt frá íslenskum ættjarð-
arlögum til þýskra slagara – og
svo var dansað.
Í mörg ár vorum við saman
með skrifstofu, hann að reka sitt
fyrirtæki og ég mitt. Alltaf var
gott að mæta í vinnuna og þegar
upp komu vandamál voru þau
jafnóðum leyst. Einhverju sinni
lofuðum við hvor öðrum í hálf-
kæringi að skrifa minningargrein
hvor um annan. Nú er ljóst að
Sturla sleppur.
Sturla var vinsæll maður. Góð-
ur eiginmaður, góður faðir
barnanna sinna fjögurra, góður
vinur og góður stjórnandi, sem
átti auðvelt með að hrífa fólk með
sér.
Undanfarin ár hafa verið Sól-
veigu og börnunum erfið vegna
veikinda hans, en nú fær hann
hvíld og hann á von á góðum mót-
tökum hjá Snjólaugu, dótturinni,
sem dó svo ung.
Elsku Sólveig, Ingunn, Rósa
og Óskar, tengdabörn og barna-
börn, minningin um góðan dreng
mun lifa í hjörtum okkar.
Við Svala sendum ykkur öllum
okkar dýpstu samúðarkveðjur.
David Pitt.
Sturla, fyrrverandi tengdafað-
ir minn, hefur nú kvatt þennan
heim. Okkur var alltaf vel til vina
og ég er svo þakklátur fyrir að fá
að kveðja hann fyrir stuttu síðan.
Sturla var kærleiksríkur og góð-
ur maður. Hann var bráðskarp-
ur, með frábæran húmor, sem
var bæði lúmskur og beittur en
þó aldrei meiðandi. Meira að
segja þegar ég hitti hann síðast
og fá andartök voru eftir hafði
hann tíma fyrir hlátur. Hann
kallaði mig iðulega sauð og því
var ég kallaður Siggi sauður og
oft yfirsauður. Ég man að mér
fannst þetta skrítið fyrst en fljót-
lega fór mér að þykja vænt um
viðurnefnið. Þetta var hluti af
húmor hans og við höfðum gam-
an af að stríða hvor öðrum, en
virðingin og væntumþykjan
skein alltaf í gegn. Á mínu heimili
er vinsælt að horfa á þá teikni-
myndafélaga Tomma og Jenna.
Ég hef ósjaldan hugsað til þeirra
stunda þegar Sturla sat fyrir
framan sjónvarpið og grét úr
hlátri þegar músin lék sér að
kettinum, og fór t.d. með sláttu-
vél yfir hann eða plataði hann
með einhverjum fáránlegum
hætti.
Sturla var heill og sannur og
vildi alltaf öllum vel. Í hinni helgu
bók er viskan lofuð og hún er
m.a. útskýrð sem blanda af þekk-
ingu og innsæi. Sturla bjó sann-
arlega yfir visku og ég lærði mik-
ið af honum.
Sturla átti góða og ástríka fjöl-
skyldu sem hann lifði fyrir og var
lánsamur að eiga að. Ég votta
Solveigu, Rósu, Óskari, Ninnu,
Þorgerði, Birni, barnabörnum og
fjölskyldu og vinum innilega
samúð á þessari sorgarstundu.
Megi Drottinn gefa ykkur styrk
og blessa.
Sigurður Ragnarsson.
Ótal minningabrot flugu í
gegnum hugann þegar ég fékk
fréttina af andláti Sturlu Eiríks-
sonar.
Kynni okkar hófust í gegnum
störf okkar. Báðir stunduðum við
viðskipti með sambærilegar
vörur. Hann var framkvæmda-
stjóri heildverslunar Sigurðar
Egilssonar og Egils Guttorms-
sonar en ég var hjá Pennanum.
Þessi fyrirtæki voru öll í mikilli
samkeppni sín á milli en góður
kunningsskapur milli stjórnenda
þeirra þrátt fyrir það. Alltaf var
gaman að hitta Sturlu. Stutt í
húmorinn en hann var líka skap-
maður sem stóð fast á sínu. Við
sóttum sömu vörusýninguna í
Frankfurt árum saman og þar
gafst tækifæri að loknum starfs-
degi til að kynnast betur.
Sturla stofnaði fyrirtækið
Fjölval og einnig bókaútgáfuna
Fjölva og Penninn hóf að selja
bækur.
Sturla Eiríksson