Morgunblaðið - 27.03.2015, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 27.03.2015, Qupperneq 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MARS 2015 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er eins og allir vilji ná athygli þinni og þú mátt hafa þig allan við. Annars er hætta á því að þú farir að setja þig á há- an hest. Haltu þig við raunveruleikann og þá fer allt vel. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er alveg hægt að rökræða við fólk án þess að allt fari í hund og kött. Sýndu þolinmæði og þá mun allt leysast farsællega. Sinntu hjálparbeiðni gamals vin- ar. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Mundu að fara vel með það sem aðrir segja þér í trúnaði. Vertu maður til þess að liggja ekki á skoðunum, þótt ein- hverrar andstöðu megi vænta. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Nú er komið að skuldadögum. Fáðu einhvern í heimsókn sem getur lyft þér upp og gerðu eitthvað skemmtilegt. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Dagurinn hentar vel til nákvæmrar skipulagningar og verkefna sem krefjast vandvirkni og þolinmæði. Heppni og já- kvæðar aðstæður virðast fyrir hendi. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú ert með hugmynd sem þú vilt koma á framfæri. Málið er bara að finna hana og það getur tekið sinn tíma. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þér finnst mjög gaman að sýna þig þegar völlur er á þér. Sama hvað þú leggur hart að þér, menn þurfa á því að halda að taka sér hvíld til að viðhalda skilvirkninni. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú hefur rétt til að skipta um skoðun, og það muntu gera oft eftir að þú ferð að endurskoða forgangsröðina. Hugur- inn dvelur hugsanlega við ferðaáætlanir eða einhvern sem er langt í burtu. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Með gamanseminni tekst þér að létta á spennunni meðal félaganna. Ekki velja að vinna bara og eiga ekkert einkalíf. 22. des. - 19. janúar Steingeit Sá sem sagði að lífið væri ekki aðalæfing með búningum hefur augljóslega ekki séð inn í fataskápinn þinn. Hann kemur miklu í verk og nýtur góðs af styrk annarra. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þér finnst það skylda þín að deila vitneskju þinni með öðrum. Einhver annar hefur tekið við stjórninni og leiðir það í aðra átt. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það er skrýtið fyrirbæri að störfum í lífi þínu. Ef málið snertir þig skaltu reyna að komast að hinu sanna áður en þú fellir ein- hverja dóma. Á sunnudaginn skrifaði BjarkiKarlsson á Boðnarmiði um þann hræðilega atburð þegar Ed- ward Oxford sýndi Viktoríu Breta- drottningu banatilræði sem tókst ekki betur en svo að drottning ríkti í 61 ár eftir það. Drottningin drambi firrta dýrleg með hreina sál, Viktoría hin virta, voldug – en laus við prjál. Þó vildi þessa myrta þrjótur með svik og tál, svo heimsveldis bliknaði birta er byssunnar hæfði stál. Ei náði í ál þó að syrta, sú eilífa reyndist of hál. – Eins er með Árna Pál. Davíð Hjálmar Haraldsson veit sínu viti: Það varð ekki véfengt né hrakið að versnaði í mjóbaki takið og korselett brast – Rut kastaði fast – er bjúgverpil fékk hún í bakið. „Sælt veri Leirlið á hljóðri morgunstund,“ skrifaði Páll Ims- land á miðvikudag. „Uppsúmmer- ing á undangengnum mánuðum hefur leitt mig að niðurstöðu um áhrif veðráttunnar á Leirliða:“ Þrumur og eldingar, þrútið loft, og þrálátir byljir oss herja oft. Þá kuldi og væta oss bragfimi bæta og fylla með rími vorn kvæðahvoft. Páll tekur fram að hinn hreini (og eini sanni) skaftfellski fram- burður hans á hv-hljóðum sé hér brotinn að kröfu bragfræðinnar! Sjö mínútur yfir fimm á miðviku- dag skrifaði Ólafur Stefánsson í Leirinn: Í tíma hjá tannsanum glaða, lét hann tækin dansa með hraða. Er ég hrópaði stopp, sagð’ann „humöret opp“ svo prófa skalt Pina Colaða. Ólafur tekur fram, að þetta sé ekki „bulllimra“ heldur púra sann- leikur frá því fyrir hálftíma. „ Þetta læknisráð kom til út af því að hann vissi að ég væri að fara niðrá eyjar, þar sem þessi drykkur er vinsæll og inniheldur romm, ananas og kokos- mjólk.“ Hallmundur Kristinsson heldur sínu striki: Margt láta menn oft flakka; misjafnt hvort aðrir þakka. Sé hún nú sönn sagan um Fönn, eignast hún kannski krakka. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af Viktoríu drottningu og ýmsu fólki Í klípu „VIÐ ERUM AÐ NÁ ÁRANGRI. BRÁTT MUNTU GETA SAGT ÞAÐ ÁN BLÓMA.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „HÚN VERÐUR TAUGAÓSTYRK ÞEGAR VIÐ NOTUM NÝJU BOLLANA.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að sýna uppáhalds- sjónvarpsþættinum hennar athygli. ÉG ER MEÐ ÞURRAR VARIR! NÚ GET ÉG EKKI KYSST LÍSU! FRÁBÆRAR FRÉTTIR! ÉG VERÐ AÐ SEGJA AÐ ÞÚ LÍTUR HRÆÐILEGA ÚT, HRÓLFUR! MÉR LÍÐUR HRÆÐILEGA, LÆKNIR! FÆRÐU MINNST ÁTTA TÍMA SVEFN Á HVERRI NÓTTU?HMMMMM... Víkverji hefur á tilfinningunni aðmarkvisst sé stöðugt verið að blekkja almenning. Sérstaklega er þetta áberandi þegar hækkuð gjald- skrá eða ofurlaun eru réttlætt. x x x Bankastjórar eru með svimandi hálaun í samanburði við almenning og voru með enn hærri tekjur fyrir hrun. Þá var viðkvæði þeirra að þeir þyrftu að vera með sambærileg laun og bankastjórar erlendis því annars neyddust þeir til þess að fara í störf í útlandinu. Þeir fengu umbeðnar launa- hækkanir en aldrei var vart við eft- irspurn eftir þeim erlendis. x x x Þegar læknar stóðu í kjarabaráttu ívetur réðu þeir almannatengla til þess að bæta ímyndina og réttlæta kröfurnar. Læknar sögðu upp og hót- uðu að fara til starfa erlendis fengju þeir ekki sambærileg laun og læknar í útlandinu. Almenningur beit á agnið og hafði mikla samúð með læknum. Í þessari umræðu benti einn almanna- tengillinn á að læknar hefðu ekki orðið við áskorun fjármálaráðherra um að opinbera launakröfurnar vegna þess að í sumum tilfellum væri betra að tjá sig ekki og læknar komust upp með það í þessu sambandi. Þegar aðrar stéttir viðruðu hugmyndir um svipaða launahækkun fór allt á annan endann enda þær ekki með almannatengla á sínum snærum. x x x Um mánaðamótin tekur gildi nýgjaldskrá fyrir bílastæði við Flug- stöð Leifs Eiríkssonar. Í stuttri frétta- tilkynningu var áréttað að þrátt fyrir hækkun yrðu afnotin af skamm- tímabílastæðunum „áfram umtalsvert ódýrari en á helstu flugvöllum á Norð- urlöndum“ og notkun langtímastæða yrði „einnig áfram nokkuð ódýrari en á helstu flugvöllum á Norðurlöndum.“ x x x Þegar svona samanburði er skelltframan í Víkverja veit hann að við- komandi hefur vondan málstað að verja. Af hverju er verið að bera verð- lag hérlendis saman við verðlag á Norðurlöndum, þar sem kaupmáttur er allt annar og betri? Væri ekki nær að bera saman verð hér við verð á stöðum þar sem kaupmáttur er svip- aður? víkverji@mbl.is Víkverji Annan grundvöll getur enginn lagt en þann sem lagður er, sem er Jesús Krist- ur. (Fyrra Korintubréf 3:11) Glæsileg armbandsúr Bankastræti 6 – sími 551 8588 – gullbudin.is 29.200 32.500 36.990 27.300 33.800 24.700 39.900 31.500

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.