Morgunblaðið - 07.02.2015, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 07.02.2015, Blaðsíða 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2015 niður í fjörðinn með þá vitneskju að innan tíðar verði stoppað á hlaðinu á Skorrastað. Samskipti við ömmu og afa hafa alla tíð verið góð og mannbætandi. Það er ómetanlegt að alast upp með fyr- irmyndir sem una sátt við sitt, sýna manngæsku og gjafmildi. Kærleika í verki án orðalenginga. Ég verð hugfangin þegar ég rifja upp atvik úr samskiptum þeirra afa og ömmu. Mér eru minnisstæð þau fjölmörgu skipti þegar afi minn, sem var hávaxinn maður, skellti ömmu minni, sem er talsvert styttri, í dans eftir há- degismat. Afi hélt ömmu í þéttu taki þannig að hún átti erfitt með að sleppa og svo var hringsnúist á eldhúsgólfinu í dansi. Ég hef hann grunaðan um að hafa kitlað ömmu í leiðinni en það er þó ekki staðfest. Í upphafi dansins bað amma hann iðulega um að hætta þessari vitleysu, sem hann sjaldn- ast varð við, en þegar á leið var það bara smitandi hlátur ömmu minnar sem hljómaði um eldhúsið ásamt söngli afa. Það er sannarlega sárt að kveðja ástvini sína. Öllu er þó mörkuð stund og tíma afa í þess- ari veröld lokið. Mikil verðmæti eru fólgin í öllum góðu minning- unum sem ég á. Slíkar minningar á einnig minn góði eiginmaður, Árni Björn, en amma og afi tóku honum opnum örmum þegar hann kom inn í líf mitt fyrir mörg- um árum. Drengirnir okkar tveir eru lánsamir að hafa kynnst lang- afa sínum og langömmu. Þeir munu áfram fá að njóta tilveru þeirra þar sem ég mun leggja mig fram við að vera þeim sama fyr- irmynd og heiðurshjónin á Skorrastað eru mér. Elsku amma mín. Nú er bar- áttu afa lokið og hann kominn á betri stað. Þú varst honum alla tíð ómetanleg stoð og stytta og ekki síst nú á síðustu árum. Af gjörð- um þínum og orðum er ljóst að hugur þinn var alla tíð hjá honum og hagsmunir hans í fyrirrúmi. Elsku mamma mín og frænd- fólk. Það er sárt að horfa á eftir jafnstórbrotnum manni og hann pabbi ykkar var. Hann lifir hins vegar áfram í ykkur öllum og þeim minningum sem hann skilur eftir sig. Kær kveðja, Jóhanna Kristrún, Árni Björn, Benedikt Orri og Arnaldur Darri. Elsku afi. Það er skrýtið að hugsa til þess að þú sért farinn en við vitum að þér líður betur núna. Margar skemmtilegar minningar koma upp í hugann þegar við hugsum um þig. Þú varst einstakur mað- ur, svo glæsilegur og flottur með húmorinn í lagi. Umfram allt varstu svo hlýr og góðhjartaður og það var aldrei lognmolla í kringum þig. Þú varst svo hress og kátur og hafðir gaman af því að segja brandara og að grínast í fólki. Sömu gömlu brandararnir urðu aldrei þreyttir og þú gast endalaust hlegið að þeim, sem varð til þess að maður fór að hlæja líka. Þú samdir margar vís- ur og þér fannst ekki mikið mál að standa uppi á sviði á mannamót- um og fara með vísur eða syngja fyrir mannskapinn. Þú varst mik- ill skemmtikraftur og fékkst allt- af alla viðstadda með þér í söng- inn og gleðina. Við systurnar eyddum flestum sumrum sem börn í sveitinni hjá ykkur ömmu og það var margt skemmtilegt brallað þar. Stund- um fengum við að sofna uppí hjá ykkur og þá áttir þú það til að leyfa okkur að fá smá neftóbak í laumi. Rúmið var svo allt í neftób- aki en okkur var alveg sama, það var svo notalegt að fá að kúra uppí hjá ykkur. Einnig áttir þú það til að lauma pening að okkur barnabörnunum þínum og sagðir okkur þá að kaupa okkur eitthvað fyrir peninginn. Þú