Morgunblaðið - 07.02.2015, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.02.2015, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2015 Ábaksíðu í víðlesnu blaði stóð þetta: „Á meðal viðstaddra voruRagnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra og eiginmaðurhennar, Jón Gerald Sullenberger kaupmaður, Ásta HrafnhildurGarðarsdóttir, sem “ o.s.frv. Þá gall við í frú í Austurbænum: „Ja hérna, enn eitt Bónus-ævintýrið!“ Hér hefði semikomma (depilhögg) forðað leiðum misskilningi: „Meðal viðstaddra voru Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra og eig- inmaður hennar; Jón Gerald Sullenberger kaupmaður“ o.s.frv. Semi- kommu má nota í upptalningu „til að afmarka þá liði sem helst eiga sam- an“, segir í þeirri góðu bók, Stafsetningarorðabókinni frá 2006 (bls. 728). Það er ekki sama hvernig við skiptum orðum milli lína. Haus-tönn er t.d. ekki það sama og haust-önn og vel-limaður er annarrar merkingar en velli-maður (hvað sem það orð annars þýðir). Og minna má á ístru-flanir frá árunum þegar ís-truflanir voru tíðar við Búrfellsvirkjun. Ég legg til að orðið ístru-flanir verði tekið upp í merkingunni „áhyggjur af yfirvigt“: Hann var með miklar ístruflanir eftir jólaát- ið. Ég mæli með því að kenn- arinn (eða afi og amma) bregði á leik með svona löguðu til að minna börnin á leyndardóma málsins, m.a. það að stafsetning og framburður fara ekki nærri alltaf saman: Á hverjum degi slettir hann deigi í form svo hann deyi ekki úr leiðindum (góð staf- setningaræfing: hér gæti afi aldeilis komið 10. bekkjar nemanda á óvart). Einnig má benda börnunum á orð sem eru nákvæmlega eins í framburði og stafsetningu en hafa gjörólíka merkingu: Þetta var rúmlega mánaðar rúmlega (orðflokkagreining: ao. + no.). Til að fyrirbyggja námsleiða eru nemendur látnir velja milli námsleiða. Hún kynntist tælandi mönnum í Tælandi (orðflokkagreining: lo. + no.). Og örfá viðbótardæmi um tvíræðni: Selur í göngugötunni. Mikill hiti í læknum á Ísafirði. Vöknuðu þeir við það (vökna eða vakna?). Pottfélagi stóð efst á Laugarásnum og horfði til vesturs, yfir hús gamals útrásarmanns í átt að Hörpu. Þá fékk hann hugljómun: Lírukassinn ætti hún að heita. „Hún minnir á þessi sjálfspilandi smáorgel með handsveif- inni,“ sagði hann og bætti óvænt við eftir stutta þögn: „Líran á Ítalíu var víst orðin verðlaus gjaldmiðill þegar hún var aflögð.“ „ hversu óradjúpt er ekki niður á hamingjuna frá yfirborðsgleðinni,“ segir í Öræfum eftir Ófeig Sigurðsson (bls. 145). Í þeirri metsölu- og verð- launabók fer sannarlega fram merkileg tilraunastarfsemi með mál og stíl: „dr. Lassi lítur þreytulega á loftljósið svo skuggar þræða grunnar hrukk- ur í kringum augun en svo óreiðukennt og grimmilega um andlitið étandi upp æsku og drauma eins og gatnakerfi úthverfa étur upp náttúruna“ (bls. 49). En maður þarf að hafa heilmikið fyrir lestrinum; ég var feginn þegar ég loksins komst á bls. 342 (hafði þá lesið allan textann upphátt fyrir frúna). Ístruflanir Tungutak Baldur Hafstað bhafstad@hi.is Þótt erfitt sé að festa hendur á því hvað ríkis-stjórnin og stjórnarflokkarnir ætlast fyrir varð-andi formlega afturköllun aðildarumsóknar Ís-lands að Evrópusambandinu er ekki erfitt að átta sig á því sem er að gerast í Evrópu. Þar eru blikur á lofti og er þá vægt til orða tekið. Evrópa er í uppnámi, pólitískt, efnahagslega og hern- aðarlega, annars vegar inn á við, þ.e. innan Evrópusam- bandsins sjálfs og hins vegar út á við, á landamærum ESB-ríkja og nágrannaríkja þeirra. Sú bjartsýni, sem var til staðar við lok kalda stríðsins um friðsamlega framtíð í þessari stríðum hrjáðu heimsálfu öldum saman, er horfin. Þróun Evrópusambandsins, sem margir litu til sem frið- arbandalags fremur en efnahagsbandalags er í fullkom- inni óvissu. Hið pólitíska uppnám innan evrusvæðisins, sem er að sjálfsögðu kjarni Evrópusambandsins sem slíks, lýsir sér í því að aðhaldsstefnan í efnahags- málum, sem Þjóðverjar hafa haft forystu um, hefur reynt svo á inn- viði aðildarríkjanna, að þeir eru að bresta í sumum þeirra. SYRIZA, bandalag vinstri manna í Grikk- landi, er í raun bandalag gamalla kommúnista, maóista og annarra vinstri manna. Sú stað- reynd að gríska þjóðin skuli kjósa yfir sig slíkt bandalag segir mikla sögu um algert gjaldþrot hefðbundinna stjórn- málaflokka í Grikklandi. En það sem meira er: Um allan syðri hluta Evrópu fagna menn ýmist leynt eða ljóst sigri þessa sundurleita hóps, sem hefur tekið að sér að stjórna Grikklandi í sam- vinnu við stjórnmálaflokk yzt til hægri, sem hefur andúð á Þjóðverjum einna helzt á stefnuskrá sinni. Ítalir fara ekki í felur með fögnuð sinni og Podemos, nýr stjórnmálaflokkur á Spáni ekki heldur. Frakkar fagna en flíka því ekki op- inberlega. Þjóðfylking Marine Le Pen sækir nú stíft fram á hægri kantinum en Podemos frá vinstri á Spáni. Sigri SYRIZA er fagnað vegna þess að í öðrum aðild- arríkjum evrunnar gera menn sér vonir um að þeim takist að kveikja eld undir aðhaldsstefnu Þjóðverja. Og jafn- framt er ekki lengur hægt að útiloka að flokkar lengst til vinstri og hægri komist til áhrifa í öðrum evruríkjum á sama tíma og Valkostur fyrir Þýzkaland sækir fram í sínu heimalandi. Það er ekki lengur óhugsandi að stjórnvöld í Berlín og embættismenn í Brussel missi tökin og meiri líkur en minni á að sameiningarþróunin í Evrópu sé að stöðvast. Efnahagslegt uppnám evrusvæðisins og þar með ESB lýsir sér í því að efnahagslægð er gengin í garð í evruríkj- unum svo og verðhjöðnun. Þar koma við sögu almenn efnahagsleg vandamál einstakra aðildarríkja, mikil skuld- setning opinberra aðila í sumum þessara landa og heimila og fyrirtækja í öðrum. Flestir, sem fjalla um efnahagsmál á evrusvæðinu telja að það muni taka áratug eða meira að ná hagvexti á strik í þessum löndum. Hinar efnahagslegu þrengingar kalla fram harkaleg viðbrögð á báða bóga eins og sjá mátti í fyrradag, þegar Seðlabanki Evrópu tilkynnti að hann yrði ekki lengur lán- veitandi til þrautavara fyrir gríska banka frá og með mið- vikudegi í næstu viku. Evrópusambandið stendur því í innbyrðis stórátökum um sameiningarþróunina og alvarlegir brestir eru byrj- aðir að sjást í gjaldmiðilssamstarfi evruríkjanna. En jafnframt er nú í fyrsta sinn frá lokum kalda stríðs- ins komin upp alvarleg hernaðarleg staða í Evrópu. Kjarni hennar er auðvitað hið stríða samband á milli Rússa ann- ars vegar og ESB og Bandaríkjanna hins vegar. Fleiri og fleiri lýsa þessari stöðu á þann veg að nýtt kalt stríð sé að brjót- ast út. Þótt Rússar eigi nú sjálfir við mikinn efnahagsvanda að stríða vegna lækkunar olíuverðs á heimsmarkaði, hafa þeir ekkert dregið úr stuðningi við aðskiln- aðarsinna í austurhluta Úkraínu. Ástandið þar fer hríð- versnandi og í fyrradag var tilkynnt að Atlantshafs- bandalagið mundi auka hernaðarlega nærveru sína í austurhluta Evrópu. Rússar eru ekki vinalausir innan ESB. Augljóst er að sterk tengsl eru á milli stjórnvalda í Moskvu og nýrra stjórnarherra í Aþenu, sem hefur m.a. „strategíska“ þýð- ingu vegna legu Grikklands gagnvart Miðausturlöndum. En jafnframt er ljóst að stjórnmálahreyfingar yzt á hægri kantinum í Evrópu telja sig sumar hverjar eiga sálufélaga, þar sem Pútín, forseti Rússlands, er. Einhverjir kunna að líta svo á að Rússar séu svo efnahagslega veikir um þessar mundir að þeir hafi ekki bolmagn til eins eða neins. Þeir sem þannig hugsa ættu að minnast þess að samstarf Rússa og Kínverja er að verða stöðugt nánara og það sem Rússar geta ekki fjárhagslega kunna Kínverjar að geta. Þegar horft er til sögu Evrópu, þó ekki sé nema 500 ár til baka, fer ekki á milli mála að við erum nú að upplifa enn eitt tímabilið, þar sem tilraunir til sameiningar eru að hrökkva til baka. Þessi stóra mynd