Morgunblaðið - 25.03.2015, Qupperneq 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 2015
Allt sem þú vilt vita um
heilsu, útivist og mann-
rækt, framreitt af
Sigmundi Erni á einkar
áhugaverðanmáta.
LÍFSSTÍLL
www.hringbraut.is
við miðlum af reynslu
AF TÓNLIST
Heiða Eiríksdóttir
heidatrubador@gmail.com
Annað undanúrslitakvöldMúsíktilrauna 2015 fórfram í Hörpu á mánudags-
kvöldið og leikgleðin og fjöl-
breytnin hélt áfram frá kvöldinu
áður og greinilegt að mikla grósku
er að finna í flestum geirum tónlist-
ar um þessar mundir. Að þessu
sinni komu ekki öll böndin tíu sem
spiluðu af Stór-Reykjavíkursvæð-
inu. Suðurland kom þar sterkt inn
með þrjá kandidata og fyrsta band
á svið, Laser Life, var frá Egils-
stöðum. Í Laser Life var bara einn
meðlimur og tónlistin var blanda af
gítarrokki og raftónlist. Hljómur
sveitarinnar var fenginn úr tölvu-
leikjum, en fyrra lagið hljómaði þó
fyrst og fremst eins og litli frændi
Apparats Organ Kvartetts, mjög
flott útfært.
The Roulette frá Selfossi tókvið og skartar framúrskarandi
trommuleikara. Bandið er þétt og
ákaflega vel spilandi en það þarf
eitthvað að endurskoða sönglínur
með það að markmiði að söngur og
tónar skapi heilsteyptari mynd.
Kröstpönkbandið Þegiðu tók
við og átti frábært kvöld með
óvæntum uppákomum eins og
samlokuáti og hársnyrtingu á sviði.
Hljómsveitin spilar einhverskonar
kvikmyndapönktónlist með frönsku
ívafi og söngvari lék á als oddi á
harmónikku og slagverk en svo var
líka saxófónleikari sem átti sinn
þátt í skemmtilegu sándi bandsins.
Þá var komið að GasolineSpills frá Selfossi, sem bar það
með sér að hafa ekki starfað lengi,
og meðlimir eiga líklega bæði eftir
að finna sig betur í lagasmíðum og
spila sig saman, en söngvarinn er
með skemmtilega hráan og blús-
aðan tón í rödd sinni sem var gam-
an að hlusta á.
Síðust á svið fyrir hlé var
Electric Elephant og raf-fíllinn var
svo sem ekki að finna upp ranann,
en spilaði vel og skilaði sínu fönk-
poppi ágætlega.
Eftir örlitla kaffipásu var aft-ur keyrt af stað og fyrstir eft-
ir hlé voru tveir bræður sem vinna
Talið í tilraunir aftur
While My City Burns Ætluðu að keyra af stað af
ákveðni og festu en áttu í vandræðum með hljóð.
saman að tónlist undir nafninu
Omotrack. Hljóðheimur var fersk
blanda af gíturum og synthum og
tónlistin var einhverskonar lo-fi-
rafpopp. Einstaklega flott fram-
vinda í lagasmíðunum og áhuga-
verð notkun á tveimur röddum
gerðu þetta að úrvalsbandi sem
gaman verður að fylgjast með í
framtíðinni.
While My City Burns ætlaðiað keyra af stað af ákveðni
og festu en átti í staðinn í vandræð-
um með hljóð. Hljómborð virtist
ekki passa vel inní og gítarar voru
lægri en kraftmikið rokkið bauð
uppá. Það geta því miður allir átt
vont kvöld, og þetta var eitt slíkt
hjá þessari sveit.
Kraðak tók við sviðinu og þar
var að finna einu tónlistarkonu
kvöldsins, sem söng og lék á raf-
magnsgítar. Gítarinn hljómaði vel
en söngurinn var verri og tónlistin
sjálf einum of flöt og því fyrir vikið
full-óeftirminnileg.
Síðasta Selfoss-bandið No Room For Another var að
mínu mati það áhugaverðasta frá
Suðurlandi þetta kvöldið. Sveitin
lék nokkuð látlaust og lágstemmt
rokk og sérstaklega var röddin í
fyrra laginu góð og svo mynduðu
kassa- og rafgítarar sannfærandi
gítarheim, sem vinnur á.
Kvöldinu lokaði Premium sem
spilar flókið rokk með dularfullum
útúrdúrum. Kannski mætti kalla
tónlist þeirra stillt og vel upp alið
þungarokk, því það inniheldur bæði
fleti sem eru fágaðir og ögrandi.
Band sem á heilmikið inni.
Niðurstaða kvöldsins var súað salurinn kaus Electric
Elephant áfram í úrslit en dóm-
nefndin kaus Kröstpönkbandið
Þegiðu áfram. Þá eru undanúrslitin
hálfnuð og það stefnir í að úr-
slitakvöldið verði hið líflegasta og
hin besta skemmtun.
»KröstpönkbandiðÞegiðu tók við og átti
frábært kvöld með
óvæntum uppákomum
eins og samlokuáti og
hársnyrtingu á sviði.
Premium Stillt og vel upp alið þungarokk sem inni-
heldur bæði fleti sem eru fágaðir og ögrandi.
Electric Elephant Spilaði vel og skilaði sínu fönk-poppi
ágætlega. Salurinn kaus sveitina áfram í úrslit.
Gasoline Spills Meðlimir eiga líklega bæði eftir að
finna sig betur í lagasmíðum og spila sig saman.
Laser Life Fyrra lagið hljómaði eins og litli frændi
Apparats Organ Kvartetts og mjög flott útfært.
No Room for Another Lék látlaust og lágstemmt rokk
og sérstaklega var röddin í fyrra lagi góð.
The Roulette Sveit með framúrskarandi trommuleik-
ara, vel spilandi en þarf að endurskoða sönglínur.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Kröstpönkbandið Þegiðu Spilar einhvers konar kvikmynda-
pönktónlist með frönsku ívafi og söngvari lék á als oddi.
Omotrack Hljóðheimur var fersk blanda af gíturum og
synthum og tónlistin var einhverskonar lo-fi-rafpopp.
Kraðak Eina tónlistarkona kvöldsins söng og
lék á rafmagnsgítar í hljómsveitinni Kraðak.
Gítarinn hljómaði vel en söngurinn var verri.
Músíktilraunir 2015