Morgunblaðið - 25.03.2015, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 2015
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Það vakti at-hygli í lokfebrúar
þegar stjórnvöld í
Nígeríu ákváðu að
fresta forseta-
kosningunum sín-
um fram til næsta laugardags,
28. mars, af öryggisástæðum
vegna árása íslömsku hryðju-
verkasamtakanna Boko Ha-
ram. Á þeim tíma var allt eins
gert ráð fyrir að kosningunum
yrði aftur frestað, þar sem
fátt benti til að samtökin
myndu láta undan síga.
Annað hefur komið á dag-
inn. Her Nígeríu, með aðstoð
frá nágrannaríkjum Nígeríu
og víðar að, hefur náð mark-
verðum árangri í baráttunni
gegn Boko Haram. Tekist
hefur að frelsa mörg af þeim
svæðum sem samtökin höfðu
lagt undir sig, en þar blasir
gjarnan við eyðileggingin ein.
Engu að síður hefur verið
ákveðið að óhætt sé að láta
kosningarnar fara fram, og
Goodluck Jonathan, forseti
Nígeríu, segir að innan mán-
aðar muni samtökin hafa verið
brotin á bak aftur.
Það er hugsanlega til marks
um hversu vel hefur gengið
gegn Boko Haram, að yf-
irmaður samtakanna sendi frá
sér yfirlýsingu um daginn,
þar sem hann gekkst undir
vald „kalífans“ í Ríki íslams,
og sagði samtök sín vera orðin
hluta af hinni stærri heild. Yf-
irlýsingin sem slík
er þó að lang-
mestu leyti tákn-
ræn, því að ólík-
legt er að Ríki
íslams muni geta
komið sínum nýja
bandamanni til aðstoðar.
En þó að vel hafi gengið upp
á síðkastið í baráttunni við ill-
virkjana væri óráð að hrósa
sigri of snemma. Fyrir það
fyrsta er ástandið í Nígeríu
enn þrungið óvissu, og engin
leið að segja fyrir um hversu
langan tíma það mun taka að
kveða niður Boko Haram. Þá
hafa þær aðstæður sem ýttu
undir framgang samtakanna
ekki breyst nema að litlu
leyti, og enn hefur lítið frést
af þeim sem samtökin hafa
rænt.
Þá er því haldið fram að
herlið Nígeríu hafi ekki átt
stærstan þátt í þeim árangri
sem náðst hafi nú. Þar hafi er-
lendir málaliðar frá Austur-
Evrópu og Suður-Afríku átt
stóran þátt. Nígerísk stjórn-
völd neita þessu, en óvissan
um getu nígeríska hersins
veldur engu að síður áhyggj-
um í nágrannaríkjum, sem
vilja ekki þurfa að halda úti
herliði til lengri tíma þar til
stöðugleiki finnst á ný. Enn er
því óvissa um framtíð Nígeríu
og hvernig sem kosningarnar
fara er ljóst að sigurvegarans
bíður áframhaldandi barátta
við hryðjuverkamenn.
Boko Haram hefur
látið undan síga í
aðdraganda kosn-
inganna í Nígeríu}
Kosið í skugga
stríðsátaka
Sjaldan er einbáran stök er
stundum haft á
orði og á sú at-
hugasemd sann-
arlega við þegar
kemur að klúðri
við framkvæmd
nýafstaðins landsfundar Sam-
fylkingarinnar.
Á fundinum var kosið raf-
rænt sem tafði birtingu úrslita
verulega. Ekki nóg með það
heldur kom í ljós að einhver
atkvæðanna skiluðu sér með
villumeldingu, sem veldur vafa
um niðurstöðuna, ekki síst
þegar haft er í huga að ein-
ungis eitt atkvæði skildi fram-
bjóðendur.
En þessi vafi er ekki sá eini.
Nú er komið á daginn að í að
minnsta kosti einu flokks-
félagi, Samfylkingarfélaginu í
Reykjavík, klúðraðist boðun á
fundinn svo illilega að með
ólíkindum er. Þeir, sem boðið
var að taka þátt í landsfund-
inum og varð það
á, sem flestum
þætti eðlilegt, að
svara boðinu, voru
samstundis, en
óafvitandi, sviptir
kosningarétti á
fundinum. Aðrir,
sem ætluðu sér ekki að taka
þátt í fundinum, voru hins veg-
ar skráðir til leiks.
Fyrir Samfylkinguna og for-
mann hennar, sem situr nú í
krafti eins atkvæðis meiri-
hluta, er þetta vægast sagt
óþægilegt enda töluverðar lík-
ur á að hefði framkvæmd
fundarins og kosninganna ver-
ið með eðlilegum hætti væri
annar formaður í flokknum.
