Morgunblaðið - 07.02.2015, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.02.2015, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2015 Ég sá það einhvers staðar að nú eru út- víðar buxur að kom- ast aftur í tísku. Best að fara upp á háaloft og gá hvað leynist þar af útvíðu. Ég held það styttist samt í það að ég hætti þessum elt- ingaleik við tískuna. Ein miðaldra. Útvíðar buxur Tískan 1974 Íslenskar tískuvörur. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Nú geta allir fengið iPad-áskrift Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lif- andi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notk- un og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morg- unblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem inn- sendikerfið er notað þarf notand- inn að nýskrá sig inn í kerfið. Ít- arlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. Þann 2. febrúar 1990 undirrituðu launafólk og atvinnu- rekendur heild- arkjarasamning til 18 mánaða. Samningnum var ætlað að ná verð- bólgu hratt niður – en hún hafði verið 21% árið 1989 – og tryggja atvinnu- öryggi. Æ síðan hefur þessi samningur gengið undir nafninu þjóðarsátt um kjaramál. Gerbreytt staða Staðan á vinnumarkaði er ger- breytt á 25 ára afmæli þjóð- arsáttarsamningsins. Hér er minni verðbólga en sést hefur um árabil og jafnvel verðhjöðnun. Hins vegar hefur launamunur í landinu aukist jafnt og þétt. Margir hópar á vinnumarkaði krefjast því verulegrar launaleið- réttingar og launahækkunar og horfa m.a. til nýlegra samninga við kennara og lækna. Talsmenn atvinnurekenda segja að ekkert svigrúm sé til slíkra breytinga; allt fari á hvín- andi kúpuna og verðbólgan æði aftur af stað verði launahækkanir ekki með hóflegasta móti. Þessi sultarsöngur atvinnurekenda er gamalkunnur, enda kyrjaður há- stöfum í hvert einasta sinn sem launafólk sest að samningaborð- inu. Sanngjörn og skýr krafa Starfsgreinasamband Íslands hefur sett fram sanngjarna og skýra kröfu í aðdraganda kjara- viðræðna. Sambandið leggur megináherslu á að lægstu laun hækki verulega frá því sem nú er, þannig að þau verði ekki lengur undir framfærslu- og jafn- vel fátæktarmörkum, eins og raunin er nú. Jafnframt á að horfa á krónutöluhækkun launa almennt en ekki pró- sentuhækkun, eins og því miður hefur verið gert allt of lengi. Það er engin sanngirni í því að sá sem er með 800 þús- und krónur í laun á mánuði hækki um 240 þúsund krónur í launum við 30% launahækkun en sá sem er með 200 þús- und krónur í mán- aðarlaun hækki um 60 þúsund krónur. Það liggur í augum uppi. Ný þjóðarsátt í augsýn? Forsætisráðherra hefur lýst því yfir að hann styðji hugmynd- ina um krónutöluhækkun launa. Ég fagna því. Ég vona jafnframt að samningsaðilar geti sæst á umtalsverða hækkun lægstu launa og raunsæja krónutölu- hækkun hópa sem eru ofar í launastiganum. Hugmynd um nýja þjóðarsátt hefur verið reifuð víða síðustu ár en til þess að svo megi verða þarf margt að koma til. Mikilvægt skref í þá átt er sátt um hækkun taxtalauna í samræmi við kröfur Starfsgreinasambandsins. Lyk- ilatriðin eru tekjujöfnun í gegn- um kjarasamninga og skattkerfið og efling velferðarkerfisins. Ein- ungis þannig verður ný þjóð- arsátt 25 árum síðar raunhæf. Ný þjóðarsátt á 25 ára afmælinu? Eftir Björn Snæbjörnsson Björn Snæbjörnsson »Hugmynd um nýja þjóðarsátt hefur verið reifuð víða síðustu ár en skref í þá átt er sátt um hækkun taxta- launa í samræmi við kröfur SGS. Höfundur er formaður Starfsgreinasambands Íslands og Einingar-Iðju. ÚTLITSHUGMYND - FRÁ SJÁVARGÖTU SLIPP-HOSTEL Skipasmíðastöð Njarðvíkur h.f. auglýsir til sölu atvinnu- og skrifstofuhúsnæði sitt við Sjávargötu í Reykjanesbæ. Fyrir liggja samþykktar grunnteikningar af húsnæðinu þar sem gert er ráð fyrir því að byggð verði ein hæð ofan á húsin og notkuninni verði breytt í gistiheimili eða hostel með u.þ.b. 150 rúmum. Núverandi stærð húsnæðisins er 1.125 fm. Skipasmíðastöðin mun halda áfram starfssemi sinni og bjóða upp á sjónarspil þar sem stór skip eru dregin upp og þau færð til og frá. Ásett verð er 75 milljónir. Allar nánari upplýsingar veita sölumenn Ásbergs í síma 421-1420 eða á skrifstofu að Hafnargötu 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.