Morgunblaðið - 07.02.2015, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 07.02.2015, Blaðsíða 52
LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 38. DAGUR ÁRSINS 2015 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 790 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Eitt dýrasta hús landsins komið á sölu 2. Hildigunnur í langt bann vegna… 3. Slökktu þeir á röngum hreyfli? 4. Ekkert kjöt sjáanlegt í bökunni  Ragnar Bjarnason kemur fram í tónlistarguðsþjónustu í Akra- neskirkju á morgun kl. 17. Þar syngur hann þekkt lög við píanóundirleik Þorgeirs Ástvaldssonar, en sr. Eðvarð Ingólfsson byggir brú á milli laganna með stuttri hugvekju hverju sinni. Morgunblaðið/Þórður Tónlistarguðsþjón- usta í Akraneskirkju  Hljómsveitin Prins Póló kemur fram á Græna hattinum á Ak- ureyri í kvöld kl. 22, en húsið verð- ur opnað kl. 21. Prinsinn er Svav- ar Pétur Eysteins- son frá Breiðholti en hin konunglega hirð eru þau Krist- ján Freyr Halldórsson, Berglind Häs- ler, Benedikt Hermann Hermannsson og Axel Árnason. Prins Póló leikur á Græna hattinum  Hljómsveitin Of Monsters and Men verður á ferðinni erlendis frá og með vorinu. Fyrstu tónleikar sveitarinnar verða 10. maí í New Jersey. Í fram- haldinu liggur leiðin á tónlistarhátíð- ina Sasquatch! í Washington. Í júní er komið að tónlistarhátíðinni Best Kept Secret í Hollandi. Þaðan liggur leiðin til Þýska- lands, en í júlí er komið að Ítalíu áður en flogið er til Japans þar sem sveitin leikur 26. júlí á tónlistarhátíðinni Fuji Rock Festival. OMAM verður á ferð og flugi með vorinu FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 8-15 m/s en lítillega hvassari nyrðra. Dálítil slydda eða rigning með köflum vestantil, en léttir til fyrir austan og hlýnar. Hiti 2 til 6 stig í kvöld. Á sunnudag Suðvestan 18-25 m/s, hvassast norðvestantil. Súld eða rigning, en þurrt norðaustan- og austanlands. Hiti 3 til 10 stig. Kólnar vestantil um kvöldið með slydduélj- um eða éljum. Á mánudag Suðvestan 15-23 m/s og él, en úrkomulítið norðaustantil. Hiti kringum frostmark. Fjölnir vann geysilega mikilvægan sigur á Skallagrími, 88:78, í fallbar- áttu Dominos-deildar karla í körfu- knattleik í gærkvöld. Leikmenn Fjölnis náðu að gjörbreyta leik sín- um milli hálfleikja og eiga hrós skil- ið fyrir; varnarleikurinn lagði grunninn að sigri og þar fór fremst- ur í flokki Davíð Bustion, maður leiksins. »4 Fjölnir vann geysilega mikilvægan sigur María Guðrún Sveinbjörns- dóttir og 13 ára dóttir henn- ar, Vigdís Helga Eyjólfs- dóttir, fengu silfurverðlaun hvor í sínum flokki á Norð- urlandamótinu í taekwondo um síðustu helgi. „Það er voðalega gaman að geta verið svona með krökkunum sínum í þessu. Það eru margar fjölskyldur saman í þessari íþrótt,“ segir María Guðrún. »1 Mæðgurnar fengu báðar silfur á NM Er komið að kynslóðaskiptum í karla- landsliðinu í handknattleik? Hvað fel- ur það í sér? Er endurnýjunin hafin. Jakob Sigurðsson, Guðmundur Hrafnkelsson og Óskar Bjarni Ósk- arsson ræða málin við Morgunblaðið og nefna marga unga og efnilega leikmenn til sög- unnar sem mögulega fram- tíðarmenn í landsliði Ís- lands. »2-3 Hvenær er rétti tíminn fyrir kynslóðaskipti? Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Undanfarna mánuði og misseri hefur útsmoginn rummungur leikið lausum hala í Hafnarfirði og nú er svo komið að töluvert magn af fötum og dúkk- um, sem hann hefur tekið ófrjálsri hendi, hefur safnast saman hjá fóstru hans í bænum. Edda Ársælsdóttir segir að hún hafi tekið um 10 daga gamlan kett- ling að sér fyrir nær þremur árum. Villiköttur hafi gotið þremur kett- lingum í skúta á Merkurgötu í Hafn- arfirði. Nokkrum dögum síðar hafi læðan flutt kettlingana en skilið þann minnsta eftir á dyrapallinum hjá henni. „Þetta var seint í apríl og það var ískalt og napurt svo ég tók greyið litla inn, fékk pela og kettlingamjólk hjá dýralækni og gaf honum að drekka. Þá kom hundurinn minn, sem er stór írskur setter, og hann tók að sér að þrífa kettlinginn og hefur verið pabbi hundur síðan.“ Hundur í móður stað Kettlingnum var gefið nafnið Milla og hann aðlagaðist strax hundinum Neró, hænunum og kanínunni í garð- inum auk þess sem hann hefur gert sér dælt við gesti í gistiheimilinu, sem Edda rekur. Fljótlega kom þó í ljós að hann er ekki allur þar sem hann er séður. „Strax á fyrsta ári fór Milla að draga björg í bú, að koma heim með hitt og þetta lauslegt,“ segir Edda. Hún telur að læðan laumist inn hjá fólki, því hún hafi komið heim með þurrar flíkur í rigningu. „Stundum skilur hún ránsfenginn eftir úti á stétt, í síðustu viku lagði hún dúkku fyrir innan kattarlúguna og stundum kemur hún inn með hluti upp stigann til okkar,“ heldur Edda áfram ráð- þrota. Bætir við að á tímabili hafi Milla veitt mýs og fugla og komið með hræin heim, væntanlega sem borgun fyrir uppeldið, en hafi bless- unarlega gert minna af því upp á síð- kastið. „Hún færði hundinum gjarn- an bráðina,“ segir Edda. Milla hefur sérstaklega ásælst húf- ur og vettlinga, en líka hárbönd, dúkkur og fleira. Fyrir um ári aug- lýsti Edda eftir eigendum hlutanna í Fjarðarpóstinum en aðeins einn brást við. „Kona nokkur stóð dag einn hérna úti við garðshliðið og spurði hvort kisan, sem væri alltaf að stela, ætti heima hérna,“ rifjar Edda upp. „Hún þekkti eyrnaband sonar síns og tók það, en annað hefur ekki komist til skila.“ Edda veit ekki hvað hún á til bragðs að taka en vonar að fólk leiti eigna sinna. „Milla er útsmoginn ræningi og það eina sem ég get gert er að vara fólk við henni og láta hluti ekki liggja á glámbekk.“ Útsmoginn rummungur  Ræninginn stelur einkum föt- um og dúkkum Morgunblaðið/Ómar Heima í Hafnarfirði Edda Ársælsdóttir með köttinn Millu sem var ekki vel við myndatökuna. Óskilahlutir Varningur sem Milla hefur borið heim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.