Ef Samfylkingin vill láta
taka sig alvarlega sem stjórn-
málaflokkur verður hún að
finna farsæla lausn á þessu
furðulega kosningaklúðri, ekki
síst þar sem það er ekki það
fyrsta sem upp kemur á lands-
fundum flokksins.
Einhver takmörk
hljóta að vera fyrir
því hve illa er hægt
að standa að fund-
um og kosningum}
Yfirgengilegt klúður
E
itt sinn kom ég að föður mínum
þar sem hann sat og staupaði sig
á frönsku eplabrennivíni sem
honum hafði áskotnast. Hann
var orðinn hreifur vel og kátur,
vildi ræða um Beethoven og Goethe en fyrst
og fremst um eplabrennivínið sem hann sagði
hinn ágætasta mjöð, svo góðan reyndar að
hann lýsti áhuga sínum að breyta nafni sínu,
vildi að hann, og fjölskyldan öll reyndar, tæki
upp hið gagnmerka nafn Calvados: Árni
Calvados, eða enn betra: Árni von Calvados,
sagði hann, það færi þér vel. Daginn eftir var
þessi nafngift gleymd, en mér dettur hún þó í
hug öðru hvoru, til að mynda þá sjaldan ég
dreypi á eplabrennivíni og svo nú þegar lagt
hefur verið fram frumvarp um að leggja af
mannanafnanefnd og eftirlit með nöfnum
manna almennt enda þá hægur leikur að taka upp hvaða
nafn sem er.
En hvað verður þá um samhengið í íslensku nafna-
kerfi? spyr eflaust einhver, er ekki eftirsjá að íslensku
föður- og móðurnafnakerfi? Víst væri skaði ef það hyrfi,
en það myndi meira týnast, til að mynda merking nafna,
Eins skemmtileg og Völuspá annars er aflestrar stóð
þó alltaf í mér kafli einn í henni sem kallast dvergatal
áhugasömum til hægðarauka, en í 10. til 16. vísu kvæðis-
ins er tilurð dverga lýst og nöfn þeirra talin, 61 nafn (en
tvö reyndar tvítekin). Sum nöfnin kannast þeir við sem
lesið hafa Hobbitann og Hringadrottins sögu Tolkiens,
eða séð hinar skelfilegu myndir sem gerðar
voru eftir þeim, en það var ekki fyrr en ég las
Völuspá aftur fullorðinn að ég sá hversu listi-
lega heiti dverganna eru smíðuð: Bömbur,
Bívör, Bávör, Alþjófur, Horníbori, Durinn
Glói, Dólgþrasir, Hepti og Hannar, svo dæmi
séu tekin: Öll nöfnin vísa til iðnar viðkomandi
eða eðlis. Sama má segja um grúa íslenskra
nafna, á bak við þau ótalmörg er kenning,
merking eða vísun.
Kannski er það ekki svo mikill skaði þó að
merking gamalla orða týnist, það er alltaf að
gerast, en það kvikna fleiri spurningar eins
og kom fram í Morgunblaðinu í gær þar sem
sagt var frá spurningum Þjóðskrár vegna
frumvarpsins sem ég nefni í upphafi.
Hagræðið af breytingunni er þó meira en
gallarnir, enda sé ég mér leik á borði:
Í þrotlausri sókn minni eftir frægð (sem hefur aðeins
dugað til að gera mig alræmdan) hef ég oft velt því fyrir
mér hvort svarið sé ekki að skipta um nafn. Þar er þó
hængurinn, því í mér togast á löngun að vera ógleyman-
legur og að vera ósýnilegur. Svar við þeim vanda gæti
verið að velja nafn sem er í senn eftirminnilegt og ekki
hægt að muna. Hvernig líst þér til að mynda á Ákrzfspt
von Calvados?
Við fyrstu sýn finnst þér kannski það sé ekki hægt að
bera það fram, en það er í raun einfalt:
Hnerri von Calvados.
arnim@mbl.is
Ákrzfspt
von Calvados
Pistill
Nefn þig öðru nafni
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Möguleg áhrif loftslags-breytinga á hafstraumaí Norður-Atlantshafivalda mönnum nokkr-
um áhyggjum. Einkum vegna þess
að draga kunni úr styrk Golf-
straumsins sem flytur hlýjan sjó að
ströndum Íslands og víðar.
The Washington Post fjallaði á
mánudag um nýbirta grein Stefans
Rahmstorf og fleiri vísindamanna.
Rahmstorf starfar við loftslagsrann-
sóknastofnunina PIK í Potsdam.
