Morgunblaðið - 27.03.2015, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MARS 2015
Farðu á www.joakims.is og skoðaðu og pantaðu eða
sendu tölvupóst á joakims@simnet.is. Sími 698 4651
Veiðivesti kr. 6.500.Öndunarvöðlur kr. 19.000.
Vöðluskór kr. 8.500.
JOAKIM’SFLUGUVEIÐIVÖRUR
FERMINGARTILBOÐ
Flugustangir frá kr. 12.500. Fluguhjól frá kr. 16.000.
La
ge
rsa
la
ím
ars
-S
kú
tuv
og
ur
10
F-
Op
ið
frá
15
-1
8,
má
n.-
fös
.
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Ráðgert er að byggja um 25 þúsund
fermetra húsnæði í Vesturbugt
sunnan við gömlu vesturhöfnina í
Reykjavík. Borgin stefnir að því að
hluti húsnæðisins verði félagslegur
og verða að minnsta kosti 80 íbúðir á
vegum Félagsbústaða og samstarfs-
aðila í Vesturbugt undir merkjum
Reykjavíkurhúsa.
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn
gerir ráð fyrir að þar verði byggðar
alls um 170 íbúðir að því er segir í
byggingarlýsingu í skýrslu starfs-
hóps um ný Reykjavíkurhús í Vest-
urbugt. Þar eiga að vera útsýnis-
íbúðir, almennar íbúðir og raðhús
auk leikskóla. Einnig er gert ráð fyr-
ir bílakjallara og atvinnuhúsnæði.
Byggingarnar verða 3-5 hæða, nokk-
uð ólíkar í útliti en með samræmdu
heildarútliti. Þjónusta verður á jarð-
hæðum í hluta húsanna. Gert er ráð
fyrir að rekstur bílageymsla verði í
höndum bílastæðasjóðs. Meðalflat-
armál íbúða með geymslu verður 78
fermetrar, samkvæmt fréttatilkynn-
ingu borgarinnar.
Borgarráð Reykjavíkur fjallaði í
gær um skýrslu starfshóps um nýju
Reykjavíkurhúsin sem eiga að rísa
meðal annars í Vesturbugt og á
Kirkjusandi. Á Kirkjusandsreitnum,
sem er þar sem Strætó var áður með
aðstöðu, er gert ráð fyrir um á annað
hundrað íbúðum undir merkjum
Reykjavíkurhúsa.
Lagðar voru tillögur fyrir borgar-
ráð um hvernig staðið verði að út-
hlutuninni. Gert er ráð fyrir sam-
starfi við einkaaðila um uppbygg-
inguna en einnig félög sem reka
leigu- og búseturéttarhúsnæði. Sér-
staklega verður auglýst eftir sam-
starfsaðilum í því skyni. Borgarráð
mun taka afstöðu til tillagnanna á
næsta fundi sínum, samkvæmt
fréttatilkynningu frá Reykjavíkur-
borg.
Um leið og útboðsskilmálar hafa
verið samþykktir verður auglýst eft-
ir samstarfsaðilum. Reykjavíkur-
borg gerir ráð fyrir að það geti orðið
um miðjan apríl.
Finna að kostnaðarforsendum
Framsókn og flugvallarvinir lögðu
fram bókun í borgarráði vegna fyr-
irhugaðrar byggingar Reykjavíkur-
húsa.
Þeir telja að forsendur í kostnað-
arlíkani séu ekki nægilega áreiðan-
legar og því ekki hægt að taka af-
stöðu til leiða sem kynntar hafa
verið. Eins sé lögmætisköflum
ábótavant. Þeir ítreka bókun sína frá
27. nóvember 2014 þar sem var lagt
til að leitað yrði umsagna áður en
borgarráð tæki ákvörðun um hvaða
leið yrði valin.
Uppbygging áformuð í Vesturbugtinni
Að minnsta kosti 80 íbúðir af um 170 verða undir merkjum Reykjavíkurhúsa Ráðgert er að byggja
alls um 25.000 fermetra húsnæði Útsýnisíbúðir, almennar íbúðir, bílakjallari og raðhús auk leikskóla
Teikning/ASK arkitektar
Vesturbugt Gert er ráð fyrir mikilli uppbyggingu á svæðinu. Þar verður
m.a. blönduð íbúðabyggð, bílakjallari, atvinnuhúsnæði og leikskóli.
