Morgunblaðið - 07.02.2015, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.02.2015, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2015 Uppljóstrunar- vefurinn Wiki- Leaks opnaði í gær vefsíðu þar sem gagnrýnt er hve miklum fjár- munum bresk stjórnvöld hafa varið í að fylgj- ast með Julian Assange, aðalrit- stjóra Wikileaks. Assange dvelur í sendiráði Ekva- dor í London en hann sótti þar um hæli í júní 2012. Breska lögreglan hefur síðan fylgst grannt með sendiráðinu. Á vefsíðunni govwaste.co.uk segir að gæslan hafi kostað 10 milljónir punda, jafnvirði um 2 milljarða króna. Fyrir þá upphæð væri hægt að gefa 8,3 milljónum manna að borða, kaupa 39 þúsund sjúkrarúm og greiða laun 459 kennara. Dýrt að fylgjast með Julian Assange Julian Assange STÓRA-BRETLAND Vígamenn úr röðum sjíta í Jemen tilkynntu í gær að þeir hefðu leyst upp þingið og komið á fót sérstakri „forsetanefnd“ til þess að stýra landinu næstu tvö árin. Víga- mennirnir, sem tóku öll völd í höfuðborginni í sept- ember síðastliðnum höfðu gefið þinginu frest fram að miðvikudegi til þess að mynda nýja ríkisstjórn sem nyti stuðnings þeirra. Vígamennirnir segja að þeir muni koma á fót nýju ráði, skipuðu 551 manni í stað þingsins, en for- setanefndin verður með fimm mönnum. Jemen hefur verið í upp- lausn frá árinu 2010, en forseti landsins, Abd Rabbo Mansour Hadi, sagði af sér í síðasta mánuði. JEMEN Þingið leyst upp af vígamönnum sjíta Abd Rabbo Mansour Hadi Stefán Gunnar Sveinsson Guðmundur Sv. Hermannsson „Við vitum að það er algjörlega opið hvort okkur tekst að koma á vopna- hléi með þessum viðræðum,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari við fjölmiðla í gær þegar hún kom til Moskvu ásamt Francois Hollande, forseta Frakklands, en þau hittu Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í Kreml og ræddu við hann um nýjar tillögur um vopnahlé í Úkraínu. Hollande tók í svipaðan streng áður en hann lagði af stað til Moskvu og sagði að fyrsta skrefið yrði að koma á vopnahléi að nýju. Það væri þó ekki nóg. Varaði Hol- lande við því að tíminn til að ná sam- komulagi væri ekki óþrjótandi, og að stutt væri í að ástandið færi úr böndunum. Merkel og Hollande kynntu stjórnvöldum í Kænugarði tillögur sínar í fyrradag, en þeim er ætlað að byggja á vopnahléinu sem sam- þykkt var í Minsk, höfuðborg Hvíta- Rússlands, í september síðastliðn- um. Þó að það vopnahlé sé enn í gildi að nafninu til hafa harðir bar- dagar geisað frá áramótum í austur- hluta Úkraínu, og saka stjórnvöld í Kænugarði Rússa um að hafa sent atvinnuhermenn og þungavopn til aðstoðar rússneskumælandi upp- reisnarmönnum. Deilt um hugsanlega vopnasölu Petró Porosjenkó, forseti Úkra- ínu, sagði að tillögur Merkel og Hol- lande væru þær fyrstu í langan tíma sem gæfu von um varanlegan frið. Arseníj Jatsenjúk, forsætisráðherra landsins, varaði hins vegar við því að mögulega væri Pútín að reyna að koma fleyg á milli Evrópusam- bandsins og Bandaríkjanna með því að ljá máls á viðræðum. Sagði hann að Rússar ættu að byrja á því að halda sig við skilmála vopnahlésins áður en þeir samþykktu annað. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur hins vegar lýst yfir stuðningi sínum við við- leitni þeirra Merkel og Hollande. Á meðal þess sem rætt er um í höfuðborgum vesturveldanna er spurningin hvort senda eigi stjórn- völdum í Úkraínu vopn, en hingað til hefur þeim ekki staðið slík aðstoð til boða. Ashton Carter, sem Obama Bandaríkjaforseti hefur útnefnt sem næsta varnarmálaráðherra, sagði á miðvikudaginn við nefnd Banda- ríkjaþings sem á að staðfesta út- nefningu hans, að hann myndi hall- ast að því að senda Úkraínumönnum vopn til þess að verja hendur sínar gegn sókn aðskilnaðarsinna. Obama sjálfur hefur hins vegar ekki tekið af skarið um það hvort það verði gert. Alexander Lukashevich, talsmað- ur rússneska utanríkisráðuneytis- ins, varaði hins vegar við því í gær að það myndi valda „stórkostleg- um skaða“ á samskiptum Bandaríkjanna og Rússlands ef Bandaríkin sendu Úkraínu- mönnum vopn. Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, sagði hins vegar að Úkraínumenn væru að berjast fyrir lífi sínu. Sagði hann að Rússar gætu ekki fengið leyfi til þess að teikna landakort Evrópu upp á nýtt. Merkel slær á væntingarnar  Óvíst um árangur af „friðarferð“ Merkel og Hollande til Pútíns  Rússar vara við því að senda vopn til Úkraínu  Anders Fogh óttast um Eystrasaltsríkin EPA Komin til Moskvu Angela Merkel, kanslari Þýskalands, við komuna til Moskvu. Hún og Hollande Frakklandsforseti ræddu við Pútín í gær. Anders Fogh Rasmussen, fyrr- verandi framkvæmdastjóri Atl- antshafsbandalagsins (NATO), segir í viðtali við breska blaðið Daily Telegraph að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ætli ekki að láta íhlutun í málefni Úkraínu nægja heldur stefni að því að endurreisa stöðu Rússa í Austur-Evrópu. „Það eru miklar líkur á að hann hyggi á aðgerðir í Eystra- saltsríkjunum til að láta reyna á 5. greinina,“ segir Fogh Rasm- ussen í viðtalinu og vísar þar til ákvæðis í stofnsáttmála NATO um að árás á eitt NATO-ríki jafn- gildi árás á þau öll. „Pútín veit, að ef hann fer yfir rauðu línuna og ræðst á aðildarríki NATO muni hann tapa þeirri orr- ustu. En hann er sérfræð- ingur í blandaðri hertækni.“ Óttast er að Rússar muni reyna að koma af stað átök- um í Eistlandi eða Lett- landi, þar sem eru stór rússnesk þjóð- arbrot, og taka síðan þátt í þeim átökum með beinum eða óbeinum hætti. Óttast áform Rússa VARAR VIÐ PÚTÍN Anders Fogh Rasmussen Um 60 gamlir bílar, sem fundust ryðgaðir og veðurbarðir á bóndabýli í vesturhluta Frakklands í fyrra, seldust fyrir háar fjárhæðir á upp- boði í París í gær. Bílarnir eru af ýmsum tegundum, þar á meðal Bugatti, Hispano-Suiza, Panhard-Levassor, Maserati, Ferr- ari og Delage. Uppboðshúsið Art- curial, sem bauð bílana upp, líkti þeim í tilkynningu við Þyrnirós og fundi bílanna við það þegar gröf far- aósins Tutankhamuns var opnuð. Meðal bílanna er Ferrari 250 GT SWB California Spider en aðeins 37 slíkir bílar voru framleiddir í kring- um 1960. Franski leikarinn Gerard Blain keypti bílinn upphaflega og seldi hann síðar landa sínum, leik- aranum Alain Delon. Bíllinn var á uppboðinu sleginn óþekktum kaup- anda fyrir heilar 14,2 milljónir evra, jafnvirði rúmlega 2,13 milljarða króna. Þá seldist Talbot Lago T26 Cabriolet, sem Farouk, síðasti kon- ungur Egyptalands, átti, fyrir jafn- virði rúmra 200 milljóna króna. Bóndabýlið keypti Roger Bailárið 1953 með það fyrir augum að opna þar bílasafn. Næsta áratuginn keypti Baillon fjölda bíla en lenti síð- an í fjárhagsvandræðum og neyddist til að selja flestalla bílana. Hann hélt hins vegar eftir um 60 bílum, sem fundust hálfri öld síðar. Gamlir ryðgaðir bílar seldust fyrir milljarða  Fágætir fornbílar gleymdust í hálfa öld AFP Ryðgaðir Bílarnir voru margir illa farnir eftir Þyrnirósarsvefninn. Björn Már Ólafsson augnlæknir hefur hafið störf hjá Sjónlagi augnlæknastöð. Björn Már lauk sérnámi í augnlækningum í Falun í Svíþjóð 1981 og starfaði á eigin stofu í tengslum við St. Jósefsspítala í Hafnarfirði frá 1981. Björn Már mun sinna almennum augnlækningum hjá Sjónlagi. Jens Þórisson augnlæknir hefur hafið störf hjá Sjónlagi augnlæknastöð. Jens lauk sérnámi í augnlækningum í Svíþjóð 1983. Hann starfaði m.a. í Västerås, Uppsölum og Örebro. Undirsérgrein Jens er augasteins- og glákuskurðlækningar. Jens hefur starfað sem sérfræðingur í augasteinsaðgerðum í Stokkhólmi frá 1984, hjá Stockholms ögonkirurger, Sophiahemmet. Jens var sérfræðingur og yfirlæknir við St. Jósefsspítala í Hafnarfirði frá 1985 fram að sameiningu við Landspítala 2011 en eftir það sérfræðingur við augndeild LSH og sérfræðingur í augasteinsaðgerðum við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri frá 2004. Auk almennra augnlækninga mun Jens sinna augasteinsaðgerðum hjá Sjónlagi en hann hefur frá 2004 verið annar sérfræðingur Sjónlags í þeim aðgerðum. Hægt er að bóka tíma hjá Birni Má og Jens í síma 577 1001. Sjónlag augnlæknastöð var stofnuð árið 2001 og er í fararbroddi hér á landi hvað varðar tæknibúnað og þjónustu við sjúklinga. Auk þess að sinna almennum augnlækningum hefur Sjónlag framkvæmt á tveimur skurðstofum yfir 10.000 sjónlagsaðgerðir með laser og yfir 2000 augasteinsaðgerðir. Hjá Sjónlagi starfa sjö augnlæknar, tveir sjóntækjafræðingar og fjórir hjúkrunarfræðingar ásamt öðru starfsfólki. Nýlega voru öll lasertækin uppfærð og bjóðum við nú upp á hníflausa Femto-LASIK lasertækni við sjónlagsaðgerðir. Sjónlag hefur verið brautryðjandi þegar kemur að meðferð við ellifjarsýni en undanfarin ár hafa fjölmargir skjólstæðingar verið meðhöndlaðir með fjölfókus-augasteinum og PresbyMax lasermeðferð. Glæsibær . Álfheimar 74 . 5. hæð . 104 Reykjavík . Sími 577 1001 . www.sjonlag.is Nýir augnlæknar til starfa hjá Sjónlagi augnlæknastöð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.