Morgunblaðið - 17.02.2015, Síða 28

Morgunblaðið - 17.02.2015, Síða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 2015 ✝ Oddný ElísabetThorsteinsson fæddist á Ill- ugastöðum í Laxár- dal í Skagafirði 15. ágúst 1922. Hún lést á Hjúkrunar- heimilinu Sóltúni 4. febrúar 2015. Foreldrar henn- ar voru Lúðvík Rú- dolf Kemp, bóndi og vegavinnuverk- stjóri, f. 1889, d. 1971, og El- ísabet Stefánsdóttir Kemp, f. 1888, d. 1984. Oddný var sjö- unda í röðinni af níu systkinum. Þau voru Júlíus, f. 1913, Ragna f. 1914, Stefán, f. 1915, Friðgeir, f. 1917, Aðils, f. 1920, Björg- ólfur, f. 1921, Helga Lovísa, f. 1925, og Stefanía, f. 1927. Stef- án og Stefanía eru á lífi. Oddný varð kjörbarn föð- ursystur sinnar Oddnýjar Stef- ánsdóttur kennara, f. 1891, d. 1977, og manns hennar Björg- ólfs Stefánssonar, f. 1885, d. 1938, skókaupmanns í Reykja- vík. Þar ólst hún upp ásamt al- bróður sínum Björgólfi og uppeldissystur Sigríði Stefáns- dóttur, f. 1932, d. 1995. Oddný lauk stúdentsprófi frá rekstrarhagfræðingur, maki Elsa Guðmundsdóttir, hagfræð- ingur. 3) Eiríkur, f. 17.9.1959, kvikmyndagerðarmaður, maki Valborg Snævarr, hæstarétt- arlögmaður. Dóttir Eiríks er Oddný Eva, maki Darri Hilm- arsson. Sonur Valborgar og stjúpsonur Eiríks er Ármann, maki Zeynep Sidal Snævarr. Oddný og Pétur bjuggu í Reykjavík þar til Pétur var skip- aður sendiherra í Moskvu 1953. Bjuggu þau þar árin 1953-1960, í Bonn í Þýskalandi 1960-1962, í París 1962-1965 og í Wash- ington D.C. 1965-1969. Oddný var sendiherrafrú erlendis í alls 16 ár. Hún tók virkan þátt í starfi eiginmannsins og vann mikið landkynningarstarf. Það hlutverk hélt áfram eftir að Pét- ur varð ráðuneytisstjóri í utan- ríkisráðuneytinu árið 1969 og eftir að hann var skipaður sendiherra í fjarlægum löndum með búsetu á Íslandi árið 1976. Ferðaðist Oddný með honum til Austurlanda tvisvar á ári næsta áratuginn, í tvo-þrjá mánuði í senn, og var aðstoðarmaður hans og ritari í þessum ferðum. Oddný samdi og þýddi barna- bækur og las upp í útvarpi. Hún hlaut ýmsar viðurkenningar um ævina, m.a. riddarakross Fálka- orðunnar, Dannebrogorðuna og stórriddarakross. Útför Oddnýjar fer fram frá Dómkirkjunni í dag, 17. febrúar 2015, og hefst athöfnin kl. 15. MR 1940 og prófi í viðskiptafræði frá University of Minnesota 1943. Hún stundaði versl- unarstörf í Los Angeles og San Francisco 1944. Var innkaupastjóri í New York 1945 og verslunarstjóri hjá Skóverslun B. Stef- ánssonar 1946- 1948. Árið 1948 giftist Oddný Pétri J. Thorsteinsson (f. 1917, d. 1995), sendiherra. Synir þeirra eru 1) Pétur Gunnar, f. 26.9. 1955, lögfræðingur, maki Birna Hreiðarsdóttir, lögfræðingur. Börn þeirra eru a) Pétur Björn, maki Agla Margrét Egilsdóttir. Synir þeirra eru Pétur Leví og Egill Ísak; b) Katrín Þórdís, maki Agnar Freyr Helgason. Dætur þeirra eru Anna Vigdís og Birna Elísabet; c) Tómas Gunnar; d) Anna Ásthildur; e) Elsa Matthildur, dóttir Birnu og stjúpdóttir Péturs, maki Magn- ús Salberg Óskarsson. Þeirra börn eru Pétur Mikael, Hjördís Júlía og Dagur Salberg. 