Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.02.2015, Qupperneq 64

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.02.2015, Qupperneq 64
SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 2015 Vinnie gamli Paul, sem þekktastur er fyrir að hafa lamið húðir í hinu goðsagnakennda málmbandi Pan- tera, ætlar að senda frá sér mat- reiðslubók fyrir næstu jól. Þetta upplýsti kappinn í samtali við fjöl- miðlakonuna Shanda Golden vestur í Bandaríkjunum á dögunum. Bókin mun heita „Drumming Up An Appe- tite With Vinnie Paul“, ellegar „Berjum í okkur matarlyst með Vin- nie Paul“. Vinnie kveðst hafa verið með bókina í bakþankanum um skeið en tvenn síðustu jól hafi ruðst framhjá honum. Nú sé honum á hinn bóginn ekkert að vanbúnaði. 125 uppskriftir eru þegar tilbúnar. „Að elda mat er eins og að spila á hljóðfæri. Maður verður að hafa ástríðu fyrir því,“ segir Vinnie í við- talinu og brýnir fyrir fólki að elda- mennska sé ekki að henda einhverju inn í örbylgjuofninn. Viðbrögðin skipta ekki síður máli, þegar menn séu búnir að leggja sig alla fram í eldhúsinu sé ekki amalegt að heyra frá gestunum: „Djöfull er þetta góð- ur andskoti!“ Vinnie Paul er Texasbúi í húð og hár og ekki kemur á óvart að uppá- haldsrétturinn hans sé fajitas. „Það er ekki erfitt að elda fajitas en eigi að síður brenna býsna margir kjúk- linginn,“ segir hann. Vinnie er líka mikill áhugamaður um fylltan ja- lapeños. „Ég tek ferskan jalapeños og set rjómaost á hann, smá fajita- krydd, cheddar-ost ofan á og aðal- hráefnið er auðvitað grillsósa. Það lærði ég í Ástralíu. Síðan skelli ég þessu á grillið.“ Mmmmmmm ... Vinnie Paul í góðu grúvi á tónleikum. TRYMBILL SETUR Á SIG SVUNTUNA Eldað með Vinnie Paul Strætisvagnar Reykjavíkur buðu borgarstjóranum í Reykjavík, Gunnari Thoroddsen, blaðamönn- um og ýmsum öðrum gestum í ökuferð um bæinn í febrúar 1955. Tilefnið var opnun nýrrar leiðar en hlutverk hennar var fyrst og fremst, að því er frá var greint í Morgunblaðinu, að auðvelda fólki að komast á milli úthverfa án við- komu eða dvalar í miðbænum, sem í þá daga var raunar með stóru M-i – Miðbærinn. Í ræðu sem Eiríkur Ásgeirsson, forstjóri SVR, hélt að ökuferð lok- inni kom fram að umsvif fyrirtæk- isins hefðu aukist verulega næstu árin á undan. Vagnar SVR gátu þarna flutt 1.820 farþegar sam- tímis en þeir voru aðeins 772 þegar Reykjavíkurbær festi kaup á Strætisvögnum Reykjavíkur ellefu árum áður. Í máli Eiríks kom fram að vagn- arnir ækju samtals um 6.000 km á dag í stað 4.500 árið 1950. „Yfir 40 þúsund manns ferðast á degi hverjum með þeim og hjá fyr- irtækinu vinna nú um 130 manns, þar af nálægt 80 vagnstjórar,“ sagði Eiríkur og lýsti mikilli ánægju með nýjustu vagna SVR, dísilvagna af gerðinni Volvo. GAMLA FRÉTTIN Allir í strætó Síðla árs 1954 tóku Strætisvagnar Reykjavíkur í notkun nýja dísilvagna af Volvo-gerð. Forstjórinn sagði þá hafa reynst afar vel og sparað SVR stórfé. Ljósmynd/P. Thomsen ÞRÍFARAR VIKUNNAR Amber Valletta bandarísk leikkona og fyrirsæta Þórunn Antonía söngkona Diane Kruger þýsk leikkona og fyrirsæta Persónuleg þjónusta og vinalegt umhverfi Fjölbreytt Stórhöfða 17 | Sími 577 5555 | veggsport.is æfingarstöð Ketilbjöllur Spinning Hópatímar Skvasssalir Cross train Extreme XTX Golf hermir Körfuboltasalur Einkaþjálfun Tækjasalur Gufubað í búningsklefum eitthvað fyrir alla 12 mán. k ort: kr. 59 .900,- (ekki skvass) nánar á veggsport.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.