Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.03.2015, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.03.2015, Blaðsíða 8
þýðing hans á bókinni Skáldsagan um Jón & hans rituðu bréf til barnshafandi konu sinnar þá hann dvaldi í helli yfir vetur & undirbjó komu hennar & nýrra tíma eftir Ófeig Sigurðsson kom út þar í landi. Búlgörsk samstarfskona hans í þýðingum, Yana Chankova, var stödd hérlendis fyrir stuttu en þau Ægir hafa nú einnig gefið út búlgarska þýðingu á Völuspá en hvert og eitt kvæði er sett fram í stóru riti á upphaflegu norrænunni, nútímaíslensku og búlgörsku. Fyrir þremur árum gáfu þau einnig út í samstarfi Hávamál. „Völuspá sjálf er ekki stórt kvæði en bókin okkar inniheldur ýmislegt aukaefni, með efni úr fornsög- unum sem tengjast kvæðunum. Þetta var mjög krefj- andi verkefni en virkilega skemmtilegt. Ægir er ótrúlegur í sínum þýðingum í Búlgaríu og elja hans þykir aðdáunarverð enda afar dýrmætt að kynna þennan merka bókmenntaarf fyrir Búlgörum sem hafa mikinn áhuga á efninu en hafa ekki haft greið- an aðgang að því nema fyrir tilstilli þýðinga Ægis.“ Íslandsklukkan eftir Halldór Kiljan Laxness situr nú ofarlega á öllum bókalistum í Búlgaríu en hún kom út í búlgarskri þýðingu fyrir nokkrum mánuðum og er það jafnframt í fyrsta sinn sem verk eftir Halldór Laxness er þýtt á búlgörsku Það er hinn hálfíslenski Ægir Einarov Sverrisson, kennari í nútímaíslensku við norrænudeild háskólans í Sofiu, sem þýddi verkið. Ægir hefur alla ævi búið úti í Búlgaríu en haft mikla ástríðu fyrir ís- lenskunni og lagst í fleiri stórvirki í gegnum tíðina og má nefna að tæplega hálft ár er síðan búlgörsk Ægir Einarov er frumkvöðull í Búlg- aríu í þýðingum á íslenskum verkum. Yana Chankova hefur þýtt Völuspá og Hávamál með Ægi Einarov. MERK ÞÝÐINGARSTARFSEMI Á SÉR STAÐ Í BÚLGARÍU, FYRST OG FREMST FYRIR TILSTILLI ÆGIS EINAROVS SVERRISSONAR. Halldór Laxness kominn til Búlgaríu Bókakápa Íslands- klukkunnar á búlgörsku. 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.3. 2015 Ekki er langt síðan hrollur fór um Parísarbúa.Þetta var skömmu eftir að blaðamenn áfranska blaðinu CharlieHebdo, sem birtu skopmyndir um Múhameðstrú, voru myrtir í Par- ís og öll Evrópa hafði risið upp til að segja hátt og skýrt til að árétta samstöðuna: Je suis Charlie, við erum öll Charlie. Þannig mótmæltum við grimmd- arverkunum og sýndum samstöðu með frjálsri fjölmiðlun. Líka fjölmiðlun sem við berum ekkert sérstaklega mikla virðingu fyrir. En nú skalf París vegna frétta af mannlausum loftförum, drónum, sem enginn kunni deili á. Drónar höfðu sést sveima við Eiffelturninn og aðrar byggingar í París sem Frakkar líta á sem þjóðargersemar. Sú tilhugsun að hryðjuverkmenn væru í þann veginn að komast upp á lag með að nota mannlaus loftför til að vinna spjöll og myrða meinta andstæðinga vakti skelfingu. Þökk sé breska stórblaðinu Guardian þá feng- um við að vita að nákvæmlega þessi hugsun var í kolli 13 ára drengs í Jemen, Jahmi að nafni, allar götur frá því faðir hans og bróðir voru teknir af lífi í drónaárás. „Ég lifi í stöðugum ótta við dauða- maskínurnar“ hafði drengurinn sagt á síðum Guardian, nokkrum mánuðum áður en hann var sjálfur drepinn með þessum hætti; sprengdur og brenndur upp til agna með svokallaðri „vítis- sprengju“ einsog morðtólið heitir á