Morgunblaðið - 25.03.2015, Síða 36
MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 84. DAGUR ÁRSINS 2015
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 460 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420
1. „Hefur ekkert með aldur að gera“
2. Jolie fór í frekari aðgerðir
3. Allir um borð taldir af
4. Fundu fjölskylduna tæpu ári síðar
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Dúettinn múm kemur fram í menn-
ingarhúsinu Mengi í kvöld kl. 21 og
leikur raftóna af fingrum fram við
þýsku kvikmyndina Menschen am
Sonntag frá árinu 1930. Tónleikarnir
eru þeir fyrstu í nýrri mánaðarlegri
seríu þeirra Örvars Smárasonar og
Gunnars Tynes þar sem þeir munu
snara fram ferskum raftónum við áð-
urnefnda kvikmynd með það að leið-
arljósi að vera að lokum búnir að
skapa nýja tónlist við myndina og
sérstakan hljóðheim, eins og segir í
tilkynningu. Tónleikasyrpan verði því
e.k. verk í vinnslu. Hljómsveitin múm
er þekkt fyrir nýjungagirni í nálgun
sinni og flutningi á tónlist og vinnur
nú um stundir að nýjum verkum sem
leikin verða af Sinfóníuhljómsveit
MDR í Leipzig.
Menschen am Sonntag er fyrsta
kvikmyndin sem bræðurnir Curt og
Robert Siodamak leikstýrðu og hand-
ritið skrifaði Billy Wilder. „Kvikmynd-
in er ein síðasta mynd þögla tímabils-
ins svokallaða og gefur sjaldgæfa
innsýn í líf áhyggjulausra ungmenna í
borg sem stuttu seinna varð hryllingi
einræðis að bráð,“ segir um myndina
í tilkynningu frá Mengi.
Leika við Menschen
am Sonntag í Mengi
Kvartett saxófónleikarans Ólafs
Jónssonar leikur á tónleikum djass-
klúbbsins Múlans í kvöld kl. 21 á
Björtuloftum í Hörpu. Kvartettinn
mun leika frumsamda tónlist eftir
Ólaf og valin lög ýmissa djassmeist-
ara. Auk Ólafs skipa
kvartettinn píanóleik-
arinn Eyþór Gunn-
arsson, Þorgrímur
Jónsson bassaleikari
og trymbillinn Scott
McLemore.
Kvartett Ólafs Jóns-
sonar í Múlanum
Á fimmtudag og föstudag Suðvestan 8-15 m/s, hvassast við
suðvesturströndina og víða él, en léttskýjað norðaustanlands.
Á laugardag Norðaustan 10-15 m/s og snjókoma á Vestfjörðum,
en annars hægari vestlæg átt og dálítil él. Fremur svalt í veðri.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 8-13 og skúrir eða slydduél vest-
antil, en suðaustan 13-18 og slydda eða rigning fyrir austan.
VEÐUR
Gæti Aníta Hinriksdóttir
komist í heimsklassa í ann-
arri grein en 800 metra
hlaupi? Sigurbjörn Árni
Arngrímsson íþróttafræð-
ingur veltir því fyrir sér í
samtali við Morgunblaðið.
Hann nefnir 1.500 m hlaup
og 3.000 m hindrunarhlaup
sem valmöguleika. Þjálfari
Anítu segir þau einbeita sér
að 800 metrunum, alla vega
út næsta ár, og þá verði
staðan tekin. »2-3
Á Aníta eftir að
skipta um grein?
Katrín Ómars-
dóttir, landsliðs-
kona í knattspyrnu
og leikmaður Liver-
pool, er enn að
glíma við
höfuðmeiðsli
sem hún varð
fyrir á æf-
ingu með
Liverpool
fyrir nokkr-
um vikum.
Katrín hef-
ur verið
með höfuð-
verk og svima
og þarf að fara
gætilega. »1
Katrín með höfuðverk
og svima
„Ég er búinn að missa af mörgum
leikjum vegna meiðsla og þetta tíma-
bil hefur verið leiðinlegt og pirrandi.
