Morgunblaðið - 25.03.2015, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 25.03.2015, Qupperneq 1
Sorg Námsmenn í þýska bænum Haltern am See syrgja þá sem fórust þegar þotan hrapaði. Bogi Þór Arason bogi@mbl.is „Þetta er sorglegasti dagurinn í sögu bæjarins. Allir eru í losti í bænum,“ sagði Bodo Klimpel, bæjarstjóri Haltern am See, heimabæjar sextán þýskra unglinga sem fórust þegar farþegaþota þýska flugfélagsins Germanwings hrapaði í Ölp- unum í Suður-Frakklandi í gær. Í þotunni voru 144 farþegar, þeirra á meðal tvö smábörn, auk sex manna áhafnar, og enginn komst lífs af. Flestir þeirra sem fórust voru frá Þýskalandi og Spáni. Ekki er vitað hvað olli því að þotan hrapaði í Ölpunum á leiðinni frá Barcelona til Düsseldorf. Björgunarmenn sigu úr þyrlu á slysstaðinn sem er á bröttu og mjög torförnu fjalli. Þeir fundu flug- rita sem gætu gefið mikilvægar vísbendingar um hvað gerðist, en talið er að rannsóknin taki nokkra mánuði. Aðstoðarforstjóri Lufthansa, móðurfélags Ger- manwings, sagði að gengið væri út frá því að um flugslys væri að ræða. Ekkert hefði komið fram sem benti til hryðjuverks. Þotan splundraðist og stærsta brakið var á stærð við bíl, að sögn sjónarvotta. „Ekkert er eftir nema brak og lík,“ sagði franski þingmaðurinn Christophe Castaner sem fór í flugferð yfir slys- staðinn. „Þetta er hryllingur – flugvélin gereyði- lagðist.“ Að sögn vefútgáfu Spiegel í gærkvöldi var nokkrum flugferðum Lufthansa og Germanwings frá Düsseldorf, Stuttgart og Berlín aflýst vegna þess að áhafnirnar veigruðu sér við því að fljúga eftir slysið. Haft var eftir flugfarþegum að þotur flugfélaganna hefðu verið kyrrar við hliðin þótt þær væru tilbúnar til brottfarar. Gereyðilagðist Björgunarmenn síga úr þyrlu í grennd við slysstaðinn en á myndinni til hægri sést brak úr þotunni sem splundraðist þegar hún hrapaði. Allir eru í losti í bænum  150 manns fórust þegar þota hrapaði í Ölpunum, þeirra á meðal sextán þýskir unglingar sem höfðu verið í námsferð á Spáni  Ekki er vitað hvað olli slysinu MEkkert eftir nema brak og lík »17 AFP M I Ð V I K U D A G U R 2 5. M A R S 2 0 1 5 Stofnað 1913  71. tölublað  103. árgangur  ÁTRÖSKUN ER ENN MIKIÐ FEIMNISMÁL VAXANDI NEYÐ Á ÁTAKA- SVÆÐUM HLUTGERVING KVENMANNSBÚKA Í KORSELETTUM? MANNÚÐARMÁL 14 LÍFSTYKKI NÚ OG ÁÐUR FYRR 10MIN LILLA SYSTER 31 Forsvarsmenn Silicor Materials og SMS Siemag AG undirrituðu í gær samning um kaup fyrrnefnda fyrirtækisins á tækjabúnaði fyrir sólarkísilverksmiðju sem stefnt er að því að rísi á Grundartanga. Heildarverðmæti samningsins nemur 70 millj- örðum króna en fjárfesting í tengslum við uppbyggingu verksmiðjunnar mun verða í kringum 120 milljarðar. Stærsti eigandi Silcor Materials er Hudson Green Energy (HGE) en meðal fjárfesta sem standa að baki verkefnum fyrirtækisins eru norrænir lífeyr- issjóðir sem leggja áherslu á fjár- festingu í umhverfisvænum fyrir- tækjum. 19.000 tonna afköst á ári Útflutningsverðmæti kísilsins sem verksmiðjan mun framleiða er áætlað 50-60 milljarðar króna en heildarafkastageta hennar er áætluð 19 þúsund tonn á ári. For- svarsmenn félagsins segja að nú þegar hafi sala á 14 þúsund tonn- um á ársgrundvelli verið tryggð en framleiðslan mun að mestu fara til Kína, Suður-Kóreu og Taívan. Neil Auerbach, stofnandi og for- stjóri Hudson Green Energy, kom til landsins í tilefni undirritunar samningsins við SMS Siemag AG en hann hefur um árabil stýrt stórum fjárfestingaverkefnum á sviði umhverfisvænnar og endur- nýjanlegrar orku. Hann segir að stirð samskipti Kína og Bandaríkj- anna hafi m.a. valdið því að verk- smiðju fyrirtækisins hafi verið val- inn staður á Grundartanga. » 16 Færast nær upp- byggingu  Búnaður keyptur fyrir 70 milljarða Neil Auerbach Baldur Arnarson baldura@mbl.is Samningur SORPU við danska fé- lagið Aikan um uppbyggingu gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi án út- boðs fullnægði ekki skilyrðum laga um opinber innkaup. Þarf SORPA því að bjóða út framkvæmdina. Þetta er niðurstaða úrskurðar kærunefndar útboðsmála en kær- endur voru Íslenska gámafélagið og Metanorka. Töldu félögin tvö að „tækni Aikan uppfyllti ekki þá grunnforsendu sem varnaraðili hefði sjálfur sett, að um væri að ræða reynda og prófaða tækni“. Þvert á móti sé tekið fram í skýrslu Mann- vits, sem var SORPU til ráðgjafar, að einn af ókostum tækni Aikan sé hversu lítil reynsla sé komin á hana. Björn H. Halldórsson, fram- kvæmdastjóri SORPU, segir sam- keppnisaðila Aikan ekki hafa fylgst með birtingu gagna um málið. „Við töldum okkur vera í góðri trú. Við auglýstum þetta á Evrópska efna- hagssvæðinu en fengum engin við- brögð. Það var bókað í fundargerð stjórnar SORPU að mér var falið að semja við Aikan og það komu engar athugasemdir,“ segir Björn og vísar til keppinauta Aikan. Athugasemdir hafi ekki komið „fyrr en seint og um síðir“. „Það er eins og menn hafi ver- ið sofandi,“ segir hann. Stjórnendur kanadíska fyrirtæk- isins Herhof Canada Technik höfðu átt í viðræðum við SORPU í rúm tvö ár þegar stjórn SORPU tók ákvörð- un um að semja við danska félagið. Edward G. Hole, forstjóri HCT, fer hörðum orðum um stjórn SORPU og sakar hana um að hafa gengið fram af óheiðarleika. Eini til- gangur viðræðna SORPU við HCT hafi verið að afla gagna til að styrkja samningsstöðuna við Aikan. »12 Ólögmætur samningur án útboðs  Kærunefnd útboðsmála úrskurðar að SORPA hafi ekki farið að lögum í samningi um jarðgerðarstöð Milljarða framkvæmd » SORPA og Aikan áætluðu heildarvirði framkvæmdar við gerð gas- og jarðgerðarstöðv- arinnar um 2,7 milljarða króna. » Stöðin á að þjóna öllu höfuðborgarsvæðinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.