Morgunblaðið - 18.02.2015, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 18.02.2015, Qupperneq 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 2015 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Danska öryggislögreglan, PET, staðfesti í gær að hún hefði verið vöruð við því að Omar El-Hussein, 22 ára Dani af palestínsku bergi brotinn, kynni að styðja hryðju- verkastarfsemi íslamista áður en hann varð tveimur mönnum að bana og særði fimm í skotárásum í Kaupmannahöfn á laugardaginn var. Lögreglan kvaðst þó ekki hafa haft neina ástæðu til að telja að hann væri að undirbúa árásir áður en hann lét til skarar skríða. Fangelsismálayfirvöld skýrðu ör- yggislögreglunni frá því í septem- ber að Omar El-Hussein kynni að styðja íslömsk öfgasamtök þegar hann afplánaði fangelsisdóm fyrir að stinga ungan mann með hnífi í lest. Á síðustu sex mánuðum hafa fangelsismálayfirvöldin sent dönsku öryggislögreglunni 39 slíkar viðvar- anir um að fangar kynnu að styðja íslamista. Að sögn Berlingske hafði Hussein sagt þegar hann afplánaði fangelsisdóminn að hann vildi berj- ast undir merkjum Ríkis íslams, samtaka íslamista sem hafa náð svæðum í Írak og Sýrlandi á sitt vald. Ennfremur hefur verið skýrt frá því að skömmu fyrir skotárás- irnar hafi Hussein sent frá sér myndskeið þar sem hann hafi lýst yfir stuðningi við leiðtoga íslamist- anna. Áður hafði danska lögreglan skýrt frá því að hún hefði fylgst með Hussein áður en hann gerði árásirnar. Hann var látinn laus úr fangelsi tveimur vikum fyrir skot- árásirnar í Kaupmannahöfn og beið bana í skotbardaga við lögreglu- menn aðfaranótt sunnudags. Danskir stjórnmálamenn hafa hvatt til rannsóknar á því hvort lögreglan hefði getað gert meira til að afstýra árásunum. Þeir vilja meðal annars að því verði svarað hvers vegna maðurinn var látinn laus án þess að afplána fangels- isdóminn að fullu úr því að hann var grunaður um að styðja hryðju- verkastarfsemi. Hafa ekki samlagast Hussein var sonur innflytjenda frá Jórdaníu og í glæpagengi sem nefnist Brothas og hefur stundað sölu fíkniefna og þjófnað. Margir í genginu eru synir innflytjenda frá Mið-Austurlöndum, „ungir menn án menntunar sem telja sig ekki njóta viðurkenningar samfélagsins,“ að sögn Aydin Soyei sem skrifaði bók um syni innflytjenda í Kaupmanna- höfn. Soyei segir að ungu menn- irnir í genginu líti á sig sem músl- íma þótt þeir viti að þeir séu ekki „góðir múslímar“. „Þeir telja sig vera hóp olnbogabarna sem allir séu á móti.“ Jyllands-Posten segir í forystu- grein að það sé ekki rétt að líta á múslíma úr röðum innflytjenda sem fórnarlömb því þeir njóti meiri rétt- inda í Danmörku en margir aðrir minnihlutahópar. Blaðið segir að hryðjuverkin í Danmörku og víðar í Evrópu sýni að blossað hafi upp „nokkurs konar trúarbragðastríð“. Þótt árásarmennirnir séu evrópskir ríkisborgarar og hafi fæðst og alist upp í Evrópu sé kjarni málsins sá að þeir hafi ekki samlagast menn- ingu og gildismati Evrópubúa. Öryggislögregla hafði verið vöruð við árásarmanninum  Taldi samt ekki ástæðu til að ætla að maðurinn væri að undirbúa hryðjuverk AFP Sorg Danski stjórnmálamaðurinn Margrethe Vestager við athöfn í Kaupmannahöfn til minningar um þá sem létu lífið í skotárásunum um helgina. Vestager fer með samkeppnismál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Sakaðir um aðstoð » Tveir menn hafa verið ákærðir fyrir að hafa aðstoðað árásarmanninn, en lögmaður annars þeirra sagði í gær að þeir neituðu sök. » Mennirnir eru sakaðir um að hafa útvegað árásarmanninum sjálfhlaðandi árásarriffil af teg- und sem notuð er í danska hernum. 