Morgunblaðið - 07.02.2015, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.02.2015, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2015 BÆJARLÍF Albert Eymundsson Hornafirði Bjartsýni ríkir hjá Hornfirðingum á nýju ári. Atvinnuástand er al- mennt gott í flestum greinum og at- vinnuleysi mjög lítið. Mikil uppbygg- ing er í ferðaþjónustunni sem skilar sér í auknum umsvifum í bygg- ingageiranum og vinnu hjá iðn- aðarmönnum. Vetrarvertíðin fer reyndar rólega af stað vegna gæfta- leysis. Netabátar hafa lítið fiskað þá daga sem gefið hefur á sjó en línu- bátar aftur á móti ágætlega. Sjó- menn og aðrir fagna auknum loðnu- kvóta og eru hornfirsku uppsjávarskipin farin að sækja stíft.    Þorrablótsvertíðinni lýkur um helgina með þorrablóti Mýramanna og Suðursveitunga. Áður höfðu eldri borgarar, Hafnarmenn og Lón- og Nesjamenn blótað þorra. Vertíðinni lýkur síðan með góugleði sem Öræf- ingar bjóða uppá. Allar þessar skemmtanir eru vel sóttar og gera má ráð fyrir að hátt í þúsund manns sæki samkomurnar.    „Love me do“ er leiksýning sem verður frumsýnd á næstunni og er samvinnuverkefni Leikfélags Hornafjarðar og Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu. Höfundur og leikstjóri er Stefán Sturla Sig- urjónsson sem kemur alla leið frá Finnlandi til að setja sýninguna upp. Leikhúsfólk hér hefur góða reynslu af samstarfi við Stefán Sturlu sem leikstýrði vel heppnaðri sýningu í fyrra.    Hollvinasamtök heilbrigðis- stofnana á Hornafirði voru stofnuð 18. janúar sl. Hornfirðingar hafa sjálfir rekið heilbrigðis- og öldr- unarþjónustu ásamt málefnum fatl- aðra um árabil með sérstökum þjón- ustusamningum við ráðuneytin. Góð reynsla er af þessum samrekstri og samþættingu við félagsþjónustu sveitarfélagsins. Það styðja rekstr- arniðurstöður og viðhorfskannanir notenda og aðstandenda þeirra. Nú eru blikur á lofti vegna skipulags- breytinga í þessum málaflokkum og vilja Hornfirðingar efla sam- stöðumátt sinn til að standa vörð um þá góðu þjónustu sem hér hefur ver- ið veitt og þróuð. Það er orðið á- ríðandi að bæta við hjúkrunarrým- um og bæta aðstöðuna með því að fjölga eins manns herbergjum.    Hollvinasamtök Miklagarðs voru stofnuð í sömu viku til að styðja við endurbyggingu hússins. Í menningar- og atvinnusögulegu samhengi hefur Mikligarður þjónað veigamiklu hlutverki hvað varðar þróun byggðar og mótun sam- félagsins. Mikligarður var hálfgerð félagsmiðstöð, skammtíma heimili margra aðfluttra, kirkja, íþrótta- hús, tónlistarskóli, dansstaður og síðast en ekki síst var húsið verbúð, söltunar- og beitingaraðstaða út- gerðarinnar, sem er það hlutverk sem því var ætlað í upphafi. Þessi bygging hefur að geyma sögu byggðar og samfélags í mótun sem skila þarf til komandi kynslóða með sóma. Bjartsýni ríkir á nýju ári Morgunblaðið/Maríus Sævarsson Mikligarður Hollvinasamtök hafa verið stofnuð til að styðja við endurbyggingu Miklagarðs í Hornafirði. Um 62.700 erlendir ferðamenn fóru frá landinu í janúarmánuði, samkvæmt talningu Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Eru það 16.100 fleiri ferðamenn en í janúar 2014 og nemur fjölgunin á milli ára liðlega þriðjungi. Í frétt á vef Ferðamálastofu er sagt að þetta sýni hvað ferðaárið 2015 fari vel af stað. Ferðamenn hafa ekki mælst fleiri í janúarmánuði frá því mælingar hófust. Flestir ferðamennirnir voru Bretar, eða tæp 35%. Margir Bandaríkjamenn létu líka