Morgunblaðið - 17.02.2015, Page 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 2015
✝ Jónína Ragn-arsdóttir
matvælafræðingur
fæddist í Reykjavík
22. febrúar 1952.
Hún lést á heimili
sínu í Ráðagerði á
Seltjarnarnesi 10.
febrúar 2015.
Foreldrar Jónínu
voru Jóhanna Mar-
grét Þórarinsdóttir,
f. 8.8. 1934, d. 8.11.
1969, og Ragnar Heiðar Jóhann-
esson, f. 12.7. 1929, d. 18.12.
1991. Þriggja mánaða gömul
flutti Jónína með móður sinni í
Sviðnur á Breiðafirði þar sem
hún eignaðist stjúpa, Nikulás
Jensson bónda þar. Bræður Jón-
ínu sammæðra eru: Jakob
sambúð fjórum árum fyrr. Jón-
ína og Finnur eignuðust þrjú
börn og þau eru: Grétar Elías, f.
24.10. 1973, Jón Freyr, f. 26.6.
1976, d. 13.12. 2011, og Freyja, f.
26.6. 1982. Maki Grétars Elíasar
er Hildur Elín Geirsdóttir, maki
Freyju er Henrik Andersen.
Barnabörnin eru orðin sex og
þau eru: Arnar, Sara Natalía,
Stefán Breki, Finnur Kári, Bal-
der og August Jón.
Jónína bjó ásamt fjölskyld-
unni í Stykkishólmi allt til ársins
1993 að fjölskyldan settist að á
Seltjarnarnesinu. Frá 1998 hefur
Jónína búið í Ráðagerði sem þau
Finnur keyptu í maí 1997 og end-
urgerðu í upprunalegri mynd.
Eftir að Jónína lauk matvæla-
fræðinni starfaði hún sem slík
hjá eldhúsi Landspítalans og
Iðntæknistofnun en hefur nú síð-
ustu sjö árin starfað hjá Lýsi hf.
Útför Jónínu Ragnarsdóttur
fer fram frá Seltjarnarneskirkju
í dag, 17. febrúar 2015, og hefst
athöfnin kl. 13.
Guðnason, f. 22.1.
1950, Jens Ragnar
Nikulásson, f. 10.6.
1955, d. 9.12. 2013,
Kristinn Nikulás-
son, f. 31.12. 1957,
og Þórhallur Niku-
lásson, f. 7.5. 1965.
Jónína ólst upp í
Sviðnum og síðar í
Svefneyjum á
Breiðafirði og átti
þar heima allt þar
til hún flutti að heiman haustið
1969. Jónína varð stúdent frá
Menntaskólanum í Reykjavík
vorið 1973 og lauk prófi í mat-
vælafræði frá Háskóla Íslands
vorið 1997.
Jónína giftist Finni Jónssyni
19. september 1973 en þau hófu
Það er með sanni sagt að það er
ótrúlega sárt að missa kæran ást-
vin. Huggunina er helst að sækja í
minningarnar og sem betur fer á ég
ótrúlega margar og góðar minning-
ar um hana mömmu. Mamma
kunni svar við öllu. Ef hún vissi það
ekki um leið og spurningin var lögð
fyrir þá fann hún svarið. Hún var
ótrúlega fróðleiksfús og kærleiks-
rík kona sem vildi allt fyrir alla
gera. Við systkinin nutum góðs af
og seinna meir barnabörnin enda
var mamma alltaf boðin og búin að
hjálpa til. Hún setti sig inn í allt það
sem við tókum okkur fyrir hendur
og þegar ég stóð frammi fyrir hinni
minnstu hindrun í lífinu var
mamma tilbúin að aðstoða mig yfir
hana. Ég lærði að meta þessa eig-
inleika hennar enn meir þegar ég
eignaðist sjálf börn og naut hverrar
mínútu sem hún eyddi í að dekra
við barnabörnin. Það var heldur
aldrei langt að sækja svörin þegar
kom að barnauppeldinu og var
mamma mín stoð og stytta þegar
spurningarnar hjá nýbökuðum for-
eldrunum hrönnuðust upp. Ég ef-
aðist aldrei um svörin frá mömmu
þó að hennar ráðleggingar pössuðu
ekki alltaf við hefðir og venjur í
Danmörku þar sem ég bý. Sérstak-
lega ekki þegar kom að því að gefa
barni undir eins árs lýsi.