varst mikill sælgætisgrís og stalst oftar en ekki í nammipokann hjá okkur. Enda var það orðinn siður hjá okkur systkinunum að setja tröl- latópas með í jólapakkann þinn og þú byrjaðir alltaf á því að gæða þér á honum á meðan verið var að opna hinar jólagjafirnar. Þú varst svo söng- og tónelsk- ur og spilaðir mikið á harmonikk- una þína. Það var svo gaman þeg- ar við vorum krakkar og þú spilaðir og söngst fyrir okkur og við dönsuðum með. Því gleymum við aldrei. Þú gast spilað tímunum saman, bæði lög sem þú hafðir lært og einnig lög sem þú samdir sjálfur. Þegar þú varst að verða áttræður gafstu meira að segja út geisladisk með lögunum þínum á. Það hafa ekki margir gert. Þú varst alltaf svo fínn og flott- ur og ilmaðir alltaf svo vel. Þú hugsaðir mikið um að líta vel út og varst alltaf fínt greiddur og með rakspíra. Þú varst ekkert að spara magnið sem varð til þess að allt í kringum þig lyktaði eins og þú. Þú varst svo barngóður og ljómaðir allur þegar þú sást lítil börn. Þú gast endalaust setið og geiflað þig framan í þau og fengið þau til að brosa og hlæja. Jafnvel síðustu ár þegar það var orðið erf- itt að spjalla við þig þá brostir þú alltaf út að eyrum þegar þú sást okkur barnabörnin þín og ennþá meira þegar við komum með börnin okkar. Sumarið 2013 fór- um við stundum með þig í bíltúr til að kaupa ís eða pylsu og það voru skemmtilegir bíltúrar sem þér þótti ekki síður skemmtilegir en krökkunum. Það verður ekki eins að fara austur núna eða að koma í sveit- ina þar sem þín verður sárt sakn- að en við vitum að þú ert kominn á betri stað þar sem þú hittir hann Agga þinn og þið getið nú spilað saman á ný, feðgarnir. Takk fyrir allar góður stund- irnar, elsku afi. Fallegri og betri afa er ekki hægt að hugsa sér. Við sjáumst síðar. Angelien, Saskia Freyja og Marco Fannar. Kvaddur er kær bróðir klökk- um huga kveðjunni hinztu, frjóu og gjöfulu lífsstarfi er lokið og ljúfar stundir í hlýrri og gefandi návist hans leita á hugans lendur. Hann Þorlákur bróðir minn var afar vel gjörður maður, greindur og glöggur og hefði átt mennta- brautina vísa, en aðstæður ekki slíkar á þeirri tíð. Hann var atorkumaður í hvívetna, dugnað- arforkur sem bóndi og þeim hjón- um búnaðist ágætlega, samhent og samhuga. En lengst mun lifa í minningum frændliðsins og fjöl- margra vina, hvílíkur gleðigjafi hann var hvar sem hann fór og lögin hans leikandi og tær ógleymanleg þeim er fengu að njóta. Bróður mínum Þorláki eða Lalla á Skorrastað eins og hann var oftast kallaður kynntist ég bezt í sambandi við textagerð við lögin hans ljúfu og mikið var ynd- islegt að fá að eiga sína hlutdeild í að gefa þeim þann lit og ljóma sem þau áttu skilið, fyrir þá bróð- urgjöf er ég óendanlega þakklát- ur. En á allan hátt knýttust bræðraböndin. Hann var leikari af guðs náð, skýrmæltur og skemmtinn í hvaða hlutverki sem var, leikgleð- in geislaði af honum og sannur hláturvaki var hann þar sem það átti við, lék á als oddi. Gaman- vísnasöngvari var hann hreint út sagt frábær, um það ber öllum saman, túlkunin lifandi og ljós, eftirhermugáfan einstaklega góð, grómlaus var hún og ljómandi af sannri gleði þess sem veit sig hafa leikinn á valdi sínu. Hann öðlaðist vermandi vináttu svo ótalmargra, einlægni hugans og geislandi kát- ínan ófu saman seið. Minnisstæð er mörgum framkoma hans í sjónvarpi á sinni tíð eins og þar færi lærður leikari með alla tján- ingu, söngröddina rómsterku og hlýju um leið. En