2) Björgólfur, f. 30.10. 1956, Þegar ég hugsa um hana Oddnýju er merkilegt að fyrst kemur upp í huga minn litla stelpan sem leitaði til pabba síns þegar hún var hrædd um að Beta mamma kæmi að sækja hana. Beta mamma var kyn- móðir hennar en sterki pabbinn sem verndaði hana var fóstur- faðir hennar, Björgólfur Stef- ánsson en hann og kona hans tóku Oddnýju unga í fóstur. Betu mömmu kynntist Oddný seinna og talaði alltaf fallega um hana, sagði hana umfram allt hafa verið skemmtilega, en hún var látin gefa systur mannsins síns ung börn sín tvö, Oddnýju og Björgólf, án þess að hafa mikið um það að segja. Oddný sagði oft þá sögu og fann til með Betu mömmu, en svona var hlutskipti kvenna í þá daga, karlarnir réðu þessu einfald- lega. Litla stelpan, sem talaði mik- ið sem gömul kona af hrifningu og ást um fósturforeldrana og kærleiksríkt uppeldi, varð seinna heimskona sem fór um allan heim. Oddný kynntist menningu annarra landa en um- fram allt kynnti hún menningu þjóðar sinnar á erlendri grundu. Hennar hlutur í störfum eig- inmanns síns, Péturs Thor- steinsson sendiherra, var mikill – það er óumdeilt. Hennar starf, hennar „karríer“, var að standa við hlið hans hvort sem var í starfi eða öðru. Glæsileg, fögur, greind, forvitin, en umfram allt hafði hún áhuga á öðrum – bar hag fólks fyrir brjósti. Það sem gerði hana öðruvísi en aðra var að hún framkvæmdi, hún lét verkin tala. Sem eitt dæmi um það má nefna umfjöllun í nýút- kominni bók, Sagan þeirra sag- an mín, en tilvikin eru fjölmörg og margir sem þekkja dæmi um greiðvikni og velvild Oddnýjar. Hún annaðist eiginmann sinn af fágætri natni síðustu ár hans en eftir fráfall hans lét hún ekki deigan síga. Hún hélt lífi sínu áfram þótt stóra ástin í lífi hennar væri farin. Oddný var umfram allt móðir drengjanna sinna sem hún elsk- aði mjög, hún talaði oft um það síðustu árin hvað hún væri heppin að eiga þrjá fallega og góða drengi. Hún sagði mér samt oft kankvís, eins og í trúnaði undir lokin, að ég væri svo heppin, ég hefði fengið gullmolann hennar, fallegasta drenginn hennar! Þá hlógum við dátt, tengdamæðg- urnar, eins og við værum í sér- stöku samsæri, í leynilegum fé- lagsskap um þennan sérstaka dreng! En ég er viss um að hún hefur sagt það sama við hinar tengdadæturnar. Oddný kom oft til okkar Ei- ríks síðustu árin í bíó og kvöld- mat. Við settum gamla, góða mynd í tækið og horfðum á stóran skjáinn. Oddný gleymdi stað og stund, horfði á kjólana og skartið. Þekkti leikarana frá gamalli tíð, eins og Cary Grant og Audrey Hepburn, stundum voru staðir sem hún þekkti frá gamalli tíð, eins og Les Halles í París í myndinni Irma la Douce – og þá kom saga … Nú verða sögurnar ekki fleiri. Við minnumst þeirra og hennar. Nú er hún aftur komin til pabba síns. Þar er líka stóra ástin hennar, hann Pétur, með faðminn opinn. Hún brosir blítt og fellur í faðm hans. Tjaldið fellur. Fallegu lífi er lokið, þetta ljós er slokknað. Við