Mamma var líka alltaf mjög stað-
föst í að undirbúa okkur systkinin
undir fullorðinsárin og reyndi því
allt sem hún gat að koma einhverju
af öllum fróðleiksmolunum sínum
inní kollinn á okkur. Fyrir utan að
læra að elda, sauma, fjaðratína dún
og róa báti hjá mömmu þá kenndi
hún mér ótal húsráð og sniðugar
lausnir á hversdagsvandamálum.
Ég hef oft í gegnum tíðina vakið
undrun meðal samferðamanna
minna um hvernig í ósköpunum ég
sé alltaf með svör á reiðum höndum
um hin ýmsu málefni – og svarið er
alltaf: „hún mamma kenndi mér
þetta“.
Mamma var mikill gestgjafi og
fannst gaman að fá fólk í heimsókn.
Úr æskuminningunum stendur það
uppúr hvað mamma var viljug til að
baka kleinur ofaní alla krakkana í
götunni í Hólminum eða pönnukök-
ur fyrir vini mína í Ráðagerði. Eft-
ir að ég flutti til útlanda kom
mamma meira að segja með
pönnukökupönnuna í heimsókn og
bakaði ofaní vini mína. Vinirnir
voru alltaf velkomnir og mamma
fylgdist áhugasöm með þeirra lífi
og stundum var hún farin að hjálpa
öllum hópnum með heimavinnuna.
Það var að minnsta kosti erfitt að
stoppa hana af þegar hún hafði séð
óleyst stærðfræðidæmi. Ráða-
gerðispartýin sem haldin voru
þegar ég var í MR og Háskólanum
voru líka fræg, enda fannst flest-
um vinanna svo huggulegt að setj-
ast aðeins inní eldhús og spjalla við
foreldra mína sem smám saman
fengu að vera meira og meira með
í partýjunum.
Að maður getur það sem maður
setur sér fyrir lærði ég líka af
mömmu. Að upplifa hana setjast á
skólabekk komna yfir fertugt og
klára háskólanám hefur oft sann-
fært mig um að það er aldrei of
seint að láta drauma sína rætast.
Mamma lifir áfram í minningum
mínum og í öllum þeim kærleik og
fróðleik sem hún veitti mér í gegn-
um árin.
Freyja Finnsdóttir.
Við Jónína unnum saman um
árabil, fyrst á Iðntæknistofnun og
svo hjá Lýsi hf. Við deildum skrif-
stofu síðustu árin og gerðum góð-
látlegt at hvort í öðru. Þóttumst
keppa í því hvort vaknaði fyrr á
morgnana eða færi fyrr í háttinn.
Hún tók með jafnaðargeði gaspri
sessunautarins um jólahald, Jú-
róvisjón og annað sem fangaði
huga hans það augnablikið. Um-
burðarlyndi var enda Jónínu í blóð
borið. Hún hafði kynnst lífinu,
hafði yfirsýn.
Jónína ólst upp í Breiðafjarðar-
eyjum þar sem eimdi eftir af forn-
um atvinnuháttum og nægjusemi
var enn dyggð. Veraldlegir hlutir
skiptu Jónínu því litlu en hún hafði
aftur á móti ríka réttlætiskennd.
Jónína var dugnaðarforkur og
karlmenni að burðum. Sagði með
stolti frá því þegar hún tólf ára
gömul og fékk greitt fullorðins-
kaup í fiskvinnu.
Hjá Lýsi hafði Jónína með
höndum ýmis verk á gæðadeild,
þar á meðal umsjón með þjálfun
starfsmanna. Að sönnu voru þeir
ekki allir jafn áhugasamir um
gæðaskjöl, verklýsingar og eyðu-
blöð, en með lagni og ljúfmennsku
tosaði hún þá áfram. Og á endan-
um lásu þeir það sem fyrir þá var
lagt og kvittuðu fyrir með bros á
vör. Síðastliðið haust greindist
Jónína með þann sjúkdóm sem
leiddi hana til dauða. Tók hún veik-
indum sínum af undraverðu æðru-
leysi. Eftir að hún hætti í vinnunni
skiptumst við á tölvupóstum. Ég
sagði lygasögur af vinnufélögun-
um en hún sagði frá piparsveinum
sem bjuggu með Helgu Sigurðar
og svo sögur af börnum og barna-
börnunum sem áttu hug hennar
óskiptan.
Ég þakka fyrir kynnin af þess-
ari hlýju og skemmtilegu mann-
eskju og sendi Finni, börnum
þeirra og fjölskyldunni allri inni-
legar samúðarkveðjur.
Guðmundur Guðmundsson.
Jónína
Ragnarsdóttir
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum.)