Greinin birtist í vefútgáfu vís-
indaritsins Nature. Í inngangi henn-
ar kemur fram að mögulegar breyt-
ingar á hringrás sjávar í Atlantshafi
valdi óvissu um þróun loftslags í
framtíðinni. Höfundarnir benda á að
hitamælingakort frá 20. öld sýni
áberandi kólnun á ákveðnu svæði í
norðanverðu Atlantshafi. Sam-
kvæmt korti sem fylgir greininni er
þessi kaldi blettur á hafinu suður af
Grænlandi og Íslandi og teygir sig
langt í suður og eins teygir köld
tunga sig norður milli Íslands og
Grænlands.
Greinarhöfundarnir telja ýmis-
legt benda til þess að kólnunina
megi rekja til þess að dregið hafi úr
hringrás sjávar í Atlantshafi á 20.
öld og einkum eftir 1970. Hringrásin
virðist þó hafa náð sér að hluta á
strik aftur eftir 1990. Þá skrifa þeir
um möguleg áhrif bráðnunar Græn-
landsjökuls sem geti stuðlað að veik-
ingu hringrásarinnar í hafinu.
Ekki róttækar breytingar
Héðinn Valdimarsson, haffræð-
ingur hjá Hafrannsóknastofnun,
sagði að mikil umræða hefði verið á
meðal fræðimanna um möguleg
áhrif loftslagsbreytinga á sveiflur í
hafinu. Sú atburðarás sem Stefan
Rahmstorf og félagar lýsi í greininni
í Nature sé ein niðurstaða. Vænt-
anlega eigi menn eftir að styrkja þá
kenningu eða andmæla henni.
Héðinn var í gær staddur á
fundi haffræðinga sem fylgjast með
Norður-Atlantshafinu. Hann sagði
að kollegi hans, sem hefði með Golf-
straumssvæðið við austurströnd
Bandaríkjanna að gera, hefði nefnt í
gærmorgun að hann teldi ekki víst
að breytingar hefðu orðið á Golf-
straumnum.
Héðinn sagði að Hafrannsókna-
stofnun hefði mælt hita og seltu
sjávar undanfarna áratugi. Hann
taldi einnig nauðsynlegt að mæla
meira en yfirborðshitann til að fylgj-
ast með ástandi sjávar. Síðustu tvo
áratugi hefðu ekki sést merki um
aukið ferskvatn í hafinu fyrir utan
síðustu tvö árin.
„Síðustu tvo áratugi hafa frekar
sést merki um hærri seltu sjávar og
hærri hita hvað okkur varðar,“ sagði
Héðinn. Hann kvaðst ekki enn hafa
heyrt af neinu sem bendi til þess að
rótttækar breytingar séu að verða á
hringrás hafsins.
Héðinn sagði að Stefan Rahm-
storf hefði fyrir nokkrum árum
fremur slegið á en að auka ótta
manna vegna þess sem kynni að ger-
ast ef aukið ferskvatn rynni í sjó á
norðurslóðum og drægi úr djúp-
vatnsmyndun. Sumir útmáluðu það
þá næstum eins og endi veraldar.
Rahmstorf var þá fremur á þeirri
skoðun að svæðið þar sem djúp-
vatnið yrði til myndi færast til
og hringrásin halda áfram.
„Það getur auðvitað ýmis-
legt gerst á næstu áratugum
en við erum ekki endilega í
þeirri stöðu nú að segja
nákvæmlega fyrir um
hvað gerist, þrátt
fyrir þau líkön sem
við höfum,“
sagði Héðinn.
Óttast að hægi á
færibandi hafsins
Morgunblaðið/RAX
Grænlandsjökull Hlýnandi loftslag hefur leitt til aukinnar bráðnunar jökul-
sins. Menn óttast áhrif þessarar miklu bráðnunar á hafstraumana.
Golfstraumurinn ber hlýjan og
saltan sjó úr suðri og norður í
höf. Ísland, Noregur og önnur
lönd við austanvert Norður-
Atlantshaf hafa notið góðs af
upphitun hafsins sem Golf-
straumurinn veldur.
Salti sjórinn kólnar þegar
hann kemur norður í höf og
sekkur þar til botns vegna eðlis-
þyngdar sinnar. Þannig mynd-
ast kaldsjávarstraumur sem fer
síðan suður hafdjúpin og þann-
ig viðhelst hringrásin í hafinu.
Mikil bráðnun íss á norður-
slóðum vegna hlýrra loftslags
leiðir til þess að ferskvatn
streymir út í hafið. Það bland-
ast saltríka sjónum sem við það
verður eðlisléttari en hann
hefði ella orðið. Léttari sjór
sekkur ekki jafn
greiðlega og
væri hann salt-
ari og dregur það
úr kaldsjávar-
straumnum suður
á bóginn.
Golfstraum-
urinn
HRINGRÁS HAFSINS
Héðinn
Valdimarsson