Morgunblaðið - 27.03.2015, Page 13

Morgunblaðið - 27.03.2015, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MARS 2015 „Við teljum að aldrei sé of mikið gert af því að kynna íslenskan sjávar- útveg og þær gæðavörur sem við er- um að framleiða,“ segir Hjörtur Gíslason, yfirrit- stjóri alþjóðlega sjávarútvegs- vefjarins Ice- FishNews sem hleypt hefur ver- ið af stokkunum. Útgefandi er Ólafur M. Jó- hannesson sem stýrir jafnframt íslenska sjáv- arútvegsmiðlinum kvotinn.is en Hjörtur er ritstjóri beggja miðlanna. Á alþjóðlega vefnum sem er á slóðinni icefishnews.com, eru birtar daglega fréttir á ensku um það helsta sem er á döfinni í sjávarútvegi á Íslandi og telja má að eigi erindi til þeirra sem áhuga kunna að hafa á ís- lenskum sjávarútvegi í heimsbyggð- inni. Markmiðið er að vekja athygli á sem flestum þáttum íslensks sjávar- útvegs og þeirri hágæða matvöru sem hann framleiðir og flytur utan. Vefurinn mun því spanna litrófið allt frá veiðum til vinnslu, markaðs- setningar og sölu og matreiðslu af- urðanna. Sagt verður frá því sem er að gerast í framleiðslu hugbúnaðar fyrir sjávarútveginn, framleiðslu á hvers kyns búnaði til veiða og vinnslu og leitast verður við að segja frá fólkinu sem að baki stendur. Víð skírskotun Vefurinn er öllum opinn, án end- urgjalds, og honum verður fylgt eftir með fréttabréfi sem reglulega verð- ur sent til á níunda hundrað fyr- irtækja í sjávarútvegi um víða ver- öld. Hjörtur segir að markhópurinn sé nokkuð víður, ekki aðeins „sjáv- arútvegskarlar“ heldur almenn- ingur. „Við gerum okkur vonir um að fólk sem er að leita á vefnum að Íslandi eða sjávarútvegi lendi inni á vefnum og þannig geti orðið töluverð snerting. Við lítum á þetta sem ódýra og einfalda leið fyrir íslenskan sjávarútveg að fá kynningu.“ Á kvotinn.is eru birtar margar fréttir á hverjum degi. Færri fréttir birtast á alþjóðlega vefnum. Rit- stjórinn velur þær fréttir sem hann telur að geti vakið athygli. helgi@mbl.is Fréttir af sjávar- útvegi til heimsins  Alþjóðlegum vef hleypt af stokkunum Hjörtur Gíslason Brynja Björg Halldórsdóttir brynja@mbl.is Sigurjón M. Egilsson hefur látið af starfi fréttastjóra 365 miðla. Í til- kynningu frá 365 í gær kemur fram að hann láti af störfum að eigin ósk og hyggist einbeita sér að útvarps- þætti sínum Sprengisandi á Bylgj- unni auk þess að sjá um frekari dag- skrárgerð fyrir útvarpsstöðina. Samhliða þessu verða þær skipu- lagsbreytingar á fréttastofunni að Andri Ólafsson, Hrund Þórsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason verða að- stoðarritstjórar og Halldór Tinni Sveinsson verður þróunarstjóri. Kristín Þorsteinsdóttir verður hins vegar áfram aðalritstjóri og útgef- andi, segir í tilkynningunni. Ekki er langt síðan yfirstjórn fréttastofu 365 miðla tók gagngerum breytingum. Mikael Torfasyni, þá- verandi aðalritstjóra 365 miðla, var sagt upp í ágúst 2014 og í kjölfarið lét Ólafur Þ. Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, af störfum. Aðstoðarritstjórinn sagði upp Ólafur var ráðinn 2010 og Mikael var ráðinn í mars 2013 við hlið Ólafs. Þegar Mikael var ráðinn til 365 sagði Steinunn Stefánsdóttir aðstoðarrit- stjóri Fréttablaðsins upp starfi sínu. Haft var eftir Steinunni í fjölmiðlum að hún hefði ekki hætt ef þessar breytingar hefðu ekki komið til á rit- stjórn blaðsins. Um svipað leyti sagði Þórður Snær Júlíusson, við- skiptaritstjóri blaðsins, upp störfum. Í maí sama ár voru allar fréttastof- ur 365 sameinaðar; Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Þá var Mikael settur aðalritstjóri fréttastofunnar og Ólafur var áfram ritstjóri. Þegar Ólafur sagði upp störfum sagði hann að breytingar á starfi hans hefðu falið í sér riftun á ráðn- ingarsamningi og hann væri því óbundinn af honum. Benti hann á að ráðning tveggja nýrra ritstjóra fæli í sér að til stæði að breyta verulega verkefnum hans, starfsskyldum og ábyrgð. Gæti hann ekki litið öðruvísu á stöðu mála en svo að ætlunin væri að þrengja að sjálfstæði hans sem ritstjóra. Sigurjón M. Egilsson tók við af Mikael. Hann hafði upphaflega tit- ilinn fréttaritstjóri en titlinum var síðar breytt í fréttastjóri 365 miðla. Þegar þeir Ólafur og Mikael hættu í ágúst 2014 var haft eftir Sævari Frey Þráinssyni, núverandi forstjóra 365 miðla, að fyrirtækið vildi efla sjálfstæði fréttastofunnar og efla hlut kvenna í fréttaskrifum. Breyt- ingar á mannskap væru liður í þeirri viðleitni. Lét hann þau orð falla að keppnisskap hefði vantað til þess að fréttastofan gæti virkjað betur hæfi- leikafólk innan hennar. Sævar Freyr var þá nýráðinn for- stjóri fyrirtækisins en hann tók við af Ara Edwald í júlí í fyrra. Kristín Þorsteinsdóttir, fyrrver- andi stjórnarmaður í 365 og starfs- maður á samskiptasviði Baugs, var einnig ráðin útgefandi 365 miðla í sama mánuði. Margar uppsagnir í lok árs Allmörgum starfsmönnum var sagt upp hjá 365 á síðustu mánuðum síðasta árs. Var tíu fastráðnum starfsmönnum sagt upp í lok október síðastliðins auk átta verktaka. Einn- ig var nokkrum starfsmönnum sagt upp í september. Í desember sl. var átta starfsmönnum sagt upp störfum á sölu-, þjónustu- og fjármálasviði fyrirtækisins. Sævar Freyr, forstjóri 365 miðla, sagði við síðustu uppsagnahrinu, í desember 2014, að um væri að ræða hagræðingu í rekstri og einföldun skipulags. Sagðist hann ekki eiga von á frekari uppsögnum. Sigurjón hættir sem fréttastjóri 365 miðla  Miklar breytingar hafa orðið á yfirstjórn frétta hjá 365 undanfarin ár

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.