Morgunblaðið - 07.02.2015, Blaðsíða 43
ÍSLENDINGAR 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2015
verkfræðideild HÍ 1972-76, for-
maður RVFÍ 1975-76, sat í veiði-
og fiskræktarráði Reykjavík-
urborgar 1974-83, var formaður
Veiðifélags Elliðaánna um skeið
frá 1976, sat í stjórn SKÝRR frá
1976 og stjórnarformaður um
skeið frá 1992, í stjórn Mikromiðils
sf. 1978-81 og sat í ýmsum op-
inberum nefndum og fagráðum.
Er eitthvað sem stendur upp úr
þegar litið er um öxl yfir ævistarf
við raforkumál Reykvíkinga?
„Já, ég verð að láta þess getið
að Elliðaárstöðin og Elliðaárdal-
urinn eru mér afar hjartfólgin. El-
liðaárstöðin stendur enn nánast í
upprunalegri mynd sem mik-
ilvægur minnisvarði um fyrstu
vatnsaflsvirkjun Reykvíkinga sem
færði raforku til ljósa og eldavéla
heimilanna og olli þar með bylt-
ingu í lífsgæðum almennings.“
Fjölskylda
Haukur kvæntist 17.7. 1954
Aðalheiði Jóhannesdóttur, f. 9.2.
1931, d. 15.6. 1997, píanókennara,
húsfreyju og fulltrúa. Foreldra
hennar voru Jóhannes Nordal
Þorsteinsson, f. á Eyjólfsstöðum í
Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu
18.10. 1905, d. 12.6. 1937, forstjóri
í Reykjavík, og k.h., Anna Gísla-
dóttir, f. í Stóradal í Svínavatns-
hreppi í Austur-Húnavatnssýslu
26.4. 1906, d. 27.12. 1993, hús-
freyja.
Börn Hauks og Aðalheiðar eru
Anna Soffía Hauksdóttir, f. 7.6.
1958, rafmagns- og tölvuverkfræð-
ingur og prófessor við Háskóla Ís-
lands, búsett á Seltjarnarnesi, en
maður hennar er Kornelíus Sig-
mundsson, fyrrv. sendiherra; Jó-
hannes Hauksson, f. 11.11. 1963,
viðskiptafræðingur og forstöðu-
maður hjá Íslandssjóðum, en kona
hans er Inga Björg Hjaltadóttir
lögmaður, og Helga Hauksdóttir, f.
18.2. 1969, lögfræðingur og mann-
auðsstjóri í utanríkisráðuneytinu,
en maður hennar er Hafþór Þor-
leifsson kennari. Barnabörn Hauks
og Aðalheiðar eru sex talsins.
Systkini Hauks: Sigurhjörtur, f.
29.1. 1926, d. 28.4. 2001, bygginga-
verkfræðingur; Jósef Pálmar
Pálmason, f. 18.11 1927, d. 15.2
1938; Anna, f. 2.12. 1928, d. 4.11.
2001, starfsmaður hjá Námsgagna-
stofnun; Hreinn, f. 26.11. 1931, d.
12.6. 2001, starfsmaður við land-
búnaðarráðuneytið; Auður, f. 21.8.
1933, d. 22.2. 1934; Friðrik Pálmar,
f. 16.4. 1935, fyrrv. sérfræðingur
hjá Rannsóknastofnun landbún-
aðarins, og Sigríður, f. 25.11. 1939,
fyrrv. lektor í tónmennt við HÍ.
Foreldrar Hauks voru Soffía
Sigurhelga Sigurhjartardóttir, f. á
Urðum í Svarfaðardal 23.4. 1899,
d. 19.8. 1990, húsfreyja, og Pálmi
Einarsson, f. á Svalbarða í Mið-
dalahreppi í Dölum 22.8. 1897, d.
19.9. 1985, búfræðingur og land-
námsstjóri í Reykjavík.
Haukur hyggst halda upp á
afmælisdaginn í faðmi fjölskyld-
unnar.
Úr frændgarði Hauks Pálmasonar
Haukur
Pálmason
Guðrún
Sigurðardóttir
húsfr. á
Draflastöðum í
Fnjóskadal
Sigurður Þorsteinsson
b. á Draflastöðum og Ytra-Hóli í
Fnjóskadal
Sigríður Friðrika
Sigurðardóttir
húsfr. á Urðum
Soffía S. Sigurhjartard.
húsfr. í Rvík
Anna
Guðlausdóttir
húsfr. á Urðum
Jóhannes
Halldórsson
b. á Urðum
Sigfús
Sigurhjartarson
ritstj. og alþm.