bróðir minn var einnig maður alvörunnar, hugur- inn reikaði víða og hann fylgdist vel með öllu, einlægur í skoðun- um, tók ætíð málstað þeirra sem minna máttu sín, þoldi ekki órétt- læti, fyrirleit fals og vélráð. Hann var sannur gæfumaður í lífinu, eiginkonan sérlega vel gjörð kona, heilsteypt, hrein og bein og hugumkær þeim sem eiga hana að vini. Börnin þeirra erfðu beztu kosti beggja, harmsefni var það hræðilegt þegar elzti sonur- inn, tónsnillingurinn Ágúst Ár- mann lézt snögglega, það tók skelfilegan toll hjá þeim hjónum að vonum. Ljósbrot heitir diskurinn hans Þorláks með úrvali yndislegu lag- anna hans, ljósbrot ein verða orð mín í dag, en þau eru geislandi hlý eins og hann var sjálfur, rödd hans ómar við eyrum í óræðri firrð eilífðarinnar. Sjálfur hvarf hann okkur inn í óminnið svo allt- of fljótt og þó lifði tónanna tæri seiður lengst. Við Hanna áttum marga in- dæla stund með þeim hjónum og hugur okkar er í dag hjá Jóhönnu, okkar góðu vinkonu í söknuði hennar og eftirsjá, svo og þeirra mörgu afkomendum. Öllum þeim sem áttu hann hjarta nær eru sendar innilegar samúðarkveðj- ur. Hann Þorlákur átti einlæga trú á æðri mátt og honum fylgja yljandi óskir yfir á vegu hins ókunna. Hjartakær er hin muna- bjarta minning öðlingsins Þorláks Friðrikssonar, míns hugljúfa, blessaða bróður. Helgi Seljan. Þorlákur Friðriksson, Lalli á Skorrastað, var nánast jafn fastur punktur í minni tilveru og for- eldrar mínir. Börn Lalla og Jóu, móðursystur minnar, eru mér sem systkini og við deilum sömu minningum úr æsku. Lalli var óhemju duglegur verkmaður að hverju sem hann gekk. Þó er hann eftirminnilegastur í hey- skapnum. Þar var hann ham- hleypa. Lalli fóðraði alltaf vel og var til þess tekið hve vel fram gengnar kindurnar hans voru að vori. Hann var heill í öllu sem hann gerði og kappkostaði að ljúka hverju verki. Þótt Lalli væri duglegur í bú- skapnum þá er hann öðru sam- ferðafólki líklega eftirminnilegri fyrir annað. Hann var listamaður að upplagi, næmur og viðkvæm- ur, með náðargáfu á sviði tónlist- ar og leiklistar. Í æsku man ég eftir honum spilandi á harmón- iku, syngjandi, hlæjandi og leik- andi á sviði eða þá í gervi jóla- sveins. Ég hef líklega verið 12 ára er hann tók mig með sem Sveinka á jólaball í Sveitinni þar sem hann brá sér í gervi Gáttaþefs og ég var þá auðvitað Stúfur. Þetta gekk um árabil og tróðum við m.a. upp á jólaballi á heimaslóðum hans á Eskifirði. Hann náði einstökum takti við börnin með ærslum og sögum. Lalli lék einnig í leikritum, lík- lega mest með UMF Agli rauða. Það voru yfirleitt ærsla- og gam- anleikir sem settir voru á svið og aðalhlutverkið þá alltaf í höndum hans. Það mátti segja að hann bæri sýningingarnar uppi og er þá á engan annan leikanda hallað. Hann stal alltaf senunni og saln- um er hann var á sviðinu. Ekki síður minnast menn hans nú fyrir frábæran flutning á gamanvísum við ýmis tækifæri og stjórnun á fjöldasöng á samkomum, s.s. þorrablótum. Þar fór hann á kost- um með því að leggja sálina í flutninginn. Hann hafði fallega barítónrödd og var einstaklega lagviss. Samstarf þeirra feðga, hans og Ágústs sonar hans, sem lék undir á nikku var eftirminni- legt. Tveir sannir listamenn. Sjálfur var Lalli sannur snillingur á nikkuna og hélt uppi fjörinu á ótöldum dansleikjum. Það var eins og hann gæddi lögin lífi sem skilaði sér í óvenju miklu fjöri á dansgólfinu. Lalli var einnig góð- ur lagasmiður og lögin hans munu