Vonandi er þessum kafla lokið og ég
get komist á rétta braut,“ sagði
knattspyrnumaðurinn Aron Jóhanns-
son. Hann gæti í kvöld spilað sinn
fyrsta leik fyrir bandaríska landsliðið
frá því á HM í Brasilíu, á sínum gamla
heimavelli í Danmörku. » 1
Aron snýr aftur með
Bandaríkjunum
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Atli Vigfússon
Laxamýri
„Það hefur verið æðislegt að æfa
þetta leikrit og það er mjög skemmti-
legt að leika. Ég vildi endilega fá
þetta hlutverk og ég hef mjög gaman
af því að vera einhver annar heldur
en ég er.“
Þetta segir Jón Aðalsteinn Her-
mannsson, nemandi í 10. bekk, sem
leikur Mikka ref í Dýrunum í Hálsa-
skógi sem Litlulaugaskóli í Þingeyj-
arsveit sýnir um þessar mundir í fé-
lagsheimilinu á Breiðumýri.
„Þetta er stærsta hlutverk sem ég
hef fengið og auðvitað er textinn mik-
ill sem þarf að læra. Lögin eru ekkert
svo erfið og oft er sama laglínan,“
segir Jón Aðalsteinn sem er mjög
ánægður með útkomuna eftir fyrstu
sýninguna, en það var mikið hlegið
og nemendum var klappað lof í lófa.
Jón segir að það sé engu sleppt í
leikritinu og öll atriðin séu tekin.
Hann segir að fólk vilji ekki breyta
miklu í þessu verki sem allir þekkja,
en það þarf að hliðra aðeins til þegar
allir nemendur skólans þurfa að fá
hlutverk. Leikskólinn Krílabær tók
þátt í uppfærslunni og segir Jón að
það hafi gengið mjög vel að stjórna
litlu krökkunum.
Gekk alveg glimrandi vel
Leikstjórinn, Hörður Þór Benón-
ýsson, er að sögn Jóns mjög góður og
þorir að taka áhættu með krakkana
og leikverkið. Hann hefur ekki áður
leikstýrt uppfærslu hjá Litlulauga-
skóla, en hefur leikstýrt hjá Fram-
haldsskólanum á Laugum og er van-
ur að leika á sviði, hefur samið leikrit
og kann að smíða leikmyndir.
Leikararnir í Dýrunum í Hálsa-
skógi núna eru margir að stíga sín
fyrstu skref á leiksviðinu og öllum
finnst hafa vel til tekist. Leikmyndin
að þessu sinni var að mestu unnin af
starfsfólki skólans, en nemendur á
yngsta stigi og úr skólahóp bjuggu til
tré og blóm til þess að skreyta salinn
á Breiðumýri. Margir komu að því að
sauma búninga og svo var líka fengið
lánað frá Leikdeild Eflingar og úr
leikmunageymslu í Hafralækj-
arskóla. Myndir í leikskrá gerðu
nemendur á miðstigi. Litlulaugaskóli
hefur sýnt það í gegnum árin að leik-
listin er engin hindrun og hefur skól-
inn oft sýnt skemmtileg verk sem
margir hafa haft gaman af.
Jón Aðalsteinn hefur tekið þátt í
öllum leikritum sem sett hafa verið
upp í skólatíð hans og segir hann að
Dýrin í Hálsaskógi séu skemmtileg-
asta uppfærsla sem hann hafi tekið
þátt í. „Auðvitað var ég dálítið kvíð-
inn í byrjun á frumsýningunni en það
hvarf bara strax og svo gekk þetta
alveg glimrandi,“ segir hann sæll
með árangurinn.
„Ekkert dýr má éta annað dýr“
Litlulaugaskóli
sýnir leikritið
Dýrin í Hálsaskógi
Ungir leikarar Dýrin í Hálsaskógi eru af ýmsum tegundum. Bangsamömmu og Bangsa litla leika Kristjana Freydís
Stefánsdóttir og Hrólfur Jón Pétursson. Jón Aðalsteinn Hermannsson er ábúðarmikill sem Mikki refur.
Í bakaríinu Það var mikið að gera í bakaríinu hjá Hérastubbi bakara sem
leikinn er af Benóný Arnórssyni enda þarf að baka mikið af piparkökum.