Morgunblaðið - 17.02.2015, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 17.02.2015, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 2015 Heyrðu umskiptin Fáðu heyrnartæki til reynslu Það er næstum því sama hvernig heyrnarskerðingu þú ert með og hvernig lifi þú lifir, því ReSound heyrnartækin eru vel til þess fallin að hjálpa þér við að skilja talmál, hafa framúrskarandi hljómgæði og snjalla þráðlausa tengingu. MARGIR VERÐFLOKKAR Apple, Apple merkið, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki Apple Inc, skráð í BNA og öðrum löndum. App Store er þjónustumerki Apple Inc. Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is SVIÐSLJÓS Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Kópavogur er fyrsta sveitarfélagið sem spjaldtölvuvæðir alla grunn- skóla sína, en allir nemendur sem stunda nám í 5.-10. bekk í skólum bæjarins, sem eru um það bil 3.000 talsins, fá spjald- tölvur, stór hluti þeirra á næsta skólaári, auk allra kennara og skóla- stjórnenda. Alls eru þetta því um 3.500 tölv- ur, mikill og víð- tækur undirbún- ingur fylgir þessu og áætlað er að verja 200 milljónum til þessa í ár. Hugmyndin er að hver og einn nemandi fái eigin tölvu til afnota og fari með hana heim, sé þess þörf. Fljótlega verður gengið frá ráðningu verkefnisstjóra þessarar innleiðingar og eitt af hlutverkum hans verður að kynna verkefnið fyrir foreldrum. Heimsóttu spjaldtölvuskóla „Við höfum verið að undirbúa þetta leynt og ljóst síðan 2012, þá mótuðum við stefnu í upplýs- ingatækni í grunn- og leikskólum,“ segir Anna Birna Snæbjörnsdóttir, sviðsstjóri menntasviðs Kópavogs- bæjar. Hún segir að núna sé þráð- laust net, sem er forsenda spjald- tölvunotkunarinnar, komið í skólana og víða hefur verið leitað fanga til að undirbúa notkun spjaldtölvanna. M.a. hafa kennarar og skólastjórn- endur kynnt sér nýjungar í upplýs- ingatækni hér á landi, fundað hefur verið með bæði innlendum og erlend- um aðilum sem hafa reynslu af inn- leiðingu spjaldtölva í skólum og fyrir skömmu fór hópur skólastjóra í grunnskólum Kópavogs í kynnisferð til Bretlands, þar sem m.a. var farið í heimsókn í spjaldtölvuvædda skóla. Þá verða ráðnir þrír kennsluráð- gjafar. Anna Birna segir að ekki liggi fyr- ir endanlegur kostnaður við innleið- ingu spjaldtölvanna, en 200 milljónir séu áætlaðar til hennar í fjárhags- áætlun þessa árs. Þar af verður 150 milljónum varið til kaupa á spjald- tölvum, 50 milljónum í innleiðingu. „Við vitum ekki enn hversu vel við náum að nýta fjármagnið, það fer m.a. eftir því hvernig tilboð við fáum.“ Búnaðurinn ekki aðalatriðið Núna vinnur upplýsingatækni- deild bæjarins úr mati sem unnið var af nemendum og kennurum, en þar voru nokkrar gerðir spjaldtölva metnar. Anna Birna segir að þar sem um svo mikla fjárfestingu sé að ræða, þá sé mikilvægt að vanda vel valið og allan undirbúning. „Við erum fyrsta sveitarfélagið sem spjaldtölvuvæðir alla sína skóla. Við lítum þannig á þetta að búnaðurinn sem slíkur sé ekki aðalatriðið, við viljum gæta þess að þetta nýtist raunverulega í skóla- starfi og að með þessu séum við að bæta kennsluna og breyta kennslu- háttum. Framboð af námsefni til að nota í spjaldtölvum eykst sífellt.“ Hvaða áhrif haldið þið að notkun spjaldtölva muni hafa á nám og kennslu í Kópavogi? „Við vitum t.d. að þetta auðveldar kennurum að ein- staklingsmiða kennsluna, þetta styð- ur við fjölbreytta kennsluhætti, gef- ur foreldrum aukin tækifæri til að fylgjast með námi barna sinna og það er okkar trú að við séum að mæta þörfum barnanna okkar betur með þessu. Þetta er ekkert töfratæki og þótt það felist í þessu ákveðin bylting erum við alls ekki að fara að henda öllu því út sem við höfum verið að gera hingað til. En kennslan þarf að vera í takt við tímann.“ Kennslan þarf að vera í takt við tímann  Kópavogsbær kaupir 3.500 spjaldtölvur fyrir grunnskóla  Fyrsta sveitarfélagið til að spjaldtölvuvæða alla skóla sína Morgunblaðið/Árni Sæberg Spjaldtölvur Þótt ákveðin bylting felist í notkun slíkra tækja í skólastarfi, er ekki verið að henda út öllu því sem áður hefur verið gert, segir Anna Birna. Anna Birna Snæbjörnsdóttir Fjarskiptafélöginn Síminn, Voda- fone og Nova bregðast á ólíkan hátt við spurningunni um afstöðu þeirra til mögulegs samstarfs við 365 um uppbyggingu á 4G-kerfi. Fram kom í Morgunblaðinu 12. febrúar að Samkeppniseftir- litið telur að „365 muni væntanlega óska eftir viðræð- um við Póst- og fjarskiptastofnun um afléttingu hluta þeirra uppbygg- ingarkrafna, sem fylgi leyfunum svo raunhæft sé að byggja upp 4G- þjónustu“. Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365, sagði af því tilefni að samstarf við aðra aðila kæmi til greina. „Við erum ekki búnir að ákveða hvort það verður Síminn, Vodafone eða Nova,“ sagði Sævar Freyr. Spurður um afstöðu Símans til samstarfs við 365 á þessu sviði segir Pétur Þ. Óskarsson, yfirmaður sam- skipta Símans, að engar ákvarðanir hafi verið teknar í þessu efni. „4G-uppbygging Símans gengur mjög vel og nær nú til um 75% landsmanna. Það hefur engin af- staða verið tekin til þess innan Sím- ans hvort rétt sé að fara í samstarf um frekari uppbyggingu á 4G- þjónustu.“ Nova hefði vissulega áhuga Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, segir að „Nova hefði vissulega áhuga á því að selja 365 aðgang að 4G-kerfi fyrirtækisins“. „Hvað varð- ar 800-tíðniband 365 þá hefði Nova boðið í það tíðniband á sínum tíma ef útbreiðslukröfurnar hefðu ekki verið svona miklar. 365 hefur skuldbundið sig til að byggja upp 4G-þjónustu sem ná skal til 99,5% íbúa á hverju skilgreindu landsvæði fyrir sig en það er uppbygging sem Nova telur gríðarlega kostnaðarsama. Nova hefur ekki áform á þessu stigi um að ráðast í þær fjárfestingar sem slík uppbygging kallar eftir,“ segir Liv. Stefán Sigurðsson, forstjóri Voda- fone, segir Vodafone reka „öfluga heildsölu á kerfum sínum til fjöl- margra fjarskiptafyrirtækja, á ýms- um sviðum fjarskipta svo sem far- síma, fastlínu, gagnatenginga, svo og sjónvarps og útvarps. Við tjáum okkur hins vegar ekki um málefni einstakra viðskiptavina“, sagði Stef- án. Engar ákvarðanir um 4G-samstarf  Fjarskiptafyrirtækin bregðast við áhuga forstjóra 365 á samstarfi við uppbyggingu Aðildarfélög Samiðnar hafa gert við- horfskannanir meðal félagsmanna vegna komandi kjaraviðræðna og sýna þær að félagsmenn vilja frekar gera skammtímasamning til eins til tveggja ára en að samið verði til lengri tíma, samkvæmt upplýsingum Hilmars Harðarsonar, formanns Samiðnar. Vinna við undirbúning kröfugerðar Samiðnar stendur sem hæst þessa dagana en Samiðn fer með samnings- umboð fyrir hönd aðildarfélaganna í kjaraviðræðunum. ,,Við erum að vinna í kröfugerðinni og leggjum hana fram fljótlega,“ seg- ir Hilmar. ,,Við erum að reikna út og kostnaðarmeta og hitta aðra hópa sem eru í svipaðri stöðu og við,“ bæt- ir hann við. Yfirgnæfandi meirihluti félaga segist tilbúnn í átök Hilmar segir að það sé áberandi niðurstaða í könnununum að félags- menn séu tilbúnir að fylgja kjara- kröfunum eftir með átökum ef þörf krefur. „Við byrjum á að leggja kröf- urnar fram og sjáum til en það er al- veg ljóst að yfirgnæfandi meirihluti er tilbúinn að fylgja þeim eftir ef á þarf að halda,“ segir Hilmar. Þær kröfugerðir sem fram eru komnar á almenna vinnumark- aðinum eru nokkuð mismunandi. Starfsgreinasambandið vill semja til allt að þriggja ára og að lágmarks- laun hækki í 300 þúsund kr. Flóa- félögin vilja 12 mánaða samning og að lágmarkshækkun í launatöflu verði 35 þúsund krónur. VR vill líka eins árs samning og leggur fram kröfur um „baksýnisspegil“, launa- leiðréttingu með allt að 50 þúsund kr. launaþróunartryggingu fyrir fé- lagsmenn. Hilmar segir of snemmt að segja til um hverjar verða meginkröfur Samiðnar. ,,Við erum að reikna hvaða áhrif kjarasamningar munu hafa og munum draga okkar ályktanir af þeim útreikningum,“ segir Hilmar. Hann á von á að frágengin kröfugerð gæti legið fyrir í lok þesarar viku eða í byrjun þeirrar næstu. omfr@mbl.is Morgunblaðið/Golli Samningar losna Fjöldi kjarasamninga rennur út á næstu mánuðum, flestir í lok febrúar, þ.á m. á almenna vinnumarkaðinum og fjölmargir í lok apríl. Áhugi á eins til tveggja ára samningi Kjaraviðræðurnar » 45 kjarasamningar á al- menna vinnumarkaðinum renna út 28. febrúar. » Nokkur stærstu stéttarfélög og landssambönd innan ASÍ hafa þegar afhent Samtökum atvinnulífsins kröfugerðir. » Starfsgreinasambandið, sem semur fyrir hönd 16 aðild- arfélaga, hefur þegar vísað kjaradeilunni til ríkissátta- semjara. Eru einstök félög far- in að búa sig undir hugsanleg verkfallsátök.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.