sem eftir sitjum drúpum höfði, full þakk- lætis. Takk fyrir allt og allt, þín vinkona og tengdadóttir, Valborg (Valla). Látin er í hárri elli tengda- móðir mín, Oddný Thorsteins- son. Margs er að minnast og margt að þakka eftir hátt í fjörutíu ára samfylgd. Oddný sem einnig var kölluð Didda lét ekkert stoppa sig í því sem hún ætlaði sér og var á margan hátt á undan sinni samtíð. Hún varð semidúx í MR 17 ára að aldri og sigldi í seinni heimsstyrjöldinni til náms í Bandaríkjunum. Heim kom hún til Íslands reynslunni ríkari. Oddný var víðlesin og óend- anleg uppspretta fróðleiks sem barnabörnin nutu svo sannar- lega góðs af. Hún var einstak- lega fær tungumálamanneskja og veitti hún barnabörnunum ómetanlega aðstoð við heima- nám í íslensku, dönsku og þýsku. Hún var óþreytandi að gæta þeirra um lengri eða skemmri tíma, og þá var tæki- færið gjarnan notað og farið í Þjóðminjasafnið, Árbæjarsafn og önnur söfn borgarinnar þar sem menningararfurinn var settur í áhugavert samhengi. Og það var ekki amalegt að komast í ævintýraheim Oddnýjar ömmu þar sem álfar, tröll og þjóð- sagnapersónur lifnuðu við í frá- sögnum hennar. Hana munaði reyndar ekki um að semja leik- rit í fullri lengd, Hildi álfa- drottningu og svo skrifaði hún bókina um Sigga hrekkjusvín sem óspart var lesin fyrir barnabörnin. Oddný var heimsmanneskja en stóð jafnframt föstum fótum í íslenskri menningu. Hún var óþreytandi að kynna Ísland þegar hún bjó erlendis og lagði hún ómetanlega vinnu af mörk- um í því efni sem þakka ber. Hún fylgdist grannt með af- komendum sínum allt fram á það síðasta og gladdist við hvern unninn áfanga. Bunki sendibréfa sem hún sendi okkur fjölskyldunni þegar við dvöldum erlendis er til marks um trygg- lyndi hennar og ræktarsemi sem voru í raun hennar aðals- merki. Á sama grunni hélt hún ára- tugum saman tengslum við fjölda fólks víðsvegar um heim sem hún hafði kynnst á dval- arárum sínum erlendis. En Oddný var föst fyrir og ekki varð skoðunum hennar á mönnum og málefnum haggað. Ekkert þýddi að malda í móinn, hún stóð á sínu og þar komu engar málamiðlanir til álita. Minningin um Oddnýju mun lifa meðal afkomenda og ástvina um ókomna tíð. Blessuð sé minning merkrar konu. Birna Hreiðarsdóttir. Amma mín var mikilsháttar kona, og var mér stoð í lífinu frá því að ég man eftir mér. Þegar ég var ungur bjó ég er- lendis en á sumrin bjó ég hjá ömmu Oddnýju og Pétri afa. Amma hafði að því er virtist þrotlausa orku, og þeyttist með okkur út um allan bæ og stund- um út á land. Þetta var hálf- gerður leikur því við ætluðum að skoða öll söfn og fara í allar sundlaugar. Hún var ávallt blíð og góð og ég á margar góðar minningar frá þessu tímabili. Ég get ekki farið í sund án þess að heyra röddina hennar segja „beygja, sundur, saman“, og ég met það mikils. Oft tók hún fram segulbands- tæki og spilaði fyrir mig upp- töku af sögum um „Fávís og vini hans“. Þessar sögur fannst mér með eindæmum skemmti- legar. Ég vissi það ekki þá en þetta voru rússneskar sögur sem amma hafði sjálf þýtt yfir á íslensku og lesið upp í Ríkisút- varpinu. Eftir sjö ára dvöl erlendis flutti ég til Íslands 10 ára að aldri og var Oddný amma alltaf til staðar og hjálpaði mér mikið við lærdóminn. Hún var frábær kennari enda veitti ekki af því ég var bara hálftalandi á ís- lensku á þessum tíma. Þessu hélt hún áfram alveg þangað til ég var kominn í menntaskóla. Ég flutti síðan til Íslands frá Bandaríkjunum árið 1996 til að hefja nám í MR og bjó fyrsta veturinn hjá ömmu og afa þar sem fjölskylda mín var enn úti. Þetta var mjög skemmtilegt ár og mér tókst að kynnast ömmu vel á þeim tíma. Internetið var tiltölulega nýtilkomið á þessum tíma og sýndi ég ömmu heima- síður allra helstu safna í heim- inum og það sem þau voru með til sýnis. Þetta þótti henni ömmu ákaflega áhugavert, enda alltaf opin fyrir nýjungum. Amma hafði einstaka frá- sagnargáfu og var ávallt að segja sögur. Þegar ég segi mín- um börnum söguna um Búkollu reyni ég eftir fremsta megni að gera það eins og amma hefði gert það, því hún hafði svo skemmtilegan hátt á því. Hún sagði oft sögur frá því að hún var lítil og ólst upp í miðbæ Reykjavíkur, og þá var ávallt bróðir hennar Björgólfur í aðal- hlutverki. Ein skemmtilegasta sagan sem hún sagði mér var frá þeim tíma sem hún bjó í Moskvu. Hún var þá með afa í veislu með mörgum af helstu ráðamönnum Sovétríkjanna. Í matnum sat hún við hliðina á flugvélahönn- uðinum Andrei Tupolev. Í miðju matarboðinu leit hann á diskinn hjá ömmu og sagði að það væri óásættanlegt að hún væri með venjulegt brauð, en sjálfur Ní- kíta Krústsjov væri með dýr- indis brauð frá Úkraínu. Hann þreif gaffal af disk ömmu, sleikti hann, stóð upp og mars- eraði að borði Krústjovs með gaffalinn hátt á lofti. Þegar hann kom að borði Krústsjovs, með gaffalinn ennþá uppi, var þögn. Svo stakk Tupolev gafflinum í brauðið hjá Krústsjov og sagði honum að það væri kona í veisl- unni sem þyrfti alvöru brauð. Tupolev hélt síðan brauðinu hátt á lofti alla leið aftur og setti á diskinn hennar ömmu. Við þetta hlógu allir dátt og Krústsjov manna mest. Ég mun alltaf sakna ömmu Oddnýjar og hún á stóran hlut í mér. Á þann hátt mun hún lifa áfram og ég mun koma áleiðis til barna minna því sem ég fékk frá ömmu minni. Pétur Björn Thorsteinsson. Það er alltaf sárt að missa fólk sem manni þykir vænt um og hefur haft jákvæð áhrif á líf manns. Þegar jafn góð kona og Oddný fellur frá á það svo sann- arlega við. Það hjálpar að tak- ast á við fráfall hennar að hugsa til þess hve góðu lífi hún lifði. Þá eru margar góðar minningar sem maður á og mun geyma í hjartanu. Oddný var einstaklega glæsileg kona sem mér fannst eldast með reisn. Hún var einn- ig góður sögumaður og hafði frá mörgu að segja. Mér fannst endalaust áhugavert að heyra hana segja frá reynslu sinni af öðrum löndum og menningu. Þegar ég hugsa um hana þá kemur líka minningin um hve innilega hún bauð mig og mömmu velkomin í fjölskyld- una. Við vorum strax hluti