Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.02.2015, Qupperneq 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.02.2015, Qupperneq 16
L itróf einhverfunnar er viða- mikil bók sem fjallar á fræðilegan hátt um alla helstu þætti er snerta heil- kennið, einkum hjá börnum og unglingum en þó einnig öðrum ald- urshópum. Bókin er sú eina af þessu tagi sem hefur komið út á ís- lensku og því afar kærkomin. Starfsmenn Greiningar- og ráð- gjafastöðvar ríkisins lögðu sitt á vogarskálarnar til þess að bókin yrði að veruleika en Evald Sæ- mundsen, sálfræðingur og sviðs- stjóri á Greiningarstöð, og Sigríður Lóa Jónsdóttir sálfræðingur rit- stýrðu bókinni. „Einhverfa er heil- kenni sem felst í óvenjulegri heila- starfsemi og birtist einkum í tak- markaðri færni í samskiptum og sérstakri skynjun, ásamt endur- tekningarsamri hegðun og þröngu áhugasviði,“ segir í bókinni. Umfjöllun um einhverfu hefur aukist til muna, einkum á síðustu tveimur áratugum, og virðist vera að mikil vitundarvakning sé að eiga sér stað. „Það sem hefur verið að gerast undanfarið er að einstak- lingar á einhverfurófi eru farnir að tjá sig mun meira opinberlega en áður var. Það hefur vakið talsverða athygli,“ segir Sigríður Lóa. Einstaklingurinn og einhverfan samofin Undanfarin ár hafa verið miklar vangaveltur um hvernig best sé að tala um einhverfu. Það þótti niðr- andi að tala um einstakling sem einhverfan, persónan kæmi fyrst og því væri betra að skeyta við greiningunni og tala um ein- stakling með einhverfu eða á ein- hverfurófi. Hins vegar hafa ein- staklingar á einhverfurófi stigið fram og bent á að ekki sé hægt að gera greinarmun á persónunni og einhverfunni. Einhverfan skil- greinir persónuna og þetta sé sam- tvinnað. Hugtakið einhverfa er þó gjarnan sagt gefa villandi mynd í ljósi þess að margir þættir geta legið að baki einhverfu. „Einkenni einhverfu hafa verið að birtast okk- ur betur og betur í tímans rás og hvaða áhrif þau geta haft á framtíð einstaklinga. Það er þess vegna meðal annars sem skilgreiningar á einhverfu eru víkkaðar út því það eru svo margar ástæður fyrir ein- hverfu að hugtakið ætti að vera í fleirtölu. Þess vegna er meira við- eigandi að tala um raskanir á ein- hverfurófi, þó að það sé frekar ljótt orð. Einhverfuorðið gefur villandi mynd af því sem er að baki sem eru taugafræðileg ferli,“ segir Evald. Hluti af einhverfu er gena- tengd og til eru allskonar áhættu- þættir. Evald segir að um þessar mundir sé unnið statt og stöðugt að því að finna skýringar. „Það er hins vegar deginum ljósara að nið- urstaðan verður ekki skýring í því formi að við finnum eitt gen sem skýrir einhverfu, heldur verða þau mörg og margvísleg og tengjast mörgum litningum.