44 slíkum rifflum var stolið í innbroti í byggingu hersins árið 2009. Saksóknari í Lille í Frakklandi lagði í gær til við dómara að Dom- inique Strauss- Kahn, fyrrver- andi fram- kvæmdastjóri Alþjóðagjald- eyrissjóðsins, yrði sýknaður af ákæru um aðild að vændishring. Áður höfðu fimm af sex stefnendum í einkamálum á hendur Strauss-Kahn fallið frá ákæru. Þeirra á meðal eru fjórar konur sem sögðust ekki geta sannað að Strauss-Kahn hefði vitað að þær væru vændiskonur. Strauss-Kahn var ákærður fyrir hórmang, en hann hefur stað- fastlega neitað því að hafa vitað af því að konur sem tóku þátt í kyn- svalli með honum hafi verið vændis- konur. Ákvörðun saksóknarans kom ekki á óvart þar sem hann hafði allt- af verið efins um að hægt yrði að færa sönnur á ásakanirnar, ólíkt rannsóknardómara í málinu. Strauss- Kahn verði sýknaður Dominique Strauss-Kahn  Fallið frá fimm af sex ákærum Hörð átök geisuðu í bænum Debalt- seve í austanverðri Úkraínu í gær þrátt fyrir vopnahléssamning sem gekk í gildi um helgina. Stjórnvöld í Úkraínu sögðu að aðskilnaðarsinnar og Rússar, sem styðja þá, virtu ekki samninginn. Aðskilnaðarsinnarnir sögðust hafa náð mestum hluta bæjarins á sitt vald, meðal annars lögreglustöð og lestastöð. Her Úkraínu sagði að hörð átök geisuðu enn í bænum og staðfesti að aðskilnaðarsinnar hefðu lagt hluta hans undir sig. Aðskilnaðarsinnarnir sögðu tugi stjórnarhermanna hafa gefist upp í bænum en stjórnin í Kænugarði neitaði því. Líf íbúanna í hættu Aðskilnaðarsinnarnir segja að vopnahléssamningurinn gildi ekki í Debaltseve vegna þess að þeir hafi umkringt bæinn nær algerlega áður en samkomulagið gekk í gildi. Íbúar Debaltseve eru um 25.000 en flestir þeirra hafa flúið frá bæn- um. Talið er að um 7.000 manns séu enn í bænum og óttast er að líf þeirra sé í hættu vegna átakanna. EPA Í lífshættu Piltur í loftvarnabyrgi í þorpi nálægt bænum Debaltseve þar sem hörð átök geisuðu í gær. Þúsundir manna eru í hættu vegna átakanna. Sakaðir um brot á vopnahléssamningi Ótrúlegt þykir að indverskt barn skyldi hafa komist lífs af við fæð- ingu þegar það féll ofan í salerni lestar og skall á járnbrautar- teinum. Lestin var ekki á ferð þeg- ar barnið féll á teinana, en var lögð af stað þegar móðir þess fannst meðvitundarlaus á salerninu. Móðir barnsins, 22 ára, hafði fundið fyrir verkjum og farið á salernið. Hún fæddi barnið í salernisskálina og missti meðvitund við átökin. Lestarvörður fann barnið á brautarteinunum og kallaði til lög- reglu sem flutti barnið á nálægt sjúkrahús. INDLAND Féll í klósett og á járnbrautarteina Ingólfur Gissurarson löggiltur Fasteignasali. Síðumúla 27 - 108 Rvk - Sími 588 4477 Falleg 3ja herbergja 73,5 fm íbúð á jarðhæð ásamt 100 fm sólpalli, garðhýsi og heitum potti. Einnig fylgja tvö bílastæði fyrir framan innganginn. Verð 28,9 millj. Heimir Bergmann sölufulltrúi verður a staðnum S: 630 9000 Opið hús fimmtudaginn 19. febrúar kl. 17.30-18.00 Viðarás 19 - 110 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.