Morgunblaðið - 17.02.2015, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 17.02.2015, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 2015 Á laugardag var opnuð í Bogasal Þjóðminjasafnsins athygl- isverð sýning Kristins E. Hrafnssonar myndlistarmanns, Á veglausu hafi, þar sem hann blandar saman nýjum og fjöl- breytilegum verkum sínum og gripum úr Þjóðminjasafni og Byggðasafninu á Skógum. Í dag þriðjudag klukkan 12 heldur Kristinn fyrirlestur í fyrirlestrasal safnsins í tengslum við sýninguna. Með inn- setningu sinni veltir listamaðurinn upp hugmyndum um hvernig fólk hefur staðsett sig í umhverfinu í gegnum tíð- ina, hvort sem er á landi eða á sjó. Fjölmörg verka Kristins í opinberu rými fjalla einmitt um staði, tíma og sögu. Krist- inn hefur rannsakað tilgang ýmissa gripa sem hafa hjálpað fólki til að rata og hafa slíkir gripir orðið kveikja að listsköpun hans og vangaveltum. Kristinn E. Hrafnsson Fyrirlestur Kristins E. Hrafnssonar í tengslum við sýningu í Þjóðminjasafni Myndlistarmaðurinn Margeir Dire heldur fyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi, í dag, þriðjudag, klukk- an 17 undir yfirskriftinni „Endalaus innblástur“. Í erindi sínu veltir Margeir fyrir sér þeirri áráttu sinni að búa eitthvað til úr öllu því sem hann hefur upplifað. Í kjöl- farið fer hann yfir listsköpun sína í gegnum tíðina. Margeir Dire nam í Myndlistaskólanum á Akureyri, Lahti Institude of Fine Arts í Finnlandi og Instituto Europeo di Design í Barcelona. Hann er þekktur fyrir myndsköpun í mismunandi miðla svo sem vegglistaverk, strigamálverk, teikningar, videó, tónlist og hönnun og listræna stjórnun. Fyrirlestur Margeirs Dire á Akureyri Margeir Dire Hetjur og valkyrjur varfyrirsögn Eldborgartón-leikanna á laugardag ávegum Litla tónsprot- ans, barnatónleikaröð Sinfóníu- hljómsveitar Íslands, og var vel mætt þrátt fyrir hífandi úrhellisrok. Alltaf er jafn gaman að bæta við- brögðum yngstu hlustenda við upp- lifunina af hljómsveitarpalli, hvað þá ef hlustandinn er ekki ofsaddur af ungri nærveru fyrir. Og að nýrri tónverkum ólöstuðum var enn- fremur eftirtektarvert að engu yngra verk en Tell forleikur Ross- inis (1829) skyldi drífa einn korn- ungan snáða í dans undir lokin, sjálf- sagt fyrir hott-hottandi villtavestursáhrif af hófadynjandi riddaraliðsanda verksins. Gömlu stríðsfákarnir eiga sumsé enn sjens hjá forsenduminni áheyrendum, og er það góðs viti. 13 manna pjáturdeild SÍ hirti mesta upphafsathygli ofan af kór- palli með hreint glampandi flutningi á Ólympísku lúðrakalli (1984) Johns Williams, eins fremsta tónskálds Hollywoods fyrr og síðar, er naut sín fram í fingurgóma í frábærri ómstill- ingu salarins. Williams kom aftur við sögu í 3. atriði með Marsi sínum við Indiana Jones myndirnar – þessari adrenalínfreyðandi