Anna
Pálmadóttir
starfsm. hjá
Námsgagna-
stofnun
Eyrún Sigríður Kristjánsdóttir
viðskiptafræðingur
Einar Már Guðmundsson
rithöfundur
Ólafur H. Einars.
læknir í
Hafnarfirði
Kristján Einarsson
rafvirkjameistari í Rvík
Anna Bjarnadóttir
húsfr. á Svalbarða
Pálmi
Ólafsson
b. á
Svalbarða
Sigríður Pálmadóttir
húsfr. á Svalbarða
Einar Guðmundsson
b. á Svalbarða í Miðdölum
Pálmi Einarsson
búfr. og landnámsstjóri í Rvík
Jóhanna
Sigríður
Jónsd.
húsfr. í
Innstavogi
Guðmundur Bjarnason
síðast b. í Innstavogi í Akraneshr.
Hilmar Ólafsson
arkitekt og
forstöðum. Þróunar-
stofnunar Rvíkborgar
Jósef Friðrik Ólafs. fyrrv. yfirlæknir
í Hafnarfirði
Grétar Ólafsson fyrrv. yfirlæknir í Rvík
Hilmar Örn
Hilmars.
tónlistarm. og
allsherjargoði
Adda Bára Sigfúsd.
veðurfr. og fyrrv.
borgarfulltr.
Hulda
Sigfúsdóttir
bókasafns-
fræðingur
Sigurður Flosason
djassari og skólastj.
FÍH
Kolbeinn
Bjarnason
flautuleikari
Ingibjörg Hjartardóttir
rithöfundur
Sigrún Hjartardóttir
einhverfuráðgjafi
Sigrún Eldjárn
myndlistarmaður
Þórarinn
Eldjárn
rithöfundur og
skáld
Ari Eldjárn
uppistand-
ari
Kristján
Eldjárn
forseti
Íslands
Hjörtur E.
Þórarins.
b. á Tjörn Sigrún
Sigurhjartard.
húsfr. á Tjörn í
Svarfðardal
Sigurhjörtur
Jóhannesson
b. á Urðum í
Svarfaðardal
Arnfríður A. Sigurhjartardóttir
húsfr. á Hofi
Gísli Jónsson
menntaskólakennari
Óskar Clausen fæddist íStykkishólmi 7.2. 1887. For-eldrar hans voru Holgeir
Peter Clausen, kaupmaður og alþm.
Snæfellinga um skeið, og k.h., Guð-
rún Þorkelsdóttir húsfreyja, alsystir
dr. Jóns Þorkelssonar – Forna.
Bróðir Óskars var Arreboe Clau-
sen, bílstjóri í Reykjavík, en synir
hans voru Alfreð Clausen söngvari
og tvíburabræðurnir og frjáls-
íþróttakempurnar, Haukur Clausen
tannlæknir og Örn Clausen hrl., fað-
ir Jóhönnu Vigdísar, söng- og leik-
konu. Annar bróðir Óskars var Axel
Clausen kaupmaður, afi Andra heit-
ins Clausen, leikara og sálfræðings,
og Michaels Clausen barnalæknis.
Óskar ólst upp í foreldrahúsum í
Stykkishólmi en er hann var tíu ára
flutti fjölskyldan til Reykjavíkur.
Óskar stundaði nám við Lærða
skólann í þrjá vetur, stundaði versl-
unarstörf í Stykkishólmi við verslun
Sæmundar Halldórssonar í 15 ár frá
15 ára aldri, var í siglingum og síðan
kaupmaður á Kvíabryggju í Grund-
arfirði og sinnti verslunarstörfum
víðar. Hann flutti aftur til Reykja-
víkur 1949 og var þar síðan búsettur,
lengi á horni Bankastrætis og Ing-
ólfsstrætis, fyrir ofan kaffihúsið
Prikið.
Óskar var mikilvirkur rithöf-
undur. Hann sendi frá sér 20 bækur,
flestar um þjóðlífsþætti fyrri tíma,
tók m.a. saman fjölda sagna af Snæ-
fellsnesi og þá gjarnan um dulræn
fyrirbrigði, enda sjálfur hallur undir
dulræna reynslu og ófreskigáfu.
Óskar stofnaði Fangahjálp Ís-
lands í ársbyrjun 1949 og vann allar
götur síðan ötullega að bættum að-
búnaði og hagsmunum fanga á Ís-
landi. Hann mun um langt árabil
hafa fengið til sín, leiðbeint og að-
stoðað eftir megni, nokkuð á annað
þúsund ungmenna sem fengið höfðu
refsivistardóma. Þá hafði fangahjálp
hans og Fangahjálp Verndar, sem
frú Þóra Einarsdóttir stofnaði, árið
1960, umtalsverð áhrif á fjölgun skil-
orðsbundinna refsivistardóma hér á
landi.
Óskar lést 9.4. 1980.