af fjölskyldunni hennar. Mér hlýn- ar um hjartarætur er ég hugsa um hve væn og hlý hún var við mig. Hún reyndi að kenna mér dönsku, sem var ekki auðvelt verk. Samt tókst henni að koma nægilega miklu inn í kollinn á mér til að standast prófið. Þannig var hún alltaf tilbúin til að aðstoða mig við námið þegar ég var yngri. Hún hvatti mig áfram og hafði ótakmarkaða trú á því að ég gæti gert hvað sem ég vildi í lífinu. Svona hvatning og hrós, komandi frá frábærum námsmanni eins og henni, var ómetanlegt. Hún var góð fyr- irmynd fyrir mig að reyna að vera jákvætt afl í lífi annarra. Maður getur gert svo mikið bara með því að sýna öðrum áhuga og vera hvetjandi, eins og Oddný var við mig. Þó að hún væri ansi veik síð- ustu dagana var það henni alltaf mikilvægt að passa upp á fólkið sitt. Er ég og móðir mín komum til hennar skömmu fyrir andlát- ið setti hún hendur sínar yfir hendur mömmu. Hún hafði svo miklar áhyggjur af því að mömmu væri kalt og reyndi því að gefa henni hita. Svo sagði hún við mig að ég ætti að passa upp á mömmu. Besta gjöfin sem hún gaf mér kom tveimur dögum áður en hún féll frá. Þá sagði ég henni að ég og eiginkona mín ættum von á lítilli stelpu. Eins og sjálf- sagt margir sem eru að verða foreldrar í fyrsta skipti hefur maður áhyggjur af því hvort maður geti reynst barninu nægjanlega gott foreldri. Ég veit ekki hvort hún skynjaði þetta, en það kom alveg ein- staklega fallegt bros á andlit hennar eftir að ég sagði henni frá litlu dömunni. Hún horfði svo djúpt í augun á mér og sagði hiklaust og af fullkominni einlægni að ég yrði góður pabbi. Síðan þá hef ég ekki efast um að ég muni reynast dóttur minni vel, hún gaf mér sjálfs- traust. Ég held að það sé erfitt að gefa fallegri gjöf en þessa sem amma Oddný gaf mér með þessum orðum. Blessuð sé minning hennar. Ármann Snævarr. Elsku amma okkar. Takk fyrir að passa okkur. Takk fyrir að leika við okkur. Takk fyrir að syngja með okk- ur. Takk fyrir að dansa við okk- ur. Takk fyrir að lesa fyrir okk- ur. Takk fyrir að hjálpa okkur með heimalærdóminn. Takk fyr- ir að kenna okkur að synda. Takk fyrir að fara með okkur á söfn og á listasýningar. Takk fyrir að vera alltaf til staðar fyrir okkur. Takk fyrir að vera stórkostleg amma og stórkost- leg manneskja. Við elskum þig og munum ávallt sakna þín. Þín Anna Ásthildur, Tómas Gunnar, Katrín Þórdís og Pétur Björn. Oddný Elísabet Thorsteinsson ✝ Ólöf Þórhalls-dóttir fæddist á Eiðum 28. apríl 1922. Hún lést á dvalarheimili aldr- aðra Hulduhlíð á Eskifirði 3. febrúar 2015. Foreldrar henn- ar voru Þórhallur Helgason frá Skóg- argerði í Fellum, fæddur 1. mars 1886 og Sigrún Guðlaugsdóttir frá Fremstafelli í Köldukinn, fædd 30. júní 1898. Systkini hennar eru Anna, Helga og Ás- mundur og látinn er Guðlaugur. Ólöf var elst þeirra systkina. Ólöf fluttist ársgömul með for- eldrum sínum á Seyðisfjörð en þaðan í Ormsstaði í Eiðaþinghá 1929 og ólst þar upp. Ólöf stund- aði nám í Alþýðu- skólanum á Eiðum og síðan í Hús- mæðraskólanum á Laugum. 