atorkusmíð er léð hefur fornleifafræðum ódauðleg- an ævintýraljóma í vitund ungra sem aldinna. Mesta eftirvæntingu meðal dag- skrárliða vakti þó óefað verðlauna- verk Huga Guðmundssonar upp úr þjóðsögunni um Djáknann á Myrká í nýrri sinfónískri útgáfu er hér var frumflutt. Trúðurinn Barbara (alías leikkonan Halldóra Geirharðsdóttir) kynnti áður og eftir verk dagsins á fisléttum nótum með sinni þjóð- kunnu áttundarskræku falsetturödd er fara kann í suma, þó ekki væri boðskapurinn með öllu ófyndinn – og m.a.s. umhugsunarverður á köflum. En hér gerðist hún sögumaður, líkt og með Pétur og úlf Prokofjevs, og fór vel úr hendi enda þá með röddina á eðlilegu talsviði. 20 mín. löng draugatónsaga Huga átti ekki umfram flest önnur álíka verk frá síðari áratugum að skarta beinlínis eftirminnilegum laglínum þó vel væri orkestruð. Eiginlega mætti flokka hana sem e.k. kvik- myndatónlist undir talfrásögn, og því spurn hvort vænta megi fram- haldsgerðar fyrir segjum teikni- mynd um þessa nöpru íslenzku hlið- stæðu í anda við Danse macabre Saint-Saëns. Framan af sá uppáhaldshljóðfæri Leníns, þeremín(théremin eða ljós- vakaspil) um persónutóngervingu djáknans, og var skondið að sjá og heyra þetta fyrsta raftól tónsög- unnar (1920) er menn kannast við úr Midsomer Murders sjónvarpsþátt- unum óma annarlega undan frjáls- svífandi höndum Franks Aarninks á sálarrannsakandi öldum ljósvakans. Til að hræða ekki líftóruna úr ungviðinu sló Barbara á léttari strengi þegar hvassast lét í hljóm- sveitinni, og virtist þá smáfólkið harka ógnina af sér; a.m.k. sá ég engan barnaútburð. Flott stykki hjá Huga, og eins og með fyrri og seinni verk dagsins lipurlega leikið undir fjörugri stjórn Bernharðs. Þrír alkunnir klassíkgæðingar slógu botninn: sveiflandi Sverðdans Khatsjatúrjans, kvikmyndamúsík Goldsmiths um kínversku valkyrj- una Múlan og loks fyrrnefndur Vil- hjálmur Tell Rossinis á hraðskreiðu stökki. Var öllu vel tekið að verð- leikum. Morgunblaðið/Ómar Tónskáldið „Flott stykki hjá Huga, og eins og með fyrri og seinni verk dagsins lipurlega leikið undir fjörugri stjórn Bernharðs,“ skrifar rýnir um tónverk Huga Guðmundssonar, Djáknann á Myrká. Hetjur og valkyrjur Eldborg í Hörpu Sinfóníutónleikarbbbbn John Williams: Ólympísk lúðraköll. Hugi Guðmundsson: Djákninn á Myrká (frumfl. sinfóníugerðar). J.W.: Raiders March. Khatsjatúrjan: Sverðdansinn. Goldsmith: Svíta úr Múlan. Rossini: Vil- hjálmur Tell forleikur. Sinfón- íuhljómsveit Íslands. Stjórnandi: Bern- harður Wilkinson. Kynnir: Trúðurinn Barbara. Laugardaginn 14.2. RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON TÓNLIST Í tengslum við hina yfirgripsmiklu sýningu um listsköpun Bjarkar Guðmundsdóttur sem verður opnuð í MoMA, samtímalistasafninu í New York, 7. mars næstkomandi gefur hið virta breska bókaforlag