Merkir Íslendingar
Óskar
Clausen
Laugardagur
85 ára
Helga Ívarsdóttir
Sigurður Hjartarson
80 ára
Alda Jóna Vigfúsdóttir
Hjalti Hjaltason
Jón Gunnarsson
Walter Óskar Ehrat
Þorsteinn Vigfússon
75 ára
Bryndís Stefánsdóttir
Elsa Bjarnadóttir
Hjördís Jensdóttir
Jóhann Kristjánsson
Magnús K. Magnússon
Sigríður Sverrisdóttir
Sigurður Guðlaugsson
70 ára
Erna Hjartardóttir
Guðbjörg Björgvinsdóttir
Jarþrúður D. Flórentsdóttir
Jóhanna Kristín
Sigurðardóttir
Óskar Einarsson
Reynir Brynjólfsson
60 ára
Einar Olgeir Gíslason
Elín Stephensen
Guðbjörg Ísleifsdóttir
Guðmundur Valdi
Einarsson
Hólmfríður G. Júlíusdóttir
Konráð Einarsson
Lína María Aradóttir
Luciano Tosti
Óskar Ingi Húnfjörð
50 ára
Björn Gunnarsson
Garðar Agnarsson Hall
Helgi Hauksson
Hilmar Sigurðsson
Íris Margrét
Valdimarsdóttir
Michael Andrew Howarth
Nedeljka Ostojic
Steinar Jón Erlendsson
Þórður Ingimar Runólfsson
40 ára
Daníel Þórðarson
Einar Freyr Sverrisson
Freyja Ragnarsdóttir
Geir Kristinn Aðalsteinsson
Guðmundur Steinar
Lúðvíksson
Haukur Bjarnason
Heimir Jakob Þorfinnsson
Henrik Jóhannsson
Ingólfur Bjarni Sigfússon
Júlía Khlamova
Kamila Sandra Þórisson
María Rán Pálsdóttir
Nadine G. Thorlacius
Unnar Ástbjörn Magnússon
Yaroslav Krayduba
30 ára
Arna Garðarsdóttir
Áslaug Harpa Axelsdóttir
Ásta Margrét
Rögnvaldsdóttir
Dagbjört Blöndal
Eyþór Jóvinsson
Guðni Guðjónsson
Haraldur Þór Óskarsson
Heiða Björk Pétursdóttir
Hrefna Kristín Ágústsdóttir
Jóhann H. Þorsteinsson
Kamil Rogowski
Kári Rafn Karlsson
Lovísa Eunice Clark
Markús Már Óskarsson
Vala Gunnarsdóttir
Sunnudagur
90 ára
Borghildur
Guðmundsdóttir
85 ára
Ingibjörg Axelsdóttir
80 ára
Anna María Paulsen
75 ára
Benedikt Agnarsson
Jónína Maggý
Þorsteinsdóttir
Magnús Þorbergsson
70 ára
Ásdís G. Þorsteinsdóttir
Bjarni E. Thoroddsen
Elín Sigurðardóttir
Guðrún D. Karlsdóttir
Hallbjörg Björnsdóttir
Soffía Einarsdóttir
60 ára
Aðalheiður Björg
Birgisdóttir
Benedikt Harðarson
Elísabet Guðfinna
Eiríksdóttir
Guðni H. Bjarnhéðinsson
Hrafnhildur S.
Þórarinsdóttir
Jónatan Garðarsson
Jónína Aðalbjörg
Baldvinsdóttir
Páll Þorsteinsson
Petrína Sigurðardóttir
Viktor Smári Sæmundsson
50 ára
Aðalsteinn Reynisson
Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir
Erla Dröfn Vilbergsdóttir
Eygerður B. Bjarnarsdóttir
Fríður Bára Valgeirsdóttir
Guðni Ásgeirsson
Guðrún Ósk Stefánsdóttir
Gunnlaugur Hólm Torfason
Halldór Ingi Pálsson
Valborg Erna Ingólfsdóttir
40 ára
Bjarki Páll Ingvarsson
Eva Dyröy
Eyrún Hulda Waage
Guðlaug Þóra
Marinósdóttir
Robert Michalski
Sveinn Kristinn
Ögmundsson
Sylvía Lára Sævarsdóttir
Þorsteinn Svavar Fransson
30 ára
Arnór Sveinsson
Bjarne Ómar Nielsen
Elfur Haraldsdóttir
Grzegorz Ejdys
Ingibjörg Rósa Jónsdóttir
Jóhannes Guðbrandsson
Jón Þór Guðmundsson
Karina Nielsen
Kjartan Guðni Daníelsson
Lilja Rut Víðisdóttir
Magnús Ingi Magnússon
Ólafur Egill Ólafsson
Renata Sigurbergsdóttir
Blöndal
Ruta Stundzaite
Shwetank Singh
Til hamingju með daginn
Allir þeir sem senda blaðinumynd af nýjum borgara eðamynd af brúðhjónum fá fría áskrift
að Morgunblaðinu í einnmánuð.
Hægt er að sendamynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón