Morgunblaðið - 27.03.2015, Síða 25
UMRÆÐAN 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MARS 2015
Já, enn og aftur,
snillingar ljóðsins geta
sagt svo mikið sem
annars væri ósagt.
Jarðsamband þeirra
pólitísku hugsjóna
sem helst hafa ráðið
Íslandi var rifið upp
með rótum að mati
Matthíasar skálds og
Morgunblaðsritstjóra
með tilvísun til upp-
gjörs hans og skáldsins frá Kötlum
við pólitíska bernsku þeirra í bók
Matthíasar „Vígvöllur siðmenn-
ingar“ sem sýnir að skáldið titrar
milli steins og sleggju og þykir sárt
að þurfa að yrkja nú sem Jóhannes
úr Kötlum. En nú erum við fleiri en
tveir sem titrum milli steins og
sleggju, sárir og hörmum slegnir af
stjórnsýslu sem traðkar niður hug-
sjónir okkar frá yngri árum um
hlutverk ríkis og byggða.
Við eldri skiljum ekki t.d. að
óreiða „hægri“ stjórnvalda eigi að
valda eignarnámi „vinstri“ stjórn-
valda í eignum okkar og skerðingu
á áunnum bótarétti frá trygging-
arsjóðum eftir að okkar kynslóðir
hafa skilað landinu ríku af alls-
konar gæðum og verkfærum til að
viðhalda auði auðlinda til öryggis
um alla framtíð. Svo að askurinn
sjálfur verði aldrei tæmdur og fugl-
ar geti sungið fyrir komandi kyn-
slóðir, eins og Matthías vildi að
raunin væri.
Skammhleypt stjórnvöld slá enn
upp skjaldborg um fjármálastofn-
anir, brask og svipað bruðl í op-
inbera bákninu sem áður, með því
að virkja okkur nytsama sakleys-
ingjana fáum við gjaldstofna með
nýjum gerðum jarðsambandslausra
þjónustugjalda hugmyndalausra
stjórnvalda, sveitarfélaga og
banka. Þetta er rán og ekkert ann-
að. Rúmlega 20 milljarða auka-
skatti á lífeyrisþega frá 1. júlí 2009,
álögðum af vinstri skjaldborginni,
hefur t.d. enn ekki verið skilað
þrátt fyrir að vera í eðli sínu
skyldusparnaður en ekki skattur.
Þann pólitíska ómöguleika sem
ríkir í málefnum aldraðra má skil-
greina sem list hins ómögulega.
Fyrir marga eldri borgara er
næsta ómögulegt að
eiga fyrir framfærslu.
Það er næsta ómögu-
legt að eiga fyrir lyfj-
um.
Það er næsta
ómögulegt að eiga
sparifé vegna marg-
sköttunar. Það er
næsta ómögulegt að
vera vinnufús eldri
borgari
Það er næsta
ómögulegt fyrir eldri
borgara að eiga fyrir
þjónustugjöldum sveitarfélaganna.
Það er næsta ómögulegt að fá pláss
á dvalar- eða hjúkrunarheimili fyrir
eldri borgara.
Skerðingar á áunnum bótum og
allskonar þjónustugjöld er ekkert
annað en tvískattlagning sem er
andstæð meginreglum samfélags-
ins og verður ekki skilgreind annað
en gróf misbeiting valds til eign-
arnáms. Þolinmæði er líka að verða
ómöguleiki fyrir eldri borgara
þessa lands, sem hafa náð líkum
þroska í árum mælt og f.v. ritstjór-
inn og starfsfélagi Matthíasar sem
sagði m.a. „Ég er búinn að fylgjast
með þessu í 50 ár. Þetta er ógeðs-
legt þjóðfélag, þetta er allt ógeðs-
legt. Það eru engin prinsipp, það
eru engar hugsjónir, það er ekki
neitt.“
Já, það eru engin prinsipp, en
maður spyr og spyr, og verður
hvað eftir annað kjaftstopp, með á
vörum spurningar um pólitíska
siglingakunnáttu stjórnenda þessa
lands sem hafa siglt þjóðarskútunni
á sker nokkuð reglulega allt lýð-
veldisskeiðið, oftast eftir mestu
góðæri þeirra sögu. Alltof oft hefur
ekki tekist að rétta kúrsinn af í
tíma, því miður. Svarið hefur alltof
oft verið að nýir vendir sópi best og
um leið að sjá ekki að fleiri en einn
sannleikur er til. Það er nefnilega
ekki bara til svart og hvítt, heldur
líka ekki neitt. Tvenndarkenningin
fær hér ekki staðist.
Sennilega má taka undir með
virðulegu sjálfstæðisfrúnni frá
Eskifirði sem var ásamt mér og
Sigurði Blöndal skógræktarmanni í
viðtalsþætti í ríkisútvarpinu frá
Egilsstöðum fyrir margt löngu, þar
sem spurningin var hvað væri hægt
að gera fyrir gamla fólkið til bóta á
ævikvöldi. Svöruðum við Sigurður
báðir að „ungmennafélagshætti“ og
sögðum að bótaskrefin væru ein-
föld en mörg, af miklum sannfær-
ingarkrafti, en frúin sagði og sleit
þar með frekari umræðu um málið:
„Við skulum láta gamla fólkið í
friði.“
Allar langar þrætubækur valda
aðeins brestum í sálarkytru okkar
nytsamra sakleysingjanna og skapa
eyrnaverk, tannverk, magaverk og
að lokum hausverk, síðan sálarverk
tómleikans í miklum og auknum til-
vistarvanda.
Ef maður hefur nennu til að rýna
í þjóðfélagið og stjórnvaldsaðgerðir
síðustu áratuga verður niðurstaðan
án efa sú að tilvistarkreppa ís-
lenskra stjórnmála er að hægri öfl-
in eru lömuð af nútíðar- og fortíð-
arvanda af innri sjálfbærni og
vinstri er heltekið af framtíðarótta.
Tandurhreina vinstri stjórnin
leysti engin vandamál enda nærðist
hún á vandamálasmíð fyrri stjórna
og við að finna upp vandamál, svo
sem um tilurð og nýtingu auðlinda
og verða þar með í sjálfum sér
stærsta vandamálið. Ekki batnaði
ástandið þótt allskonar „Bestu“
flokkar bættust við og hjálpuðu til
að hirða einhverjar krónur í viðbót
af eldri borgurum og millistéttinni.
Árið 1989 komst á þjóðarsátt
sem skilaði kraftaverki. Þá var það
fólkið í atvinnulífinu sem tók völdin
og leysti málin, engir flækjufætur
stjórnmálaelítu voru tilkallaðir sem
betur fer.
Það sem ég hef hér skrifað segir
frá þeirri tilfinningu sem heltekur
þegar hugsjónir manns eru að
hrynja og allir fuglar virðast
þagna.
Frá vígvelli siðmenningar
Eftir Erling Garðar
Jónasson » Svo að askurinn
sjálfur verði aldrei
tæmdur og fuglar geti
sungið fyrir komandi
kynslóðir, eins og Matt-
hías vildi að raunin
væri.
Erling Garðar Jónasson
Höfundur er formaður
Samtaka aldraðra.
Margt hefur verið
gert í samfélagi okkar
til að gera fötluðum
og öldruðum fært að
bjarga sér sem mest
sjálf. Því miður virð-
ast um þessar mundir
einhver önnur sjón-
armið tröllríða þeim
stofnunum sem taka
ákvarðanir varðandi
hagsmunamál þessara
þjóðfélagshópa. Við vitum hörm-
ungasöguna um það hvernig búið
er að ganga með nýjungarnar hjá
ferðaþjónustunni í Reykjavík. Þar
var farið af stað með breytingar í
miklu flaustri og virtist svo sem
einhverjir nýir stjórnendur teldu
það fyrir neðan sína virðingu að
hafa eitthvert samráð við not-
endur þjónustunnar.
Svipað ólánsmál virðist nú í
uppsiglingu gagnvart fötluðum og
gamalmennum nema nú er það
Umferðarstofa sem gengur fram í
vitleysunni. Einhverjum þar á bæ
datt í hug það snjallræði að bílar
þeir sem sinna ferðaþjónustunni
skuli ekki lengur fá að hafa stig-
bretti eins og þeir hafa haft sjálf-
sagt frá byrjun þjónustunnar en
nú er þeim neitað um skoðun
nema þeir taki stigbrettin af, að
sögn vegna þess hve hættuleg þau
eru hjólreiðamönnum. Eins og
þessi bretti eru nú
góð hjálpartæki fyrir
þá sem eru með gigt
eða stirðleika, veikan
fót, nú eða fatlaða
sem komast leiðar
sinnar án þess að
þurfa alltaf að nota
hjólastól.
Okkur hinum sýn-
ist nú að sá hjólreiða-
maður sem hjólar svo
nærri bílum í umferð-
inni að hann sé í
hættu á að rekast ut-
an í þessi bretti þurfi að skoða
betur hvort hann sé yfirleitt hæf-
ur til að vera á hjóli í umferðinni,
því sá sem fer svo nálægt bílnum
er í raun búinn að setja sig í stór-
hættu bara almennt vegna um-
ferðarinnar.
Og hvernig er með alla þessa
spegla sem eru á bílunum, verður
þá ekki líka að banna þá? Hvers
konar kjánagangur er hér annars
á ferðinni? Og það frá opinberri
stofnun.
Fróðlegt væri ef Umferðarstofa
sýndi okkur fram á hve mörg slys
hafa orðið á hjólreiðamönnum af
völdum þessara bretta og á hvaða
lögum þeir byggja þessar nýju
reglur sínar.
Þeir sem til þekkja vita hins
vegar að þessi bretti gera fötl-
uðum, fótaveikum og eldri borg-
urum það fært að komast inn og
út úr bílum þessum án aðstoðar
eða með smávægilegi aðstoð og ef
þessara bretta nyti ekki við væri í
raun hættulegt ef ekki stór-
hættulegt fyrir þetta fólk að reyna
að basla við að komast upp í bíl-
ana og út úr þeim aftur.
Skora ég á þá sem þessum mál-
um stjórna að endurskoða málið
og afturkalla sem fyrst þessa
flausturslegu ákvörðun.
Ef mikið hefur verið um slys á
hjólreiðafólki af völdum þessa
væri þá ekki rétt að skylda það til
að fara á námskeið áður en það
fær að fara á reiðhjóli út í umferð-
ina?
Ferðaþjónusta fatlaðra
Eftir Hjálmar
Magnússon
Hjálmar Magnússon
» Svipað ólánsmál
virðist nú í uppsigl-
ingu gagnvart fötluðum
og gamalmennum.
Höfundur er stjórnarmaður í Sjálfs-
björgu á höfuðborgarsvæðinu.
- með morgunkaffinu
SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT
METSÖLULISTI EYMUNDSSON
VIKAN 18.03.15 - 24.03.15
1 2
5 6
7 8
109
43
Bókin um vefinn - Sjálfshjálpa
Sigurjón Ólafsson
Flækingurinn
Kristín Ómarsdóttir
Britt-Marie var hér
Fredrik Backman
Eiturbyrlarinn ljúfi
Arto Passilinna
Morðin í Skálholti
Stella Blómkvist
Afturgangan
Jo Nesbø
Hellisbúinn
Jørn Lier Horst
Alex
Pierre Lemaitre
Ástin, drekinn og dauðinn
Vilborg Davíðsdóttir
Dansað við björninn
Roslund & Thunberg