Morgunblaðið - 17.02.2015, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.02.2015, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 2015 13:30 Fundarsetning Nýkjörinn formaður Samorku Ávarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra Ragnheiður Elín Árnadóttir Vandi flutningskerfis raforku Ragnar Guðmannsson, yfirmaður stjórnstöðvar Landsnets Hömlur á þróun atvinnulífs Óli Grétar Blöndal Sveinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Landsvirkjunar Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri í Fjarðabyggð Bjarni Th. Bjarnason, sveitarstjóri í Dalvíkurbyggð 15:00 Kaffiveitingar í fundarlok Fundarstjóri: Gústaf Adolf Skúlason, framkvæmdastjóri Samorku RAFORKUKERFI Í VANDA Opin dagskrá aðalfundar Samorku Föstudaginn 20. febrúar 2015 Grand Hótel Reykjavík Ragnheiður Elín Árnadóttir Ragnar Guðmannsson Óli Grétar Blöndal Sveinsson Páll Björgvin Guðmundsson Bjarni Th. Bjarnason Gústaf Adolf Skúlason Birgir Ármannsson, formaður utan- ríkismálanefndar, segir að ekkert sé við vinnu þýðenda að athuga við innleiðingu Evróputilskipana. Hins vegar sé svigrúm til þess í stjórn- sýslunni að taka í auknum mæli tillit til íslenskra aðstæðna í innleiðingu tilskipana við gerð lagatexta eftir að þýðingarvinnu lýkur. Birgir var inntur eftir svörum vegna orða Sigrúnar Magnúsdóttur umhverfisráðherra í Fréttablaðinu í gær, þar sem hún kallar eftir mild- ara orðalagi við þýðingu Evrópu- tilskipana. Stjórn Bandalags þýð- enda brást við í gær með yfirlýsingu þar sem bandalagið furðar sig á um- mælum Sigrúnar. Til áréttingar segir Birgir að reglugerðir sem eigi uppruna sinn í ESB, og eru innleiddar hér á landi í gegnum EES-samninginn, séu nær óbreyttar og svigrúm lítið til breyt- inga. Hins vegar séu tilskipanir annars eðlis. „Þær fela í sér al- menna stefnumörkun og gefa ákveðinn ramma sem einstökum ríkjum er oft veitt svigrúm til að út- færa,“ segir Birgir. Hann bendir á að margoft hafi verið rætt um það í þinginu að þegar færa á efni tilskip- ana í frumvarpsform þyki mörgum ráðuneytin hafa valið óþarflega íþyngjandi leiðir til að innleiða ein- stök efnisatriði. „Mitt viðhorf er það að menn, bæði innan stjórnsýslunn- ar og í þinginu, þurfi að nýta það svigrúm sem fyrir hendi er fyrir Ís- land og íslenska borgara,“ segir Birgir. Tekur undir með Sigrúnu „Þegar búið er að þýða tilskipanir þarf að útbúa lagafrumvörp sem byggjast á efni tilskipananna. Þær verða ekki að íslenskum lögum þótt þær séu þýddar. Þær þarf að inn- leiða í lög með hefðbundnum laga- frumvörpum. Mér hefur fundist á undanförnum árum sem frumvarps- höfundar hafi ekki nýtt nægilega það svigrúm sem er fyrir hendi í til- skipununum sjálfum. Að því leyti til get ég tekið undir með Sigrúnu, að ég held að menn á vettvangi stjórn- sýslunnar og þingsins verði að vera meðvitaðir um þetta svigrúm sem fyrir hendi er. Það er óháð þýðing- arvinnunni sem slíkri,“ segir Birgir ennfremur. vidar@mbl.is Svigrúm fyrir hendi  Vinna þýðenda ekki gagnrýnisverð Sigrún Magnúsdóttir Birgir Ármannsson Eftir helst til rólegan janúarmánuð í Slippnum á Akureyri hefur mikið verið að gera það sem af er febrúar. Anton Benjamínsson framkvæmdastjóri segir að útlitið sé gott framundan og þessa dagana er unnið við viðhald á fjórum skipum, tveimur grænlenskum og tveimur íslenskum. Þessi viðhaldsverk- efni skapa vinnu fyrir stálsmiði, tré- smiði, málara og fleiri starfsmenn í Slippnum, en þar vinna fast um 160 manns. „Í þessum bransa þarf oft að hafa fyr- ir því að skapa verkefni frá október og fram í lok febrúar,“ segir Anton. „Ef það lukkast eru menn í ágætum málum og nú er þessu krítíska tímabili að ljúka. Verkefnastaðan var viðunandi fyrir ára- mót, janúar var erfiður og febrúar ætlar að verða fínn. Þannig að við erum í þokkalega sterkri stöðu og ágætis bók- anir framundan.“ Fyrir helgi var gerð tilraun með að taka Oddeyrina EA upp í slipp en kúp- ling í sleða gaf sig svo skipið var látið síga aftur. Oddeyrin er 64,6 metrar að lengd og var þyngdin áætluð um 1.900 tonn eftir að búið var að létta það með því m.a. að fjarlægja hlera og minnka olíu í tönkum. Í staðinn verður Oddeyri tekin í flotkví á miðvikudag. „Við hefðum náð að draga skipið upp hefði kúpling ekki gefið sig,“ segir Ant- on. Hann er gerður fyrir um 2.000 tonn og hefur verið endurbættur síðustu ár. Við vissum samt að þetta yrði á mörk- unum, en áðkváðum að reyna. Þegar kúplingin gaf sig var ekki annað en að slaka skipinu niður aftur.“ aij@mbl.is Nóg að gera í Slippnum Ljósmynd/Jón Páll Slippurinn Til stóð að taka Oddeyrina í slipp fyrir helgi, en kúp- ling í sleða gaf sig. Skipið fer í flotkví á morgun, miðvikudag.  Kúpling í sleða gaf sig er taka átti Oddeyrina EA í slipp

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.