Tha- mes & Hudson út metnaðarfullt bókverk, í raun fimm bækur í öskju, undir heitinu Björk: Arcives. Höfundar texta eru Klaus Bie- senbach, yfir sýningarstjóri MoMA, rithöfundurinn Sjón, samstarfs- maður Bjarkar, Nicola Dibben pró- fessor í tónlistarfræðum við háskól- ann í Sheffield og Alex Ross tónlistarrýnir The New Yorker. Út- drættir úr köflum þeirra hafa birst í blöðum síðustu daga og vakið at- hygli. Biesenbach lýsir til að mynda þegar hann fylgdist með vinnu Bjarkar á Íslandi í fyrra og Ross rekur feril hennar frá því hún var barnastjarna þar til hún varð „drottning framsækinna lista“. Thames & Hudson með bókverk um Björk í tengslum við MoMA-sýninguna AFP Verkið Björk: Archives er sýningarskrá og bókverk með myndverkum og greinum. Billy Elliot (Stóra sviðið) Fös 6/3 kl. 19:00 frums. Fim 19/3 kl. 19:00 8.k. Sun 12/4 kl. 19:00 13.k Lau 7/3 kl. 19:00 2 k. Fös 20/3 kl. 19:00 aukas. Fim 16/4 kl. 19:00 14.k Sun 8/3 kl. 19:00 3.k. Sun 22/3 kl. 19:00 9.k Fös 17/4 kl. 19:00 15.k Þri 10/3 kl. 19:00 aukas. Fim 26/3 kl. 19:00 aukas. Sun 19/4 kl. 19:00 aukas. Mið 11/3 kl. 19:00 4.k. Fös 27/3 kl. 19:00 aukas. Mið 22/4 kl. 19:00 Fim 12/3 kl. 19:00 5.k. Sun 29/3 kl. 19:00 10.k Fim 23/4 kl. 19:00 Sun 15/3 kl. 19:00 6.k. Mið 8/4 kl. 19:00 11.k Fös 24/4 kl. 19:00 Þri 17/3 kl. 19:00 aukas. Fim 9/4 kl. 19:00 12.k Mið 18/3 kl. 19:00 7.k. Lau 11/4 kl. 19:00 aukas. Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki Dúkkuheimili (Stóra sviðið) Sun 22/2 kl. 20:00 Síðasta sýning Lína langsokkur (Stóra sviðið) Lau 21/2 kl. 13:00 Sun 8/3 kl. 13:00 Sun 22/3 kl. 13:00 Sun 22/2 kl. 13:00 Lau 14/3 kl. 13:00 Lau 28/3 kl. 13:00 Lau 28/2 kl. 13:00 Táknmálst. Sun 15/3 kl. 13:00 Sun 29/3 kl. 13:00 Sun 1/3 kl. 13:00 Lau 21/3 kl. 13:00 Sun 12/4 kl. 13:00 Sterkasta stelpa í heimi er mætt á Stóra sviðið Kenneth Máni (Litla sviðið) Fös 20/2 kl. 20:00 Lau 28/2 kl. 20:00 Fös 13/3 kl. 20:00 Lau 21/2 kl. 20:00 Fös 6/3 kl. 20:00 Lau 14/3 kl. 20:00 Fös 27/2 kl. 20:00 Lau 7/3 kl. 20:00 Lau 21/3 kl. 20:00 Stærsti smáglæpamaður Íslands stelur senunni Öldin okkar (Nýja sviðið) Fös 20/2 kl. 20:00 Lau 21/2 kl. 20:00 Lau 28/2 kl. 20:00 Lau 21/2 kl. 17:00 Fös 27/2 kl. 20:00 Sun 1/3 kl. 20:00 Síðustu sýningar Beint í æð (Stóra sviðið) Fös 20/2 kl. 20:00 Lau 28/2 kl. 20:00 Lau 21/3 kl. 20:00 Lau 21/2 kl. 20:00 Fös 13/3 kl. 20:00 Fös 27/2 kl. 20:00 Lau 14/3 kl. 20:00 Sprenghlægilegur farsi Ekki hætta að anda (Litla sviðið) Mið 18/2 kl. 20:00 12.k Sun 22/2 kl. 20:00 Sun 1/3 kl. 20:00 Fim 19/2 kl. 20:00 Fim 26/2 kl. 20:00 Nýtt verk eftir Auði Övu Ólafsdóttur Taugar - Íslenski dansflokkurinn (Nýja sviðið) Sun 22/2 kl. 20:00 4.k. Fim 26/2 kl. 20:00 5.k. Tvö nýstárleg og óhefðbundin dansverk Beint í æð! –★★★★ , S.J. F.bl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.