er ekki til umræðu hér á Íslandi að nokkru marki. Hún kemur okkur hins vegar við vegna þess að hópur Íslendinga hefur talið eftirsóknarvert að Ís- land verði hluti af þessum umbrotum. Sá hópur lagði upp í þá vegferð vegna þess að hann trúði á evruna. Svo margt hefur hins vegar gerzt á meginlandi Evrópu frá því aðildarumsóknin var samþykkt á Alþingi 2009 að það getur beinlínis verið hættulegt að gerast aðili að ríkja- bandalagi, sem logar stafna á milli og enginn veit hvert muni stefna á næstu árum. Af þessum ástæðum er afturköllun aðildarumsóknar Ís- lands að Evrópusambandinu mikilvægari en nokkru sinni fyrr á síðustu fimm árum, þótt fleira komi til Þetta er stóra myndin af þróun Evrópu Nú er beinlínis orðið hættu- legt fyrir Ísland að láta aðildarumsóknina liggja Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Hálfrar aldar ártíð Ólafs Thorsvar haldin hátíðleg á dögunum. Tveir menn sögðu mér, hvor í sínu lagi, að Ólafur hefði orðið forsætis- ráðherra í hvaða landi sem er. Þeir voru dr. Benjamín Eiríksson, hag- fræðingur og bankastjóri, og Magn- ús Óskarsson borgarlögmaður. Ólaf- ur rak útgerðarfyrirtækið Kveldúlf ásamt föður sínum og bræðrum og fór fyrst í framboð 1921 með þeim Jóni Þorlákssyni verkfræðingi og Einari H. Kvaran rithöfundi. Hann vakti þegar athygli. Þá sagði Jón Thoroddsen yngri, sem var ákafur jafnaðarmaður: „Einn selur sement, annar saltfisk og hinn þriðji sannfær- inguna.“ Magnús Jónsson guðfræði- dósent sagði þá á almennum kjós- endafundi, að nú tíðkaðist sama aðferð og hjá laxveiðimönnum. Jón Þorláksson væri ryðgaði öngullinn, en Ólafur Thor girnilega flugan. Náði Jón kjöri, enda skipaði Ólafur þriðja sæti listans. Ólafur var fyrst kjörinn á þing í Gullbringu- og Kjósarsýslu 1926. Lét hann strax að sér kveða á þingflokks- fundum, og sagði Hákon Krist- ófersson í Haga háðslega: „Það er naumast okkur hefur bæst liðsauk- inn!“ Minnir þetta á, þegar Sigurður Bjarnason frá Vigur var fyrst kjör- inn á þing 1942. Hann hafði skrifað fyrir kosningar, að Alþingi þyrfti að endurheimta virðingu sína. „Og ætl- ar þú að vinna það afrek?“ spurði Ólafur. Allir þekkja gamansöguna af því, að Ólafur kom stundum seint á nefndarfundi fyrstu ár sín á þingi. Pétur Ottesen sagði þá við hann: „Ólafur, þú virðist fjandakornið ekki fara á fætur fyrr en um hádegið!“ Ólafur var fljótur til svars: „Það mundir þú nú líka gera, ef þú værir kvæntur henni Ingibjörgu minni!“ Kona Ólafs var Ingibjörg, dóttir Indriða Einarssonar, hagfræðings og leikskálds. Ólafur Thors var hressilegur í framkomu. Eitt sinn var Benjamín Eiríksson staddur inni hjá honum og von á öðrum manni í heimsókn. Ólaf- ur hreyfði hendur eins og hann væri að leika á fiðlu og sagði við Benjamín: „Ja, hvaða lag á ég nú að leika fyrir hann þennan?“ Gamall andstæðingur Ólafs, Jónas Jónsson frá Hriflu, sagði líka eitt sinn: „Það er ein- kennileg tilviljun, að hinn kunni hug- sjónamaður íslenskrar leikmenntar, Indriði Einarsson, skyldi hafa átt að tengdasonum tvo mestu leikara á Ís- landi, þá Jens Waage og Ólaf Thors.“ En þrátt fyrir allan sinn grallaraskap var Ólafur alvörugefinn maður, lífs- reyndur, ráðríkur og vandur að virð- ingu sinni. Hann gaf dótturdóttur sinni gott ráð: „Ekki eyða ævinni í að sjá eftir eða kvíða fyrir.“ Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Ártíð Ólafs Thors Heyrðu umskiptin Fáðu heyrnartæki til reynslu Það er næstum því sama hvernig heyrnarskerðingu þú ert með og hvernig lifi þú lifir, því ReSound heyrnartækin eru vel til þess fallin að hjálpa þér við að skilja talmál, hafa framúrskarandi hljómgæði og snjalla þráðlausa tengingu. FYRSTU SNJALL- HEYRNARTÆKIN Apple, Apple merkið, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki Apple Inc, skráð í BNA og öðrum löndum. App Store er þjónustumerki Apple Inc. Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.