Morgunblaðið - 07.02.2015, Side 22

Morgunblaðið - 07.02.2015, Side 22
Margrét Kr. Sigurðardóttir margret@mbl.is Hlutabréf í Icelandair Group lækk- uðu um ríflega 6% í Kauphöllinni í gær sem bendir til þess að fjárfestar hafi orðið fyrir nokkrum vonbrigðum með uppgjör félagsins fyrir árið 2014 sem birt var í fyrradag, þrátt fyrir bestu afkomu þess frá upphafi. Um- talsverð viðskipti voru með bréf Ice- landair Group í gær og sveiflaðist gengi töluvert í kjölfar þess að félag- ið kynnti afkomu sína fyrir síðasta ár og nærri níu milljarða króna hagnað. Verðið var 23,10 krónur á hlut við opnun markaða í gær, tók dýfu snemma morguns og sveiflaðist frá 21,30 krónum þegar lægst var og hæst fór það í 22,96 krónur. Velta með bréf félagsins var 1,5 milljarðar króna og endaði gengið í 21,70 krón- um á hlut í lok dags og hafði því lækkað um 6,06%. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær var afkoma síðasta árs betri en stjórnendur höfðu áætlað í upphafi árs, þótt fjórði ársfjórðungur hefði skilað tveggja milljarða króna tapi. Áætlanir stjórnenda fyrir 2015 gera ráð fyrir 4% aukningu í hagnaði ársins fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA). Of varkárar horfur Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur í hlutabréfum hjá hagfræðideild Landsbankans, segir að horfur fé- lagsins um afkomu ársins séu lægri en búast hefði mátt við miðað við aukið flugframboð, meiri sætanýt- ingu og lækkun olíuverðs. „Um helgina verður rýnt betur í hvað fé- lagið ætlar sér. Það hefur komið mönnum í opna skjöldu að félagið setur fram svo varkárar horfur mið- að við upplýsingar sem gefa tilefni til bjartsýni. Hagnaður félagsins mynd- ast að jafnaði á öðrum og þriðja árs- fjórðungi, þannig að tap á fyrsta árs- fjórðungi kemur ekki á óvart. En búast hefði mátt við að félagið setti fram bjartsýnni horfur yfir árið í heild.“ Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Íslandsbanka, tek- ur í sama streng og segir að vænt- ingar markaðarins hafi verið meiri til félagsins. „Það munar talsverðu á því sem fjárfestar væntu og þess sem fé- lagið skilaði í afkomu, þó að í sjálfu sér hafi afkoman verið góð. Tekjur félagsins voru undir væntingum og afkoman á fjórða fjórðungi,“ segir Ingólfur. Áherslan er á innri vöxt Á afkomufundi Icelandair Group í gær kom fram að heildartekjur hefðu aukist um 9% á milli ára og félagið skilaði jákvæðri EBITDA upp á 154,3 milljónir dollara, eða 20,3 millj- arða króna. Í samtali við Morgun- blaðið sagði Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, að helstu ástæður þess að félagið skilaði á síð- asta ári sinni bestu afkomu til þessa væru að áherslan væri fyrst og fremst á innri vöxt. „Við horfum á fé- lagið sem íslenskt félag og þótt við hefðum kannski getað tekið stærri skref þá er þetta tiltölulega stöðugur vöxtur. Fyrst og síðast er það þó reynsla starfsfólks og sveigjanleiki sem er mikilvægt í rekstri sem þess- um þannig að við náum þeim árangri sem raun ber vitni.“ Í ljósi þess að félagið er með mikið handbært fé, en í lok árs var það rúmir 24 milljarðar króna, var Björg- ólfur spurður hvort ástæða hefði ver- ið til að greiða hærri arð til hluthafa en þá 2,5 milljarða króna sem stjórn félagsins leggur til. „Stefnan er að greiða 20-40% af hagnaði ársins en þó með þeim fyrirvara að félagið standist þá ákveðin markmið í fjár- hagslegri stöðu og uppbyggingu. Það eru töluverðar fjárfestingar fram- undan í nýjum flugflota þannig að við höfum horft til þess að félagið þurfi að halda þessu fé. Flugfélög þurfa töluvert mikið lausafé til að takast á við sveiflur sem gerast mjög hratt. Ákvörðun um 30% arðgreiðslu er því best fyrir félagið og hluthafana til lengri tíma litið.