Morgunblaðið - 07.02.2015, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.02.2015, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2015 Hópflug Tjaldar fljúga yfir Skerjafjörð í kvöldsólinni. Flestir íslenskir tjaldar eru farfuglar og hafa vetursetu á Bretlandi en slæðingur heldur til við suður- og vesturströndina á veturna. Ómar Þriðjudaginn 3. febr- úar var Dagur B. Egg- ertsson í viðtali hjá Helga Seljan í Kastljósi RÚV, og var borg- arstjórinn og læknirinn strax í upphafi þáttar spurður um hugsanlega lokun flugbrautar 06/24 á Reykjavíkurflugvelli. Fyrir þá, sem eru vel nettengdir, vísa ég á málefnalega „kvikmyndagagnrýni“ á svör borgarstjóra, og finna má á You- Tube á slóðinni http://youtube/- fcPTQDzYXw. Í upphafi er rétt að minna á, að við- varandi deila ríkis og Reykja- víkurborgar um tilvist og framtíð Reykjavíkurflugvallar hefur nú stað- ið samfleytt í rúma tvo áratugi, eða frá tilkomu R-listans sáluga árið 1994. Sturla Böðvarsson gegndi emb- ætti samgönguráðherra árin 1999- 2007 og beitti sér ítrekað fyrir raun- hæfri lausn deilunnar. Hann lagði m.a. til að á norðausturhluta flugvall- arins yrði reist alhliða samgöngu- miðstöð, en ein af forsendum slíks var að NA/SV-flugbrautinni yrði lokað. Til slíkrar lokunar kæmi hins vegar ekki nema að áður hefði aftur verið opnuð til notkunar flugbraut með sömu stefnu á Keflavíkurflugvelli, og einnig að hér yrði um að ræða sam- komulag ríkis og borgar um óskerta framtíð flugvallarins. Umrædd flugbraut á Keflavíkur- flugvelli er enn lokuð, og Reykjavík- urborg hefur nú að yfirlýstu mark- miði aðalskipulags, að Reykjavíkur- flugvelli verði lokað eftir aðeins sjö ár. Samt sem áður telur núverandi meirihluti borgarfulltrúa Reykjavík- ur að borgin eigi einhvern „umsam- inn“ rétt til lokunar NA/SV- flugbrautarinnar. Reykjavíkurborg studdi framan af tillögu um alhliða samgöngumiðstöð, og ég þekki þokkalega til þeirrar um- ræðu þar sem samgönguráðherra skipaði mig til setu í tveimur nefnd- um á árunum 2000-2005, sem fjölluðu um undirbúning verksins. Þann 10. nóv. 2010 urðu hins vegar afgerandi þáttaskil í málinu, þegar Jón Gnarr borgarstjóri og Dagur B. formaður borgarráðs gengu á fund Ögmundar Jónassonar innanríkis- ráðherra til þess að til- kynna formlega að Reykjavíkurborg hefði nú ákveðið að hafna öll- um stuðningi við um- rædda samgöngu- miðstöð. Frá og með þeim tímapunkti er því engin marktæk eða raunhæf forsenda fyrir lokun NA/SV-brautar. Í upphafi Kast- ljósþáttarins vitnaði borgarstjóri til „sam- komulags ríkis og Reykjavíkurborgar frá árinu 1990“ um lokun braut- arinnar. Í bréfi skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar, dags. 10. mars 2014, til þeirra, sem sendu inn at- hugasemdir og mótmæli við tillögu að nýju deiliskipulagi Reykjavík- urflugvallar, var vitnað til sama skjals sem „samnings samgönguráðherra“. Þar sem bæði borgarstjórinn og skipu- lagsfulltrúinn hafa langa reynslu af opinberri stjórnsýslu er hér í báðum tilvikum um að ræða augljósar blekk- ingar í málflutningi þeirra. Umrætt skjal var aðeins álit nefndar, sem þá- verandi samgönguráðherra, Stein- grímur