Með þessu ljóði minnist ég
Hannesar móðurbróður míns með
virðingu. Hann var sá sem ég leit
mest upp til á uppvaxtarárunum
og sá sem ég gat leitað til með mín
hjartans mál. Hann var ætíð um-
hyggjusamur og hlýr.
Hannes frændi var óskaplega
fróður um alla hluti, hann var
sjálfmenntaður grúskari, það var
varla neitt sem hann hafði ekki
kynnt sér. Áhugamál hans voru
óteljandi, en einna helst var það
ljósmyndum, þar sem var hann
enginn eftirbátur fagmanna.
Að alast upp við umræður um
pólitík, bæjar- og þjóðmálin þar
sem Hannes var viðstaddur voru
algjör forréttindi. Ég var ekki hár
í loftinu þegar ég byrjaði að hlusta
á umræður fullorðna fólksins, þar
sem það var mikið rætt og þrasað,
þess á milli hent gaman og mikið
hlegið. Einnig var rætt um tónlist,
og leiklist þar sem faðir minn og
Hannes áttu það sameiginlegt að
vera aðaldriffjaðrir leikhúsmenn-
ingar Siglufjarðar á þessum tím-
um.
Hannes Pétur
Baldvinsson
✝ Hannes PéturBaldvinsson
fæddist 10. apríl
1931. Hann lést 25.
janúar 2015. Útför
Hannesar var gerð
7. febrúar 2015.
Við Margrét átt-
um margar góðar
stundir með Hann-
esi og Höddu fyrstu
hjúskaparárin okkar
á Siglufirði. Það var
alltaf svo notalegt að
koma í heimsókn til
þeirra, mikil gest-
risni og skemmtileg-
ar og fróðlegar um-
ræður. Eins
minnumst við yndis-
legrar heimsóknar þeirra hjóna
þegar þau komu til okkar í Kan-
ada.
Seinni árin höfum við orðið
þess aðnjótandi að eyða sumrun-
um á Siglufirði, gátum þess vegna
notið oftar nærveru Hannesar á
síðasta æviskeiði hans. Sérstak-
lega minnist ég skemmtilegra
Kiwaniskvölda þar sem ég var í
boði Hannesar, ásamt „strákun-
um“ í fjölskyldunni, þar sem
frændi minn var hrókur alls fagn-
aðar, og einnig glæsilegra stór-
fjölskylduættarmóta afkomenda
systkinanna þriggja, Hannesar,
tvíburasystur hans, Lóu og móður
minnar Svövu, ljúfar minningar
sem verða gulls ígildi þar sem
stórt skarð hefur verið rofið með
fráfalli Hannesar. Minning hans
lifi.
Baldvin Júlíusson.
Hverju samfélagi er það mik-
ilvægt að sögu þess og menningu
sé sýnd virðing og til sé fólk sem
tilbúið er að leggja þar eitthvað af
mörkum með óeigingjörnum
hætti. Slíkur maður var Hannes
Baldvinsson. Hann kom að upp-
byggingu og rekstri Síldarminja-
safnsins og hafði þar margt fram
að færa. Þá var Hannes einarður
stuðningsmaður Þjóðlagaseturs
og Þjóðlagahátíðarinnar á Siglu-
firði – enda í stíl við aðdáun hans á
sr. Bjarna Þorsteinssyni. Þar var
festan með þeim hætti að hann
drakk helst ekki annan bjór en frá
Carlsberg því það var Carlsbergs-
sjóðurinn danski sem gerði sr.
Bjarna kleift að gefa út hið mikla
Þjóðlagasafn sitt árin 1906-1909.
Svo var það Örnefnafélagið
Snókur, lítið félag sem við stofn-
uðum, Hannes, Páll Helgason og
undirritaður. Það voru siglfirsku
örnefnin sem drógu okkur hvern
að öðrum og urðu tilefni ótal
skemmtilegra funda í eldhús-
króknum þeirra hjóna, Hannesar
og Höddu. Þar réð sagnalistin
jafnan ríkjum og þá var rödd
Hannesar skýrust og ógleyman-
leg frásagnargáfa hans. Vináttan
við Hannes og Höddu leiddi til
enn fleiri reglulegra funda okkar
þar sem fleira fólk kom að, þorra-
blót vetur hvern, grásleppuveislur
í vorsólinni á Árósi, síldarkvöld að
hausti og skötuveislur á Þorlák.
Góður matur, gleði í huga, sögur,
ljóðlist og söngur. Hvað er hægt
að hugsa sér betra og skemmti-
legra? Nú heyrir nærvera Hann-
esar til liðinnar tíðar sem við
söknum en erum samtímis svo
þakklát fyrir.