“ Miklar sveiflur í gengi Icelandair eftir uppgjör Hlutabréf Töluverð viðskipti voru með bréf Icelandair Group í gær. Uppgjör Icelandair Group » Gengi hlutabréfa félagsins féll um 7,8% snemma dags í gær. » Gengið hafði lækkað um lið- lega 6% í lok dags í 1,5 millj- arða króna veltu. » Áætlun stjórnenda félagsins gerir ráð fyrir um 4% aukningu EBITDA-hagnaðar á þessu ári.  Besta afkoma Icelandair Group til þessa en markaðurinn vænti meira 22 FRÉTTIRViðskipti | atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2015 Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is Úrval af vörum frá Kartell Fly loftljós verð 37.300,- Take borðlampar verð 14.900,- stk. Bourgie borðlampar verð frá 42.900,- stk. Componibili hirslur verð 22.900,- stk.                                     !  "   " #! $% " #%  ! &'()* (+(     ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5  !  %   !   "$ # $#  #$ $!"     $  " "$#$ #$% $ #$ #!#  "  #! Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Hampiðjan hefur stofnað sölufyr- irtæki í Brisbane á austurströnd Ástr- alíu til að sinna þröfum markaðarins fyrir net, kaðla og ofurtóg. Fyrirtækið, sem mun bera nafnið Hampidjan Austr- alia, verður stofnað í samstarfi við Þor- stein Benediktsson sem hefur búið og unnið í Ástralíu undanfarin átta ár og rekið þar fyrirtæki sem hafa sinnt sjávarútvegi og selt vörur til útgerða með góðum árangri. Hampiðjan mun eiga 80% af hlutafé nýja fyrirtækisins og Þorsteinn 20%. Þorsteinn Bene- diktsson mun einnig verða fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins. Samhliða því að selja vörur Hampiðjunnar mun Hampidjan Australía selja vörur til út- gerðar frá öðrum framleiðendum. Hampiðjan opnar sölu- fyrirtæki í Ástralíu ● Pipar/TBWA tók saman heildarveltu og skiptingu PIPAR\MEDIA á milli miðla árið 2014 og eru dagblöð sem fyrr stærsti miðillinn með 29% heildarveltu. Netmiðlar eru í öðru sæti með 26% og taka fram úr sjónvarpsauglýsingum sem koma í þriðja sæti með 23%. Ísland sker sig frá helstu samanburðarlöndum að því leyti að almennt er sjónvarp stærsti miðillinn erlendis. Nánar á mbl.is. Netauglýsingar sækja hratt fram á Íslandi STUTTAR FRÉTTIR ... Stefán Einar Stefánsson ses@mbl.is Stoðtækjafyrirtækið Össur hefur burði til að ráðast í allt að 80-90 millj- ón dollara, eða 9-11 milljarða króna, yfirtökur á öðrum fyrirtækjum án þess að auka við hlutafé sitt. Komi til stærri fjárfestinga geta fjármagns- höft á Íslandi sett strik í reikninginn þar sem fjármagn sem fengist við út- gáfu nýs hlutafjár yrði að þriðjungs- hluta fast innan gjaldeyrishafta hér á landi og myndi þar með ekki nýtast til fjárfestinga erlendis. Jón Sigurðs- son, forstjóri félagsins, fjallaði á fundi með fjárfestum í gær um þau vandkvæði sem tengjast tvöfaldri skráningu félagsins í Kauphöll Ís- lands og þeirrar í Danmörku þar sem 70% hlutafjár félagsins eru skráð á síðarnefnda staðnum en 30% hérlendis. Núverandi hluthafar hafa for- kaupsrétt að nýju hlutafé og ósenni- legt er að mögulegt væri að gefa allt nýtt hlutafé út í Danmörku en til þess þyrftu íslenskir hluthafar að falla frá sínum forkaupsrétti. Stór hluti vaxtar félagsins í gegn- um tíðina hefur tengst kaupum á fyr- irtækjum í tengdum rekstri. Á fundinum, sem Jón og Sveinn Sölvason fjármálastjóri héldu í tengslum við ársuppgjör félagsins, kom einnig fram að ekki stæði til að ráðast í meiriháttar kaup á öðrum fé- lögum á næstu þremur til sex mán- uðum. Innan fyrrgreindra marka hefði félagið þó getu til þess að bregðast við ef álitleg kauptækifæri kæmu upp sem féllu að framtíðar- stefnu Össurar. Höftin takmarka fjárfestingagetu Morgunblaðið/Eggert Fjárfestingar Jón Sigurðsson, for- stjóri Össurar, kynnti uppgjör í gær.  Össur ræður við 9-11 milljarða kaup án aukins hlutafjár

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.