J. Sigfússon, skipaði undir for- mennsku Álfheiðar Ingadóttur líffræðings, og er dagsett 30. nóv. 1990. Með því fylgdu 10 tillögur nefnd- arinnar til ráðherra. Hvorki ráð- herrann né ráðuneytið tóku neina af- stöðu til þessara tillagna, og umrætt skjal var ekki sent Flugráði til um- sagnar. „Status“ þess í opinberri stjórnsýslu er því nákvæmlega enginn. Síðar í þættinum segir borgarstjóri „við erum með fleiri en einn samning um lokun flugbrautarinnar“. Þar er væntanlega verið að vísa til skjals án fyrirsagnar, sem Hanna Birna innan- ríkisráðherra og Jón Gnarr borg- arstjóri undirrituðu 25. okt. 2013, og fjallaði m.a. um lokun flugbrautar 06/ 24. Í upphafi segir að „ríki og Reykja- víkurborg muni vinna í samræmi við áður undirritaða samninga“ án þess að þeir séu tilgreindir. Í bréfi innanríkis- ráðuneytis til Isavia, dags. 30. des. 2013, er hins vegar vísað til fimm slíkra meintra skjala. Í hinu fyrsta, bókun frá 14. júní 1999, er hvergi minnst á flugbrautina. Næstu tvö skjölin eru minnisblöð frá 11. feb. 2005 og 8. apríl 2009, og fjalla um fyrirhug- aða alhliða samgöngumiðstöð á norð- austurhluta vallarins, og tengdar framkvæmdir. Eftir að Reykjavík- urborg sló það verkefni út af borðinu 10. nóv. 2010, eru þessi tvö skjöl alfar- ið gildislaus. Síðustu tvö skjölin eru frá 1. mars og 19. apríl 2013, og varða „skipulag og uppbyggingu“, sem fæli í sér sölu hluta lands ríkisins á svæði flugvall- arins. Bæði þessi skjöl eru með öllu marklaus eftir að Alþingi ákvað við lokaafgreiðslu fjárlaga áranna 2014 og 2015 að hafna með afgerandi hætti að í þeim væru heimildarákvæði til sölu nokkurs hluta lands ríkisins und- ir flugvellinum. Að undanförnu hefur oft verið vitn- að til skýrslu, sem byggist á nýju gagnasafni vindmælinga, og leiði til hærri nothæfisstuðuls vallarins en fyrri skýrslur bentu til. Flugvöllur með tvær flugbrautir sé með 97,0% nothæfisstuðul en ekki 93,8% sam- kvæmt fyrri gögnum. Það sem meg- inmáli skiptir hins vegar er mismun- urinn milli flugvallar með tveimur flugbrautum og núverandi þremur flugbrautum. Ef flugbraut 06/24 yrði lokað, myndi flugvöllurinn lokast fyr- ir áætlunar- og sjúkraflugi í níu við- bótardaga á ári. Nú er árlega reiknað með um 550 ferðum sérbúinna sjúkraflugvéla flugfélagsins Mýflugs. Á níu dögum þarf því að jafnaði að fljúga um 14 ferðir með sjúklinga til Reykjavíkur, og helmingur þeirra skilgreindur sem forgangsflug. Í þessu tilviki kæmust því árlega ekki sjö sársjúkir eða stórslasaðir til Reykjavíkur til meðferðar. Er það virkilega rétt skilið, að borgarfulltrúar Reykjavíkur og hlut- aðeigandi stjórnvöld telji að fyr- irhugað fasteignabrask félaganna Valsmanna hf. og Hlíðarfótar hf. á Hlíðarendasvæðinu skuli njóta hærri forgangs en brýnir sjúkraflutningar til eina háskóla- og hátæknisjúkra- húss Íslands? Eftir Leif Magnússon »Reykjavíkurborg studdi framan af tillögu um alhliða sam- göngumiðstöð, og ég þekki þokkalega til þeirrar umræðu. Leifur Magnússon Höfundur er verkfræðingur. Verk- og vindeyðandi viðtal Gunnar Helgi Krist- insson, prófessor við HÍ, hefur sent frá sér bók er ber nafnið „Hin mörgu andlit lýðræð- is“. Meginviðfangsefni hennar er lýðræð- iskerfi sveitarfélag- anna á Íslandi og út- færsla sveitarfélaganna á lýðræði, þátttökukerfi þeirra og valdakerfi. Bókin byggist á rannsóknarverkefni við Háskóla Íslands á tímabilinu 2008-2012 þar sem safnað var margvíslegum gögn- um frá 22 stærstu sveitarfélögunum og þau greind með bæði meg- indlegum og eigindlegum hætti. Ný- lega var haldið fjölsótt málþing í Norræna húsinu þar sem Gunnar Helgi kynnti helstu niðurstöður rannsóknarinnar og umræður fóru fram um þær. Það er ástæða til að fagna alveg sérstaklega útkomu ofangreindrar bókar og óska Gunn- ari og hans samstarfsfólki til ham- ingju með gott verk. Það er mikill fengur fyrir sveitarstjórnarfólk að fá í hendurnar þessa bók, m.a. með tilliti til eflingar sveitar- stjórnarstigsins. Íbúasamráð Það yrði of langt mál að geta allra niðurstaðna sem Gunnar kemst að. Mig langar þó að nefna samspil á milli þess að traust ríki á viðkom- andi sveitarfélagi og ánægju íbúa með þjónustu. Sveitarfélög njóta miðlungsmikils trausts miðað við aðra opinbera aðila á Íslandi. Mest traust ber almenningur til lögreglu (88%) og svo dómstóla (66%) og fast þar á til sveitarfélaga með um 60%. Í rannsókninni kemur fram að þau sveitarfélög sem njóta mests trausts hjá íbúum sínum eru Horna- fjörður, Seltjarnarnes og Garðabær. Þessi þrjú sveitarfélög hafa líka nokkra sérstöðu hvað varðar meg- inþætti íbúasamráðs. Þau raða sér í efstu sæti hvað varðar kynningu, samræðu og áhrif íbúa. Rannsóknin sýnir fram á að sterkt og marktækt samband er á milli þess hvort íbúum finnist unnið af sanngirni og óhlutdrægni innan sveitarfélaganna og hversu mikið traust þeir beri til sveit- arstjórna. Sambandið er sérstaklega sterkt milli trausts á sveit- arstjórn og mats á því hvort allir hagsmunir komist að með sann- gjörnum hætti. Einnig virðast náin tengsl vera milli þess hvort íbúum finnist unnið af sann- girni innan sveitarfélags og þess hversu ánægðir þeir eru með þjón- ustuna sem það veitir. Athyglivert er að sterk og fagleg stjórnsýsla er líklegri til að auka stuðning og traust á sveitarfélögum en efling hins pólitíska valds, jafnvel þótt sú efling ætti sér stað í gegnum aukna þátttöku íbúanna. Kröfuharðir íbúar Í nýlegri þjónustukönnun Capa- cent, sem gerð var í 19 stærstu sveitarfélögum landsins, koma Garðabær og Seltjarnarnes heilt yf- ir best út hvað varðar ánægju íbúa með þá þjónustu sem sveitarfélögin veita. Í Garðabæ hefur m.a. verið lögð mikil áhersla á samráð við íbúa, stöðugleika og faglega stjórn- sýslu. Við leggjum áherslu á góða þjónustu og reynum að bregðast hratt og vel við ábendingum. Í Garðabæ eru íbúarnir mjög kröfu- harðir um góða þjónustu og því fögnum við enda má færa rök fyrir því að þjónustan væri ef til vill ekki jafn góð ef íbúarnir væru ekki kröfuharðir. Ánægja og traust í sveitarfélögum Eftir Gunnar Einarsson Gunnar Einarsson »Mest traust ber almenningur til lögreglu (88%) og svo dómstóla (66%) og fast þar á til sveitarfélaga með um 60%. Höfundur er bæjarstjóri í Garðabæ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.