Morgunblaðið - 07.02.2015, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.02.2015, Blaðsíða 14
SVIÐSLJÓS Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Ferðafélag Íslands leggst gegn upp- byggingu á nýjum stað við Land- mannalaugar. Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir og stjórnar- maður í Ferðafélaginu, segir að svæðið við Sólvang við Námshraun henti illa. Gróður sé viðkvæmur á þessu svæði og mjög merkilegar jarðminjar séu í hrauninu í nágrenn- inu, sem illa þyldu aukna umferð. Auk bygginga þurfi á nýjum stað að koma fyrir lögnum fyrir fráveitu og heitt og kalt vatn. Mest rask og lýti á landinu yrði samt vegna gerðar nýs varnargarðs, sem væri nauðsyn- legur til að koma í veg fyrir að áin flæddi upp á nýtt tjaldsvæði. Tómas dregur þó enga dul á að brýn þörf sé á breytingum og betra skipulagi við Laugarnar. „Við höfum í mörg ár leitað eftir samstarfi við sveitarfélagið, sem fer með skipu- lagsmál á svæðinu, en að mestu fyr- ir daufum eyrum,“ segir Tómas. Þannig hafi félagið unnið ítarlega umsögn og athugasemdir við rammaskipulag suðurhálendis í september 2013. Athugasemdum ekki svarað „Þessum athugasemdum okkar hefur ekki einu sinni verið svarað, sem okkur þykir undarlegt,“ segir Tómas. „Landmannalaugar eru ein- stakur gullmoli í náttúru Íslands og þegar ég tala um þetta svæði tala ég sannarlega frá hjartanu því þetta svæði hefur verið mér kært frá barnæsku. Mér finnst að í hug- myndum, sem hafa verið til umræðu af hálfu sveitarfélagsins, rekist hvað á annars horn og það er sárt að þetta skuli ekki hafa verið unnið í meiri samvinnu.“ Tómas tekur fram að í verðlauna- tillögunni sé ýmislegt vel unnið. Hugmyndir um bílastæði og snyrti- aðstöðu við Námakvísl séu til dæmis svipaðar og tillögur Ferðafélagsins. Þar er hugmyndin að koma upp snyrtiaðstöðu fyrir daggesti, sem síðan gengju yfir ána. Annað í tillög- unum gangi hins vegar ekki upp eins og að aðskilja tjaldaðstöðuna frá Laugunum en frá Sólvangi að þeim er þriggja kílómetra leið. „Ef farið yrði í uppbyggingu á nýja staðnum þyrfti sennilega að koma á einhvers konar ferðum á milli því það eru ekki allir sem geta gengið þessa þriggja kílómetra leið,“ segir Tómas. „Þetta væri synd því persónulega finnst mér einn mesti sjarminn við að vera þarna að geta skellt sér í bað í Laugunum og farið svo beint heim í tjald eða hús- bíl eftir atvikum.“ Lágreist hús í hraunjaðrinum „Við hjá Ferðafélaginu teljum miklu betri lausn að byggja upp tjaldsvæði austanmegin við núver- andi varnargarð, nálægt Grænagili, á svæði sem ekki er jafn viðkvæmt og við Sólvang og er þegar búið að raska. Þarna sæjust tjöld og hús- bílar síður og við jaðar Lauga- hrauns er ágætt skjól. Skáli Ferða- félagsins myndi standa áfram, en önnur mannvirki, myndu hverfa smám saman. Í staðinn yrðu byggð ný lágreist hús í hraunjarðinum með gistingu og annarri aðstöðu fyrir ferðamenn. Húsin yrðu að hluta til grafin niður og klædd torfi. Við höfum fundið ágætis staðsetningu fyrir þessa þjónustumiðstöð inni í hraunjaðr- inum, en áður en svæðið var friðlýst hafði verið tekið efni í varnargarða í hraunjaðrinum og þar myndaðist skarð sem upplagt er að nota til að fela þjónustumiðstöðina. Svæðið á melnum þar sem tjald- svæðið er núna yrði grætt upp og aðstaða fyrir tjöld og bíla færð nær Bláhnjúki. Þannig myndu tjöld ekki sjást þegar fólk baðar