máli höfunda sinna. Þarna eru semsagt „okkar hryðjuverka- menn“ að verki. Og engar Je suis Jahmi-göngur. Bandaríkjamenn hafa undanfarin misseri myrt mikinn fjölda manna með þessum sprengjuhlöðnu loftförum, í Pakistan, Sýrlandi, Jemen og víðar. Fjölmiðlar greina frá því að alltaf segist herinn vera að drepa hryðjuverkamenn. Það átti Jahmi litli líka að hafa verið en sannleikurinn er sá, stað- hæfa ábyrgir fjölmiðlar, að þetta sé hin mesta firra því hann hafi fyrst og fremst verið lítill þrett- án ára drengur að smala búfé og oftar en ekki hafi það verið saklaust fólk eins og hann sem hafi beðið fjörtjón af sprengjunum. Þessi morð eru að sjálfsögðu á engan hátt skárri en þau hryðjuverk sem vestræn ríki halda nú sem mest á loft og eru framin af hinum villi- mannlegu ISIS-samtökum. Ekki veit ég hvort Jahmi átti skyldmenni á Vesturlöndum, alla vega þó fólk álíka menning- arlega og sögulega tengt og Vestur-Íslendingar eru okkur, eða bara tengt eins og manneskjur al- mennt finna samkennd með manneskjum. Það er nú samt einu sinni svo að við erum líklegri til að finna til samkenndar með fólki sem við finnum einhvern skyldleika með. Og nú þegar herskarar Vesturlandabúa sem rætur eiga á þeim svæðum sem helst verða fyrir barðinu á „okkar hryðjuverkamönnum“ flykkjast í raðir ISIS, má spyrja hvort þurfi að undrast að eitthvað geti gengið úr böndum í sálarlífinu hjá þeim sem samsama sig fórnarlömbum ríkisrek- inna hryðjuverkamanna frá okkar heimshluta. Liggur þetta ekki í augum uppi? Je suis Jahmi * „Ég lifi í stöðugum ótta viðdauðamaskínurnar“ hafðidrengurinn sagt á síðum Guard- ian, nokkrum mánuðum áður en hann var sjálfur drepinn. ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Ögmundur Jónasson ogmundur@althingi.is #Freethenipple var stjarna dagsins á Twitter á fimmtudaginn og stöðu- færslur á Facebook voru sömuleið- is velflestar tengdar baráttunni fyrir „frelsun geirvörtunnar“. Margir lögðu orð í belg, einnig atvinnurek- endur. Friðjón R. Friðjónsson, framkvæmdastjóri KOM almanna- tengsla skrifaði á Twitter: „Ég myndi frekar ráða til KOM þáttakanda/ skipuleggjanda #FreeTheNipple en þann sem gerir lítið úr þessu beisikk frelsismáli.“ Þóra Tóm- asdóttir kvik- myndagerðarkona sendi skeyti út á Twitter í gær og voru skilaboðin greinilega ætluð mæðrum sem voru ósáttar við dætur sínar sem frelsuðu geirvörtuna á fimmtudag- inn. Þóra skrifaði: „Daginn eftir brjóstabyltinguna slut-shame-a femínískar mæður dætur sínar fyrir að hafa tekið þátt. Hvað varstu að hugsa? #FreeTheNipple.“ Það voru jafnvel heilu hljómsveit- irnar sem sendu út stuðnings- yfirlýsingar með frelsisbaráttunni. Hljómsveitin Hjaltalín tístaði: „Þetta er svo svalt og áhrifamikið. Endalaus ást og virðing til íslenskra kvenna!“ Og fjölmiðla- konan Eva María Jónsdóttir skrif- aði á Facebook í tilefni fimmtudags- ins: „Í mínu ung- dæmi voru konur óragar við að bera á sér brjóstin: Þær gáfu börnum sínum að drekka hvar sem var, sól- uðu sig topplausar og létu brjóstin líta dagsins ljós, til dæmis ef listræn útfærsla krafðist þess. Get ég feng- ið aftur gömlu góðu dagana þar sem þurfti ekki að berjast fyrir sjálfsögðum hlut?“ Undir þetta tók Þorfinnur Ómarsson og spurði í athugasemd; „Já, hvað gerðist eig- inlega?“ AF NETINU Vettvangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.