halda nafni hans á lofti. Lalli söng lengi bassa í Kirkjukór Norð- fjarðar undir stjórn Ágústs. Hann hafði mjög næmt tóneyra og gott var á hann að treysta fyrir þá sem ekki höfðu tónheyrnina í lagi. Já, samferðafólkið á Lalla margt að þakka. Hann var óeig- ingjarn á þessa verðmætu hæfi- leika sem hann verðlagði þó aldr- ei. Sjálfur mótaðist ég af Lalla sem var mín fyrirmynd í mörgu því sem ég hef tekið mér fyrir hendur. Mig dreymdi þó aldrei að komast lengra með tærnar en þar sem hann hafði hælana. Ein æskuminning flýtur svo með í lokin. Við sitjum í fjóshlöð- unni nokkur barnanna á Skorra- stað og hlustum á Lalla hlæja. Tilefnið var svo sem ekkert. Lík- lega var hann bara að æfa sig í að hlæja fyrir eitthvert leikritið sem hann var að taka þátt í, e.t.v. Húrra krakka eða Spanskflug- una. Lalli hlær svo innilega og eðlilega og við veltumst um af hlátri svo tárin renna úr augum og okkur verkjar í magann. Blessuð sé minning hans. Þórður Júlíusson.  Fleiri minningargreinar um Þorlák Friðrik Friðriks- son bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. önnumst við alla þætti þjónustunnar með virðingu og umhyggju að leiðarljósi Þegar andlát ber að höndum Vesturhlíð 2 - Fossvogi - Sími: 551 1266 - www.utfor.is Við þjónum allan sólarhringinn Elín Sigrún Jónsdóttir framkvæmdastjóri Þorsteinn Elísson útfararþjónusta Frímann Andrésson útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararstjóri Ellert Ingason útfararþjónusta Jón G. Bjarnason útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns, föður, afa og langafa, JÓNS GUÐMUNDSSONAR frá Kleifastöðum, Skúlagötu 20. . Guðlaug Kristbjörnsdóttir, Valgerður Kristbjörg Jónsdóttir, Sigurjón Karlsson, Margrét Jóna Jónsdóttir, Ingi Þór Þorgrímsson, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts móður okkar, tengdamóður og ömmu, GRÉTU MOLANDER. . Aðstandendur. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, vináttu, hlýju og ómetanlegan stuðning við andlát og útför ástkærs sonar míns, bróður okkar og mágs, STEFÁNS ÞÓRS JÓNSSONAR, Hamraborg 34, Kópavogi. Sérstakar þakkir til starfsfólks gjörgæsludeildar LSH í Fossvogi fyrir einstaka umönnun og hlýtt viðmót. . Inge Löwner Valentínusson, Guðlaug Jónsdóttir, Arnór Valdimarsson, Elísabet Jónsdóttir, Grétar Árnason, Auðunn Jónsson, María Níelsdóttir, Einar Árnason, Karen Hilmarsdóttir. Hjartans þakkir fyrir samúð og hlýjar kveðjur við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓHANNS INGIMARS HANNESSONAR bílstjóra, Garðatorgi 17, Garðabæ. . Elsa Björnsdóttir, Sigrún J. Jóhannsdóttir, Þorsteinn Þ. Gunnarsson, Hannes L. Jóhannsson, Jóhanna Björgvinsdóttir, barnabörn og langafabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar elskulegrar móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGURBJARGAR SÆMUNDSDÓTTUR, Merkigerði 21. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunar- og dvalarheimilisins Barmahlíðar á Reykhólum. . Matthías Ólason, Olga Sigvaldadóttir, Hermann Ólason, Lovísa Gunnarsdóttir, Sæmundur Ólason, Katrín Baldvinsdóttir, Soffía Óladóttir, Arnar Ólason, Valgerður Halldórsdóttir, barna- og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, ÓLAFS JÓNS SIGURÐSSONAR rafmagnstæknifræðings, Þjóttuseli 2. . Arnbjörg Guðmundsdóttir, Ingibjörg Ólafsdóttir, Davíð Arnar Þórsson, Halldóra Elín Ólafsdóttir, Stefán Skúlason, Valur Þór Ólafsson, Wendy Yau og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.