Lengst af voru örnefnin kjöl-
festan í félagsskap okkar. Ör-
nefnaskrárnar sem við lásum og
bárum saman. Þar var langmik-
ilvægast örnefnasafn Helga Guð-
mundssonar með yfir 1.300 nöfn-
um í hinum forna
Siglunesshreppi. Þetta verk tölvu-
setti Hannes og tilreiddi á ýmsa
lund og þar kom, árið 2008, að ör-
nefnasíðan snokur.is var opnuð
með glæsibrag á veraldarvefnum.
Þarna var ekki aðeins um fjöl-
breytilega útfærslu efnisatriða að
ræða heldur viðeigandi myndir,
kort og merkingar sem Hannes
lagði mikla vinnu í. Og ekki dugði
minna en sérstök flugferð til ljós-
myndunar svo Hannes gæti full-
komnað Hvanndalakaflann. Mið-
að við þá elju og áhuga sem
Hannes sýndi má tengja nafn
hans safnaranum sjálfum, Helga
Guðmundssyni. Þeim ber helst að
þakka að öll þessi dýrmætu ör-
nefni eru til og sýnileg öllum
mönnum hvar sem þeir eru stadd-
ir á jarðarkúlunni.
Áhuginn, skoðanafestan og
trygglyndið sem hann sýndi var
aðeins ein hlið á fjölhæfum og
greindum manni. Allt sem tengd-
ist Siglufirði lét Hannes sig varða
og hafði skoðanir á – með sinni
hvössu sjón og gagnrýna huga.
Alla tíð mikill félagshyggjumaður
og virkur í stjórnmálum og kóra-
og klúbbastarfi í bænum. Með
Hannesi Baldvinssyni sjáum við á
bak miklum og góðum Siglfirð-
ingi. Höddu og þeirra nánustu
sendum við Guðný samúðarkveðj-
ur.
Örlygur Kristfinnsson.
Fannir á foldu
festingin stjarnleiftrum lýst
mönnum af moldu.
Tunglskin á tindum
brekkurnar brattar á brún
merla þar myndum.
Blákaldur bjarmi
birtunni varpar á fold
brostnum að barmi.
– Þolraun þakka verð –
Fótspor ei fetuð um grund.
Lokið er langferð.
Harm skal ei hýsa.
Minningu’ um mannkosta dreng
leiftur mun lýsa.
Páll Helgason.
Smáauglýsingar
Ýmislegt
TILBOÐ TILBOÐ
Vandaðir herraskór úr leðri,
skinnfóðrarðir. Stakar stærðir.
Tilboðsverð kr. 6500,-
Komdu og líttu á úrvalið
hjá okkur!
Sími 551 2070.
FRÁBÆRAR NÆRBUXUR
Í bómull, svart og hvítt, stærðir
M, L, XL, 2X á kr. 1.995
Í stærðum S, M, L, XL á kr. 2.995
Svart og hvítt í stærðum S, M, L,
XL á kr. 1.995
Laugavegi 178, sími 551 3366.
Opið mán.-fös. 10–18,
laugardaga 10–14.
Þú mætir – við mælum og
aðstoðum.
www.misty.is
– vertu vinur
Teg: 455201 Vandaðir þýskir herra-
skór úr leðri, skinnfóðraðir og með
sterkan, grófan sóla. Stærðir: 39 - 47
Verð: 17.975.-
Teg: 458402 Sterkir og vandaðir
þýskir herraskór úr leðri, skinn-
fóðraðir og með grófum sóla. Extra
breiðir (breidd: K). Stærðir: 40 - 48.
Verð: 21.500.-
Teg: 457803 Öflugir herra-göngu-
skór úr leðri, „Sympatex“ heilsárs-
fóðri og á sterkum sóla. Vatnsheldir.
Stærðir: 41- 46. Verð: 24.885.-
Teg: 456809 Öflugir herra-skór úr
leðri, „Sympatex“ heilsársfóðri og á
sterkum sóla. Vatnsheldir. Stærðir:
41- 46. Verð: 22.500.-
Teg: 408503 Þessir herra-kuldaskór
hafa staðist íslenskar vetraraðstæð-
ur með sóma undanfarin ár. Þeir eru
úr sterku en mjúku leðri, fóðraðir
með lambsgæru og góðum sóla. Litir
brúnt og svart. Stærðir: 40 - 47.
Verð: 26.900.-
Komdu og líttu á úrvalið
hjá okkur!
Sími 551 2070.
Opið mán.-fös. 10–18,
laugardaga 10–14.
Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf.
Sendum um allt land
www.mistyskor.is
Erum einnig á Facebook.