Morgunblaðið - 27.03.2015, Síða 9

Morgunblaðið - 27.03.2015, Síða 9
Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MARS 2015 Kringlunni 4c Sími 568 4900 Gallabuxur margar gerðir og litir Kíktu á úrvalið í vefversluninni á michelsen.is Laugavegi 15 - 101 Reykjavík Sími 511 1900 - www.michelsen.is FOSSIL 36.700 kr. Daniel Wellington 24.500 kr. CASIO 5.700 kr. JACQES LEMANS 19.900 kr. Fallegar fermingar- gjafir ASA HRINGUR 13.400 kr. ASA LOKKAR 7.800 kr. ASA HÁLSMEN 19.300 kr. Barnafataverslunin • Róló Glæsibæ Sími 8948060 • www.rolo.is • Facebook Páskatilboð! 20% afsláttur af öllum vörum fram á laugardag. Nafn misritaðist Í viðtali sem birtist í gær við Loga Bjarnason myndlistarmann misrit- aðist nafn eiginkonu hans. Hún heit- ir Erla Margrét Gunnarsdóttir. Beð- ist er velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT Bið eftir tíma hjá heimilislækni á Heilsugæslustöðinni í Efstaleiti er rúmur mánuður, samkvæmt svörum sem einn skjólstæðinga heilsugæsl- unnar fékk nýverið. Að sögn Gunn- ars Helga Gunn- arssonar yf- irlæknis er um óvenjulega stöðu að ræða sem standi til bóta á næstu mánuðum. ,,Þessi bið skýrist af því að fimm læknar hurfu frá okkur um áramótin. Þrír þeirra fóru í fæðingarorlof, einn í langtíma veikindaleyfi og einn er að flytja út til Svíþjóðar. Þannig kom þessi óvenjulegi læknaskortur til, sem er í raun bara óheppni. Þetta stendur þó allt til bóta þar sem tveir læknar koma til liðs við okkur 1. maí, einn læknir kemur úr fæðingarorlofi 1. ágúst og annar hinn 1. sept- ember.“ Auglýstu tvisvar eftir læknum Gunnar Helgi segir Heilsugæsl- una í Efstaleiti hafa auglýst tvívegis eftir læknum í haust á meðan kjara- deila lækna stóð yfir. Þær auglýs- ingar hafi ekki skilað árangri. Þá hafi stöðin auglýst tvær sérnáms- stöður í vor en aðeins einn sótt um. Hann bendir á að læknaskortur sé enn viðvarandi á höfuðborgarsvæð- inu og líklega vanti um 30-40 lækna. Í umfjöllun Morgunblaðsins um málið frá því í febrúar síðastliðnum kom fram að nú væru um 35 læknar í sérnámi í heimilislækningum hér á landi, sem væri mikil aukning frá því fyrir fimm árum þegar þeir voru tólf. Um þriðjungur sérnámslækn- anna er úti á landi en tveir þriðju á höfuðborgarsvæðinu. brynja@mbl.is Bæta þarf úr lækna- skorti  Biðtími sagður vera mánuður Gunnar Helgi Guðmundsson Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Tryggja þarf stöðuga fjárveitingu til uppbyggingar innviða á ferða- mannastöðum vítt og breitt um landið að mati Ragnheiðar El- ínar Árnadóttur, iðnaðar- og við- skiptaráðherra. Í ræðu hennar á aðalfundi Sam- taka ferðaþjón- ustunnar á Egils- stöðum í gær benti Ragnheiður á að heildar- úthlutanir úr Framkvæmdasjóði ferðamanna- staða í fyrra hefðu aldrei verið hærri, þær voru yfir 600 milljónir króna en það hafi þó ekki dugað til. „Þörfin er gríðarlega mikil eins og sláandi fréttaflutningur og myndir frá Geysi sýna okkur svart á hvítu en þar þurfum við í samvinnu við landeigendur að taka höndum sam- an og gera verulegar úrbætur,“ seg- ir Ragnheiður. Á næstu árum er áætlað að setja þurfi um milljarð króna á ári í uppbyggingu innviða og viðhald á ferðamannastöðum. Greindi hún frá því að hún hefði í samráði við fjármálaráðherra hafið vinnu við að kortleggja sérstaklega þann kostnað við staði í umsjón rík- isins. Auk þess að tryggja stöðuga fjárveitingu til þessara mála hefði markmiðið með náttúrupassa verið að dreifa álagi ferðamanna og fjölga áfangastöðum. „Hvort sem sú heild- arlausn, sem nú er komin til Alþing- is í formi frumvarps um nátt- úrupassa, nær fram að ganga eða ekki þá verður að tryggja að fjöl- sóttir ferðamannastaðir og aðrar náttúruperlur landsins séu boðlegar bæði landsmönnum og ferðamönn- um til frambúðar. Við viljum ekki að helstu ferðamannastaðir landsins skemmist vegna aðgerðarleysis,“ segir Ragnheiður en bendir jafn- framt á að ábyrgðin sé ekki bara ríkisins heldur einnig sveitarfélaga og einkaaðila sem eiga land og ferðaþjónustunnar sjálfrar. Ekki liggur fyrir hversu stór hluti upp- byggingarinnar er á ábyrgð ríkisins en spurð um það segir Ragnheiður: „Við höfum séð í gegnum tíðina að umsóknir í gegnum Fram- kvæmdasjóðinn hafa verið um 40 til 45 prósent af hálfu ríkisins en það eru ekki algild sannindi í þessum fræðum.“ Milljarður á ári í uppbyggingu  Ferðamannastaðir í eigu ríkisins verða skoðaðir sérstaklega  Uppbygging og viðhald einnig á ábyrgð sveitarfélaga og einkaaðila að sögn ráðherra Morgunblaðið/Kristinn Ferðamenn Helstu náttúruperlur landsins og ferðamannastaðir mega ekki skemmast vegna aðgerðarleysis að mati iðnaðar- og viðskiptaráðherra.Ragnheiður Elín Árnadóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.