sig í Laug- unum,“ segir Tómas. Löng saga í Laugum Nú kemur um ein milljón ferða- manna til Íslands árlega en 30-40% þeirra sem heimsækja landið segj- ast gera það til að skoða öræfi og hálendi landsins. Stór hluti þessara erlendu ferðamanna sækir Land- mannlaugar, en talið er að um 80 þúsund gestir komi þangað árlega, langflestir útlendingar. Af þeim ganga um átta þúsund manns Laugaveginn árlega. Ferðafélag Íslands á sér langa sögu í Landmannalaugum og var fyrsti skáli félagsins þar reistur 1951. Aðeins hluti gesta í Land- mannalaugum greiðir fyrir aðstöð- una, en einungis rekstur snyrtiað- stöðu í Laugunum kostar Ferða- félagið um 30 milljónir á ári. Vilja byggja upp við Grænagil  Ferðafélag Íslands hefur í mörg ár leitað eftir samstarfi um uppbyggingu í Landmannalaugum  Gagnrýna hugmyndir sveitarfélagsins um uppbyggingu við Sólvang  Ferðir þyrfti á milli staða Myndir/Ferðafélag Íslands Landmannalaugar Yfirlitsmynd sem sýnir aðstöðuna eins og hún er núna. Smám saman eiga mannvirki á svæðinu að víkja að skála FÍ undanskildum. Framtíðarsýn Ferðafélagið gerir ráð fyrir að tjaldsvæði og þjónustukjarni færist að Grænagili og melarnir þar sem nú er tjaldað verði græddir upp. 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2015 Kauptúni 3 / Garðabæ / Sími: 564-3364 kíktu í heimsókn Lifandi veslun af sjávarfiskum í öllum regnbogans litum. Komdu og skoðaðu ljónsfiskinn, Dóru, Nemó og alla hina fiskana. Mikið úrval af kóröllum. Frábæ r tilboð á fiskabú rum og fylg ihlutum NÝ SENDING Landmannalaugar voru friðlýstar árið 1979 ásamt nánar tilgreindu svæði milli Torfajökuls og Tungna- ár, Friðland að Fjallabaki. Árið 2011 samþykkti ríkisstjórnin að Torfajökulssvæðið yrði eitt þeirra svæða sem Ísland myndi sækja um í framtíðinni að yrði skráð á heimsminjaskrá UNESCO. Í bréfi mennta- og menningar- málaráðuneytis til viðkomandi sveitarfélaga er minnt á þessa umsókn og áréttað að með nýju skipulagi verði ekki brotið nýtt land undir mannvirki og þjón- ustukjarna heldur verði áfram unnið með þau svæði sem þegar hefur verið raskað, s.s. Land- mannalaugar. Þá hafa sérfræðingar á Náttúrufræðistofnun komið með ýmsar athugasemdir vegna áformanna, en þeir unnu skýrslu um málið fyrir Ferðafélag Íslands. Hafa gildi á heimsvísu Tómas Guðbjartsson segist ekki sjá hvernig uppbygging á Sólvangi standist kröfur sem gerðar eru til skráningar á heimsminjaskrá. „Ég set líka spurningarmerki við þátt Umhverfisstofnunar í þessu máli, sem var aðili að samkeppni Rangárþings ytra um nýja upp- byggingu. Stofnunin er umsjón- araðili friðlandsins og hefur það hlutverk að tryggja verndun nátt- úrunnar, sem ég efast um að sé gert á besta mögulega hátt í þeirri tillögu. Þessar framkvæmdir munu raska, ekki bara náttúrunni, heldur einn- ig skráningu þessa einstaka svæðis á heimsminjaskrá UNESCO. Það væri afar heimsku- leg ákvörðun, enda slík skráning besta landkynning sem um getur. Og við verðum að hafa í huga að Landmannalaugar hafa ekki ein- ungis mikið gildi á landsvísu held- ur fyrir heimsbyggðina alla. Okkur ber því skylda til að taka réttar ákvarðanir í svo mikilvægu máli,“ segir Tómas. Skráning á heimsminjaskrá besta kynning sem um getur SETUR SPURNINGARMERKI VIÐ ÞÁTT UMHVERFISSTOFNUNAR Á fjöllum Tómas Guðbjartsson er útivistarmaður og situr í stjórn FÍ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.