1947 hélt hún til Danmerkur til að stunda nám í vefnaði við vefn- aðarskóla í Jebjerg á Jótlandi. Lauk þaðan námi 1949 með sveinsprófi. Ólöf kenndi vefnað í Húsmæðraskóla Akureyrar til fjölda ára. Ólöf giftist Lucien Lúðvík Messiain 1964 og hófu þau bú- skap á Akureyri, lengst af bjuggu þau á Skólastíg 3. Útför Ólafar verður gerð frá Höfðakapellu, Akureyri, í dag, 17. febrúar 2015, og hefst at- höfnin kl. 13.30. Það er margt sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa um Ollu föðursystur mína; dugnaður, listakona, gleðja, gæta og hugsa vel um aðra, grænn Land Cruiser, yndis- legar barnabækur, skúra gólf og svona mætti lengi telja. Ég hef oft hugsað um það hvað Olla var ótrúlega dugleg þrátt fyrir fötlunina sem hún hlaut af lömunarveiki sem barn. Ég held að hún hafi verið duglegust þeirra systkina því hún hefur ekki viljað vera eft- irbátur þeirra og fyrir vikið þurft að erfiða mun meira. Olla var vefnaðarkennari á Akureyri og mikil hannyrða- kona. Mörg falleg verk eru eft- ir hana bæði ofin og saumuð út. Mér þykir óskaplega vænt um tvo útsaumaða dúka sem hún gaf mér fyrir mörgum árum sem hún saumaði þegar hún var í húsmæðraskóla fyrir u.þ.b. 70 árum. Einhverra hluta vegna fór ég að klappa þessum dúkum þegar ég frétti að hún værir látin, fannst hún þá vera eitthvað nær mér. Það var alltaf mikil spenna þegar við systkinin vissum að von væri á Ollu og Lucien að norðan, alltaf var ég að gá hvort að ekki sæist í græna jeppann þeirra niðri á vegi. Gleymi svo aldrei þegar hann loks birtist á holtinu rétt fyrir ofan pípuhliðið heima á Orms- stöðum. Sennileg hefur það ekki spillt fyrir tilhlökkuninni að við vissum að von væri á glaðningi. Svo var annað sem ég var ekki alveg eins hrifin af en það var þegar Olla spurði mig (að mér fannst í hvert skipti sem hún kom austur) „jæja ertu nú búin að læra að blautskúra?“ Eitthvað fór þetta fyrir brjóstið á mér, fannst hún alveg eins geta spurt bræður mína að þessu. En í dag þegar ég skúra, brosi ég með sjálfri mér og hugsa til Ollu minnar. Olla gaf okkur oft bækur, vandaðar barnabækur. Þetta voru uppáhalds bækur hjá mér sem ég les í dag fyrir mín börn aftur og aftur. Þegar ég var flutt í Kópa- voginn hringdi hún stundum en aldrei til að tala lengi. Bara rétt til að fá fréttir af okkur og segja okkur hvað hún væri að gera. Hún fylgdist alltaf vel með og vildi ekki að neinn van- hagaði um neitt. Það var ein- mitt Olla sem gaf mér þver- flautu. Henni fannst alveg ómögulegt að ég hefði ekki að- gang að flautu eftir að ég flutt- ist í Kópavog og tapaði öllu nið- ur. Það leið ekki langur tími þá var hún búin að hafa samband við hljóðfærabúð og kaupa flautu. Eins var það Olla sem gaf elsta barninu mínu fyrstu skóna áður en ég var sjálf nokkuð farin að huga að þeim kaupum og sendi mér frá Ak- ureyri. Svona var Olla í mínum huga. Kveðja, Anna Sigrún Ásmunds- dóttir og fjölskylda. Ólöf Þórhallsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.