Gunnlaugur Árnason
garnason@simnet.is
Georg Ólafsson í Stykkishólmi er
elstur íslenskra karlmanna en
hann hélt upp á 106 ára afmæli sitt
í gær, 26. mars. Fjölskylda hans
fjölmennti vestur í Hólm og fagn-
aði með ættföðurnum á þessum
merku tímamótum.
Undanfarin ár hefur Georg
dvalið á Dvalarheimilinu í Stykk-
ishólmi. Afmælisdaga heldur hann
þó hátíðlega á heimili sínu að Silf-
urgötu 15 í Stykkishólmi. Heimilið
er eins og hann skildi við það þeg-
ar hann fór á dvalarheimilið, synir
hans og fjölskyldur þeirra nota
það sem orlofshús og segir Georg
að það þyki sér vænt um.
Georg er fæddur í Akureyjum
á Gilsfirði og ólst þar upp. Fjöl-
skylda hans flutti svo að Ögri við
Stykkishólm. Frá unglingsaldri
hefur Georg búið í Stykkishólmi,
hann giftist Þorbjörgu Júl-
íusdóttur og eignuðust þau 3 syni.
Georg er mjög ern. Hann er
vel með á nótunum og fylgist með
því sem er að gerast í kringum
hann. Hann segist vera orðinn
sjóndapur og því fari hann lítið
um.
Fornkapparnir í útvarpinu
Hann hlustar mikið á útvarp
sem styttir honum stundir og þessa
dagana er hann að hlusta á út-
varpssöguna á kvöldin. Nú er verið
að lesa Íslendingasögurnar og hef-
ur hann gaman af að rifja upp sög-
urnar af fornköppum okkar, sem
notuðu sverð og spjót, en ekki
byssur eins og nú tíðkast.
Þegar hann var spurður um
hverju hann þakkaði góða heilsu
sína og langlífi, sagðist hann ekki
geta svarað því. „Þeir hjá Íslenskri
erfðagreiningu hafa áhuga á að
skoða mig eitthvað nánar og
kannski finna þeir einhver svör við
því, við sjáum til.“
Ljósmynd/Gunnlaugur Árnason
Afmælisbarn Georg fæddist 26. mars 1909 og náði því 106 ára aldri í gær. Í tilefni dagsins bauð hann í afmæl-
isveislu að heimili sínu í Stykkishólmi og þangað komu vinir og vandamenn til að gleðjast með honum.
Georg vekur
áhuga Íslenskrar
erfðagreiningar
Georg Ólafsson er eini íslenski karlmaðurinn sem hefur náð 106 ára aldri svo vitað sé
Ásmundur Friðriksson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, hefur ásamt
nokkrum öðrum þingmönnum
flokksins lagt fram þingmanna-
frumvarp um lögverndun starfs-
heitis leiðsögumanna. „Ég geri ráð
fyrir því að frumvarpið eigi eftir að
taka breytingum í meðferð þingsins
en markmið þess er fyrst og fremst
að tryggja að þeir sem beri starfs-
heitið leiðsögumaður hafi ákveðna
lágmarksþekkingu og færni til að
styðja við gæði ferðaþjónustu, ör-
yggi ferðamanna og góða umgengni
við náttúru landsins,“ segir Ás-
mundur.
Eingöngu þeir er ljúka námi, sem
viðurkennt er af ríkinu, mega sam-
kvæmt frumvarpinu kalla sig leið-
sögumenn auk þeirra sem hafa haft
leiðsögn að aðalstarfi í samanlagt
þrjú ár og standast opinbert hæfn-
ispróf. Ferðamálastofa á að halda
skrá yfir þá sem fengið hafa leyfi og
veita á stofnuninni heimild til að
leggja gjald á leyfisveitingar. Frum-
varpið er unnið í samvinnu við Félag
leiðsögumanna. vilhjalmur@mbl.is
Leiðsögumenn lögverndaðir
Morgunblaðið/Eggert
Starf Frumvarp um lögverndun starfsheitis leiðsögumanna lagt fram.
Eingöngu þeir
sem ljúka viður-
kenndu námi