“ Stækkandi hópur sjálfstæðra Einhverfurófið er fjölbreytt enda engir tveir einstaklingar eins. Í kvikmyndum koma einhverfir áhorfendum gjarnan fyrir sjónir á fremur staðlaðan hátt og fyrir fólk sem þekkir ekki mikið til ein- hverfu getur sú ímynd verið skökk, ef litið er á heildina. Á sama tíma og mjög einhverfir einstaklingar þurfa á stuðningi að halda út lífið geta aðrir minna einhverfir ein- staklingar lifað fullkomlega eðli- legu lífi. „Sá hópur fer stækkandi, sem getur lifað sjálfstæðu lífi, sér í lagi ef við erum að miða við hvern- ig staðan var fyrir um 20-30 árum. Framtíðarhorfur þessa hóps eru miklu betri en þær voru áður, bæði vegna þess að þjónustan er betri og líka vegna þess að í dag erum við að styðjast við miklu víðari skilgreiningar heldur en fyrir 30 árum,“ segir Sigríður Lóa. Að- spurð hvort hægt sé að bæta fram- tíðarhorfur einstaklings á ein- hverfurófi ef greining fæst snemma svarar Sigríður Lóa því játandi. „Ef barn greinist snemma og fær viðeigandi íhlutun, þá er hægt að efla þroska og færni á ýmsum sviðum þegar barnið er móttækilegast og draga þannig úr áhrifum röskunarinnar og þar með stuðla að bættum framtíðar- horfum.“ Margt þarf að laga Sigríður Lóa segir þjónustu á Ís- landi gagnvart einhverfu vera nokkuð góða og standa Íslendingar á ýmsan hátt vel að vígi ef miðað er við önnur Evrópulönd. „Ef við skoðum t.d. barn á leikskólaaldri sem þarfnast aðstoðar þá stöndum við ágætlega þó alltaf megi gera betur. Á hinn bóginn erum við að sjálfsögðu ekki sátt við langa bið- lista og viljum að börnin komist strax að í greiningu og viðeigandi þjónustu.“ Árið 1997 var sett á laggirnar sérstök einhverfudeild á Grein- ingar- og ráðgjafastöð ríkisins sem varð eins konar þekkingarrsetur. Í byrjun árs 2013 var sú deild hins vegar lögð niður og nýtt skipulag sem byggði á aldursskiptingu óháð fötlunarhópum tók við. Sigríður Lóa og Evald telja það geti verið skref í rétta átt en slíkt sé ekki hægt að vita fyrirfram heldur þurfi að prófa sig áfram. „Við erum á leið sem við vitum ekki hvar endar. Sem mótvægi við þessar breyt- ingar höfum við stofnað fagráð fyr- ir einhverfu sem í sitja fjórir starfsmenn og eiga þeir að halda utan um og passa að þekkingin tapist ekki,“ segir Evald að lokum. HUGTAKIÐ EINHVERFA GJARNAN VILLANDI Engir einstak- lingar eins Sigríður Lóa Jónsdóttir og Evald Sæmundssen, sálfræðingar, ritstýrðu bókinni Litróf einhverfunnar. Morgunblaðið/Árni Sæberg UMFJÖLLUN UM EINHVERFU HEFUR AUKIST MIKIÐ Á SÍÐ- USTU TVEIMUR ÁRATUGUM OG VIRÐIST MIKIL VITUND- ARVAKNING VERA AÐ EIGA SÉR STAÐ. EVALD SÆMUND- SEN OG SIGRÍÐUR LÓA JÓNSDÓTTIR RITSTÝRÐU BÓKINNI LITRÓF EINHVERFUNNAR SEM ÓHÆTT ER AÐ KALLA NOKKURSKONAR „BIBLÍU“ HEILKENNISINS. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is „Ef við skoðum t.d. barn á leikskólaaldri sem þarfnast aðstoðar þá stöndum við ágætlega þó alltaf megi gera betur,“ segir Sigríður Lóa. Morgunblaðið/Styrmir Kári 16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14.2. 2015 Fjölskyldan Hvar og hvenær? Kex Hostel, Skúlagötu kl. 13 á sunnudag. Nánar:Margrét Eir Hjartardóttir, söngkona, flytur lög úr teiknimyndinni Frozen. Börn og foreldrar lita saman Frozen-myndir, lesið verður upp úr bókum um Frozen og kennsla í fléttugerð. Allir velkomnir og enginn aðgangseyrir. Frozen-söngstund SEPP St. 42cm ED St. 38cm SAGGO St. 37cm OM St. 35cm Við borðum áhyggjurnar þínar! ÁHYGGJUÆTUR NÝTT POLLI St. 42cm FLINT St. 33cm Fæst í Hagkaup www.nordicgames.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.