sjá sig, hlutur þeirra var tæp 15%. Frakkar komu þar á eftir með rúm 5%. Meira en þriðjungs fjölgun ferðamanna Vetur Vel dúðaðir ferðamenn á ferli. Brynja Björg Halldórsdóttir brynja@mbl.is Æskilegt er að íslenskir hýsingarað- ilar setji sér skýrar reglur um hvort og í hvaða tilvikum þeir hyggist verða við beiðnum erlendra stjórnvalda um veitingu aðgangs að gögnum við- skiptavina þeirra. Þetta segja lög- mennirnir Hjördís Halldórsdóttir og Áslaug Björgvinsdóttir frá Logos lögmannstofu en þær fluttu erindi um aðgang erlendra stjórnvalda að gögn- um sem hýst eru hér á landi, á UT- messunni í Hörpu í gær. Þær segja að efling gagnavörslu- iðnaðar á Íslandi muni að öllum lík- indum hafa í för með sér fjölgun slíkra beiðna. Bæði muni beiðnum til íslenskra hýsingaraðila án aðkomu stjórnvalda fjölga og eins beiðnum til íslenskra stjórnvalda. Að sögn Áslaugar hefur netnotandi alltaf heimild til að veita erlendum stjórnvöldum aðgang að sínum eigin gögnum. Hins vegar ráðist það af not- endaskilmálum hvers hýsingaraðila hvort honum sé heimilt að veita að- gang að þeim gögnum sem hann hýs- ir. Af þeim sökum sé mikilvægt að neytendur kynni sér notendaskilmála til að átta sig á því hvort erlendum stjórnvöldum kunni að vera veittur aðgangur að upplýsingum um þá. Hún bendir í þessu samhengi á rannsókn sem gerð var við Queen Mary-háskólann í London árið 2011 á notendaskilmálum tiltekins fjölda hýsingaraðila. ,,Í öllum tilvikum höfðu hýsingaraðilarnir áskilið sér rétt í skilmálum sínum til að afhenda hýst gögn undir tilteknum kring- umstæðum. Hins vegar var mismun- andi hversu háan þröskuld þessir hýsingaraðilar settu sér.“ Sumir hafi gert kröfu um dómsúrskurð og aðrir talið nægilegt að um væri að ræða viðurkennt eftirlitsstjórnvald. Samkvæmt lögum um meðferð sakamála er dómsúrskurðar að jafn- aði krafist, ef gera á húsleit í húsum og hirslum annars manns en sakborn- ings. Ísland er aðili að samningi Evrópu- sambandsins, sem innleiddur var í ís- lenska löggjöf, um gagnkvæma að- stoð í sakamálum og einnig að sáttmála Evrópuráðsins frá 2001 um tölvuglæpi. Án sáttmálans um tölvu- glæpi gætu erlend stjórnvöld fengið aðgang að gögnum sem hýst eru hér á landi, án aðkomu íslenska ríkisins, en aðeins við þröngar aðstæður. Þeim er þó ekki kunnugt um að er- lend stjórnvöld hafi nálgast íslenska hýsingaraðila með beinum hætti í því augnamiði að fá aðgang að hýstum gögnum. Líklega ráði notendaskil- málar viðkomandi hýsingaraðila því hvort og við hvaða aðstæður aðgang- ur verði veittur. Hýsingaraðilar setji skýrar reglur  Beiðnum um aðgang að gögnum hýstum á Íslandi mun fjölga Morgunblaðið/Árni Sæberg UT-messa Hjördís Halldórsdóttir og Áslaug Björgvinsdóttir. Beiðnir um aðgang » Á fyrstu 6 mánuðum ársins 2014 voru um 31 þúsund beiðnir sendar til Google um aðgang að hýstum gögnum. » Á sama tíma fékk Microsoft 34 þúsund beiðnir um slíkt » Í tilviki Google voru 60% beiðna frá öðrum stjórnvöldum en bandarískum. Í tilviki Micro- soft var hlutfallið 80%. Glóðarsteiking og gott hráefni – gerir steik eins og steik á að bragðast Barónsstíg 11 101 Reykjavík argentina.is Borðapantanir 551 9555 20. febrúar vinnur heppinn áskrifandi Morgunblaðsins Volkswagen e-Golf. Rafmagnað samband við áskrife dur. Þann 20. febrúar kemst einn heppinn áskrifandi Morgunblaðsins í samband við Volkswagen e-Golf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.